Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Flautu- og gítartónleik- ar í Listasafni Sigurjóns FLAUTU- og gítartónleikar verða í Listasafni Sigurjóns annað kvðld, sunnudagskvöld, kl. 20. Flytjendur eru Guðrún Birgisdóttir, flauta, Martial Nardeau, flauta, og Pétur Jónasson, gítar. Tónskáldafólag ís- lands stendur fyrir þremur tónlistar- hátíðum í samvinnu við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Á þessum hátíðum verður íslensk tón- list liðinnar aldar flutt á tónleikum. Þriðji og siðasti hluti tónleikaraðar- innar, sem nú stendur yfir, nær yfir tímabilið 1980-2000. Áþessumtón- leikum mun hljóma flautu- og gítar- tónlist irá lokum síðustu aldar. Á efnisskránni verða verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Huga Guð- mundsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Svein Lúðvík Bjömsson, Atla Heimi Sveinsson, Snorra Sigfús Birgisson, Karólínu Eiríksdóttur og Oliver Kentish. Pétur Jónasson, Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau leika átónleikunum í Sigurjónssafni. ^hjyi -2000 Laugardagur 18. nóvember RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Jólamerki Thorvaldsensfélagsins f tilefni 125 ára afmælis Thorvald- sensfélagsins (st.1875), heidurþaö sýningu í Ráóhúsi Reykjavíkur á jóla- merkjum sínum, sem komió hafa út árlega frá 1913. Viðgeró merkjanna hefur féiagiö notið aðstoðar margra helstu listamanna þjóðarinnar og hafa þeirýmist teiknaö merkin fyrir félagið eðaléð myndir síhar á þau. Félagiö á margar frummyndir er verða sýndar, einnig litaprufur og ým- is afbrigði afjótamerkjunum. Sala jólamerkjanna eraðalfjáröflun fé- lagsins og öllum ágóða afsölu merkjanna er varið til styrktar veikum börnum á íslandi. Sýningin stendur til 27.11. www.reykjavik2000.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR - KJARVALS- STÖÐUM A.R.E.A. 2000 Samsýning í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum á samtímalist frá Suður-Afríku þarsem brugóió er upp þverskurðarmynd afþví sem erað gerjast í myndlistarsköpun í Suöur- Afríku, þegar áratugur er liðinn frá því aðskilnaðarstefnan og minnihluta- stjórn hvítra leiö undir lok. Sýning- unni lýkur 7.janúar2001. www.reykjavik.is/listasafn Ný stjórn hjá FÍM STJÓRNARSKIPTI hafa orðið hjá Félagi íslenskra myndlistar- manna. Hina nýju stjóm FÍM skipa: Valgarður Gunnarsson formaður, Gunnhildur Bjöms- dóttir ritari, Ásdís Kalman gjald- keri, Ingunn Eydal og Bryndís Jónsdóttir meðstjórnendur. Sig- urður Örlygsson, Sigurður Magnússon og Guðrún Einar- sdóttir voru kosin í sýningar- nefnd. Stjómin tók við á framhaldsaðalfundi 8. nóvember sl. og þar var fráfarandi stjóm þökkuð vel unnin störf, en hana skipuðu Guðbjörg Lind Jónsdótt- ir formaður, Sara Vilbergsdóttir ritari og Anna Gunnlaugsdóttir gjaldkeri. I sýningamefnd vom Anna Jóa og Ölöf Oddgeirsdóttir. Á síðasta starfsári bar hæst sýningin List í orkustöðvum sem haldin var síðastliðið sumar á Ljósafossi og í Laxárvirkjun. Sýningin var framlag FÍM til dagskrárinnar Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Japönsk áhrif í Hafnarfírði Naomi Iwase mun halda sína fyrstu einleikstónleika á Islandi í Hásölum, Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu í Hafnarfírði í dag, laugardag. Naomi fer víða til að stunda list sína og þeg- ar Dagur Gunnarsson náði að spjalla stutt- lega við Naomi um fyrirhugaða tónleika í Hafnarfírði var hún stödd í London þar sem hún er búsett, á leið sinni til að taka þátt í samkeppni í New York. NAOMI er af japönsku bergi brotin og hefur lagt stund á píanóleik frá unga aldri. Hún hóf ferilinn þegar hún var þriggja ára og bjó með for- eldrum sínum í Sao Paulo í Brasilíu, á unglingsárunum bjó hún í San Francisco þar sem hún hélt áfram að stunda píanónámið og síðar þegar fjölskyldan flutti til Japan fékk hún inngöngu í Tokyo College of Music High School. Framhaldsnámið sótti hún til Bretlands þar sem hún lærði hjá Ryszard Bakst, Vladimir Ovchinnikov og Amaldo Cohen í Royal Northem College of Music í Manchester. Samkeppni í New York Síðan náminu láuk hefur hún hald- ið tónleika víða og tekið þátt í fjöl- mörgum tónlistarhátíðum og sam- keppnum. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins hitti hana á kaffi- húsi í London var hún var einmitt á leið til New York að taka þátt í Young Concert Artist samkeppninni til að keppa við 600 aðra tónlistar- menn. Sigurvegarinn hlýtur tveggja ára fjárstyrk, aðstoð við að halda tónleikaröð í Bandaríkjunum og hjálp við leit að umboðsmanni og út- gáfusamningi. Fyrir samkeppnina þurfa tónlist- armennimir að vera tilbúnir með klukkustundar dagskrá, en fá ein- ungis að flytja tíu mínútna kafla, kafla sem dómaramir velja þegar á sviðið er komið. „Þeir em að leita að ungum tón- listarmanni sem er bæði með hæfi- leika og rétt útlit, fas og framkomu, því þeir era í raun að leita að vöra sem þeir geta markaðssett. Þetta er öragglega stærsta keppni sinnar tegundar í heiminum og ég ætla bara að njóta þess að taka þátt í henni, ég ætla mér ekki að fara yfiram vegna álagsins. Auðvitað mun ég gera mitt besta í samkeppninni, en ég ætla líka að njóta þess að heimsækja New York í fyrsta sinn.“ Tónleikar á Islandi Eftir ævintýrið í New York fer Naomi til íslands, eftir mjög stutta viðkomu í London. „Það verður allt öðravísi að halda tónleika, það verður tómt fjör, allt annað en samkeppnin. Svo verður þetta líka fyrstu einleikstónleikarnir mínir á Islandi, sem mér finnst mjög spennandi. Ég hef áður spilað á ís- landi, síðast núna í sumar, en þá var ég að vinna með öðram tónlistar- mönnum, kammertónlist, sem var gaman. Ég nýt þess að spila kamm- ertónlist, en ég er meira á heimavelli þegar ég spila einleiksverk, einfald- lega af því að ég geri meira af því. “ Á efnisskrá era verk eftir nokkur tónskáld; Shishido, Haydn, Schu- mann, Chopin og Prokofieff. „Já, ég ætla að breyta út af venj- unni og í stað þess að hefja tónleik- ana á Bach eða Beethoven ætla ég að byrja á verki eftir japanskt samtíma- tónskáld, Shishido. Ég held að það komi til með að verða áhrifamikið, þetta er stutt og fjörugt stykki, ekki þungt eða torskilið. Síðan kemur sjarmerandi og heillandi sónata eftir Haydn sem er algjör andstaða við Shishido og svo koma Kinderszenen eftir Schumann sem era mörg stutt og ákaflega falleg stykki um bernsk- una. Næst era tvö stykki eftir Chop- in, fyrst Andante Spianato sem líkist noktúrnu eða næturljóði og síðan taktfastur Polonaise. Fyrir seinni hluta tónleikanna ætla ég að spila Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson Naomi Iwase sónötu eftir Prokofieff. Það er líkleg- ast þyngsta verkið á efnisskránni og er eitt af þessum stóru, það tekur hálftíma og lokin era mjög áhrifa- mikil. Þetta er allavegana dagskráin og ég hlakka mikið til að flytja hana.“ Það eru greinilega engar ýkjur, því Naomi hefur færst öll í aukana, það ki-aumar og sýður á henni og nú koma hugmyndimar og öll framtíð- aráformin upp á yfirborðið, hún hlær innilega og bætir svo við: Vill koma íslenskum tónskáldum á framfæri „Ég hlakka mikið til að halda tón- leikana og það sem mig langar líka mikið til að gera einhverntímann er að spila verk eftir íslensk tónskáld og þá helst næst þegar ég held tón- leika í Japan og stuðla þannig að menningarkynningu í báðum lönd- um. Hingað til hef ég bara hugsað um að spila, en nú er mig farið að dreyma um að skipuleggja tónlistar- hátíð í Japan til að geta komið á framfæri vestrænum tónskáldum þar. Ég hef kynnt mér málið og hef augastað á nokkram íslenskum tón- skáldum sem væri virkilega gaman að kynna betur í Japan.“ Gætirðu hugsað þér að spila oftar á íslandi? „Já, auðvitað væri það gaman, þessa dagana er ég líka að skimast um eftir góðu húsnæði til að gera upptöku fyrir geisladisk og það væri virkilega gaman að geta tekið hann upp á Islandi. Þetta er allt í deigl- unni.