Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Tal tekur í notkun GPRS- sítengingu við Netið Reglulegt og hraðvirkt þráð- laust samband FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Tal opnaði í gær fyrir GPRS-tækni, sem er þráðlaus sítenging við Net- ið í gegnum GSM-síma. Tal er fyrsta fjarskiptafyrirtækið til þess að taka slíka tækni í notkun hér á landi og meðal fyrstu fjarskiptafyr- irtækja í heiminum. Með GPRS (General Packed Radio Service) geta notendur tengst Netinu með fartölvum, lófatölvum eða beint frá símtækinu. Þessi nýja tækni býður einnig upp á að tengjast beint inn á innra net fyrirtækja. GPRS-kerfi Tals var tekið form- lega í notkun á blaðamannafundi í húsakynnum fyrirtækisins í gær og var fréttin um kerfið send með hinni nýju tækni á Fréttavef Morg- unblaðsins. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, var við- staddur opnun kerfisins og sagði ljóst að nú gæti fólk komið frá sér skilaboðum hvar sem það væri statt. Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, var einnig viðstödd opnun kerfisins. Margfalt hraðari þráð- lausar gagnasendingar Fyrstu viðskiptavinir Tals til að taka þessa tækni í notkun eru Hans Petersen, Morgunblaðið, 01- íudreifing og Tæknival. Frá og með deginum í gær er hluti starfs- manna þessara fyrirtækja með sí- tengingu við Netið í gegnum GSM/ GPRS-kerfi Tals. Til að nýta sér hraðvirkt Net með þessum hætti þarf nýja gerð GSM-símtækja, sem eru gerð fyrir GPRS-samskipti. Framleiðsla á GSM/GPRS-sím- tækjum er nýlega hafin. Samband fæst viðstöðulaust með GPRS-tækninni og gagnasending- ar eru margfalt hraðari en áður hefur þekkst með þráðlausum hætti. Gjaldtaka fyrir GSM/GPRS gagnaflutninga verður í samræmi við það gagnamagn sem fer um kerfið Minni munur á annarri og þriðju kynslóð farsíma en ætlað var Þórólfur Ái'nason, forstjóri Tals, segir að fyrirtækið sé komið með nokkra tugi af hinni nýju gerð far- síma sem eru gerðir fyrir GPRS- samskipti. Eftirspurn eftir þessari þjónustu sé hins vegar það mikil að nú þegar sé kominn biðlisti eftir símum. Þörfin og áhuginn sé greinilega mikill. „Það sem mér finnst hvað skemmtilegast við þetta er að aðil- ar á símamarkaði eru margir hverjir sammála um að þessi 2,5 kynslóð farsíma, GPRS, og næsta viðbót við þá þjónustu sem er enn undir GSM-staðlinum og er kölluð EDGE, nær nálægt hinni svoköll- uðu þriðju kynslóð farsíma undir núverandi annarri kynslóð. Minni munur verður því væntanlega á milli annarrar kynslóðarinnar og þeirrar þriðju en ætlað var og því minna greiðandi fyrir hana,“ segir Þórólfur. OZ kaupir fyrirtæki í Kanada á 2,3 milljarða Þróar netlausnir fyrir þriðju kynslóð farsíma OZ.COM tilkynnti í dag að það hefði opnað skrifstofur í Kanada með kaupum á fyrirtæki sem stofnað var af Microcell Telecommunications og Ericsson Canada. Kaupverðið er 2,3 milljarðar króna. Skrifstofur OZ Canada eru í Montreal og sam- kvæmt tilkynningu OZ.COM munu um 50 manns koma til með að starfa þar. Fyrirtækið mun sérhæfa sig í þróun á vörum og þjónustu fyrir þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Fram kemur í tilkynningunni að samstarfssamningur OZ, Microcell og Ericsson Canada, tryggi OZ Can- ada að lágmarki 1.500 milljónir króna til þróunar og rannsóknar- vinnu á sviði þriðju kynslóðar far- símakerfa. OZ.COM mun eiga öll réttindi á þeim vörum sem þróaðar verða og selja á heimsvísu. Tryggir stöðu OZ.COM á Noröur- Ameríkumarkaði OZ greiðir fyrir OZ Canada með 13% hlut í OZ.COM og hefur eignar- hlutur Ericsson í fyrirtækinu með þessu aukist úr 19% í 23%. Eignar- hlutur Microcell í OZ verður 9%. í tilkynningu OZ segir að vöxtur og sérhæfing Microeell á sviði þráð- lausra samskipta, reynsla Ericsson á sviði farsíma, net- og gagnakerfa, og þróunarvinna, þekking og þjónusta OZ.COM á samskipta- og tæknisvið- inu, tryggi grundvöll OZ Canada. Skúli