Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 45 kaupstaðnum taka sér göngu á Sandinum. A sumrin var oft safnast saman við Vindheimshúsið því í kringum það var allt slétt og hindr- unar laust og því kjörinn staður til margs konar boltaleikja. Enda aldr- ei amast við því af fullorðna fólkinu þótt hávaði og ærsl væru oft mikil. Milli heimila foreldra okkar var sér- lega frjáls og gott samband. Þar gengum við krakkarnir inn og út og þurftum aldrei að banka. Á haustin og veturna var stundum á kvöldin safnast saman og sungið eða farið í leiki sem ekki kröfðust mikils rýmis. En lífið var ekki einn leikur hjá okkur krökkunum. Strax og við stóðum fram úr hnefa fórum við að hjálpa til við bústörfm. Feður okkar voru báðir með dálítinn landbúskap og smábátaútgerð. Fyrst árabáta og síðan trillur. Aðalvinna okkar krakk- anna var að stokka upp línu og síðar að beita. Breiða fisk til þerris að morgni og taka hann saman að kvöldi. I nágrenni við okkur var Gísli Kristjánsson á Bjargi með kraft- mikla útgerð þar sem flestir krakk- arnir á býlunum við fjarðarbotninn unnu meir og minna við. Þar unnum við Lára lengi, en hún þó miklu leng- ur en ég. Varð hún mjög handgengin heimilinu á Bjargi og veit ég að Láru og húsmóðurinni þar Fanneyu Ingvarsdóttur var vel til vina sem og börnum Fanneyjar og Gísla. I beituskúrnum á Bjargi var oft margt fólk og mikið fjör og jafnan unnið af miklu kappi enda margir sem þar unnu í ákvæðisvinnu. Þar sló Lára öllum við í flýti bæði við að stokka upp línuna og að beita. Við strákarnir höfðum ekki roð við henni hvernig sem við hömuðumst. Þar hafði hún alltaf yfirburðasigur. Þar sem Vindheimur og Nausta- hvammur tilheyrðu sitt hvoru sveitafélaginu á þessum árum, þá gengu börnin ekki í sama barna- skóla þótt þau væru svo til á sömu torfunni. Börnin sem heima áttu í Vindheimi og Miðhúsi gengu í barnaskólann í Norðfjarðarsveit, en við sem heima áttum utan við lækinn sem skipti hreppunum, gengum í Nesskóla. Þá var skyldunámið fjórir vetur frá 10-14 ára aldurs. Hér heima á Norðfirði var svo hægt að stunda framhaldsnám í Unglingaskólanum, síðar nefndur Gagnfræðaskóli og vorum við Lára samtímis í þeim skóla. Að sumu leyti held ég að stúlk- urnar hafi haft meii'a gagn af nám- inu í þeim skóla en við strákarnir. Bæði var að þær voru yfirleitt þroskaðri og agi miklu betri í þeirra hógi en hjá okkur strákunum. Á þessum árum stóð félagslíf með þónokkrum blóma hér á Norðfirði. Barnastúkui’ voru bæði starfandi í Neskaupstað og í Norðfjarðarsveit og íþróttafélagið Þróttur og Ung- mennafélagið Egill rauði. Við krakk- arnir sem heima áttum inn við fjarð- arbotninn vorum flest í félags- skapnum í Norðfjarðarsveit og sum okkar reyndar bæði í Agli rauða og Þrótti. Lára var í nokkur ár mjög virkur félagi í Agli rauða enda þá sem og jafnan síðar enginn hálf- velgja í hennar störfum. Þegar Lára var 17 ára fór hún til Vestmannaeyja. Hvað hún gerði svo nokkur næstu ár. Þar átti hún margt skyldfólk því móðir hennar var það- an. Á þessum árum var mjög mikið um það að unga fólkið færi upp úr áramótunum til verstöðvanna á Suð- ur landi og var oft fremur dauft yfir mannlífinu hér heima seinni