Morgunblaðið - 18.11.2000, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ
48 LAUGARDAGUR-18. NÓVEMBER 2000
B orgar a-
réttindi
Bandaríkjamenn hafa átt marga
forsetana, suma betrí en aðra, en hafa
lengst afgetað gengið að hamborg-
urunum sínum sem vísum. Núna
eru hins vegar blikur á lofti.
M
IKIÐ mæðir á
Banda-
ríkjamönnum
þessa dagana.
Heimsbyggðin
Eftir
Hönnu Katrínu
Fríðriksson
veit auðvitað af einum helsta
vanda þeirra, sem er sá að þeir
vita ekki enn hver verður næsti
forseti. Þeir telja og endurtelja,
í vélum og höndum, en ekkert
gengur. Svo hlaupa þeir til dóm-
ara og ráðherra og núna veit
enginn lengur hvað snýr upp og
hvað niður í Flórída. Ætli Bush
sé með 300 atkvæða forystu í
dag eða komu menn sér saman
VIÐHORF
falla til Gore,
jafnvel þótt
kjósandinn
hafi ekki gat-
að kjörseðilinn nógu greinilega?
Verður bólan á kinninni á Bush
horfin á næsta blaðamannafundi
eða verður hann enn með plást-
urinn? Getur Gore eitthvað í
amerískum fótbolta eða voru
börnin hans bara góð við hann
af því að myndavélar fjölmiðla
beindust að þeim? Er ekki nóg
af hafa einn forseta, Bill Clinton
er ekki á förum fyrr en í jan-
úar? Væri kannski ráð að láta
Bush og Gore skipta með sér
embættinu? A að halda kjör-
mannakerfinu, eða láta meiri-
hluta atkvæða ráða? Á að þiggja
hjálp frá Rússum við næstu
kosningar, eins og þeir hafa
boðið svo rausnarlega? Það er
ástæðulaust að gera lítið úr
þessum hremmingum Banda-
ríkjamanna en það fer þó von-
andi að sjá fyrir endann á leit-
inni miklu.
Þetta með hamborgarana
getur orðið öllu snúnara.
Bandaríkjamenn hafa átt
marga forsetana, suma betri en
aðra, en hafa lengst af getað
gengið að hamborgurunum sín-
um sem vísum. Núna eru blik-
ur á lofti. Hin stórmerka rann-
sóknarstofa Lawrence
Livermore Lab í Kaliforníu,
sem er rekin af Kaliforníu-
háskóla, tók nefnilega upp á
þeim fjára að rannsaka amer-
íska hamborgara. Rannsóknar-
stofan, sem hefur hingað til
beitt kröftum sínum í rann-
sóknir á smávægilegri hlutum,
eins og kjarnorku, átti reyndar
alls ekkert sökótt við hamborg-
ara. Vísindamennirnir voru að
leita uppi hugsanleg krabba-
meinsvaldandi efni í matvælum
almennt og komust að því að
hefðbundin matreiðsla ham-
borgara á skyndibitastöðum er
hið versta mál. Þar er hráum
hamborgurum hent á hitaplöt-
ur og þeir látnir liggja þar til
þeir eru hálfeldaðir, þá er þeim
snúið við og klárað að steikja
hina hliðina. Þetta vita sjálf-
sagt margir sem snætt hafa
þennan þjóðarrétt Banda-
ríkjamanna. Vísindamennirnir
segja aftur á móti að þegar
kjöt er eldað við svona háan
hita geti myndast í því krabba-
meinsvaldandi efni. Þeir kunna
lausn á þessum vanda og hún
er sú að snúa hamborgurum oft
á pönnunni.
Fólk sem ekki er innvígt í
hamborgaramenningu áttar sig
kannski ekki á hve skelfilegar
fréttir þetta eru fyrir hinn al-
menna Bandaríkjamann. Vissu-
lega eru margir þakklátir vís-
indamönnum fyrir að benda á
einfalda lausn til þess að bæta
hamborgarana, þ.e. að snúa
þeim nógu oft á pönnunni. Ein-
hver fjölmiðill hafði meira að
segja eftir virtum prófessor í
næringarfræðum að þetta gæti
fólk hæglega gert heima í eigin
eldhúsi. Sem er auðvitað hár-
rétt athugað hjá hinum góða
prófessor, en kemur málinu
eiginlega ekkert við, því að
Bandaríkjamenn standa ekkert
í hamborgaraeldamennsku
heima hjá sér. Þeir kaupa þá á
skyndibitastöðum, sem henda
hráum hamborgurunum á hita-
plötur og snúa þeim bara einu
sinni. Þessir staðir selja millj-
ónir hamborgara á milljónir of-
an og þegar þau ósköp öll eru
talin sést hve gífurlegt heil-
brigðisvandamál er hér á ferð-
inni.
