Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 31 NEYTENDUR * I dómsmál vegna ofnæmis- og brunaviðbragða við háralit Um nokkra þekkta framleiðendur að ræða Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DÖNSKU neytendasamtökin undir- búa nú dómsmál á hendur nokkrum framleiðendum háralitar vegna of- næmisviðbragða sem fjölmargir við- skiptavinir hafa fundið fyrir. Sonny Kristoffersen, lögfræðingur samtak- anna, sagði í samtali við Morgun- blaðið að um marga þekkta framleið- endur væri að ræða, svo sem Loreal og Schwartskopf. Þá hafa samtökin einnig snúið sér til danskra umhverf- isyflrvalda og beðið þau að kanna um hvaða efni er að ræða. Fyrr í mánuð- inum hvöttu neytendasamtökin fólk til þess að leggja fram kvartanir ef það hefði fengið ofnæmi eða útbrot vegna háralitar. Viðbrögðin sýndu svo ekki varð um villst að ástæða var til að kanna málið því um sextíu manns sneru sér til samtakanna á einni viku. „Konur og karlar, ungir sem gamlir, reyndust hafa hafa feng- ið útbrot og jafnvel brunasár eftir að hafa notað háralit, sem þeir höfðu ýmis keypt sjálflr eða verið settur í Fólk reyndist hafa hafa fengið útbrot og jafnvel brunasár eftir að hafa notað háralit. hárið á hárgreiðslustofu. Þetta var allt frá eldra fólki sem hugðist lita gráu hárin og niður í fimmtán ára unglinga sem ætluðu að lita hárið grænt,“ segir Kristoffersen. Ekki er í öllum tilvikum ljóst hvaða merki er um að ræða þar sem fólki er að jafnaði ekki sagt hver framleiðandi háralitarins er sem not- aður er á hárgreiðslustofum. Krist- offersen segir að af þeim merkjum sem vitað er að hafi valdið útbrotum megi nefna Schwartskopf Polycolor, Loreal Resistance og Excellence, Garnier og Henkel. „Við vitum hins vegar ekki hvaða efni er um að ræða svo að það verður að fást skýrt áður en hægt er að grípa til fyrirbyggj- andi aðgerða, svo sem að banna þau efni sem valda ofnæmi og bruna. Segir Kristoffersen að því hafi verið gripið til þess ráðs að biða umhverf- ismálayfirvöld til að rannsaka inni- hald hárlitarins auk þess sem farið verði með nokkur mál fyrir dóm- stóla. Vonast sé til að þau skapi for- dæmi svo þeir sem á eftir komi eigi auðveldara með að fá bættan þann skaða sem þeir verði fyrir og efnin verði bönnuð. Franska bakaríið Délices verður opnað í dag Franskt bakkelsi á boðstólnum Frönsk „baguette“-brauð, sígild smábrauð sem á frönsku heita croissants, súkkulaðiiyllt horn, sætir snúðar með rúsínum og kremi og kökur og bökur af ýmsum gerðum er meðal þess sem verð- ur á boðstólum í bak- aríinu Délices á Njáls- götu 62. Bakaríið verður opnað í dag en það eru hjónin Evelyne Nihouarn og Domin- ique Le Goff sem reka fyrirtækið. „Eg hef með hléum verið búsett á íslandi í um 30 ár og tekið ástfóstri við landið", segir Evelyne. „Domin- ique fylgdi mér til landsins fyrir nokkrum árum en hann hafði þá ásamt fjölskyldu sinni rekið bakaríið La Boutique Gourmande í áratugi í borginni Moélan á Bretaníuskaga. Dominique langaði til að kynna fyrir Islendingum franskt bakkelsi, kökur og brauð og það má segja að nú sé sá draumur að rætast.