Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNB LAÐIÐ PETUR WILHELM BERNBURG JÓHANNSSON d. 3.11. 1994. Systkini Péturs eru: Jón Páll Andrésson, f. 28.2. 1951, hann á tvo synij Olgeir Andrésson, f. 17.1. 1956, í sambúð með Elísabetu Guð- mundsdóttur og eiga þau þrjú börn; Ágúst- ína Andrésdóttir, f. 7.1. 1958, gift Stein- þóri Gunnarssyni og eiga þau þijú böm og eitt bamabam; Elías Birgir Andrésson, f. 6.11. 1964, í sambúð með Örnu Helgadótt- 26.11. 1928. Fósturfaðir Péturs ur og eiga þau eina dóttur saman var Andrés Pálsson, f. 9.11. 1930, og svo á Elías tvo börn úr fyrra + Pétur Wilhelm Bernburg Jó- hannsson, skipstjóri, fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1946. Hann lést á Landsspítalan- um, Vífilsstöðum, að- faranótt fimmtu- dagsins 9. nóvember síðastliðins. Foreldr- ar hans vom: Anna C.B. Bernburg, hús- móðir, f. 27.8. 1929, d. 7.4. 1987, og Jó- hann Helgi Ísíjörð, kaupmaður í Birm- ingham í Englandi, f. hjónabandi. Háifsystkini Péturs em: Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 6.7. 1951; Jóna Ástríður Jóhannsdótt- ir, f. 31.10. 1951; Þorfinnur Jó- hannsson, f. 16.8. 1953; Kristján Jón Jóhannsson, f. 2.12. 1956; Jó- hann Helgi Jóhannsson, f. 5.12. 1957. Pétur kvæntist hinn 27.12. 1974 eftirlifandi eiginkonu sinni, Hörpu Hansen, f. 14.10. 1950 á Patreks- firði, hárgreiðslumeistara. For- eldrar hennar era Ólafur Daníels- son Hansen og Ingibjörg Guð- mundsdóttir. Böm þeirra era: 1) Ólafur Ingi Brandsson, f. 13.3.1969, búsettur í Keflavík. 2) Halldóra Sigríður Brandsdóttir, f. 21.11.1970, búsett í Kópavogi. 3) Anna Katrín Bier- ing Pétursdóttir, f. 9.11. 1974, barn hennar Pétur Brim Þórarins- son, f. 16.5. 1997, þau era búsett f Keflavík. 4) Andrés Pétursson, f. 27.8.1977, búsettur í Keflavík. Útfor Péturs fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi. Þú hefur verið fastur punktur í allri tilveru minni. Ég man brosandi augu þín, hönd þína sem leiðbeindi mér, arm sem forðaði mér frá vá og ruggaði mér ísvefn. Ég sat á háhesti, þiýsti hönd þína, átti með þérævintýr. Hlustaði á sögumar þínar. Hló að skrýtlunum. Undraðist töframátt þinn. W ert hluti af lífi mínu. Hlutiafmér, um eilífð. (Pam Brown.) Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt Þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, éghittiþigekkiumhríð. Þín minning er ijós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (ÞórunnSig.) Ég kem ekki orðum að því sem mig langar til að segja við þig, því það er svo margt. Það sem skiptir mestu máli er: Takk fyrir að vera pabbi minn. Þín Halldóra. Nafnið Pétur þýðir klettur og þú ert í mínum huga eðalborinn og hinn eini sanni klettur. Mér fínnst þú hafa átt mestan rétt á að bera þetta mikla nafn af öllum þeim nöfnum þínum seméghefkynnst. Ég var bara bam þegar þú komst í íjölskylduna, svo ég hef átt því láni að fagna að hafa þig mér til halds, trausts og gleði í ótalmörg ár. Það var ekki sú rólegasta, húmors- lausasta og sérhlífnasta fjölskylda sem þú fékkst í kaupbæti með henni Hörpu systur minm. Nei aldeilis ekki. Þú féllst vel þar inn í, nema það voru nokkur smáatriði sem pössuðu ekki alveg, til dæmis voru hávaðinn og læt- in ekki í þínu fari, húmorinn hafðir þú hins vegar nægan og þá sér í lagi sjálfshæðnina. Mér dettur líka í hug hlátur, gleði og ánægja þegar ég hugsa til baka til allra samverustund- anna. Jaxl, dugnaðarforkur og klettur eru bara örfá orð af mörgum sem hægt er að nota til að lýsa þér. Umhyggja og hjálpsemi voru líka ríkir eiginleikar í fari þínu. Alltaf þeg- ar eitthvað var að hjá mér eða ég þurfti á hjálp að halda voruð þið Harpa fyrst á staðinn til að hjálpa og