Nú mætti ætla að fréttir þess-
ar yrðu til þess að skyndibita-
staðirnir sneru hamborgurunum
við í gríð og erg á hitaplötunni.
Því er aldeilis ekki að heilsa
enda hafa starfsmenn þessara
staða í nógu öðru að snúast.
Þeir þurfa að steikja franskar
kartöflur, hafa til drykkjarföng
og taka við peningum. Þeir
mega ekki vera að því að standa
yfir hamborgurum og snúa þeim
við sí og æ. Eina lausnin er sú
að ráða sérstaka starfsmenn,
sem hefðu ekkert annað á sinni
könnu en að snúa hamborgurum
á pönnu. Bandaríkjamenn kunna
aftur á móti nóg í hagfræði til
þess að sjá í hendi sér að fleiri
starfsmenn á skyndibitastöðum
kalla á hærri útgjöld staðanna,
sem verða að ná þeim aukna
kostnaði til baka með hærra
verði. Og þá er fyrst vegið að
rótum bandarísks samfélags.
Einhverjir hafa orðið til að
benda á að vísindamennirnir hjá
Lawrence Livermore-rannsókn-
arstofunum hafi ekki sýnt fram
á óyggjandi tengsl krabbameins
og hamborgaraviðsnúnings svo
ástæðulaust sé að örvænta. Aðr-
ir benda á að rannsóknarstof-
umar séu í Kaliforníu og ekkert
sé að marka þær af þeirri
ástæðu einni enda er því haldið
fram í öðrum landshlutum að í
Kaliforníu sé fólki vísað á brott
úr fínni hverfum ef það er meira
en 5 kíló yfir kjörþyngd. Þessi
andmæli eru ekki seld dýrara
verði en þau voru keypt.
Hamborgaramálið hefur leitt í
ljós að stjórnmálamenn í Banda-
ríkjunum eru sumir hverjir alls
ekki í tengslum við þjóð sína.
Hvorki A1 Gore né George W.
Bush hefur séð ástæðu til að
nefna einu orði líkur á krabba-
meinsvaldandi efnum í ham-
borgurum eða hættuna á hækk-
andi verði þessa þjóðarréttar.
Hvað þá að þeir hafi lausn á
reiðum höndum. Er nema von
að bandarískir kjósendur hafi
átt erfitt með að gera upp hug
sinn í kosningunum?
MINNINGAR
+ Guðmundur Þor-
steinsson fæddist
að Grund í Svínadal,
Austur-Húnavatns-
sýslu, 11. október
1910. Hann Iést á
Sjúkrahúsi Blöndu-
óss 6. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Þorsteinn Þorsteins-
son, f. 4.12. 1842, d.
1.8. 1921 og Ragn-
hildur Sveinsdóttir,
f. 27.7. 1871, d. 24.2.
1951, bændur á
Grund. Alsystkini
Guðmundar voru: Ingríður, starfs-
maður á Landspítalanum, f. 4.10.
1902, d. 29.10. 1990, unnusti henn-
ar var Þorsteinn Sölvason, hann dó
úr lömunarveiki 1942; Steinunn, f.
15.8. 1905, d. 5.10. 1993, verka-
kona í Alþýðubrauðgerðinni og
Rúgbrauðsgerðinni, hennar dóttir
Ásta Sigfúsdóttir; Þóra, talsíma-
vörður í Reykjavík, f. 19.9.1908, d.
16.8. 2000 og Þórður, f. 27.6. 1913,
d. 8.8. 2000, bóndi á Grund, kona
Guðrún Jakobsdóttir. Þeirra börn
eru Lárus, Valdfs,
Ragnhildur og Þor-
steinn Trausti. Hálf-
systkini Guðmundar
samfeðra voru stúlka,
f. 9.7. 1867, d. 9.7.
1867; Oddný, húsfrú í
Reykjavík, f. 31.8.
1868, d. 24.11. 1934;
Ingiríður, ógift, f. 3.2.