hluta vetrar. En á vorin skiluðu flestir sér heim og einnig kom þá margt ungt fólk annar staðar frá. Þessu fylgdi að sjálfsögðu mikið fjör. Dansleikir um hverja helgi og stundum í miðri viku. Lára hafði ákaflega gaman af þeirri íþrótt enda dansaði hún sér- lega vel. Við Lára minntumst oft á það hvað þá hafi verið gaman að lifa þótt tími til svefns og hvíldar hafi oft ver- ið knappur. Hinn 5. febrúar árið 1937 gifti Lára sig Bjama Guðmundssyni frá Sveinsstöðum í Hellisfirði. Bjarni var hinn glæsilegasti maður bæði í útliti sem andlegu atgjörvi. Heimili þeirra var í Dvergasteini sem er Strandgata 10 hér í bæ. Heimili þein-a var alveg sérstakt hvað gest- risni snerti og elskulegheit. Heim- ilisbragurinn minnti um margt á heimili foreldra hennar. í það minnsta var það svo að ég og fleiri strákar af býlunum við fjarðarbotn- inn vorum þar jafnan velkomnir eins og við værum bræður Láru, enda leit ég frekar á Láru sem systur mína en frænku. Bjarni maður Láru var sjómaður og stundaði sjóinn til margra ára bæði á togurum og vélbátum. Þá eins og almennt gerist með sjó- mannskonu gætti Lára bús og barna. Fyrsta bam þeirra, Sigur- björg, er fætt ári 1937, Bima Ósk árið 1943 og Guðmundur árið 1949. Þau Lára og Bjarni áttu miklu barnaláni að fagna og eitt af því sem gladdi Lám allra mest var að börnin þeirra skyldu öll búa hér í Neskaup- stað. Eftir að þau Halldór og Guðríður bragðu búi voru þau mikið hjá þeim Bjarna og Lára. Halldór lést árið 1953 og Guðríður þremur áram síð- ar. Gísli bróðir Lára var og einnig að mestu þar til heimilis eftir að bú- skap var hætt í Vindheimi. Gísli lést árið 1989. Einnig var Guðmundur faðir Bjarna um árabil þar í fæði. Þessi upptalning sýnir ekki einungis ræktarsemi og rausn þeirra hjóna heldur og einstakan dugnað hús- móðurinnai'. Eftir að börnin fóra að sjá um sig sjálf og stofna sitt eigið heimili fór Lára að vinna úti, eins og það er stundum kallað. Aðallega vann hún í Frystihúsi SÚN og urðu verklok hennar þar ekki fyrr en hún var komin vel á áttræðisaldurinn. Lára tók og einnig þátt í síldaræv- intýrinu mikla á árunum 1959 til 1967. Þetta voru mikil athafna ár þar sem stór hluti bæjarbúa lagði hönd að verki. Þai' naut Lára sín vel þar sem hraði og úthald var það sem þar gilti. Lára var að eðlisfari mjög félags- lynd og hafði yndi af því að vera í hópi glaðra félaga hvort sem var á vinnustað eða í félagssamtökum. Hún stai'faði mikið í kvennadeild Slysavamafélags íslands og var einn af stofnendum deildarinnar og var á sjötugasta og fimmta aldursári kjörin heiðursfélagi þar. Lára hafði mikið yndi af söng og hafði góða söngrödd. Hún söng um árabil með Samkór Neskaupstaðar og einnig lengi með Kirkjukór Norð- íjarðarkirkju. Bjarni maður Lára hafði síðustu starfsár sín unnið í landi eins og sagt er þegar menn hætta á sjónum og taka upp önnur störf. Síðari hluta ævinnar gekk hann ekki heill til skógar og lést eftir stutta sjúkdóms- legu árið 1984. Þetta var að sjálfsögðu erfiður tími fyrir Lára sem og aðra vanda- menn, en þá eins og alltaf stóð hún sig eins og hetja. Áfram bjó hún ein í Dvergasteini til ársins 1990 að hún flutist í Breiðablik, íbúðir aldraðra. Þar