Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 75

Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 18. NÓVEMBER 2000 75 BREF TIL BLAÐSINS Raðtölur um daga, ár og hús Frá Birni S. Stefánssyni: OFT ER það í máli manna, að það skilst af samhenginu, þó að betur mætti orða. Svo er ekki alltaf, þeg: ar menn tala um síðasta áratug. I þýddum greinum í Morgunblaðinu undanfarið hefur stundum ekki verið gott að vita, hvort átt er við áratug, sem endar á 9 eða á 0, og þá þykir mér rétt að hætta lestrin- um, fyrst þýðandi ræður ekki bet- ur við verk sitt. Á Aiþingi töluðu mikils háttar menn nýlega um ástand mála. Annar talaði um það í byrjun þessa áratugar, en hinn um byrjun síðasta áratugar. Aðeins sá, sem var kunnugur málinu, gat vit- að, að þeir áttu við sömu árin og sama ástandið. Það var fróðlegt að fylgjast með deilum um stund aldamótanna, sem stóðu alllengi hér í blaðinu í fyrravetur. Það mátti vera kunn- ugt, að bæði Bandaríkin og Evrópusambandið töldu öldina enda á árinu 2000 og nýja öld byrja með árinu 2001. Það var merkilegt, hvað margir greinar- höfundar lýstu sig á öndverðum meið við stórveldin og héldu því fram, að öldin endaði á 99, og for- vitnilegt að kynnast rökum þeirra. Hið opinbera sjónarmið vestan hafs og austan er sem sagt, að eig- inlega sé ártalið raðtala, þannig að árið 100 sé hundraðasta árið, þó að ekki sé skrifað né sagt 100. ár. I þessu sambandi er þess að gæta, að víðar leynast raðtölur. Blaðs- íðutölur í blaði eða bók eru ekki skrifaðar sem raðtölur, en eru það auðvitað. Sagt er blaðsíða 27, en það merkir 27. blaðsíðan. Mikilvir- kur höfundur skráir raðtölur, þeg- ar hann vísar til rits, til að mynda mundi hann skrifa „Hlín 1950, 22- 29. bls.“ I eigin bókum hefur hann reyndar blaðsíðutölur punktlausar, eins og almennt er gert. Þá verður einnig að telja húsnúmer raðtölur. Laugavegur 10 táknar því 10. hús- eign (ásamt lóð) við Laugaveg. Af skýringum þeirra, sem héldu því fram hér í blaðinu, að öld end- aði á 00 og byrjaði á 01, fannst mér gleggst að líta á dagatal; ég man því miður ekki, hver benti á það. Barn, sem er fætt á fyrsta degi mánaðarins, er 10 daga, þeg- ar 11 stendur á dagatalinu. Á dagatalinu stendur ekki 1. - það er fyrsti - um fyrsta daginn, heldur 1 - það er einn. Þarna eru dagarnir raðtölur og svo sagt, en alltaf skráðir, eins og svo væri ekki. Til skýringar má setja ár fyrir dag. Þá er barn, sem er fætt á fyrsta ári aldar (á almanaki stendur 1), ekki tíu ára, fyrr en fullur tugur er liðinn af öldinni (þá stendur 11 á almanakinu). Líkt er um vinnu- viknatal. Þegar skrifað er ,;Vika 12“ er það tólfta vinnuvika. Ar 12 er á sama hátt tólfta árið. í virðu- legu máli áður fyrr kom fyrir, að ár væri nefnt með raðtölu, og í fundargerðum kann að vera skráð „Ár 1932, 20. janúar", en það er sami stíll og að skrifa „Vika 12, 22. mars 0000“. BJÖRN S. STEFÁNSSON, Kleppsvegi 40, Reykjavík Netið misnotað Frá Kristni Snæland: FYRIR NÆR ári var undirritaður á fundi fjölmennra samtaka. Þar var rætt um aðferðir til þess að koma á framfæri þeim málefnum sem samtökin berjast fyrir. Al- mennt virtust fundarmenn þeirrar skoðunar að best væri að nota Net- ið í þeim tilgangi. Þar sem efasemd- ir voru uppi um þann fjölda sem al- mennt hefði aðgang að Netinu var þess óskað að fundarstjóri kannaði meðal fundarmanna hverjir hefðu aðgang að því. Fundarstjóri þumb- aðist við en neyddist loks til þess að framkvæma