Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna Viðskiptaráðuneytis og Samkeppnisstofnunar vegna breytingar á samkeppnislögum Samkeppnisyfírvöld fá virkari úrræði Morgunblaðið/Ásdís í gær var haldin ráðstefna í tilefni af breyttum samkeppnislögum sem taka munu gildi 6. desember n.k. Ráðstefnan var fjölinenn og fylgdust ráðstefnugestir vel með erindum framsögumanna, þar sem fjallað var um áhrif nýju sam- keppnislaganna í íslensku atvinnuh'H. Til umræðu á ráðstefnu um samkeppnismál voru auknar heimildir sam- keppnisyfírvalda, ríkari skyldur fyrirtækja sem teljast markaðsráðandi og staða mála erlendis, meðal annars í Banda- ríkjunum þar sem skil- yrðislaus sakaruppgjöf er veitt fyrirtækjum sem ljóstra upp um eig- in lögbrot og annarra. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- heiTa, setti ráðstefnuna og í máli hennar kom fram að með lagabreytingunum, sem taka gildi sjötta næsta mánaðar, væru gerðar veigamiklar og nauð- synlegar lagfæringar á samkeppnis- lögunum sem tóku gildi 1. mars 1993, en túlkun dómstóla og erlend þróun hefðu leitt til þess að samkeppnislög- in hefðu verið orðin ein þau veikustu í hinum vestræna heimi. ,Að mínu mati er það ólíðandi með öllu að fyrirtæki komist upp með það að svipta almenning þeim ávinningi sem leiðir af samkeppni. Með því móti er beinlínis verið að rýra kjör almennings. Til þess að berjast gegn slíku þarf sterkar samkeppisreglur og í því sambandi bind ég miklar vonir við breytingarnar á samkeppn- islögunum,“ sagði ráðherra. Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, sagði á ráðstefn- unni að það væru fyrst og fremst þau fyrirtæki sem teldu á sér brotið sem mótuðu áherslur Samkeppnisstofn- unar, með því að beina kvörtunum og ábendingum til stofnunarinnar, en áherslur hefðu verið mismunandi og mótast af aðstæðum á hverjum tíma. „Það hefur sýnt sig að það getur verið erfíðleikum bundið að beita samkeppnisreglum á markaðsráð- andi fyrirtæki. Lögin, eins og þau eru í dag, tryggja ekki nægilega virk úrræði. Það stendur hins vegar til bóta með breyttum samkeppnislög- um. Breytingarnar fela fyrst og fremst í sér að samkeppnisyfirvöld fá virk- ari úrræði til að framfylgja mark- miðum laganna. Þetta á við um alla meginþætti laganna, s.s. opinberar samkeppnishömlur, einokunar- hringa, markaðsyfirráð, samruna, auglýsingar og verðmerkingar." Bann við óæskilegri og skaðlegri hegðun fyrirtækja A ráðstefnunni fjallaði Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun, um áhrif nýrra samkeppnislaga varðandi samruna fyrirtækja og misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu. Hann sagði að tæki laganna til að stuðla að samkeppni væru efld verulega, og það væri gert með því að efla bann við óæskilegri og skaölegri hegðun fyrirtækja. Breytingar á lögunum, sem taka gildi 6. desember nk., gera að verk- um að íslensk markaðsráðandi fyrir- tæki standa frammi fyrir gjör- breyttu landslagi, því samkvæmt nýrri 11. grein samkeppnislaga verð- ur misnotkun á markaðsráðandi stöðu bönnuð fyrirfram. „Þetta þýðir að verði fyrirtæki staðin að alvarlegri misnotkun á stöðu sinni eftir að breytingarnar á lögunum taka gildi getur það haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir þau. Þau geta átt von á stjómvaldssektum sem geta numið allt að 10% af veltu og fræðilega a.m.k. geta stjórnendur slíkra fyrirtækja þurft að sæta fang- elsi, sbr. 57. grein