kunni hún fljótlega vel við sig og féll strax vel inn í hópinn þar. Þar gat hún farið svo til daglega í sund og stundaði handavinnuna og föndrið þar af kappi og það alveg til síðasta dags. Hin síðari árin fór heilsu henn- ar nokkuð hrakandi þótt hún héldi sinni lífsgleði og tæki þátt í félagslífi aldraðra, en það var henni mikils virði sem og margra annara. Sjúk- dómslega Láru var ekki nema nokkrar klukkustundir. Einhvern veginn finnst mér eins og það hafi verið í stíl við störf hennar á lífsleið- inni. Við kveðjum hana með ást og þakklæti. Hún hefur svo sannariega skilað sínu dagsverki. Við Guðrún vottum börnum henn- ar og fjölskyldum þein-a sem og öðr- um vandamönnum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Stefán Þorleifsson. Nú þegar Lára frænka mín kveð- ur, síðust systkinanna frá Vindheimi í Norðfirði, finnst mér sem ákveðn- um kafla í lífsbók minni sé lokið, svo nátengd vora þau móðursystkin mín barnæsku minni og vegferð allri. Bai-nahópurinn, sem ólst upp í Vindheimi á öðram og þriðja tug ný- liðinnar aldar, bjó við allt aðrar að- stæður en við þekkjum í dag. Húsa- kostur var þröngur og aðstæður allar erfiðar. Foreldrarnir, Guðríður amma og Halldór afi, þrn'ftu að leggja nótt við dag til þess að sjá fjölskyldunni farborða. En barnssál- in er aUtaf sú sama og krakkahóp- urinn var kátur og samstilltur. Þau nánu og góðu tengsl sem sköpuðust milli systkinanna í bamæsku entust þeim til æviloka. Lára fór ung að létta undir með heimilinu og vann öll algeng störf sem til féllu á þeim tíma. Ung kynnt- ist hún Bjarna Guðmundssyni, mikl- um öðlingi, sem síðar varð eiginmað- ur hennar. Þau eignuðust þrjú börn, þau Sigurbjörgu, Birnu og Guð- mund. Heimili þeirra stóð í Dverga- steini í Neskaupstað. Mér sem barni þótti Dvergasteinn ævintýrahús, hvítt með grænu þaki og fyrir fram- an uxu falleg há tré. Eins fannst mér litla húsið þein-a alltaf fullt af gest- um, enda þau hjón góð og gestrisin. Bjarni faðir minn hafði oft á orði hvað honum hefði liðið vel í heim- sóknum í Dvergastein og sofið þar vel. Lára var afar dugleg húsmóðir og starfaði einnig utan heimilisins og þar fyrh' utan átti Gísli bróðir hennar hauk í horni, þar sem hún var, en hann var þar nánast heim- ilismaður. Hún var mikil hannyrða- kona og meðal annars prjónaði hún yndislegar barnaflíkur. Því fékk ég að kynnast. Tíminn er fugl sem flýgur hratt, er stundum sagt. Börnin urðu full- orðið fólk og eignuðust sínar fjöl- skyldur. Bamabörnin fóra að birtast og nú síðustu árin barnabamabörn- in. Lára var glöð og þakklát með hópinn sinn. Nokkra eftir að Bjarni eiginmaður hennar lést flutti hún í íbúðir aldraðra í Neskaupstað og undi hún hag sínum vel, enda mikil félagsvera. Við hjónin minnumst með gleði ánægjulegra samveru- stunda með Láru, á heimili hennar í Neskaupstað, við heimsóknir henn- ar hér sunnanlands, og síðast en ekki síst þegar þær systur, hún og Rúna, móðir mín, komu til okkar í sumarbústaðinn. Þá vora rifjaðar upp ýmsar skemmtilegar æsku- minningar og mikið hlegið. Nú er aðeins eftir að kveðja og þakka. Við systkinin og fjölskyldur okkar kveðjum Láru með ást og virðingu og þökkum henni sam- fylgdina