Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 16

Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 16
16 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Nemendur 7. bekkjar í Fellaskóla fengu bónda til að fræða sig um sveitalífíð Bóndinn kynnir sjálfan sig Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjaíjöllum, sýnir nemanda í 7. bekk í Fella- skóla mjaltavél. fmynd bóndans 1 huga barnanna Bændur nota axla- bönd og stígvél Breiðholt NEMENDUR í 7. bekk í Fellaskóla fengu tækifæri til þess að líta aðeins upp úr námsbókunum í fyrradag, þegar Berglind Hilmarsdótt- ir, bóndi á bænum Núpi undir Eyjafjöllum, kom í heimsókn og fræddi þá um bústörfin, dýrin í sveitinni og líf hennar sem bónda. Berglind, sem undanfarin misseri hefur heimsótt fjölda skóla, byrjaði á að sýna nem- endunum myndband, sem tekið var upp á bóndabænum hennar og síðan fjallaði hún um lífið í sveitinni og upp spunnust miklar umræður um hitt og þetta eins og júgur, korn, áburð, ull, mjólk, gras- köggla, kúaklippur o.fl. „Krakkamir taka mér mjög vel, þau em forvitin og kenn- ararnir líka,“ sagði Berglind. „Þetta er mjög þakklátt starf, en það er mikill undirbúning- ur.“ Hugmyndin komin frá Danmörku Berglind sagði að hug- myndin væri komin frá Dan- mörku og að Álfhildur Ólafs- dóttir, hjá upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins, hefði kynnst henni þar í fyrra. Hún sagði að þær hefðu síðan í sameiningu staðfært hug- myndina yfir á ísland og að síðasta vetur hefðu nokkrir bændur heimsótt skóla með það að takmarki að fræða borgarbörnin um landbúnað- inn og líf bóndans í sveitinni. Hún sagði það sérstaklega mikilvægt þar sem sveitin væri í raun alltaf að fjarlægj- ast borgina meira og meira að því leyti að færri og færri böm kynntust henni. Að sögn Berglindar er kynningin á snæram Bænda- samtakanna og greiða þau all- an kostnað. Hún sagði að það væra átta bændur sem heim- sæktu skólana og að fyrir jól hefði skólum í Reykjavík og á Akureyri verið gefinn kostur á að fá bónda í heimsókn. Hún sagði að eftir jól ætti að gefa sveitarfélögunum í kringum Reykjavík og Selfossi kost á því að fá heimsókn. Hún sagði að um 40 bekkir hefðu óskað eftir heimsókn fyrir jól og þetta væri skólunum að kostnaðarlausu og að kennar- arnir þyrftu ekki að undirbúa neitt. „Ég er ekki að kynna land- búnað almennt, það þyrfti ekki að fá bónda til þess. Ég er fyrst og fremst að kynna það sem ég er að gera, mínar kýr og allt mitt. Ég er að kynna mig sem bónda og mína atvinnustétt og þennan lífs- máta að vera bóndi. Bóndinn er sem sagt að kynna sjálfan sig.“ Mjaltatæki og kúaklippur Berglind sagði að kynning- in tæki svona rúma þrjá tíma meðhléi. „Ég tek svona hálftíma- myndband heima, í fjósinu og á heimilinu og sýni bekknum það. Síðan dreifi ég dósum með mismunandi efnum sem era notuð í landbúnaði og allir fá að kíkja í krukkumar og giska hvað er hvað. Síðan för- um við í gegnum það hvað er í krakkunum og ég útskýri nánar til hvers það er notað. Síðan sýni ég þeim ýmiss kon- ar hluti, eins og mjaltatæki og kúaklippur, þá hef ég verið með sprautu, tusku til að þvo kýrnar, sýklalyf, sauðaklipp- ur, beisli og hvað eina, en allir hlutirnir era frá mér, ég kem ekki með neitt úr umboðun- umvþetta era allt notaðir hlut- ir. I lokin spyr ég þau út úr hvað þau vita og síðan gerum við ættartré aftur í langömm- ur og langafa og þannig kom- ust við að því að þau era öll ættuð utan af landi.