Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Mótmæli eldri borgara og hjartasjúklinga Eðlileg viðbrögð að mati bæjarstjóra KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segir viðbrögð Fé- lags eldri borgara á Akureyri og Fé- lags hjartasjúklinga í Eyjafírði við tillögu íþrótta- og tómstundaráðs Ak- ureyrar þess efnis að taka gjald af ellilífeyrisþegum í sundlaugar og skíðamannvirki, eðlileg og skiljanleg. Kristján Þór sagði að tillaga ráðs- ins yrði til umræðu á fundi bæjar- stjómar næsta þriðjudag og þar yrði tekin afstaða til þeirra. í tillögu íþrótta- og tómstundaráðs er gert ráð fyrir að gjaldtaka skili bæjarsjóði þremur milljónum króna í tekjur á næsta ári. „Þessi tillaga kom okkur að óvörum,“ sagði Þorvaldur Jónsson, formaður Félags eldri borgara á Ak- ureyri. Hann sagði töluverðan hóp eldri borgara nýta sér sundlaugamar til heilsubótar. „Það er nokkuð stór hópur sem stundar sundlaugamar, enda er það viðurkennt að hreyfing í vatni er góð fyrir heilsuna," sagði Þorvaldur. í ályktun stjómarfundar félagsins í vikunni kemur fram að félagsmenn eru þakklátir fyrir þá þjónustu sem Akureyrarbær veitir, svo sem heima- þjónustu, dagþjónustu, dagvistun og fleira, en tillaga ráðsins fari algjör- lega í bága við stefnumótun bæjarins í þjónustu við aldraða. Þá segir enn- fremur að almennt sé álitið að sund sé nauðsynlegur þáttur í líkamsþjálfun, ekki hvað síst fyrir aldraða og vegna gjaldfrelsis hafi aldraðir getað nýtt sér sundstaðina í ríkari mæli en ella. Skátafólagið Klakkur A Arleg jólavörusala ÁRLEG jólavörasala Skátafé- lagsins Klakks á Akureyri verður dagana 20., 21. og 22. nóvember. Að venju innihalda pakkarnir jólapappír, merkimiða, límband og gjafaborða. Þetta er ein af mikilvægustu fjáröflunarleiðum félagsins og vona skátamir að bæjarbúar taki vel á móti sölufólkinu eins og reynsla undanfarinna ára hefur verið. Mánudagskvöldið 20. nóvem- ber verður bankað uppá hjá íbú- um Glerárþorps, þriðjudags- kvöldið 21. nóvember á efri brekkunni og miðvikudags- kvöldið 22. nóvember á Oddeyr- inni, Innbænum og neðri brekk- unni. Uppbygging nýs hverfís við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit Fyrstu þrjár íbúðirnar af 12 tilbúnar næsta sumar FYRSTA skóflustunga að nýju hverfi við Hrafnagil í Eyjafjarðar- sveit var tekin nýlega, en um er að ræða rað- og parhúsahverfi. Um er að ræða byggingareit austan við þjóðveginn, við Hrafnagilsskóla og hefur Sveinn Heiðar Jónsson, bygg- ingaverktaki á Akureyri, fengið reit- inn til skipulags og bygginga íbúð- anna til sölu á fijálsum markaði. Á reitnum verða 12 íbúðir og verða húsin að stærstum hluta forsmíðuð. Sveinn Heiðar sagði að fyrstu þrjú húsin yrðu tilbúin til afhendingar næsta sumar eða 15. júlí, en þær íbúðir hefur Eyjafjarðarsveit keypt sem leiguíbúðir fyrir sveitarfélagið. Bjami Kristjánsson sveitarstjóri sagði fyllstu ástæðu til að lýsa yfir mikilli ánægju með samstarfið við Svein Heiðar um byggingafram- kvæmdir á HrafnagilsSvæðinu. „Hann hefur allt frá því að fyrst var til hans leitað um framkvæmd af þessum toga sýnt málinu mikinn áhuga og ég óska honum góðs gengis og vona að næsta ár líði ekki án þess að tekist hafi að selja allar íbúðim- ar,“ sagði Bjami. Jarðvegsvinna hefst á svæðinu innan tíðar og sagði Sveinn Heiðar að gatnagerð hæfist í framhaldi af henni. íbúðimar verða smíðaðar á versktæði hans í vetur og sem fyrr segir verða þrjár þær fyrstu tilbúnar um miðjan júlí á næsta ári. „Það fer svo eftir því hver eftirspurnin verð- ur, hversu hratt við byggjum upp. Ég er bjartsýnn og hef ekki Páll Tómasson arkitekt, Ámi Gunnar Kristjánsson bygginga- tæknifræðingur, Jósavin Gunn- arsson, byggingafulltrúi Eyja- fjarðar, Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri, að taka skóflu- stunguna, og Sveinn Heiðar Jónsson