Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 42
s Vísindavefur Háskóla Islands Er fullt tungl á sama tíma um allan heim? Er hægl að segja að talan 0 sé eining, öllu heldur sem eitt- hvað, jafnvel áþreifanlegt? VISINDI I Undanfarna viku hafa birst svör á Vísindavefn- ' um um aldur Sfinxins, heilagan Valentínus, tölugildið af x, hraðsyndasta spendýrið, Kreutzer-sónötuna, líftíma mýflugna, signingar, krossinn sem tákn kristni, aldur Jesú, fjölda kristinna, kristnitökuna, fullt tungl, húðflúr, bandarísku for- setakosningarnar, líf á öðrum hnöttum, fjölda sjálfstæðra ríkja í heiminum, virkjun fjarða og víka, færslu á segulpólum jarðar, fund Danmerk- ur, rötun fugla, spretthraða hýenunnar, banda- ríska skólakerfið, blóðflokkakerfið, elftingu, gömlu mánaðanöfnin og síðasta gos á íó. Vís- indavefinn er að finna á http://www.visindavef- ur.hi.is. Er hægt að segja að talan 0 sé eining, öllu heldur sem eitthvað, jafnvel áþreifan- legt? SVAR: Elstu menningarþjóðimar, Fom-Egyptar, Majar, Kínverjar og Súmerar, virðast hafa haft hugtakið „núll“ en sérstakt tákn var þó ekki notað fyrir það nema stundum til að gefa til kynna eyðu á milli annarra tölustafa. Fyrsta notkun á tölustafn- um „0“ (það er samsvarandi tákni) á sama hátt og hann er notaður í dag kemur sennilega fram hjá arabíska stærðfræðingnum Múhammeð ibn Músa al-Kúarismí (uppi um 780-850) en orðið „algóriþmi“ er reyndar dregið af nafni hans. Þessi notkun á 0-tölustafnum og öðmm arabískum tölustöfum breiddist síðan um Evrópu á 10. öld. Þetta var smá forspjall um notkun tölustafsins „0“. En við megum ekki mgla tölustafnum saman við töluna sjálfa sem spurt er um. Hvað em töl- ur? Þetta er spurning sem ýmsir heimspekingar hafa glímt við, allt frá dögum Platons og Pýþagórasar. Pýþagóras (uppi um 532 íyrir Krist), sem varð fyrir áhrifum frá trúar- brögðum Fom-Egypta, taldi tölur Lengi vel voru engar heildstæð- ar kenningar settar fram um það hvað tölur eru. liggja til gmndvallar öllu í heimin- um. Aristóteles segir um hann: „Pýþagóringar vom hinir fyrstu sem hugsuðu alvarlega um stærðfræði og þróuðu hana. Vegna þekkingar sinn- ar á þessum vísindum komust þeir á þá skoðun, að grandvöllur stærð- fræðinnar sé líka gmndvöllur alls sem er“. Tölumar em sem sagt heillandi viðfangsefni og samgrónar allri mannlegri hugsun. Lengi vel vom þó engar heild- stæðar kenningar settar fram um það hvað tölur em. Það var ekki fyrr en á 19. öld, að þýski heimspeking- Tunglið sést sem bjartur hringflötur frá þeirri hlið jarðarinnar þar sem er nótt því að sú hlið snýr frá sólu og að tungli. urinn Gottlob Frege (1848-1925) setti fram þá kenningu, að tölur séu ekkert annað en mengi af ákveðnu tagi. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að þegar við segjum til dæmis að Norðurlöndin séu fimm, þá emm við ekki að segja neitt um Norður- löndin hvert íyrir sig, heldur um annan hlut, nefnilega mengi Norður- landanna: við emm að segja að þetta mengi hafi ákveðinn fjölda staka. En hvaða fjölda staka? Auðvitað 5! En emm við þá ekki að nota töluhugtak- ið aftur? Til að komast hjá þessum vanda notfærði Frege sér hugtakið „gagn- tæk vörpun" (á ensku one to one