“ Berglind sagðist hafa heim- sótt fjölmarga bekki og að meðaltali hefðu 1 til 2 í hverj- um bekk verið í sveit, en margir hefðu heimsótt sveita- bæi. Hún sagði að þeir nem- endur sem hefðu verið í sveit smituðu jafnan út frá sér, sem leiddi til þess að hinir fengju áhuga. „Við heimsækjum 7., 8., 9. Laugarnes NEMENDUR í 7. bekk N í Laugarnesskóla, fengu Ragnhildi Sigurðardóttur bónda í heimsókn um dag- inn og fyrir heimsóknina voru þeir látnir vinna verk- efni um það hvemig hinn dæmigerði bóndi væri. Þegar svörin úr Laugar- nesskóla eru dregin saman kemur í ljós að bóndinn gengur ekki í flottum föt- um, hann er í bættum vinnufötum. Hann notar axlabönd og stígvél. Bónd- inn er jafnan frekar ósnyrtilegur en fínn þegar hann bregður sér af bæ. Hann er sterkur og strangur og með bumbu. Það er húsalykt af honum og hann talar fremur óskýrt mál og talar við sjálfan sig. Hann er gam- all, hokinn, broddaklipptur og með hatt. Hann er yfir- leitt með verkfæri í hönd og notar munntóbak eða neftóbak. Lýsing nemendanna á húsfreyjunni var hins veg- ar aðeins einfaldari, hún er einfaldlega með skuplu, svuntu og hanska. og 10. bekk og það er mikill munur á t.d. 7. og 9. bekk að því leyti að krakkarnir í 7. bekk eru opnari og tilbúnari til þess að meðtaka, en krakk- arnir í 9. bekk eru ekki að velta þessum hlutum mikið fyrir sér, enda hafa þeir aðrar áherslur." Nemendurnir kunna vel að meta þetta Jón Mar, kennari 7. bekkj- ar, sagði að honum litist vel á þessa nýbreyttni að fá bónda í heimsókn og efaðist ekki um að nemendumir fræddust mikið á því. Hann sagðist sjálfur hafa verið í sveit í sjö sumur á sínum tíma og að gott væri fyrir börn að kynnast sveitalífinu. Að sögn Jóns, sem hefur verið kennari í Fellaskóla í 27 ár, kunna krakkarnir vel að meta þetta, ekki síst þar sem þau læra almennt ekki mikið um þetta í skólanum sjálfum. Umferð raskað vegna framkvæmda við Breið- holtsbraut Breiðholt TALSVERÐAR breytingar verða á umferð um gatnamót Breiðholtsbrautar og Reykja- nesbrautar frá og með helg- inni því þar er verið að hefj- ast handa við gerð mislægra gatnamóta á horni Reykja- nesbrautar, Breiðholtsbraut- ar og Nýbýlavegar. Breið- holtsbraut verður lokað milli Reykjanesbrautar og Stekkj- arbakka frá klukkan 8 í dag. Þá verður farið að gera bráðabirgðatengingu á Breið- holtsbraut við Reykjanes- braut á vegum Vegagerðar- innar í samvinnu við Reykjavíkurborg og Kópa- vogsbæ. Fyrst verður tengdur nýr bráðabfrgðavegur milli Stekkjarbakka og Reykja- nesbrautar, þ.e. beygjan af Breiðholtsbraut yfir á Reykjanesbraut verður flutt norðar og nær kvikmynda- húsinu í Mjódd. Meðan að þessu er unnið verður umferð lokað um Breiðholtsbraut milli Reykja- nesbrautar og Stekkjai-bakka frá klukkan 8 í dag. Jafn- framt verða umferðarljós á mótum Breiðholtsbrautar, Nýbýlavegai- og Reykjanes- brautar óvirk fram eftir degi. Hámarkshraði þarna verður lækkaður með