styrlqa. Annaðhvort að byggja upp það andlega eða veraldlega. Þú gafst nefnilega miklu meira af þér en þú þáðir og þar hafíð þið hjónin svo sann- arlega verið samtaka í gegnum tíðina, alltaf að gefa öðrum af hlýju, um- hyggju og hjartagæsku. Það hefur verið sátt, svo sárt að sjá þig þjást og kveljast svona allan þenn- an tíma og nú held ég að við trúum öll að þjáningar þínar séu búnar og þú fýlgist áfram með okkur. Fylgist með litla augasteininum og nafna þínum vaxa úr grasi. Fylgist með henni Hörpu þinni og kannski verður hún stjómarformaður hjá mér (smáhúmor). Kannski áttu eftir að fylgjast með okkur Önnu Katrínu verða sammála þér í því sem þú varst að reyna að sannfæra okkur bullu- kollumar um sl. sunnudag. Þú fylgist ömgglega með að honum Óla þínum gangi vel í nýrri starfsgrein. Þú átt örugglega eftú- að fylgjast með hon- um Andrési þínum á sjónum og putt- ast í hvað hann gerir þar. Og svo reynirðu alveg ömgglega af öllum mætti að fylgjast með hvað henni Halldóru þinni dettur nýtt og spenn- andi í hug til að hugsa um. Fyrir utan allt annað sem þú átt eftir að fylgjast með. Mesti auðurinn er manngildið og í mínum huga verður þú alltaf einn af verðmætustu gimsteinunum sem ég hef fyrirhitt. Fyrir tæpum tveimur áram tókst þú þér einn frítúr af sjónum og sá frí- túr stóð þar til sl. fimmtudag. Ég trúi að nú hafir þú bara fengið þér frí frá þreyttum líkama og við hittumst aft- ur. Á meðan segjum við Alda mín takk fyrir allt og bless í bili. Guðný. Það ríkti talverður spenningur í minni fjölskyldu þegar það heyrðist að Harpa systir mín væri farin að slá sér upp með strák á Vestranum. Það var líka mikil spenna, sennilega ekki síður hjá honum en okkur, þegar Harpa kynnti hann fyrir ijölskyld- unni. Um leið og hann var búinn að kynna sig hvarf spennan og síðan hef- ur Pétur verið einn af fjölskyldunni. Þetta var fyrir 27 áram og síðan hefur aldrei borið skugga á vera hans í fjöl- skyldunni. Hann varð strax pabbi bama sem Harpa átti og sást aldrei munur á viðmóti eða hlýju við bömin hvort sem það vora hans eigin eða hennar, hann var pabbi þeirra allra. Pétur var þjarkur, allt sem hann gerði var gert með ákafa. Þau hús- næði sem Harpa og Pétur hafa átt hafa alltaf fengið sérstakt viðhald; aldrei mátti neitt fara úrskeiðis. I landlegum var hamast við að slá, laga, mála og ditta að og verið var að þótt heilsan leyfði það ekki. Pétur var óvæginn við sjálfan sig, vildi að hlut- irnir gengju hratt og vel fyrir sig og sjálfsagt hefur hann ætlast til hins sama af skipshöfnum sínum. Upp- skeran var líka góð, aflakóngur á Suð- umesjum og slegist um pláss sem losnuðu á bátnum hjá honum. Pétur var ekki aðeins fengsæll sjó- maður, hann var líka mikill veiðimað- ur í ám og vötnum. Ég fór nokkrar ferðir með honum í Sauðlauksdal, Guíúdal og í nokkra árósa. Þar var sami ákafinn, hamast við að veiða og aldrei stoppað þó að samferðamenn væru hundleiðir á veiðiskapnum og fai’nir að gera allt annað. Hann veiddi líka alltaf mest. Sem ungur strákur fór Pétur í sveit að Klukkufelli í Reykhólasveit og ílengdist þar, gekk þar í skóla og fermdist þaðan. Honum leið vel á Klukkufelli og leit á Reykhólasveit sem sína sveit. Hann var óþreytandi að segja sögur úr sveitinni, mest kímnisögur og gi-allarasögur sem hann hafði upplifað eða hafðar eftir Jóni. Margar af þessum sögum era reyndar langt fyrir utan það sem kall- að er trúlegt en skemmtilegar vora þær. Pétur var nefnilega mikill háð- fugl og sá jafnan það spaugilega í sínu fari og annarra. Þegar hann sagði frá leit út eins og Harpa og krakkamir djöfluðu sér út þegar hann var í landi en það var hans lag að _gera grín að hamaganginum í sér. I góðra vina