Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 64
Jk4 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Tvískinnungur * eða klofningur Miðvikudaginn 1. nóvember síðastliðinn fór fram á Alþingi um- ræða um kosningalof- orð sem Framsóknar- flokkurinn gaf fyrir síðustu Alþingiskosn- ingar um auknar fjár- veitingar til fflíniefna- ^ama. Var umræðan oekin á dagskrá að frumkvæði formanns Vinstri hreyfingarinn- ar græns framboðs, Steingríms J. Sigfús- sonar. Það er sjaldgæft að alþingismaður geri kosningaloforð stjóm- málaflokks sem hann tilheyrir ekki að þingmáli, en vissu- lega eru leiðir Steingríms J. óhefð- bundnar. I svari Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra kom fram að af þeim eina milljarði króna, sem Framsóknarflokkurinn lofaði að bæta við málaflokk vímuvarna á þessu kjörtímabili, hefur þegar verið i’arið til hans 832,4 milljónum króna. i)g aðeins er rúmt eitt og hálft ár frá kosningum. Missir marks Við þessar upplýsingar var ljóst að fyrirspum Steingríms J. hafði misst marks. Þingmaðurinn taldi sig geta mátað heilbrigðisráðherrann, því hann hafði ekki séð þessar milljónir í lestri sínum á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Steingrímur J. var þó ekki af baki dottinn. Fyrst Fram- sóknarflokkurinn var á góðri leið með að standa við lof- orðið hóf Steingrímur J. nýja sókn. Nú var það kosningaloforðið sjálft, sem var vafa- samt í huga þing- mannsins. I ræðu sinni um þetta mál varaði Steingrímur J. Sigfús- son við því að „einhver einn stjórnmálaflokkur reyni að slá eign sinni á árangurinn og láti sem hann einn skari fram úr hvað það varðar að hafa einhverja meðvit- und í þessum efnum". Nú var það allt í einu ekki aðalatriðið að standa við kosningaloforðið um milljarðinn, heldur hæpið að vera að reyna að eigna sér málaflokkinn! Ekki sama hver er Steingrímur J. Sigfússon hélt því einnig fram í umræðunum að fíkni- efnaneysla unglinga væri samfélags- legt vandamál, sem allir stjórnmála- flokkar væru sammála um að vinna gegn. Því ættu einstakir flokkar ekki að gera út á slík mál. Undirrituðum brá því nokkuð þegar fréttir bárust af „áhugahópi gegn spilafíkn“ sem hélt fund sinn 11. nóvember sl. í fréttum af fundinum var vitnað til þriggja einstaklinga, sem tóku þátt. Fyrstan ber þar að nefna Ögmund Jónasson, formann þingflokks Vinstri-grænna. Þá var vitnað í Svanhildi Kaaber, ræðumann á fundinum, en hún er varaformaður Páll Magnússon Stjórnmál Er formaður VG kom- inn í andstöðu við aðra í forystu flokksins, spyr Páil Magnússon, eða er hann virkilega svona tvöfaldur í roðinu? Vinstri-grænna og framkvæmda- stjóri flokksins. Að lokum var talað við Sigtrygg Jónsson sálfræðing, en hann skipaði annað sæti á lista Vinstri-Grænna í Reykjaneskjör- dæmi fyrir síðustu Alþingiskosning- ar. Tvískinnungurinn Því er von að sé spurt: Hvað ætli Steingrími J. Sigfússyni finnist um þetta? Að stjórnmálaflokkur skuli með þessu móti reyna að eigna sér samfélagslegt vandamál, sem allir stjórnmálaflokkar eru sammála um að vinna gegn. Er formaður VG kominn í andstöðu við aðra í forystu flokksins, eða er hann virkilega svona tvöfaldur í roðinu? Greinilegt er af fréttum um fund áhugahóps gegn spilafíkn að Vinstri hreyfingin grænt framboð var að reyna yfirtaka hann og gera þetta viðkvæma mál að sínu. Hreinlegast hefði verið fyrir flokkinn að boða til fundar um málið í stað þess að reyna að „stela“ því frá fundarboðendum. I öllu falh er ljóst að annaðhvort hefur sjónarmið for- mannsins Steingríms J. Sigfússonar orðið undir, eða mikils tvískinnungs gætir í orðum hans á Alþingi. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins i Reykjnneskjördæmi. Ríkisútvarpið má ekki víkja af verði MÉR er sem ég sjái upplitið á heimilisfólk- inu á íslensku menning- arheimili í hjarta Reykjavíkur, nánar til- tekið á Skólavörðustíg, ^f forystugrein Morg- unblaðsins frá sl. sunnudegi hefði birst á ævidögum húsráðenda árið 1935. Sæmdar- hjónanna Benedikts Lárussonar og Guðrún- ar Pétursdóttur, eigin- konu hans. í umræddri grein er Mjólkursam- salan lofsungin á hvert reipi, ef tala má hljóm- fagurt líkingamál sótt í Safamýri og votaband kreppuár- anna. Hafa Morgunblaðsmenn týnt heilli örk úr þjóðarsögunni er þeir hefja til skýjanna einokunarfyrir- tæki, sem fór með ofrfki og yfirgangi í upphafí ferils síns? Ég leyfi mér að *itna í bók Magnúsar Þórðarsonar, er var á sínum tíma starfsmaður Morgunblaðsins. Hann sagði í Skýrslum um landsfund Sjálfstæðis- flokksins 1936: „Um þessar mundir fékk formaður flokksins, Ólafur Thors, ekki síst að kenna á því. Arið áður (1935) höfðu hin illræmdu mjólkursölulög og hin alræmda mjólkursölunefnd lamað reksturinn á búi föður hans, Thor Jensen á Korp- úlfsstöðum." Bjami Benediktsson bar upp ályktun í bæjarstjóm Reykjavíkur 22. janúar 1935 þar sem ^^amkvæmd mjólkursölulaganna var harðlega gagnrýnd. Rúmri viku síð- ar, 30. janúar, gekkst móðursystir Bjama Benediktssonar, Ragnhildur Pétursdóttir, húsfrú í Háteigi, fyrir stofnun Húsmæðrafélags Reykjavík- ur. Var félagið stofnað til höfuðs Mjólkursamsölunni, ef svo má segja. Jón Þorláksson, fyrrum ráðherra og ^^jl'i'garstjóri, flutti sína síðustu ræðu á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur til þess að mótmæla yfír- gangi Samsölunnar og nefndi ýmis dæmi máli sínu til stuðnings. Þótt hér sé fundið að ýmsu í framferði Mjólk- ursamsölunnar skal fúslega játað að margt er til fyrirmyndar og vel vandað til flestra mjólkurafurða. Það veitir fyrirtækinu hins- vegar engan rétt til þess að ráðskast með þjóðtungu og móður- mál, svo sem væri í lög- sögu fyrirtækisins. Kúrekahróp Samsöl- unnar í sjónvarps- auglýsingum hæfa ekki. Aulafyndni á mjólkurfemum er íslenskri tungu ekki sá styrkur er komið geti í stað Tungan Ríkisútvarpið, segir Pétur Pétursson, má ekki afsala sér „frumburðarrétti“. öflugs stuðnings Ríkisútvarpsins. Sú stofnun má ekki og á ekki að víkja af lögboðnum verði. Sé hringt til Ríkisútvarpsins og spurt um málfarsráðunaut verða svörin eftir því hver verður fyrir svöram. Sumir segja: Ríkisútvarpið hefír engan málfarsráðunaut. Aðrir segja: Þeir eru tveir og skiptast á störfum. Nefna má mörg dæmi um ambögur sem fastráðnir starfsmenn láta sér um munn fara. Einn þeirra sagði nýverið í Spegl- inum: „Klukkuna vantar „einhveij- ar“ niu mínútur í sjö.