sérstökum merkingum. Fyrir hádegi í dag verður umferð hleypt á bráða- birgðatengingu frá Stekkjar- bakka að Reykjanesbraut til norðurs og verður umferð úr Breiðholti á leið í Kópavog að aka um Stekkjarbakka. Einnig þarf að beina umferð um Reykjanesbraut að sunn- an á leið í Breiðholt um Stekkjarbakka. Ný bráða- birgðagatnamót Reykjanes- brautar og Breiðholtsbrautar verða svo opnuð strax og vinnu við tengingar lýkur en í fréttatilkynningu frá Vega- gerðinni segir að það verði í síðasta lagi á sunnudags- kvöld. Nýju gatnamótin munu svo þjóna umferð um þessar slóð- ir meðan unnið er að gerð mislægra gatnamóta en þarna verða talsverðar fram- kvæmdir næstu misserin. Fyrst verða gerð mislæg gatnamót á mótum Reykja- nesbrautar, Breiðholtsbraut- ar og Nýbýlavegar og síðan á mótum Reykjanesbrautar, Smiðjuvegar og Stekkjar- bakka. Ný um- ferðarljós Reykjavík KVEIKT verður á tvennum nýjum umferðarljósum í borginni í dag, annars vegar á mótum Mýrargötu, Ægisgötu og Ægisgarðs og hins vegar á mótum Bústaðavegar og Os- lands en þar hafa verið göngu- ljós. Búið er að setja ljósin upp og hafa þau verið látin blikka á gulu síðustu daga. Kveikt verður á þeim klukkan 14 í dag, að sögn Dagbjarts Sigur- brandssonar, umsjónarmanns umferðarljósa hjá gatnamála- stjóra. Ljósin eru umferðarstýrð þannig að gangandi vegfar- endur geta þurft að ýta á hnapp til að fá grænt ljós yfir Bústaðaveg eða Mýrargötu. Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Það er ekki gott þegar hrútarnir stanga mann Held að það sé skemmti- legra að búa í Reykjavík Breiðholt ARON Björn Kristinsson sagði að heimsókn bóndans hefði verið mjög fræðandi. Hann fór sjálfur í tveggja vikna heimsókn á sveitabæ í Svartadal fyrir norðan í sumar, þar sem frænka hans er með búskap. „Ég fór í heyskapinn og það var rnjög gaman,“ sagði Aron Björn. „Eg hef líka verið viðstaddur heimaslátrun og sauðburð, en mér finnst skemmtilegast í heimaslátr- uninni. Það er svo gaman að ná í hrútana. Það er samt ekkert sér- staklega gott þegar þeir stanga mann.“ Aron Björn sagði að hann færi kannski aftur í sveitina næsta sum- ar en var ekki viss um að hann vildi vera þar allt sumarið. Hann sagðist ekki hafa mikinn áhuga á að verða bóndi. „Ef maður er bóndi þá þarf maður alltaf að vera í fjós- inu, líka á jólunum. Mig langar að verða læknir.“ Breiðholt GUÐRÚN Sif Unnarsdóttir, nem- andi í 7. bekk í Fellaskóla, sagði að bóndinn hcfði sagt margt fræðandi, en að sérstaklega hefði henni þótt spennandi að heyra það sem hann hefði sagt um ullina og það hvernig hún væri unnin og notuð. Guðrún Sif sagðist oft hafa farið í heimsókn upp í sveit. „Amma og afi eru bóndahjón fyr- ir austan, rétt við VopnaQörð," sagði Guðrún Sif. „Eg fór reyndar ekki í heimsókn til þeirra í sumar, en ég hef farið þangað nánast hvert einasta sumar og verið í viku í senn. Mér finnst skemmtilegast í hey- skapnum og þegar lömbin fæðast." Guðrún Sif sagðist alveg geta hugsað sér að verða bóndakona. „Ég held samt að það sé skemmti- legra að búa í Reykjavík, það gerist miklu meira hér og síðan langar mig líka mest að verða leikkona þegar ég verð eldri.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.