samkeppnislaga,“ sagði Ásgeir. Að sögn Ásgeirs snýst 11. grein laganna um tvö höfuðatriði; annars vegar það hvenær fyrirtæki telst vera markaðsráðandi samkvæmt samkeppnislögum, og hins vegar hvaða aðgerðir slíkra fyrirtækja feli í sér misnotkun. Ásgeir benti á að nú yrði skilgreiningin á markaðsráð- andi fyrirtæki mun mikilvægari en áður, enda legðust sérstakar skyldur á þau fyrirtæki sem talin væru markaðsráðandi. „Við það að fyrirtæki telst vera markaðsráðandi samkvæmt sam- keppnislögum leggjast á það alveg sérstakar skyldur sem ekki hvfla á minni fyrirtækjum. Samkvæmt dómstóli EB felst í þessari skyldu að hinu markaðsráðandi fyrirtæki ber sérstaklega að gæta þess að aðgerðir þess raski ekki virkri samkeppni. Engin slík skylda hvflir á fyrirtækj- um sem ekki teljast markaðsráð- andi. Ymsar aðgerðir sem minni fyr- irtæki geta sér að skaðlausu gripið til geta verið lögmætar og varðað viðurlögum þegar markaðsráðandi grípur til þeirra.“ Ólík túlkun samkeppnisyfirvalda og fyrirtækja á markaðnum Að sögn Ásgeirs er það hinn efna- hagslegi styrkleiki sem er kjarninn í skilgreiningu á hugtakinu markaðs- ráðandi staða. Sá styrkleiki væri mældur með því að skilgreina þann markað sem viðkomandi fyrirtæki starfar á og síðan væri staða þess metin á þeim markaði. Þetta mat kallar hins vegar oft á harðar deilur og sagði Ásgeir það ekki alveg víst að samkeppnisyfirvöld og stjórnend- ur fyrirtækja töluðu sama tungumál- ið þegar rætt væri um markaðinn, því fyrirtæki legðu heldur rýmri skilning í hugtakið en samkeppnisyf- irvöld. Annað meginatriðið í 11. grein samkeppnislaga varðar misnotkun á markaðsráðandi stöðu, en Ásgeir benti á að 11. grein bannaði ekki markaðsráðandi stöðu, heldur ein- ungis misnotkun á slíkri stöðu. „Dæmi um misnotkun sem raskar samkeppni er t.d. undirverðlagning, sölusynjun, samtvinnun í viðskipt- um, mismunun, tilteknir afslættir og jafnvel getur málsókn markaðsráð- andi fyrirtækis gagnvart keppinauti verði misnotkun ef hún er gerð í því skyni að valda honum óþægindum og fjárútlátum og veikja hann þannig í samkeppni, en um þetta var fjallað í nýlegu máli hjá undirrétti EB.“ Ásgeir vék jafnframt að breyting- um sem gerðar hafa verið á sam- runaákvæði samkeppnislaga, og sagði óhætt að fullyrða að gerðar hafi verið mjög þýðingarmiklar breytingar á 18. grein samkeppnis- laga, sem lúti bæði að formi og efni ákvæðisins. „Varðandi formhlið ákvæðisins þá ber þess fyrst að geta að samrunar sem falla undir sam- keppnislög verða nú tilkynningar- skyldir. Samkvæmt 3. málsgrein 18. greinar skal þessi tilkynning eiga sér stað eigi síðar en viku eftir að m.a. samningi er lokið um samruna. Þetta er í raun gjörbylting á formi samrunaeftirlitsins hér á landi,“ sagði Ásgeir, en hingað til hafa eng- ar kröfur að þessu leyti gilt gagnvart fyrirtækjum. Hann sagðist telja að breytingin styrkti mjög samrunaeft- irlitið og að hér væri verið að taka upp sams konar fyrirkomulag og gilti í flestum viðmiðunam'kjum. Að sögn Ásgeirs ber 1. mgr. 18. greinar laganna með sér að gerðar hafa verið tvær meginbreytingar frá gildandi lögum. í fyrsta lagi er nú al- veg ljóst að samruni getur verið ólögmætur þegar fyrirtæki sem er markaðsráðandi fyrir eykur mark- aðsyfiráð sín með samruna. Hin meginbreytingin er að samruni get- ur verið ólögmætur ef hann leiðir til myndunar sk. sameiginlegrar mark- aðsráðandi stöðu. Jafnvel upplýsingagjöf milli