1871, d. 11. júní 1894;
Þorsteinn, bóndi á
Geithömrum, f. 12.3.
1873, d. 27.1. 1944;
Jakobína, húsfrú í
Hnausum, f. 3.5. 1876,
d. 3.5. 1948; Jóhanna,
kennslukona í Reykjavík, f. 29.5.
1879, d. 13.7. 1957 og Sigurbjörg,
húsfrú í Hnausum, f. 29.5. 1879, d.
4.11. 1948. Þeirra móðir var Guð-
björg Sigurðardóttir.
Hinn 1. apríl 1944 gekk Guð-
mundur að eiga eftirlifandi eigin-
konu súia, Guðrúnu Sigurjónsdótt-
ur frá Rútsstöðum í Svínadal, f. 16.
júlí 1922. Foreldar Guðrúnar voru
Sigurjón Oddsson, bóndi að Rúts-
stöðum og Guðrún Jóhannsdóttir
húsfrú. Guðrún og Guðmundur
eignuðust fimm börn. Þau eru: 1)
drengur, f. 12. júní 1944, d. 12. júní
1944.2) Valgerður, f. 18. desember
1945. 3) Sigrún, f. 18. september
1947, maki Finnur Eiríksson, þau
skildu, þeirra börn eru a) Guðrún
Bima, f. 1970, maki Snorri Sturlu-
son, f. 1969, dóttir þeirra er Sif, f.
1996, b) Þórir, f. 1972, maki hans
er Jóhanna Kristín, f. 1970, þeirra
barn er Arndís Þóra, f. 1998. c)Una
Eydís, f. 1975 og d)Ragnhiklur
Lára, f. 1981. Núverandi maki
Sigrúnar er Einar Sigurðsson, f. 8.
júlí 1944. 4) Þorsteinn, f. 27. nóv-
ember 1952, maki hans er Sigrún
Jónsdóttir, f. 21. nóvember 1958,
sonur þeirra er Máni Sveinn, f.
1998. 5) Sveinn Helgi, f. 17. janúar
1956, búsettur í Noregi, kvæntur
Karin Roland, f. 25. mars 1960.
Þeirra börn em a) Silja, f. 1983. b)
Guðrún, f. 1985. c) Ingunn Valdís,
f.1989. d)Gunnar Arvid, f. 1992.
Guðmundur var bóndi á Gmnd í
Svínadal ásamt Þórði, bróður sín-
um, en síðan skiptu þeir jörðinni á
milli sin og Guðmundur reisti
nýbýlið Syðri-Grund og þar bjó
hann alla sína búskapartið. Frá ár-
inu 1994 bjó hann á Hnitbjörgum á
Blönduósi.
Útför Guðmundar fer fram frá
Blönduósskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14. Jarðsett verður
í Blönduósskirkjugarði.
GUÐMUNDUR
ÞORSTEINSSON
í dag er jarðsunginn faðir minn,
Guðmundur á Syðri-Grund. Við höfð-
um verið samvistum mest alla ævi
mína, allt þar til hann flutti ásamt
móður minni í öldrunaríbúð eftir að
ég var tekinn við búskapnum. Mínar
fyrstu minningar um hann eru marg-
ar tengdar fjármennsku en hann
hafði alla tíð gaman af kindum. Hann
lét það t.d. óátalið þegar ég laumaðist
inn í búr og sótti mér brauð til að gefa
kindum sem ég hafði hænt að mér.
Við systkinin eignuðumst fljótt okkar
eigin kindur og þeim íjölgaði síðan
eftir því sem við stækkuðum og lögð-
um fram meiri vinnu við búið. Afurð-
imar af þeim voru okkar sumarkaup.
Pabbi var mjög glöggur á fé og þekkti
hverja kind með nafni og þegar ég
vildi feta í fótspor hans að þessu leyti
var hann alltaf fús að segjamér nöfn-
in á kindunum og ættemi. Ég get allt-
af dáðst að því hvað hann náði að
þekkja ásetningsgimbramar eftir að
hafa séð þær jafnvel bara einu sinni
með mæðmm sínum.