“ Þess verður vart nær daglega að starfsmenn Ríkisútvarpsins sofa á verðinum. Þáttargerðarmaður nefndi Auði Laxness tvívegis Auði Laxdal. Engin leiðrétting kom. Nýbakaður doktor í göldram og ferskeytlum fór rangt með eina kunnustu vísu, sem kveðin heflr verið. Hún sagði „litla stakan stuðlasterk" í stað þess að vitna rétt í Ólafs rímu Grænlendings: „Snjalla ríman stuðlasterk". „Próf- essor“ í Reykjavíkurakademíunni, gæðingur á gjöf Ríkisútvarpsins sagði „hundruðir" í stað hundrað. Tvær forystukonur í menningar- málum ræddu barnauppeldi. Þar var Grýla kölluð „átoritet". Síðan kom fram í samtali þeirra nýstárlegur skilningur á orðinu „ástríða“. í orða- bók Menningarsjóðs er orðinu skipt á/stríða. Eitthvað sem stríðir á hug- ann. í samtali kvennanna varð til nýr skilningur: ást-ríða. Sama skilnings varð vart í upplestri ungrar skáld- konu í nýstofnuðu menningarsetri við Hverflsgötu. Þar fór skáldkonan unga á kostum í upplestri sínum. Sló undir nára og fór á flengreið upp um alla veggi. ,Ast-ríða“ hljómaði hvað eftir annað í lestri hennar. Margir héldu að það væri talsverður munur á því að eitthvað stríddi á hugann eða að einhver riði ástinni sinni... Þá virðist brageyra hafa orðið fyrir áfalli. Alkunnar era vísur Þorsteins Erlingssonar „Þér frjálst er að sjá“: „Þú manst að þau eiga sér móður.“ Ung söngkona breytti ljóðinu og söng „þú veist að þau eiga sér móð- ur“. Mjólkursamsalan var hvergi nær- stödd til þess að koma á framfæri leiðréttingum. Ríkisútvarpið má ekki afsala sér „frumburðarrétti". Þótt Mjólkursamsalan og Tarzan apabróðir séu alls góðs makleg og stjómvöld megi gjarnan skála í freyðivíni í Þjóðarbókhlöðu og lyfta glösum í nafni þein-a má þó ekki gleyma sjálfri þjóðtungunni. Höfundur er fv. þuiur. Pétur Pétursson Hvers er verkfalls- viijinn? MIKIÐ hefur verið rætt um verkfall fram- haldsskólakennara í fjölmiðlum að undan- förnu, sem von er, og ef að líkum lætur munu flestir lands- menn láta til sín taka í umræðum um þetta grafalvarlega samfé- lagsvandamál. Ýmsir hafa verið teknir tali og m.a. hafa fjölmiðlar verið duglegir við að leita álits nemenda, skólastjórnenda og annarra sem að mál- inu koma. Það sem einkennir ummæli þessa fólks er skilningur á alvöru málsins; uggur um hag nemenda en einnig hag skólakerfísins. Sumir hafa meira að segja verið svo skarpskyggnir að láta sér detta í hug að þetta snerti hag þjóðarinnar og í ágætum útvarpsþætti á Rás 2 var spurt hverslags þjóðfélag það væri sem neyddi kennara aftur og aftur í verkföll til að berjast fyrir launakjörum sínum. I Sunnlenska fréttablaðinu 9. nóv. 2000 birtist kjarnyrt grein eft- ir Asmund Sverri Pálsson, atvinnu- ráðgjafa á Selfossi, um verkfall framhaldsskólakennara. Þar bendir hann á að þegar framhaldsskólum fjölgaði víða um hérað streymdi inn í þá ungt hugsjónafólk sem taldi ekki eftir sér að brjóta land, bretta upp ermar og yrkja óplægða akra. Þetta fólk tók að sér að færa fram- haldsmenntun á íslandi til nútím- ans. Það breytti kennsluháttum og samdi námsefnið á eigin spýtur. Þessi kynslóð kennara, segir Ás- mundur, var svo bernsk í viðhorfi sínu að halda að störf hennar yrðu einhvers metin. Þessi orð Ásmundar Sverris era í tíma töluð. Ekkert bólar á umbun- inni. Þess vegna eru framhalds- skólakennarar nú neyddir í fjórða verkfallið á rúmum áratug. Fram- herjarnir hafa verið svívirtir og má teljast með ólíkindum hve margir þeirra lafa enn í skólunum. Það hef- ur verið á það bent í fjölmiðlum að nánast engir kennarar undir þrít- ugu fyrirfínnist í framhaldsskólum landsins. Þeim sem þar starfa kem- ur það ekki á óvart. Ungt fólk hefur undanfarið séð framtíð sinni betur borgið í öðrum störfum. I skólunum eru enn hinir sömu, en ekki lengur „fórnfúsir nýliðar", heldur „lang- þreyttir og vonsviknir yfirvinnu- þrælar“, svo enn sé vitnað í grein Ásmundar