correspondence). Sagt er að til sé gagntæk vörpun á milli tveggja mengja, M og N, ef til sérhvers staks í M svarar nákvæmlega eitt stak í N, og þetta stak í N er ekki svömn neins annars staks í M og öf- ugt. Þegar gagntæk vörpun er til á milli M og N er sagt að þau hafi jafn- mörg stök eða hafi sömu fjöldatölu. Þannig er til gagntæk vörpun á milli mengis fingra vinstri handar og mengis fingra hægri handar, þar sem bæði hafa fimm stök, fjöldatöl- una fimm. Ef við tökum nú öll mengi sem hafa fimm stök, það er öll mengi sem unnt er að setja í gagntæka svömn t.d. við mengið {Island, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland}, mynda þau eitt stórt mengi, nefni- lega mengi allra þeirra mengja sem em í gagntækri svöran við framan- greint mengi, það er mengi allra þeirra mengja sem hafa fimm stök. Þetta stóra mengi segir Frege vera töluna fimm og hann skilgreindi all- ar náttúmlegar tölur, þ.e. 0,1,2,3, 4,..., á hliðstæðan hátt sem mengi mengja. Skv. þessu er talan 0 mengi allra þeirra mengja sem hafa ekkert stak. Reyndar er aðeins til eitt mengi sem hefur ekkert stak, nefni- lega tómamengið, sem er oft táknað með 0, þannig að 0 er skilgreint sem mengið sem hefur tómamengið sem eina stakið, sem mengið {0}. Nú em mengi sértækir (abstrakt) hlutir, það er þau em ekki áþreifan- leg, eitthvað sem við getum séð eða skynjað í raunheiminum, heldur sköpuð af mannshuganum, hugtök sem við notum til að skipuleggja og skilja veruleikann, og því væri skv. kenningu Freges talan 0 ekki áþreif- anleg. En þar með er ekki sagt að hún sé ekki „eitthvað", Frege var einmitt mjög í mun að sýna að tölur séu „hlutir". En hlutir geta að sjálf- sögðu verið óefniskenndir, eitthvað getur auðvitað verið hlutur án þess að við getum þreifað á því. Það sem átt er við með því að segja að eitthvað sé hlutur er eink- um tvennt: a) unnt verður að vera að segja hvort það sé samt einhverju öðra eða ekki, og b) það verður að vera unnt að nota orð sem vísar til þess, til dæmis N, og segja eitthvað um hlutinn, það er setja fram full- yrðingar á forminu „N er....“. Þetta gildir einmitt um 0 (hér er ég að tala um hlutinn 0, ekki tölustafinn „0“): ég get til dæmis sagt „0 er ekki sama tala og 1“, og „0 er minni en 2“. Því era náttúralegar tölur hlutir, það er sértækir hlutir, samkvæmt Frege. Síðari tíma heimspekingar hafa sett fram aðrar kenningar um tölur en Frege en þær taka flestar mið af kenningum hans og viðurkenna, að hann hafi hitt naglann á höfuðið, að minnsta kosti í grandvallaratriðum, varðandi eðli talna. Erlendur Jónsson prófessor í heimspeki við HI. \ ICELANDAIR HÓTELS Góðar stundir Hótel Flúðir er glæsilegt hótel ífallegu og rólegu umhverfi. Frábær kosturfyrir einstaklinga og hópa allan ársins hring. Upplýsingar og pantanír í síma 486 6630 Maestro ÞITT FE HVARSEM ÞÚ ERT SVAR: Fullt tungl verður þegar jörðin er á milli sólarinnar og tunglsins. Þá er sú hlið tunglsins sem snýr að jörðinni öll upplýst og tunglið sést sem bjartur hringflötur frá þeirri hlið jarðarinnar þar sem er nótt því að sú hlið snýr frá sólu og að tungli. Jörðin snýst einn hring um sjálfa sig á tuttugu og fjómm klukku- stundum. A þeim tíma sést tunglið frá