Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 10

Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 10
10 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ . FRÉTTIR Rof á sam- félagsþjón- ustu 10% ALLS hefur 322 einstaklingum verið heimilað að afplána allt að 6 mánaða óskilorðsbundna fangels- isrefsingu með ólaunaðri samfé- lagsþjónustu síðan lög þar að lút- andi voru sett 1988. Þar af hafa 36 rofið skilyrði samfélagsþjón- ustunnar og verið gert að afplána eftirstöðvar refsingar í fangelsi. Þetta kemur fram í skriflegu svari dómsmálaráðherra við fyrir- spurn Guðrúnar Ögmundsdóttur, Samfylkingu, sem dreift hefur verið á Alþingi. Segir í svari við einni af spurningum Guðrúnar að fáar umsóknir um samfélagsþjón- ustu í stað óskilorðsbundinnar refsingar hafí borist frá dæmdum kynferðisafbrotamönnum. Alls hafí fjórir sótt um, þremur um- sóknum hafí verið hafnað og ein umsókn samþykkt. Var þar dæmd refsing 30 daga varðhald og per- sónulegar aðstæður mjög sérstak- ar, að því er fram kemur í svar- inu. Ennfremur segir að fyrirhugað sé að gera rannsókn á næsta ári á endurkomum þeirra sem heimilað hefur verið að gegna samfélags- þjónustu í stað afplánunar fang- elsisrefsingar. Er fullyrt að Fang- elsismálastofnun fylgist vel með því að skilyrði samfélagsþjónustu- heimildarinnar séu haldin og mat stofnunarinnar sé að mjög vel hafi tekist til. „Rof á samfélagsþjónustu hafa verið um 10%. Svo lágt hlutfall rofa á skilyrðum samfélagsþjón- ustu, þrátt fyrir kerfísbundið eft- irlit, bendir til þess að úrræðið gefist vel,“ segir í svarinu. ------*_*_♦----- Tónminjasafn á Stokkseyri RÍKISSTJÓRNINNI verður falið að láta semja frumvarp til laga um stofnun og rekstm- tónminjasafns á Stokkseyri verði samþykkt þings- ályktunartillaga sem fjórir þing- menn Suðurlands hafa lagt fram á Alþingi. Það eru þingmennirnir ísólfur Gylfi Pálmason, Framsóknarflokki, Drífa Hjartardóttir og Ámi John- sen, Sjálfstæðisflokki, og Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingu, sem leggja tillöguna fram. Hún gerir ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram í upphafi næsta löggjafarþings og að það verði samið í samstarfi við sveitarfélagið Árborg, hérað- snefnd Árnessýslu og Byggðasafn Amesinga. Heilbrigðisáætlun til ársins 2010 lögð fram á Alþingi Áfengis, vímuefna- og tóbaksvarnir Hlutfail þeirra sem reykja daglega (18-69 ára) Eldri borgarar Hlutfall 80 ára og eldri á öldrunarstofnunum 40...................... % 36,1 35,6 1993 1996 2010 Geðheilbrigði Fjöldi sjálfsvíga hjá fólki yngra en 35 ára Hjarta- og heilavernd Dánartíðni vegna hjarta- ög æðasjúkdóma á hverja 100 þús. íbúa á aldrinum 25-74 ára 350 - 328- Krabbameinsvarnir Dánartíðni vegna krabbameina á hverja 100 þús. íbúa 75 ára og yngri Slysavarnir Dánir af völdum slysa af hverjum 100 þús. íbúum 60----- 52 Langtímamarlonið og for- gangsverkefni skilgreind INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um heil- brigðisáætlun til ársins 2010. Með til- lögunni fylgir eintak af heilbrigðis- áætluninni en hún hefur að geyma langtímamai-kmið ráðuneytisins í heilbrigðismálum. Fram kemur í greinargerð að und- anfarin 3-4 ár hafi nefnd sem skipuð var af heilbrigðisráðherra unnið að endurskoðun heilbrigðisáætlunar sem gilt heíúr fíá árinu 1991. Við endur- skoðunina hafi verið tekið mið af stefnumörkun