“ Evelyne segir að þau þurfi með tímanum að viða að sér hráefni frá Frakklandi en til að byrja með not- ast þau við það sem þau geta fengið hér á landi. Á boðstólum eru m.a. „bagu- ette" brauð og frönsk sætindi. En hvað ætla þau að bjóðá upp á í bakaríinu? „Þetta verður ekta franskt bakarí. Dominique bakar brauðin á staðnum og mun með tímanum auka fjöl- breytni en vera með tvær brauð- gerðir til að byrja með. Þá verða á boðstólum hefðbundnu smástykkin „croissants" og úr sama hráefni verðum við með lítil súkkulaðifyllt smástykki. Þá seljum við sígilda franska snúða, litlar ávaxtabökur og tertur til að hafa við öll tækifæri." Evelyn segir að viðskiptavinir eigi að geta komið í bakaríið og pantað Morgunblaðið/Ásdís Dominique Le Goff rak bakari f Frakklandi í áratugi. kökur fyrir veislur og smærri sam- kvæmi líka eins og saumaklúbba og jólaboð. „Við verðum með tertur og eftir- rétti sem sóma sér vel eftir mat og með kaffi og síðan sérstakar tertur til að hafa við hátíðleg tækifæri eins og skím og fermingu. Dominique er með myndir af því sem hann hefur gert um árin og fólk getur komið og skoðað hvað hægt er að fá bakað.“ Ohætt að taka lýsi þó börn drekki Dreitil FORELDRAR geta óhræddir gef- ið börnum sinum lýsi þó þau drekki ríkulega af D-vítamín- bættu mjólkinni Dreitli. Þetta segir Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs, en sú spuming hefur vaknað meðal foreldra barna sem drekka Dreitil hvort óhætt sé að gefa þeim lýsi líka. „Það er þekkt að of mikið magn af D- vítamíni getur verið hættulegt og alls ekkert skrítið að þessi spurning hafi vaknað hjá for- eldrum. Það var farin sú leið í sambandi við D-vítamínbætta léttmjólk að magnið væri það lítið að það myndi ekki skaða neinn, heldur ekki þá sem bæði taka lýsi og drekka mjög mikla D-vítamín- bætta rnjólk." Laufey segir að jafnvel þó barn drekki allt að tvo lítra á dag og taki lýsi daglega þá fær það ekki það mikið af D- vítamíni að það fari að nálgast hættumörk. „Hinsvegar getur þetta litla D- vítamín í Dreitli hjálpað þeim sem ekki taka lýsi og komið þeim að gagni.“ Laufey bendir á að rannsóknir Manneldisráðs og Gunnars Sig- urðssonar yfirlæknis sýni að stór hluti barna og unglinga tek- ur ekki Iýsi og hefur mjög lág gildi af D-vítamíni í blóðinu, sér- staklega á veturna „Þessi gildi era það lág að það eru líkur á að það komi niður á beinstyrk og þéttleika beina. Þessvegna fór Manneldisráð þess á Ieit að D-vítamíni væri bætt í léttmjólk sem væri sérstaklega markaðssett fyrir börn og ungl- inga til að tryggja lágmarksmagn af þessu bætiefni fyrir þau. Við hvetjum enn sem fyrr alla, börn sem fullorðna, til að taka lýsi daglega." Breyttur afgreiðslutími AFGREIÐSLUTÍMI Nettóversl- ananna hefur verið lengdur til þess að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Verslanirnar eru nú opnar frá klukkan 10 til 19 alla virka daga og frá 10-17 laugar- daga og 12-17 sunnudaga. Nettó opnaði iyrir skömmu nýja verslun við Glerártorg á.Ak- ureyri og eru Nettóverslanirnar því þrjár á jafnmörgum stöðum á landinu, í Reykjavík, á Akranesi og Akureyri. Hraðverslanirnar Strax, sem eins og Nettó eru í eigu Matbæjar ehf., eru tólf tals- ins og eru þær um allt land. , það er Gullfoss eaaðfoþái LGG-gerlar búa yfir miklu mótstöðuafli og koma lagi á meltinguna. dæt á dag fyrfr iausardas os sunnodas "O «3» Rmmm&r ptvggm Imtmmmun t í\ III D% afsláttur 20.-24. nóvember. 350 gerðir af rammalistum á lager. r^MMA Opið uttt hetggina, huprd, 10-18, suonud. 12-17 MIÐSTOÐIN 8taumÚa34 0ttRqtyMfc»SM5&33M».feKS&1^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.