fyrir- tækja getur talist brot á lögunum Að sögn Ásgeirs er oft erfitt fyrir samkeppnisyfirvöld að fallast á al- mennar staðhæfingar fyiTrtækja um aukna hagræðingu við samruna, og sagðist hann telja að sjónannið hag- ræðingar geti ekki og eigi ekki að hafa afgerandi áhrif á mat sam- keppnisyfirvalda. Jafnframt benti hann á að nýleg rannsókn alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins KPMG á 700 stærstu samrunum á árunum 1996- 98 leiddi í ljós að 83% þeirra mis- heppnaðist og skilaði minni arðsemi. Jóna Björk Helgadóttir, lögfræð- ingur hjá Samkeppnisstofnun, fjall- aði um víðtækai-a bann við sam- keppnishamlandi samráði fyrirtækja í nýju samkeppnislögunum, og sagði að verðsamráð, eða samkomulag keppinauta um hegðun á markaði, væri ein sú alvarlegasta atlaga að hag neytenda um hugsast gæti. Hún sagði að breytingar á sam- keppnislögum gerðu að verkum að bann íslenskra samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samningum og samstarfi milli fyrirtækja yrði nú víðtækara og væri fært til samræmis við sambærilegar reglur EES-samn- ingsins. Þannig væri í 10. grein lagt bann við öllum samkeppnishamlandi samningum fyrirtækja, en ekki ein- göngu þeim samningum sem lúta beinlínis að verði eða skiptingu markaða. „Jafnvel upplýsingaskipti fyrirtækja, eingöngu það að veita og þiggja upplýsingar, getur falið í sér samstilltar aðgerðir og brot á 10. grein.“ Skortur á þekkingu og reynslu í samkeppnisrétti í ræðu Karls Axelssonar hæsta- réttarlögmanns kom meðal annars fram að þegar samkeppnismál komi til kasta lögmanna og dómara sé mjög mikilvægt að menn þekki vel til samkeppnisréttar, átti sig á því úr hvaða umhverfi samkeppnisreglurn- ar séu sprottnar, hver sé megintil- gangur þeirra og almennt hver grundvöllur samkeppnislaganna er. Karl sagði vandamál að almennt væru tiltölulega fáir í stétt starfandi lögmanna og dómara sem hefðu sér- staka menntun eða yfirleitt nokkra menntun á sviði samkeppnisréttar. Þetta stafaði fyrst og fremst af þvi að samkeppnisréttur væri mjög ung grein á Islandi enda markaði árið 1993 upphafið í þessu sambandi. Þannig væri sú hætta fyrir hendi þegar samkeppnismál kæmu fyrir dómstóla að mál féllu ekki í hinn venjubundna farveg viðkomandi réttarsviðs einfaldlega vegna skorts á þekkingu og lítillar reynslu af um- fjöllun um þessi mál. Þetti gæti leitt til þess að vinnubrögð aðila í sam- keppnisréttarmálum yrðu afar óhnitmiðuð, menn ættu erfitt með átta sig á hvað skipti máli og hvað ekki og hefðu því tilhneigingu til þess að segja miklu meira en minna sem þýddi að stefnur, greinargerðir og málskjöl yrðu of löng og gagnrýni á heimildaröflun keyrði fram úr öllu hófi. Þetta væri bagalegt vegna þess að einmitt á sviði samkeppnismála hefðu dómarar einna mesta þörf fyr- ir öguð vinnubrögð þar sem réttar- sviðið væri öðru fremur víðfeðmt og flókið. Heföbundnar lögskýringar eiga ekki alls kostar við í samkeppnisrétti Karl segir að annað vandamál komi til. Oll umgjörð og mótun ís- lensks réttar eigi rætur sínar að rekja til Danmerkur og sé að stærst- um hluta komin úr germönskum rétti. En samkeppnisréttur eigi sér hins vegar allt aðrar rætur. Hann eigi upphaf sitt í Bandaríkjunum og þar hafi hann þróast og borist yfir hafið til Evrópu. Almennt megi þó segja að sam- keppnisréttur sé mjög alþjóðlegur enda hafi eitt meginmarkmið lag- anna frá 1993 verið það að láta sams konar rétt gilda