Alþjóðaheilbrigðis- málastoíhunarinnar um heilbrigði allra og heilbrigðisáætlunum annarra ríkja annars vegar, og hins vegar stefnumótun og úttektum á fjölmörg- um þáttum heilbrigðismála hér á landi. Drög að heilbrigðisáætlun voru kynnt á heilbrigðisþingi í mars 1999 en í kjölfarið fengu stjómendur heil- brigðisstofnana, fagstéttir, hags- munahópar og fleiri aðilar drögin til umsagnar. Voru athuga- semdir þeirra og ýmislegt annað sem fram kom á heilbrigðisþinginu lagt til gmndvall- ar endanlegri gerð áætlunarinn- ar. Heilbrigðisáætluninni er ætlað að gilda til ársins 2010 en á árinu 2005 er gert ráð fyrir að framkvæmd verði endurskoðun á öllum helstu markmið- um hennar. Árlega verði einnig gefið út yfirlit eða skýrsla um stöðu og framvindu þeirra verkefna sem áætl- unin nái til. Fram kemur í heilbrigðisáætlun- inni að forgangsverkefni í heilbrigðis- málum verða sjö. Lúta þau að áfeng- is-, vímuefna og tóbaksvömum, bömum og ungmennum, eldri borgur- um, geðheilbrigði, hjarta- og heila- vemd, krabba- meinsvömum og slysavömum. Meðal helstu markmiða sem sett em má nefna: Stefnt er að því að hlutfall fólks á aldrinum 18-69 ára sem reykir verði undir 15%, en árið 1999 reyktu 27% karla og kvenna daglega. Áfeng- isneysla verði ekki meiri en 5 lítrar af hreinu alkóhóli á hvem íbúa 15 ára og eldri en árið 1998 var hún 5,56 lítrar. Stefnt er að því að unnið verði að því að jafna mun á heilsufari bama sem tengist þjóðfélagsstöðu foreldra um 25%. Bið eftir vistun á hjúknmar- heimili fyrir fólk sem er í mjög brýnni þörf verði ekki lengri en 90 dagar, en árið 1997 var meðalbiðtími eftir þjúkmnarrými 267 dagar í Reykja- vík. Ennfremur að dregið verði úr tíðni sjálfsvíga um 25%, en á ámnum 1991-1995 dóu 60 karlar yngri en 35 ára af völdum sjálfsvígs og 8 konur. Dregið verði úr tíðni geðraskana um 10%, en árið 1994 var heildaralgengi geðraskana 22%. Dauðaslysum fækki um 25% Stefnt er að því að dregið verði úr dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúk- dóma hjá fólki á aldrinum 25-74 ára, um 20% hjá körlum og 10% hjá kon- um. Sömuleiðis verði dregið úr tíðni heilablóðfalla um 30%. Stefnt er að því að dánartíðni vegna krabbameina hjá fólki yngra en 75 ára lækki um 10% og að slysum fækki um 25% en árið 1997 slösuðust 60.000 manns. Loks er stefnt að því að dauðaslysum fækki um 25% en a ámnum 1991-1995 dóu árlega að meðaltali 42 af hverjum 100.000 körl- um af völdum slysa og 21 af hverjum 100.000 konum. ALÞINGI Alþingi Utan dagskrár Fjölmiðlamannastóðið er mætt á staðinn Eftir Davíð Loga Sigurðsson þingfréttamann ÞAÐ andar köldu milli Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra og Sverris Hermannssonar. Annað er ekki hægt að ráða af fasi þeirra í söl- um Alþingis eðaþeim ræðum Sverris þar sem ráðherrann ber á góma - en það er alloft. Á þriðjudag þegar fjör- ug umræða fór fram um skýrslu Halldórs um utanríkismál skaut Sverrir t.d. fóstum skotum að ráð- herranum en svo er að sjá sem Hall- dór telji Sverri ekki lengur þess verð- an að eyða á hann orðum. Hér var rætt vítt og breitt um mál sem rata kannski sjaldan inn í þing- salinn en sem mörgum finnst hins vegar vera eitt af stóru viðfangsefn- um stjómmálanna. Umræðan var því áhugaverð fyrir þannig þenkjandi fólk, í öllu falli áhugaverðari en ut- andagskrárumræða um fjárhags- vanda sveitarfélaga á Vestfjörðum, sem