hópi gat hann verið mikill æringi enda laðaðist fólk að honum og vinahópur- inn var stór. Þó að Pétur hafí verið ákafamaður og forkur og lifað hratt átti hann líka sínar mjúku hliðar. Þær þekktu Harpa og krakkamir best, hann vai' þeim sérstaklega hlýr og góður. Síð- ustu tvö árin vora honum erfíð, hann þurfti að glíma við illvíga sjúkdóma. Þá kom jaxlinn upp í honum, hann barðist, sennilega lengur en nokkur annar gat gert. Eftir sitjum við ættingjar og vinir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Baldur Frederiksen úifararstjóri, stmi 895 9199 Útfararstofa fslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringirtn. www.utfararstofa.ehf.is Sverrir Eimrsson útfararstjóri, sími 896 8242 1 Sverrir \Olsen útfararstjóri. og söknum hans sárt. En við njótum minninganna um hann og höfum þá trú að honum líði betur núna. Hvfl í friði. Danfel. í dag kveð ég æskufélaga minn og vin Pétur Jóhannsson. Við kynntumst ungir þegar hann flytur til Sandgerð- is með móður sinni og stjúpföður og bömum þeirra. Upp frá því höfum við verið vinir og félagar þó svo að sam- gangur hafi ekki verið mikill eftir að við giftum okkur, samt höfum við allt- af verið stutt frá hvor öðrum. Þá var mikið líf á bryggjum og sjávarpláss- um á þessum árum í kringum 1960, þá var gaman að vera ungur drengur og fylgjast með allri uppbyggingu sem hefur verið síðan. Pétur var aðeins eldri en ég þannig að hann hafði alltaf frumkvæðið að því sem við gerðum. Við byijuðum snemma að vinna við sjóinn, fá að fara einn og einn róður, síðan fullgildir hásetar 14 ára gamlir. Þá var rnikið brallað saman, meðal annars fóram við á síðutogara 15 ára gamlir og þótti okkur það svakalegt ævintýri. Éinnig fóram við á fragt- skip og sigldum út í heim og sáum heiminn með augum unglings, einnig fóram við saman á vertíð bæði á Rifi og til Ólafsvíkur. Á þessum árum var gaman að lifa og lífið þroskar alla. Seinna keypti Pétur sér bfl af Ford- gerð og fóram við margar ferðir á honum og voru þær ferðir ógleyman- legar. Pétur hafði mjög gott lag á því að sjá spaugilegu hliðarnar á öllum málum og hafði lúmskt gaman af að gera grín af því sem honum fannst fyndið, enda var hann einn af þeim sem tók sig ekki allt of hátíðlegan. Pétur gerði sér Jjóst að öllum leik lyki fyrr en seinna. Það var ekki mulið undir hann komið í æsku þannig að hann lærði snemma að standa á eigin fótum, þess vegna fór hann í Stýri- mannaskólann og upp írá því var hann stýrimaður og síðan skipstjóri. Hann var stýrimaður á Vestra BA þegar hann kynntist eiginkonu sinni Hörpu Hansen frá Patreksfirði og gekk tveimur bömum hennar í föður stað og eignuðust þau tvö böm sam- an. Fjölskyldan fluttist suður til Grindavíkur og síðan til Keflavíkur. Pétur varð 1. stýrimaður og skipstjóri á togara og gekk honum vel að fiska, vora margir hissa þegar hann hætti þar og stofnaði eigin útgerð. En öllum leik skal hætta þá hæst hann stendur og sannaðist það vel í þessu tilviki. í eigin útgerð gekk honum vel að fiska og var aflakóngur Keflavíkur árið 1982. Eftir að hafa selt útgerðina fór hann sem skipstjóri á Skarf frá Grindavík sem hann var með er hann hætti fyrir tveimur áram, þá orðinn mjög veikur. Á Skarfinum sýndi hann hversu laginn hann var bæði við veið- ar og ekki síður við meðferð á afla sem var til mikillar fyrirmyndar í alla staði. Hann var aflakóngur Grinda- víkur 1988 og einnig aflakóngur Suð- umesja sama ár, einnig hafði hann mesta aflaverðmætið á bátum á Suð- umesjum, þannig að árið 1988 var eitt af hans bestu áram. Var hann yfirleitt með hæsta verð á Fiskmarkaði Suð- umesja og fékk viðurkenningu fyrir það. Pétur lagði metnað sinn í að halda skipinu