öllum stöðum á jörðinni. Þar sem tunglið fer einn hring um jörð- ina á 29,53 dögum er sú hreyfing mun hægari og því má segja að sama fulla tunglið sjáist alls staðar frá. Aftur á móti sést tunglið auð- vitað ekki frá öllum stöðum á jörð- inni í einu. Nú gæti maður haldið að jörðin skyggði á tunglið þegar hún er milli sólarinnar og tunglsins. Þetta kem- ur vissulega fyrir og nefnist það þá tunglmyrkvi. En oftast sjáum við fullt tungl. Þetta er vegna þess að braut tunglsins um jörðina hallar um 5° miðað við braut jarðar um sólu. Þetta er nóg til þess að tunglið er oftast aðeins fyrir ofan eða neðan jörðina séð frá sólu og hún nær því yfirleitt að lýsa upp þá hlið sem að henni snýr. í skilningi stjörnufræðinnar er tunglið fullt nákvæmlega þegar sól, jörð og tungl mynda beina línu, og má finna þessa tímasetningu til dæmis í Almanaki Háskóla íslands, miðað við staðartíma hér hjá okkur. Staðartíminn er hins vegar annar í öðmm tímabeltum. Allar götur síðan á dögum Forn- Grikkja hafa menn getað mælt stað- artíma tunglmyrkva. Mismunm- á honum milli staða fyrir sama myrkv- ann gefur til kynna muninn á land- fræðilegri lengd staðanna en hana var annars lengi vel erfitt að ákvarða. Þegar Kólumbus fór til Ameríku hélt hann að hann væri kominn til Asíu, það er að segja Kína eða Jap- an. Nokkrum áratugum síðar vom gerðar mælingar á staðartíma tungl- myrkva í Ameríku og þar með vom færðar endanlegar sönnur á að menn væm staddir í heimsálfu sem áður var sem næst óþekkt. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófess- or í vísindasögu og eðlisfræðj, ritstjóri Vísindavefjarins og Og- mundur Jónsson heimspekinemi og starfsmaður Vísindavefjarins. Hvaða áhrif hefur það á lífið á jörðinni ef ósonlagið hverfur? SVAR: Ósonið í ósonlaginu gleyp- ir í sig skaðlega útfjólubláa geislun af flokki B, með bylgjulengd 200- 300 nm, og hindrar þar með að hún komist að yfirborði jarðar (1 nm eða 1 nanómetri er milljarðasti partur úr metra). Þessi geislun hef- ur styttri bylgjulengd en sýnilegt ljós og hver ljóseind er að sama skapi orkumeiri. Ef ósonlagið hyrfi kæmist þessi útfjólubláa geislun óhindrað til jarðarinnar. Þá myndu efni sem þar fyrirfinnast, þar með talin efni sem lífheimurinn er sam- settur úr, gleypa viðkomandi geisl- un. Við það að efni gleypa útfjólubláa ljósgeislun yfirfærist orkan á sam- eindir efnisins sem getur orðið þess valdandi að sameindirnar umbreyt- ist með ýmsum hætti og eiginleikar efnisins breytist. Slík röskun á efni lífheimsins getur haft ýmsar al- varlegar afleiðingai'. Vitað er að um- rædd útfjólublá geislun getur til dæmis valdið skaða á sameindum í erfðaefni fmmna (DNA) í og við yf- irborð eða húð í kjölfar geislagleyp- ingarinnar. Afleiðing þess getur meðal annars orðið myndun húð- krabba sem á sér stað þegar fmmur með skaddaðar DNA-sameindir ná að fjölga sér meira en heilbrigðar framur (æxlismyndun). Vitað er um ýmis önnur skaðleg áhrif B- geislunar á mannslíkamann, svo sem myndun augnsjúkdóma á borð við starblindu (á ensku „cataracts,,) og ónæmisbælingu (á ensku „immuno- suppression"). Agúst Kvaran prófessor í efnafræði við HI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.