fram fór á mánudag. Hér er ekki meiningin að draga fjöður yfir alvar- leika þeirra mála, aðeins að varpa Ijósi á þann mun sem óneitanlega er á umræðum um hinar „breiðu" póli- tísku spumingar og þau mál sem snúa sérstaklega að tilteknum lands- hlutum, starfsstéttum eða stofnun- um. Annað sem gefur tilefni til hugleið- inga þennan þriðjudagseftirmiðdag er viðvera hóps námsmanna á þing- pöllum en þeir era þangað komnir til að vekja athygli á húsnæðisvanda há- skólans. Það fer nefnilega fjarska lít- ið fyrir unga fólkinu en því meira fyr- ir fjölmiðlamannastóðinu sem mætt er til að verða vitni að „upp- ákomunni". Alla jafna era það aðeins frétta- menn RDdsútvarpsins, Sjónvarpins og Morgunblaðsins sem hafa fasta viðveru í þinghúsinu. Aðrir mæta stopult. Þetta vekur upp spumingar um fjölmiðla á íslandi sem virðast fæstir hafa bolmagn til annars en að fleyta rjómann ofan af því sem ber á góma á löggjafarsamkundunni. Hvort nokkur maður kæri sig um ítarlegri fréttaflutning af Alþingi er annað mál og sannarlega ætlar sá sem þetta skrifar ekki að dæma þar um. Hann verður hins vegar á stund- um einmana í blaðamannsbási sínum, einkum þegar litið er yfir auða bása flokksdagblaðanna sem áður lifðu góðu lífi og sóttu fundi Alþingis upp á hvem dag. XXX Miðvikudagar era sennilega þægi- legastir starfsdaga Alþingis fyrir þingfréttamann. Þá hefst þingfundur kl. 13.30 og stendur oftast til 16 en þá er regla að haldnir séu þingflokks- fundir. Við bætist að jafnan era að- eins teknar fyrir fyrirspumir til ráð- herra á miðvikudögum og eins og áður hefur verið vikið að í þessum dálki er fyrirspurnaformið oft bæði skemmtilegt og þægilegt úrvinnslu. Fátt kræsilegt rak að vísu á fjörur manna í fyrirspumatíma á miðviku- dag. Einna heíst að hægt sé að minn- ast á fyrirspumir til dómsmálaráð- herra um löggæslu- og fíkniefnamál - því þar fengu menn nasasjón af fjör- ugri umræðu sem fram fór daginn eftir og snerist um meintan fjárskort fíkniefnalögreglunnai- og ein- angranarvist fanga. Þar tókst Sól- veigu Pétursdóttur að afvopna and- stæðinga sína þegar í upphafi með upplýsingum um aukin fjárframlög í málaflokkinn, hrifsaði sem sé til sín framkvæðið og sýndi klæmar - ef til vill minnug þess hve vel stjómarand- stöðunni gekk að koma á hana höggi síðast þegar ráðherrann þurfti að svara fyrirspumum í þingsalnum. Alþingi er hins vegar vinnustaður lifandi fólks. Engan þarf að undra að þennan daginn setur voveiflegur at- burður, sem átt heíúr sér stað úti í $■ samfélaginu, svip sinn á andlit fólks, hér jafnt sem annars staðai-. XXX Það kemur fyrir að menn undrast þrautseigju og þolinmæði þingforset- anna, sem þurfa hvað sem tautar og raular að sitja undir málæði félaga sinna, vera með á nótunum og muna i eftir sjónvarpinu. Hér skal hins veg- ar upplýst að fyrir nokkram árum k varþingforsetumtryggðnettenging1 | forsetastóli. Það glott sem stundum sést færast yfir þingforseta - hver svo sem hann er í það og það skiptið - þarf því ekki endilega að skýrast af hnyttnum tilsvörum þingmanna. Jafnvíst er að þar hafi viðkomandi verið að lesa á Netinu nýjasta brandarann um vel heppnuð ummæu mannsins sem virtist vera búinn að tryggja sér forsetaembættið í Banda- ríkjunum síðast þegar fréttist - en sem gæti svo sem verið búinn að tapa j því aftur, hver veit!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.