byggingaverktaki. Alls verða 12 par- og raðhúsa- íbúðir byggðar á nýjum bygg- ingareit við Hrafnagil. ástæðu til að ætla annað en að íbúð- imar seljist. Eyjafjarðarsveit hefur upp á marga kosti að bjóða, góðan skóla og leikskóla, íþróttahús og sundlaug og þá era menn ekki nema 8-10 mínútur að aka frá Hrafnagili til Akureyrar,“ sagði Sveinn Heiðar. Morgunblaðið/Kristján I LAU GARDAGU R (RaFqeymar með hátt kaldræsiþoí SKEIFUNN111 - SÍMI 520 8000- Nýr geisladiskur með söng Kristjönu Arngrimsdóttur Tónleikar í Eyjafirði og Reykjavík KRISTJANA Am- grímsdóttir heldur tónleika í Dalvíkur- byggð, Eyjafjarðar- sveit og Reykjavík á næstu dögum í til- efni af útkomu geisladisksins „Því- lík er ástin“. Þetta er fyrsti geisladisk- ur Kristjönu en áður hefur hún sungið inn á fjóra með Tjarnar- kvartettinum. Diskurinn hefur að geyma 13 söngperlur, lög af ýmsum toga, ballöður frá ýmsum löndum og tangóa. Krisfjana hefur leikinn á heima- velli, upptökur geisladisksins fóm fram í Dalvíkurkirkju sl. sumar og þar verða fyrstu tónleikamir á morgun kl. 16. Á mánudagskvöld verða tónleikar í Laugarborg í Eyja- fjarðarsveit kl. 21 og á sama tíma á Kaffi Reykjavík miðvikudaginn 22. nóvember. Kristjana sagðist ekki geta annað en verið ánægð með af- raksturinn, enda hafi geisladiskur- inn fengið góða dóma. „Eg er af- skaplega ánægð með upptökumar og hlut Sveins Kjartanssonar upp- tökustjóra. Einnig var ég heppin með þá menn sem spiluðu með mér, Jón Rafnsson, Krist- ján Eldjárn Þórar- insson og Daníel Þorsteinsson.“ Krisfjana sagðist hafa gengið með það í maganum þeg- ar hún var ung stelpa að syngja inn á plötu. „Það að syngja og túlka tónlist er eitthvað sem maður hefur áhuga á og kannski var það hvatn- ing frá vinum og kunningjum sem gerði útslagið. Svo er ég líka orðin svo stór stelpa. Þetta er ekki svo mikið mál, það er þó öðravísi að vera ein í þessu en ég hef góða stuðningshópa í kringum mig.“ f sumar flutti Kristjana t.il Dan- inerkur ásamt manni sinum Krist- jáni Eldjárn Hjartarsyni, þar sem þau hjón ætla bæði að stunda nám. „Við eigum það alveg inni að nýta safann úr Dönunum og þeir hafa upp á niargf að bjóða og eru nota- legir. Tjarnarkvartettinn starfar ekki lengur vegna breyttra að- stæðna en eftir hann liggja fjórir geisladiskar, og fólk getur alltaf sótt í þá, ekki síst fyrir jólin", sagði Kristjana. Akureyrarmótið í atskák Ólafur og* Gylfi efstir og jafnir ÓLAFUR Kristjánsson og Gylfi Þórhallsson urðu efstir og jafnir á Akureyrarmótinu í atskák sem lauk í vikunni. Þeir félagar fengu fimm og hálfan vinning hvor af sjö mögu- legum og þurfa því að tefla einvígi. Jón Björgvinsson og Þór Valtýs- son höfnuðu í þriðja til fjórða sæti með 4V4 vinning en Halldór Brynjar Halldórsson og Sigurður Eiríksson komu næstir með 4 vinninga. Haustmót yngri flokka hefst laugardaginn 18. nóvember kl. 13.30. Teflt verður í flokkum ungl- inga, drengja, telpna og barna. Teílt verður í Skákstofunni í Iþróttahöllinni en keppnisgjald er 500 krónur. ----------------- Foreldrafélag Giljaskóla Aðalfundur AÐALFUNDUR Foreldrafélags Giljaskóla verður haldinn í skólanum þriðjudagskvöldið 21. nóvember og hefst hann kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Viðar Sigur- jónsson starfsmaður Iþrótta- og ólympíusambands Islands á Akur- eyri halda fyrirlestur um barna og unglingastefnu ISÍ. Foreldrar barna í Giljaskóla eru hvattir til að mæta á fundinn. Jóhannes S. Kjarval LISTMUNAUPPBOÐ annað kvöld kl. 20.00 á Hótel Sögu VERIÐ VELKOMIN AÐ SKOÐA VERKIN í GALLERÍI FOLD, RAUÐARÁRSTÍG 14-16, í DAG KL. 10.00-17.00 EÐA Á MORGUN KL. 12.00-17.00. SELD VERÐA UM 100 VERK, ÞAR Á MEÐAL FJÖLMÖRG VERK GÖMLU MEISTARANNA. , , , Rauöarárstíg 14-16 HÆGT ER AÐ NALGAST UPPBOÐSSKRANA A NETINU: www.myndlist.is sími 551 0400 I l I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.