umbeðna könnun. Ein- hverra hluta vegna lagði hann eftir- farandi fyrispurn fyrir fundarmenn: Hafið þið aðgang að Internetinu á heimilinu eða á vinnustað? Niður- staðan varð sú að mikill meirihluti fundarmanna hafði aðgang með öðrum hvorum þessum hætti og rétti því fjöldinn allur upp hönd. Gallup Nú nýverið íramkvæmdi Gallup svipaða könnun um notkun Netsins og lagði sömu spurningu fyrir. Niðurstaðan varð sú að ótrúlegur fjöldi fólks virtist hafa aðgang að Netinu, á heimili eða vinnustað. Ekki kom fram sundui'liðað hvort aðgengið var á heimili eða vinnu- stað. Gallup virtist því lenda á sömu villigötum og fundarstjórinn um- ræddi eða að leggja að jöfnu að- gang að Netinu á heimili og vinnu- stað. Vinnusvik Nýlega var einnig fjallað um einkanotkun starfsmanns á vinnu- tölvu sinni og þá notkun Netsins í því sambandi. Fram kom sú skoðun að vinnuveitanda væri óheimilt að kanna einkanotkun starfsmannsins enda væri hún persónuleg einka- málefni. Ef svo er, þá varðar vinnu- veitanda ekkert um það hvort við- komandi starfsmaður bregður sér frá í einkaerindum eða er til dæmis að sinna einkaviðskiptum í vinnu- tímanum. M.ö.o. virðast margir tölvunotendur telja sér heimilt að stunda vinnusvik með þeim hætti að vera í einkaferðum um Netið í vinnutímanum. Slíkt er að mínu mati ekkert annað en þjófnaður, enda starfsmaðurinn bæði að stela vinnutíma og tölvukostnaði frá vinnuveitandanum. Fundarstjórinn umræddi og Gallup virðast ekki líta svo á, a.m.k. ekki svo lengi sem ekki er gert upp á milli nota einkatölvu á heimili og notkunar tölvu í atvinnu- skyni á vinnustað. Það eru vin- samleg tilmæli mín að þeir sem meta notkun Netsins reikni fyrst og fremst með heiðarlegri notkun þess. Óheimila notkun þess á vinnu- stað væri vissulega þörf á að mæla en trúlega væri erfitt að fá fram viðurkenningu þess. KRISTINN SNÆLAND leigubílstjóri. Teinöld, þúsund ár Frá Oddi Sigurðssyni: NÚ LÍÐUR að áramótum og virð- ist ekki ætla að verða jafnmikið veður gert úr þeim eins og hinum síðustu þegar menn óttuðust að gjörvallur tækniheimurinn hi-yndi af tvöþúsundvanda tölvunnar. Mörgum þótti mikils um vert að halda upp á það að ártalið breyttist úr 1999 í 2000 en virtist minna skipta að 2000 ár væru liðin frá holdgun frelsarans að samræmdu tímatali kristinna manna. Þórhallur Vilmundarson, sá málfróði maður, vakti þá máls á nýyrði yfir þúsund ára tímabil og festi það rækilega í nafni á nýjum borgarhluta í Reykjavík, Þúsaldar- hverfi. Ekki þarf að fara í grafgöt- ur um að Þórhallur hefur hugsað þetta nýyrði í þaula og ekki heigl- um hent að deila á þau rök. Mér hefur samt eins og mörgum öðrum þótt ankannalegt bragð af orðinu sem menn héldu að vendist við notkun en fyrsti keimurinn virðist ekki ætla að dvína nú eftir ór og talsverða umfjöllun. Allt að einu hefur þessu orði verið komið á loft og reynslan ein sker úr um hvort því fatast flugið. Ég hef ekki öðru til að tjalda en þeirri tilfinningu sem mér hefur áskotnast af því að alast upp með íslenskri þjóð. Hefur hver sinn smekk en einhvern veginn rís málsmekkur þjóðarinnar upp sem æðsti dómstóll og dæmir orð til lífs eða grafar eftir atvikum. Það er því ef til vill þarflaust að bera upp skoðun einstaklinga um smekks- atriði. Mér finnst samt ekki úr vegi að ljá „teinöld" eina flugfjöður, ef ég mætti, því að mér þykir orðið þjált og falla einkar vel í samsetn- Nettoiu^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR ingum. Ég átti von á að orðið væri hverjum manni auðskiljanlegt sem tíu aldir, þúsund ár, því að báðir orðstofnarnir eru alþekktir í mál- inu. Mér brá því nokkuð þegar ég fór að grennslast fyrir um það hjá kunningjum, að ekki virðist nema um helmingur fullorðinna þekkja orðið teinæringur né hvað það merkir. Orðmyndin „tein-“ í merk- ingunni tíu hefur aðeins verið til í örfáum orðum og af þeim er tein- æringurinn einn lifandi og þó við að týnast vegna þess að slíkan grip er nú einungis að finna á söfnum. Með því að teinöld fái líf verður hún bjargvættur þessarar geð- þekku orðmyndar „tein-“ sem hef- ur átt samleið með þjóðinni í þús- und ár. Þórhallur Vilmundarson minnir á í grein sinni „Hvers vegna þús- öld?“ í Morgunblaðinu 4. nóvember 2000 að snilldarorð eins og öld séu frjómagn íslenskrar tungu. Þar þarf ekki einungis orðhagan mann heldur frekar smekkvíst málskyn þjóðarinnar sem sér um að velja úr það lífvænlegasta. Þar ríður á miklu ekki siður en hjá bóndanum að kunna að velja bestu lömbin til ásetningar. Þar í felst gæfa þjóðar- innar - hvorki meira né minna. ODDUR SIGURÐSSON Brekkuseli 14, Reykjavík. Vantar þig nýtt og betra bab fyrir jólin? Nú er lag, því vib bjóbum allt ab afslátt af öllum ger&um, Friform HÁTÚNI6A (í húsn. Fönix) SlMI: 552 4420 Nýtt Góðar fréttir fyrir þreytta fætur! SEGULINNLEGG ÍSKÓ Nú eru BIOFLEX segulþynnurnar fónlegar í skóinn- leggjum. Innlegg- in henta afar vel þeim sem þjóst af fótkulda, þreytu og blóðflæðisvanda í fótum. BIOFLEX er skilgreint sem lækninga- búnaður og hafa segluþynnurnar öflugt segulsvið sem dregur úr sórs- auka í fótum. Innleggin eru fóanleg í 6 stærðum og eru seld í flestum apótekum, lyfja- og heilsu- búðum. Greinagóðar upplýsingar ó íslensku fylgja Hvað hefurKirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu meira til að bera en lengsta kirkjunafn á íslandi ? T>TI\ TTT Tí dag laugardag Jl JLILr n U að Ásabraut 2, Garðabæ innsiglun fjölskyldna um tíma og eilífð Stórbrotin kirk Pandi sp Tugþúsundir kirkjubygginga um allan heim úmlega 100 musteri um allan heim ifræðist^^^^^—j^ ...... Bmnánog Mormónsbók 1 spa g pos ar 50.000 trúbooar Stafiir Júda og stafiir Jósefs Heilbrigðislögmálið Mormónakórinn í Utah síá Esekiel 37:15-22 jþrkjan var stofnuð fyrir 170 árum í kjölfar margra guðlegra opinberana. Ekki sem brot af harri kirkju heldur sem sjálfstæð kirkja, án þess að mannshöndin kæmi þar nærri. dag eru rúmlega 11 milljónir kirkjumeðlima í heiminum og fer sífellt fjölgandi. Hversvegna ? ’eðlimir kirkjunnar trúa því að spádómurinn í Daníel 2:44-45 hafi ræst fyrir 170 árum I HÚSIÐ ER OPIÐ FRA 10:00 TIL 16:00 ALLIR VELKOMNIR Hvers vegna notar þú Rautt Eðal Ginseng? Sigurður Sveinsson, viðskiptastjóri Íslandssíma: „Rautt eðalginseng hefur séð til þess að ég er frískur á morgnana, ferskur yfir daginn og fimur á kvöldin." Bjarki Sigurðsson, handboltam. og þjálfari: „Ég mæli með rauðu eðalginsengi til að auka úthald og ná árangri." Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri: „Þegar ég nota rautt eðalginseng hvílist ég betur á skemmri tíma og kem meiru í verk.“ Blómln: Þroska fræ í fyllingu tlmans. Laufin: Eru notuö Ijurtate. Urgangs- rótarendar Rótarbolurinn: Máttugasti hluti jurtarinnar Einungis rótarbolir 6 ára gamalla kóreskra sérvalinna ginsengróta besta gæbaflokks. Rautt Eðal Ginseng Skerpir athygli og eykur þol. f-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.