“ í STÍL VIÐ GAM- ANMYNDIRNAR TðNLlST Háskúlabfó KVIKMYNDATÓNLIST Sinfóníuhljómsveit Islands flutti kvikmyndatónlist við þrjár frægar kvikmyndir eftir Keaton, Lloyd og Chaplin Hljómsveitarstjóri: Rick Benjamin. Fimmtudagurinn 16. nóvember 2000. Á DÖGUM þöglu myndanna var nauðsynlegt að nota tónlist, í fyrsta lagi til að yfirgnæfa vélarhljóð sýn- ingavélanna og í öðra lagi, er síðar kom til, að undirstrika leikræna framvindu verksins með því að líkja eftir augnablikum spennu, tilfinn- inga og gamansemi. í fyrstu var tón- listin leikin af fingram fram á píanó eða svo nefnd bíóorgel en fjótlega var farið að semja sérstaklega þá tónlist, sem leika skyldi við sýningar á hverri kvikmynd. Þegar farið var að nota hljómsveitir, þurfti að rita nákvæma raddskrá og er talið að fyrsta hljóm- sveitarútsetningin fyrir kvikmynd, hafi verið gerð af franska tónskáld- inu C. Saint-Saens fyrir kvikmynd- ina Aftaka greifans af Guise (1908) en fyrsta Hollywood hljómsveitarút- setningin var gerð af Victor Scher- tzinger, við kvikmyndina Civilisation (1916) og sama ár gerði Victor Her- bert tónlist við Fall of a Nation. Með tilkomu talmynda var tónlist minna notuð fyrst framan af, nema þá helst sem forleikur við kynningu en fljótlega tókst mönnum að fella tónlist við filmuna, með mikilli ná- kvæmi og þessi möguleiki freistaði t.d. tveggja Evrópumenntaðra tón- listarmanna, til að reyna sig á þessu sviði, þá Erich Wolfgang Komgold og Max Steiner en sá síðar nefndi samdi tónlist við King Kong (1933), The Informer (1935) og Gone with the Wind (1939). Sá sem fyrstur var verðlaunaður af kvikmynda- akademíunni var Louis Silver, árið 1934, fyrir tónlistina við One Night of Love. Af frægari tónskáldum, sem fengist hafa við kvikmyndatónlist, má nefna Sir Arthur Bliss (Things to Come eftir Wells 1936), Walton, Waughan-Williams og Prokofiev (Alexander Nevsky og Lieutenant Kije 1933). Tónlistarinnskot í formi einkennis- laga eða jafnvel heilla tónverka, uðra snemma mjög áberandi og er Sonny Boy, úr The Singing Fool, frá 1928, líklega eitt frægasta dæmið, ásamt Harry Lime laginu, úr þriðja mann- inum, eftir Orson Wells og þá ekki síst Bleiki pardusinn, eftir Mancini, sem segja má að sé orðin klassík. Af heilum tónverkum má nefna Varsjár konsertinn, eftir Addinsell (Danger- ous Moonlight 1942), og Comish Rhapsody, eftir Charles Williams (Love Story 1944). Úr klassískum verkum hafa verið notuð stefbrot og jafnvel heilir þættir, eins og t.d. í 2001 (Richard Strauss) Dauðinn í Feneyjum (Gustav Mahler) og í Elv- ira Madigan (Mozart), sem hafði ótrúleg áhrif á sölu hljómdiska með verkum eftir þessa snillinga. Tónleikamir, sem vora samvinnu- verkefni Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, Kvikmyndasjóðs og Kvik- myndasafns íslands, hófust, samkvæmt venju „þögla tímans", á forleik, syrpu vinsælla laga, sem flest eru fallin í gleymsku, syrpu sem er vel úr garði gerð, var ágætlega flutt og skapaði hið rétta andrúmsloft gamals tíma. Það er kostur við góða kvikmyndatónlist ef hún fellur svo vel að framvindu kvikmyndarinnar að hún vekur ekki sérstaka athygli. Svo var um tónlistina í heild þótt sum eftirhermuatriðin í tónlistinni væra á stundum einum of áberandi, eins og fulgatístið, þegar einhver var rotaður og á að túlka það að viðkomandi sjái störnur. Fyrsta myndin var Lögg- umar með Buster Keaton og eftir skemmtilegt millispil var sýnd Að duga eða drepast með Harold Lloyd. Eftir hlé vora nokkur tónlistaratriði og síðasta myndin var Innflytjandinn eftir Charles Chaplin og lauk svo þessum kvikmyndatónleikum með tveimur lagasyrpum, snoturlega gerðum og sérlega vel fluttum. Það var auðheyrt að hljómsveitin skemmti sér og lék þessa léttfleygu tónlist af alúð. Hljómsveitarstjórinn Rick Benjamin kann sitt fag þótt stjóm hans væri svolítið tepraleg og janvel spaugileg á köflum og væri að því leyti til í stíl við gamanmyndim- ar. Það er trúlega ekki afleit hugmynd að Sinfóníuhljómsveit íslands leiki meira af hinni ranglega kölluðu léttu tónlist og þá ekki aðeins Vínar-valsa því til er stórt safn af margvíslegri skemmtitónlist og tónlist úr kvik- myndum sem er vel gerð. Góð skemmtun er mikilvægur þáttur í mannlegum samskiptum og gætu slíkir tónleikar sem best stækkað þann hóp, sem teldi sig eiga erindi á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Is- lands. Myndirnar vora skemmtilegar og tónlistin féll gjörsamlega inn í þær, svo að hvergi hattaði fyrir, enda Benjamin kunnáttumaður á sviði kvikmyndatónlistar frá tima þöglu kvikmyndanna. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.