Um langt árabil hafði hann þann
starfa um réttimar ásamt fleirum að
hirða fé Svíndælinga í Vatnsdalnum
og var hann fyrirliði hópsins. í nokk-
ur ár fór ég með honum í þessar ferð-
ir. Daginn eftir réttimar var féð rekið
„yfir fjall“ og niður í Svínadalinn fyrir
innan byggðina og áfram til Auðkúlu-
réttar. Þá kom sér vel hvað pabbi gat
verið árrisull því leiðin var löng og féð
svangt og þreytt. Þegar komið var
niður í Svínadalinn var erfiðasti kafl-
inn að baki og einnig farið að lækka í
vasapelanum og þá var oft kátt í
hópnum.
Pabbi eignaðist sína fyrstu dráttar-
vél, sem var bensínknúinn Ferguson,
þegar ég var smá patti. Seinna keypti
hann stærri og öflugri vélar en aldrei
hélt hann eins mikið upp á þær eins
og Fergusoninn. Hann var alltaf eins
og kóngur í ríki sínu þegar hann sett-
ist upp á þann gráa. Hann ræktaði
tún og kom sér upp vélakosti til hey-
verkunar líkt og aðrir bændur og við
það lögðust af gamlar heyverkunar-
aðferðir. Þó var það eitt sumarið að
hann heyjaði úthagablett þar sem
engar vélar komust að og batt heyið í
sátur og flutti heim á hestum, ein-
göngu til að sýna okkur krökkunum
hvemig heyskapur hafði gengið fyrir
sig á hans yngri árum.
Pabbi hafði viðkvæma lund. Hon-
um gat sámað mjög mikið ef honum
mislíkaði en hann gat líka fundið til
með fólki og fénaði. Hann var næmur
á ýmislegt, ekki síst það sem viðkom
búskapnum. Hann átti tún í góðri
rækt, var nýtinn á hráefni og hafði
góðar tekjur af búi sínu. Hann hafði
gaman af að glettast við menn. Þegar
hann hitti menn sem kunnu að meta
slíkt gaf hann oft ímyndunaraflinu
lausan tauminn og lét staðreyndir
lönd og leið. Gat af þessu orðið hin
besta skemmtun.
Pabbi var ákaflega léttur á fæti og
ósporlatur. Hann fann engan viljugri
en sjálfan sig til að sækja kýmar á
morgnana og marga snúninga fór
hann sem aðrir hefðu ætlað krökkum.
Síðustu æviárin eftir að hann var
fluttur á Blönduós fór hann reglulega
í gönguferðir sér til heilsubótar. Þeg-
ar örlögin höguðu því svo til að hann
þurfti að fara á sjúkrahús og göngu-
ferðirnar lögðust af var líkaminn
fljótur að hröma og eftir nokkra mán-
uði var hann allur. Hann dó saddur
lífdaga.
Þorsteinn.
í dag er afi í sveitinni borinn til
grafar.
Þegar við vomm yngri vorum við
öll sumur í sveitinni hjá ömmu og afa.
Það var alltaf mikil eftirvænting að
komast norður á Syðri-Gmnd þai'
sem þau bjuggu. Það var alltaf sér-
stök tilfinning að aka inn dalinn með
þeim sem hafði sótt okkur í rútuna og
sjá loksins bæinn. Afi okkar, sem við
minnumst hér, átti stóran þátt í að
gera sumrin ánægjuleg. Það var alltaf
gott að spjalla við afa og gafst oft góð-
ur tími til að tala við hann þegar
gengið var niður í fjárhús. Afi hafði
sínar skoðanir á hlutunum og fór ekki
leynt með þær. Hann var líka góður
bóndi og méð ömmu og bömum
þeirra ræktaði hann stóra jörð og
höfðu margar kýr, kindur og hesta.
Honum var annt um dýrin sín, talaði
við þau eins og vini sína og alltaf
fannst okkur það jafnmerkilegt þegar
hann þuldi upp nöfnin á kindunum
sem hann sá langt í burtu. Kindumar
vora alltaf í uppáhaldi hjá afa og
leyfði hann okkur systkinunum að
velja lömb sem við máttum eiga og
þar með fengum við að taka virkan
þátt í búskapnum. Hann var líka
mjög glöggur á mörkin á lömbunum,
kunni mörk flestra bæja í sveitinni.