hér á landi og á Evrópska efnahagssvæðinu. Því sé samkeppnisréttur í mörgum grund- vallaratriðum frábrugðinn öðrum sviðum íslensks réttarfars. Þegar Evrópudómstólinn túlki samkeppn- isreglur og móti mynd evrópsks samkeppnisréttar þá hafi hann öðru fremur að leiðarljósi að samkeppnis- reglum sé ætlað að styrkja frjálst og opið samkeppnisumhverfi fyrir- tækja innan ESB þannig að innviðir innri markaðarins styrkist. Þegar skoðað sé hvort tiltekin efn- isregla í íslenskum samkeppnisrétti hafi verið brotin verði því svarað með hliðsjón af tilgangi reglunnar enda sé meginmarkmið laganna ís- lensku að koma á sama samkeppnis- umhverfi hér og innan EES-svæðis- ins. Þessi aðferðafræði sam- keppnisréttarins stangist hins vegar á við hefðbundna aðferðafræði sem stærstur hluti íslenskra lögfræðinga sé skólaður í. Ef menn hafi ekki túlk- unaraðferðir samkeppnisréttar á hreinu sé ljóst að framkvæmd sam- keppnisreglna fyrir dómstólum verði ómarkviss og tilviljanakennd. Það sé því algert lykilatriði að hefðbundin lögskýringarsjónarmið eigi ekki að öllu leyti við í samkeppnisrétti. Sjálfkrafa sakaruppgjöf í Bandaríkjunum Scott D. Hammond starfar að samkeppnismálum í dómsmálaráðu- neyti Bandaríkjanna og fjallaði hann um reynslu Bandaríkjanna af því að framfylgja samkeppnislögum, koma upp um einokunarhringa og lög- sækja þá. Hammond sagði að sam- keppnislögunum í Bandaríkjunum hafi fyrir fáum árum verið breytt og í framhaldi af því hafi mun fleiri ver- ið dæmdir fyrir brot á þeim. Ástæðu þess að samkeppnisyfir- völd í Bandaríkjunum komi nú mun frekar höndum yfir þá sem brjóti samkeppnislögin en áður segir Hammond vera þá að tekið hafi verið upp á því að veita fyrirtækjum sak- aruppgjöf fyrir að koma upp um ein- okunarhringa. Þetta gangi þannig fyrir sig að ef fyrirtæki, sem er í einokunarhring með öðrum fyrirtækjum, einu eða fleirum, gefur sig fram og kemur upp um hringinn, þá fær það sjálf- krafa sakaruppgjöf en hinir þátttak- endurnir í hringnum eru sóttir til saka. Farið er með málin sem refsi- mál, sektum beitt og fangelsun. Hammond segir það að veita sjálf- krafa sakaruppgjöf til þess sem gef- ur sig fram afar mikilvægt til að hægt sé að ná árangri við að fram- fylgja reglunum, því erfitt sé án að- stoðar einhvers sem innanbúðar er að finna út hverjir stundi samráð og enn erfiðara að sanna á þá brot. Henrik Mprch starfar að sam- keppnismálum hjá Evrópuráðinu og sagði hann breiðan vilja til þess inn- an Evrópusambandsins að styrkja og dýpka samkeppnisstefnu þess. Hann sagðist telja að samkeppnis- yfirvöld þar hefðu ekki nægar heim- ildir til að rannsaka mál og tók sem dæmi að ekki væri nóg að hafa heim- ildir til að gera húsleit í fyrirtælyun- um sjálfum, samkeppnisyfirvöld þyrftu að hafa heimildir til að gera húsleit heima hjá starfsmönnum. Þá sagði hann að árið 1996 hefði verið tekin upp sú regla að veita þeim fyrirtækjum sem þátt hefðu tekið í einokunarhringi afslátt af sektum ef þau væru fyrst fyrirtækj- anna í hringnum til að gefa sig fram og hjálpa að fullu við að leysa málið. Þetta væri þó ekki skilyrðislaus regla eins og í Bandarikjunum og sjaldnast væri sektin felld niður að fullu. Morch sagði að þessari vægu með- ferð væri nú beitt í um % hlutum allra mála sem upp kæmu og að til umræðu væri að þróa regluna meira í þessa átt, þ.e. meira í þá átt sem tíðkaðist í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.