Mogensen, forstjóri OZ.COM, segir að hér sé um að ræða tímamótasamning fyrir fyrirtækið. Með þessum kaupum tryggi OZ áframhaldandi vöruþróun, festi sig í sessi í Norður-Ameríku og tvöfaldi tekjur félagsins. Þá segir hann sér- staklega ánægjulegt að Ericsson skuli, eftir þriggja ára vel heppnað samstarf, taka þá ákvörðun að treysta enn frekar og auka samstarf sitt við fyrirtækið. Ericsson sé enda tvímælalaust fremst í heiminum í þróun 3G kerfa og hafi tryggt sér 17 af fyrstu 22 slíkum samningum við stærstu símafélög heims, eins og fram hafi komið. Jafnframt efli það OZ.COM að fá leiðandi fyrirtæki á borð við Microcell sem sterkan hlut- hafa í fyrirtækið. „OZ Canada veitir okkur aðgang að nýrri tækni, afar hæfu starfsfólki í þróunar- og rann- sóknarvinnu, auk tækifæra til að fjölga viðskiptavinum okkar veru- lega í gegnum Microcell og móðurfé- lag þess Telesystem, sem á meiri- hluta í um 16 GSM-símafélögum víðsvegar um heiminn. Ég er þess fullviss að OZ Canada verði leiðandi í þróun á vörum og þjónustu fyrir þriðju kynslóð farsímakerfa. Jafn- framt erum við að tryggja stöðu okk- ar á Norður-Ameríkumarkaði veru- lega með þessum kaupum. Þá bendir allt til þess að þau markmið sem við settum okkur í upphafi þessa árs, varðandi vöxt og tekjuaukningu fé- lagsins til næstu tveggja ára, sé nú þegar náð með þessum samningi," segir Skúli. Ráðstefna um sjávarútveg og fískeldi í Eyjafírði Aukið eldi leiðir til hættu á sjúkdómum Morgunblaðið/Kristján Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar, fjallaði um lóðueldi og nábýli við annað fískeldi. AUKIÐ fiskeldi í Eyjafirði leiðir til aukinnar hættu á smitsjúkdómum á svæðinu, að mati Ólafs Halldórsson- ar, framkvæmdastjóra Fiskeldis Eyjafjarðar. Þetta kom fram í erindi hans á ráðstefnu um fiskeldi og sjáv- arútveg í Eyjafirði sem haldin var á Akureyri í gær. Fiskeldi Eyjafjarðar hefur stund- að rannsóknir og eldi á lúðu í Eyja- firði frá árinu 1988. Ólafur sagði verulegan árangur hafa nást á þessu sviði og fyrirtækið stefndi áfram að því að vera í forystu í lúðueldi í heim- inum. Hann sagði að fisksjúkdómar gætu slegið fyrirtækið af í einu vet- fangi. „Á undanförnum 20 til 25 ár- um hefur nýr alvarlegur sjúkdómur komið upp hér á landi á fimm ára fresti að meðaltali. Þetta hefur gerst þótt framleiðsla á fiskeldi hafi verið mjög lítil, miðað við nágrannalöndin. Nýjar fréttir frá Skotlandi herma að þar sé verið að auka fjarlægðir milli fiskeldisstöðva vegna sjúkdóma. Frá Chile berast einnig fréttir þess efnis að þar eigi að banna allan innflutning á laxahrognum vegna hættu á sjúk- dómum. Þá er hægt að benda á að tap Norðmanna vegna fisksjúkdóma er á bilinu 4 til 5 milljarðar króna á ári.“ Ólafur sagði að ef upp kæmu fisk- sjúkdómar í Eyjarfirði mundi það leiða til erfiðleika í fyrirhugaðri upp- byggingu fyrirtækisins, hvort sem lúða sýktist eða ekki. „Ef upp kemur sjúkdómur í firðinum verður ekki spurt að því hvort það er fiskur sem er í tveggja eða tíu kílómetra fjar- lægð frá okkar stöð. Þá munu okkar áform um uppbyggingu erlendis verða mjög erfið, þar sem okkar langstærsta tromp í þátttöku okkar erlendis er að leggja til seiði í formi hlutafjár." Sagði Ólafur að sjúkdómar gætu dregið verulega úr seiðaframleiðslu fyrirtækisins, auk þess sem þeir gætu borist í klakfisk fyrirtækisins á Dalvík. Ef eitthvað kæmi fyrir klak- fiskinn yrði fyrirtækið ekki rekið öllu lengur. Sér litist því illa á að fá stórfellt laxeldi í næsta nágrenni við sjóinntakið á Dalvík. Hann sagðist þó vera þeirrar skoðunar að Islend- ingar ættu að skoða vandlega upp- byggingu fiskeldis á landinu. „Ég er á því að hér sé hægt að byggja upp öflugt fiskeldi, hvort sem það er lax eða eitthvað annað, án þess að það sé gert í allra næsta nágrenni við sjó- inntak okkar. Það eru margir firðir KVÓTAUMSÝSLAN ehf. hefur ver- ið stofnuð í Bolungarvík. Tilgangur