í góðu lagi og snyrtilegu og fékk fyrir það viðurkenningu frá Siglingamálastofnuninni. Ég heim- sótti Pétur fyrir mánuði og þá sagði hann mér að hann vildi fá að deyja, það væri komið nóg enda var hann þannig að hann vildi ekki láta hafa fyrir sér. En það er léttir í sorginni að vita að hann vildi fá að fara og var sáttur úr því sem komið var, þar sem þrekið minnkaði smám saman. Eftir því var tekið hversu vel Harpa eigin- kona hans annaðist hann vel í veikind- unum og var hjá honum flestum sttmdum. Það er sárt fyrir eiginkonu að sjá á eftir manni sínum og bömum að sjá á eftir föður sínum á besta aldri og fullum af fjöri veikjast. Kannski eigum við eftir að ræða meira um æskuárin og okkar áhugamál við aðr- ar aðstæður. Við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna vinur, það er sárt að sjá á eftir góðum dreng og sár- astur er missir fjölskyldunnar. Eigin- konu, bömum, bamabami og föður sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þinn vinur, Sigurður Friðriksson. VIGDÍS ÓLAFSDÓTTIR + Vigdfs Ólafsdóttir fæddist í Haga á Barðaströnd 15. sept- eniber 1908. Hún lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð hinn 13. nóvember síðastlið- inn, þar sem hún naut hjúkrunai' siðustu ævimánuðina. For- eldrar hennar voru Ólafur Ingimundar- son, vinnumaður í Hergilsey, og _ kona hans Ólfna Ágústa Jónsdóttir, vinnu- kona, fyrst hjá Snæbimi Kristjánssyni og sfðan hjá Þórði Benjamínssyni. Vigdís flutti barn að aldri úr Hergilsey að Brekku og átti þar heima alla tið. Fósturforeldrar hennar voru þau Andrés Ólafsson, hreppstjóri, og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Þegar þau vom látin héldu fóstur- böm þeirra áfram búskap á Brekku. Þau voru auk Vigdísar Siguijón Jónsson og Gunnhildur Sigurðardóttir. Ævi- starf þeirra allra var að vinna Brekku- heimilinu og fóstur- foreldrunuin það sem þau gátu og halda síðan áfram búskap meðan stætt var. Árið 1934 eignað- ist Vigdís soninn Boga Siguijónsson. Ömmubörnin em þijú, Gunnhildur Vigdís, Andrés og Máni. Það vom sól- skinsdagar hjá Vig- dísi þegar þau komu með langömmubömin í heimsókn að Brekku. Síðustu 25 árin hefur Theodór Guðmundsson verið sambýlismað- ur Vigdísar. Þau hafa ekki verið með búskap, en hann unnið hjá Vegagerðinni. Hann var stoð henn- ar og stytta. Útför Vigdísar fer fram frá Gufudalskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Vigga var sérstakur persónuleiki. Á bernskuárunum ólst hún upp á fjölmennu heimili í Hergilsey. Þar var ábyggilega ekki töluð nein tæpi- tunga og börnin snemma látin fara að vinna. Ung að áram flyst hún að Brekku, frá foreldram sínum í Herg- ilsey. Það hefur verið henni mikil lífsreynsla. En lán hennar umfram suma, sem slíkt reyndu á þeim áram, var að hún lenti hjá góðu fólki. Það var þó ekkert sældarlíf bú- skapurinn. Allt slegið með orfi og rakað með hrífu fram undir miðja öldina. Oft í misjöfnun veðrum á blautum engjum. Vigga var harðdugleg á meðan heilsan leyfði. Gestrisni var á Brekku í tíð fósturforeldra hennar, sem hún hélt uppi alla tíð eftir að þau féllu frá. Kynni okkar voru orðin löng. Hún kom og hljóp undir bagga þegar veikindi bar að á heimili mínu og alltaf lét hún sér annt um náung- ann. Hún var bundin sterkum böndum við Brekku og sætti sig illa við að þurfa að fara þaðan í lokin, en nú er sú þraut liðin, og ég kveð með þessu ljóði Guðmundar Böðvarssonar. Á himni sínum hækkar sól. Um heiðblá loft og tær hún lýsir enn þitt land í náð, og Ijóma sínum slær um hina mjúku, hljóðu gröf. Og hljóta loks þú skalt eitt kveðjuljóð svo litla gjöf að launum fyrir allt. Kristinn Bergsveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.