og hversu mikil stoð hún var móður okkar á hennar síðustu áram. Einnig vottum við börnum hennar og fjölskyldum þein'a inni- lega samúð. Líður að dögun léttir af þoku, pðin sín kveða fuglar af snilld. Sönginn og daginn, Drottinn ég þakka, dýrlegt er orð þitt, lind sönn og mild. Risinn til lífsins, lausnarinn Jesús, leið sinni beinir, hvert sem ég fer. Indæl er jörðin, eilíf er vonin, allt skal að nýju fæðast í þér. (Þýð.: Sigríður Guðmarsdóttir.) Blessuð sé minning þín. Ragna Bjarnadóttir. Ég horfi yfir hafið um haust af auðri strönd, í skuggaskýjum grafið það skilur mikil lönd. Sú ströndin strjála og auða, er stari eg héðan af, er ströndin stríðs og nauða, er ströndin hafsins dauða. og hafið dauðans haf. Þar sé ég sólu fegri á súlum standa höll í dýrð svo dásamlegri, hún drifin gulli er öll. Þar sé ég fýlking fríða og fagurbúna sveit um pssins sali líða með pssins ásýnd blíða í unaðs aldinreit. Er þetta hverfúl hilling og hugarburður manns? Nei, það er fógur fylling áfyrirheitumhans, er sýnir oss í anda Guðs eilíft hjálparráð, og stríðsmenn Guðs þar standa við stól hins allsvaldanda. Þar allt er eilíf náð. (V. Briem.) Elsku amma, takk fyrir allt. Hrönn. t Ástkær unnusti minn, faðir, sonur og bróðir, JÓN ELÍS GUÐMUNDSSON, „Jón Massi" Suðurhólum 20, Reykjavík, lést laugardaginn 9. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sara Reginsdóttir, Tristan Alex Jónsson, Kristín Kristensen, Guðmundur H. Jónsson, Edvard H. Guðmundsson, Fjóla Hrönn Guðmundsdóttir. t Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma okkar JÓANNA SÆMUNDSDÓTTIR, Hólabraut 19, Hafnarfirði, lést á Landspítala við Hringbraut mánudaginn 11. desember. Steinn Sævar Guðmundsson, Guðmundur G. Guðmundsson, Helga Haraidsdóttir, Jóhann A. Guðmundsson, Katrín Ingibergsdóttir, Ásdís Harpa Guðmundsdóttir, Kristinn A. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, KRISTÍN SOFFÍA JÓNSDÓTTIR, Vesturbergi 138, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fíladelfíukirkjunni fimmtu- daginn 14. desember kl. 13.30. Trausti Pétursson, Anna M. Pétur Kr. Pétursson, Sigríður Elín Pétursdóttir, Esther Pétursdóttir, Rut Pétursdóttir, Guðmann Þór Guðmannsson, María Pétursdóttir, Svanur Magnússon, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. t Ástkær fósturmóðir mín, mágkona og frænka, SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR frá London, Vestmannaeyjum, Stigahlíð 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 15. desember kl. 15.00. Magnúsdóttir, Ólafsdóttir, Magnús E. Kolbeinsson, Guðrún Gunnarsson og systkinabörn. t Ljúfur frændi okkar, ELLIÐI GUÐMUNDUR ÚLFAR (ÚLLI) SKÚLASON NORÐDAHL, frá Úlfarsfelli, andaðist á Reykjalundi sl. laugardag, 9.12.2000. Útför hans fer fram frá Lágafellskirkju föstu- daginn 15. desember nk. kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir um að láta Reykjalund njóta þess. Systkinabörnin. t Ástkær eiginmaður minn, ÞÓRIR GUÐMUNDUR ÁSKELSSON, Norðurgötu 53, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 10. desember. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Dóra Ólafsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.