félagsins er umboðsverzlun með aflaheimildir, báta, skip og fasteign- ir, en til að byrja með verður aðal- áherzlan lögð á umboðsverzlun með aflaheimildir. Eigendur félagsins eru Guðmundur E. Kjartansson og Jón Þ. Einarsson endurskoðendur en þeir eiga Löggilta endurskoðend- ur Vestfjörðum ehf. Það félag er með starfsstöðvar á ísafirði, Bolungarvík og Hólmavík, en félagið er 10 ára um þessar mundir. Framkvæmdastjóri félagsins verður Jón Þ. Einarsson. Pálína Vagnsdóttir hefur verið ráðin til fé- lagsins og mun hún vera í hálfu starfi hér á landi þar sem ekki er stundað fiskeldi dag. Ég vona að þegar þessir hlutir verða teknir til endurskoðunar og settar verða reglur um þennan at- vinnuveg þá taki þær sjónarmið eins og okkar til greina," sagði Ólafur. í fyrstu. Lögfræðingur félagsins verður Tryggvi Guðmundsson, lög- fræðingur á Isafirði, og mun hann hafa yfirumsjón með skjalagerð vegna framangreindra viðskipta. Eigendm- félagsins telja ágætis grundvöll fyrir rekstri þess á Vest- fjörðum en á síðustu árum hefur út- gerð aukist mikið, einkum útgerð smábáta. „Með stofnun félagsins vilja eig- endur þess sýna lit í að fjölga störf- um og auka fjölbreytni á Vestfjörð- um, en margt smátt gerir eitt stórt. Stefnan er sett á að eftir tvö til fjög- ur ár verði starfandi hjá félaginu einn til þrír menn í fullu starfi,“ segii' í frétt um stofnun félagsins. Kvótaumsýslan stofnuð Meiri afli í október FISKAFLINN í októbeimánuði síð- astliðnum var 98.962 tonn og jókst hann um tæp 23 þúsund tonn á milli ára. Þar af var aukning síldaraflans tæp 17 þúsund tonn og kolmunnaafl- ans rúm 10 þúsund tonn. Botnfisk- aflinn dróst hins vegar lítillega sam- an, fór úr 36.444 tonnum í október 1999 í 34.983 tonn nú. Þennan samdrátt má aðallega rekja til minni þorskafla, en hann dróst saman um tæp 7 þúsund tonn á milli ára. Karfaaflinn jókst hins veg- ar um tæp 4 þúsund tonn. Hvorki veiddist loðna né úthafskarfi nú í október og dróst því loðnuveiðin saman um 2.923 tonn, á milli ára, og úthafskarfaaflinn um 279 tonn. Heildaraflinn 1,5 milljónir tonna Heildaraflinn það sem af er árinu er 1.537.850 tonn sem er nokkru meira en veiðzt hafði á sama tíma í fyrra, 1.318.194. Þessi aukning er að- allega vegna aukinnar veiði tveggja tegunda, loðnu og kolmunna, en báð- ar þessar tegundir hafa veiðzt tölu- vert betur í ár en í íyrra. Einnig hefur sfldaraflinn aukizt um rúm 16 þúsund tonn, sem rekja má til mikillar veiði nú í október. Botnfískaflinn dróst, hins vegar, Fiskafli í október 1999 og 1999 2000 HBimlW: Hagslola íslands saman um tæp 17 þús. tonn og skel- og krabbadýi'aafli um tæp 7.500 tonn. í októbermánuði var langmestu landað á Austurlandi, enda kemur megnið af sfld og kolmunna til lönd- unar á Austfjarðahöfnunum. Þar var alls landað um 45.000 tonnum eða langleiðina í helmingi alls afla í októ- ber. Næstmestu var landað á Suður- nesjum, 11.600 tonnum og þar er uppistaðan sfld og kolmunni. Þá var 9.950 tonnum landað á Norðurlandi eystra, 9.800 tonnum landað á höfuð- borgarsvæðinu og 9.450 tonnum á Vesturlandi. Mestum þorski var landað á Norðurlandi eystra, 3.641 tonni, 2.445 tonn komu að landi á 2000 Fiskafli jan.- okt. 1999 og 2000, Kolmunni Annar afli 2000 Heimlld: Hanslola íslands Vestfjörðum og er það meira en helmingur alls landaðs afla þar. Þá var 2.201 tonni af þorski landað á Austfjörðum. Sé litið á 10 fyrstu mánuði ársins, var mestu landað á Austfjörðum, 554.000 tonnum eða ríflega þriðjungi alls aflans. Uppistaðan er loðna, kolmunni og síld. Næstmestu var landað á Suðurnesjum, 221.000 tonn- um og þar er loðnan uppistaðan. Á Norðurlandi eystra var landað 178.000 tonnum og 158.000 tonnum á Suðurlandi. Mest af þorski kom á land á Suð- urnesjum, 34.800 tonn, en næst á eft- ir koma Vesturland með 33.000 tonn og Vestfirðir með 30.600 tonn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.