Afi fór alltaf snemma í háttinn,
horfði á fréttimar og veðrið, dáðist að
þulunum í sjónvarpinu og fór svo að
sofa. Hann var líka vaknaður fyrir all-
ar aldir til að sækja kýmar upp í fjall
og koma þeim í fjósið. Afi keyrði
aldrei bíl en hann var með sérstakt
hjólbömpróf, eins og hann orðaði það,
og það vom sko ekki margir sem gátu
státað sig af því. Svo átti hann auð-
vitað dráttarvélar sem hann ók og þar
bar Gamli gráni alltaf af. Það var
hans fyrsta dráttarvél en var komin
vel til ára sinna og var geymd bak við
hlöðu. Þar gátum við leikið okkur tím-
unum saman.
Það em margar minningar sem
sækja að manni þegar við minnumst
afa okkar, eins og stafurinn sem hann
hafði alltaf með sér, tveggja þuml-
unga vettlingamir sem hann hafði
ævinlega með sér sama hvernig viðr-
aði, afi að slá hólinn með orfi og ljá, afi
að hlaupa á eftir kindunum sjálfur að
nálgast áttrætt en hann var aldrei
svifaseinn, fljótur að hlaupa og léttur
á sér. Afi að gefa kálfunum „sullið" í
fotunum, sem samanstóð af vatni og
mjólk, en þetta var einmitt sá drykk-
ur sem hann drakk sjálfur í kaffitím-
anum.
Kaffitíminn var oftast mjög fjör-
legur í sveitinni. Þá urðum við líka
alltaf vitni að þeim óborganlega sið
afa að fá sér „sullið“ sitt. Heitt vatn í
bollann og mjólk þar til flæddi upp úr
og á undirskálina og fullt af sykri.
Þetta fannst okkur alltaf jafnfyndið
og að sjá hann svo drekka af undir-
skálinni. Við kaffiborðið spunnust yf-
irleitt skemmtilegar umræður um
mál málanna hverju sinni. Hann spil-
aði líka stundum og kenndi okkur að
spila fant, þar sem hann kallaði fjark-
ann alltaf „koppinn". Afi var með
gervigóm, en bara annan, hann hafði
nefnilega einhvem tímann fengið
neðri góminn en hann var svo þröng-
ur að hann stakk honum bara niður í
skúffu og notaði aldrei. Því voru bara
efri tennumar í afa.
Eftir að afi og amma hættu búi,
fluttu þau að Hnitbjörgum á Blöndu-
ósi. Þar undi afi sér meðal annars við
að rækta kartöflur og sjá um garðinn.
Hann fór ófáar ferðimar í malarnámu
sem var þar rétt hjá til að næla sér í
sand í hjólbörurnar til að setja á kar-
töflubeðin. Afi var fróður maður og
víðlesinn, hann sagði líka skemmti-
legar sögur af Bama-Halli, Grástein-
inum og flefrum og var alltaf gaman
að hlusta á þær þótt við hefðum heyrt
þær ótal sinnum áður. Hann var með
glettinn húmor og skemmtilegan
hlátur. Afi var góður maður og alltaf
góður við okkur barnabömin. Við
þökkum honum allt sem hann hefur
gefið okkur og börnum okkar og mök-
um um leið og við minnumst hans.
Takk fyrir okkur. Hinsta kveðja,
hvíl í friði.
Guðrún Birna, Þórir, Una
Eydís og Ragnhildur Lára.
Svínadalsfjallið er svipmikið,
hamrar hið efra með hvítum fann-
bunkum í klettaskoram og gijjum, en
Skálamar fyrir neðan era náttúra-
perlur þar sem silungsbleikjan veiðist
en mýið iðar í vatnsborðinu. Fossandi
lækur fellur niður hh'ðina fram hjá
Litlu-Klettum og Bratta-Mel á leið
sinni milli Grandarbæjanna í átt til
Svínadalsárinnar og að lokum til sjáv-
ar.
Guðmundur Þorsteinsson, fyrrum
bóndi á Syðri-Grand, er látinn, síðast-
ur úr hópi systkina sinna. Fyrr í sum-
ar og haust hafa andast þau Þórður
og Þóra, en systumar Steina og Inga
era látnar fyrir allnokkrum árum.
Genginn er mætur maður og heill,
sem alla sína lífsdaga stundaði bú-
skapinn af alúð og áhuga. Vakinn og
sofinn snerist lífshlaup Guðmundar
um þann starfa sem svo vel dugði ís-
lenskri þjóð í gegnum aldimar. Sömu
gildin voru hér í hávegum liöfð,
nægjusemi og nýtni, ekkert braðl eða
óhóf en festa og dugnaður vora aðals-
merki þessa fólks. Maður sem stóð