Sverris. Það er alveg ljóst að ef verkfall dregst á langinn, og afraksturinn verður einhver tittlingaskítur eins og í síðustu verkföllum, munu margir kennarar fylgja í fótspor Ásmundar og hasla sér völl annarsstaðar. Og þá verður enginn til að taka við. Ymsir sjálfskipaðir spekingar tala fjálglega um lélegan árangur og brottfall í skólunum og halda að lausnin sé að „árangurstengja" kennaralaun. Enginn hefur komið fram með hugmyndir um hvernig það á að framkvæma enda er hug- myndin út í hött. Skólakerfið er ekki eins og fyrirtæki á fjármála- markaði, þó ýmsum detti sú samlík- ing í hug. Sú mannfyrirlitning er fólgin í þessu viðhorfi að nemendur séu eins og hver annar þúsundkall sem hægt er að margfalda með spá- kaupmennsku á hlutabréfamarkaði. Eins og að var vikið hér í upphafi gera margir sér grein fyrir alvör- unni bak við nýhafið verkfall fram- haldsskólakennara. Það var kominn tími til að þjóðin vaknaði af kæfis- vefni sínum og hyrfí frá úreltum hugsunarhætti um bókvitið og askana. Ef einhversstaðar skortir á nýja, skapandi hugs- un þá er það ekki helst innan kennarastéttar- innar. Nemendur hafa nú áttað sig á þessu. Það hafa líka margir utan skólanna gert. En ekki stjórnvöld í landinu. Það kom ber- lega í ljós við utandag- skrárumræður á hinu „háa“ Alþingi. Þar stigu m.a. í ræðustól formaður mennta- málanefndar og fjár- málaráðherra og af málflutningi þeirra kom berlega í ljós að enginn hefur upplýst það ágæta fólk hver alvara hér er á Kennarar Það var kominn tími til, segir Gylfí Þorkelsson, að þjóðin vaknaði af kæfísvefni sínum og hyrfí frá úreltum hugs- unarhætti um bókvitið og askana. Ef ein- hversstaðar skortir á nýja, skapandi hugsun þá er það ekki helst inn- an kennarastéttarinnar. ferð. Grátbroslegar upphrópanir og skattyrði voru á boðstólum. Fjár- málaráðherra ætti samt að vera ljóst að báðir aðilar skrifuðu undir viðræðuáætlun strax í júní. Þá þeg- ar var ljóst að kennarar höfðu dreg- ist meira en 30% aftur úr viðmiðun- arhópum og myndu ekki sætta sig við það. I allt sumar og haust hefur samn- inganefnd ríkisins dregið lappirnar og neitað að ræða þau atriði sem hún var þó búin að skjalfesta að ætti að ræða! Loksins þegar verk- fall er að skella á kemur hún með móðgandi útspil, versta hrakið af þeim hundum sem hún hafði á hendi. Við bridsborðið á mínum vinnustað hefði svona útspil verið talið heimskulegt og höfð um það mörg niðrandi orð. Já, ráðheiTa. Ef einhver hefur sýnt meiri verkfallsvilja en samn- ingsvilja þá er það þín eigin samn- inganefnd en ekki kennara. Ríkis- valdið er að mála sig út í horn í menntamálum. Oft hefur það geng- ið vel að telja fólki trú um að kenn- arar beri ábyrgð á örlögum nem- enda í verkföllum. Þessi áróður gengur ekki lengur í fólk. Það áttar sig á því að ef bæta á menntun í landinu þarf þjóðin á öflugri kennarastétt að halda. Ungu fólki dettur ekki í hug að leggja á sig langt háskólanám fyrir það sem kennarar bera úr býtum. Þess vegna styður það kennara sína nú. „Fulltrúar fólksins", hverjum aldrei hefur verið tamt áralagið, eru búnir að glutra árunum fyrir borð og stýrinu úr sambandi. Skólakerfíð allt er í stórhættu, ef þeir sjá ekki að sér, og öll þjóðin þarf þá að gjalda fyrir sleifarlagið. Höfundur er íslenskukennari við Fjöibrautaskóia Suðurlands á Selfossi. _______ Gylfi Þorkelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.