Morgunblaðið - 28.12.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.12.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 298. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Neyðarástand í serbneskum orkumálum Belgrad. AFP. SERBNESKIR embættismenn skoruðu í gær á almenning að spara rafmagn með öllu móti vegna orku- kreppunnar í landinu en tilkynnt hefur verið, að landsmenn verði án rafmagns í sex klukkustundir á sól- arhring á næstunni. Zoran Djindic, verðandi forsætis- ráðherra í Serbíu, sagði í gær, að ástandið í orkumálum landsins væri skelfilegt en hvatti fólk til að taka því með æðruleysi. Sagði hann, að það yrði upplýst vel um rafmagns- skömmtunina til að enginn efaðist um, að allir sætu við sama borð. Raunar er ekki nóg með, að raf- magn sé af skomum skammti í Ser- bíu, heldur verða margir að hírast í köldum húsum vegna skorts á gasi til upphitunar. Er bæði um að kenna fjárskorti Serba og einhverjum truflunum á gasflutningi frá Rúss- landi en þaðan kemur helmingur gassins. Þetta ástand í orkumálunum er mjög erfitt lýðræðisöflunum í Ser- bíu, sem unnu mikinn sigur í kosn- ingunum 23. þessa mánaðar. Evr- ópusambandið hefur þó nú þegar lagt fram hátt í sjö milljarða ísl. kr. til að endurbæta raforkukerfið og von er á framlagi frá Bandaríkjun- um. „Náttúruhamfarir" Raforkukerfið í Serbíu er meira eða minna í lamasessi vegna við- haldsleysis og óstjórnar og auk þess skemmdist það í loftárásum NATO. Srboljub Antic, orkumálaráðherra Serbíu, sagði hins vegar í gær, að meginástæða fyrir ástandinu væri „náttúruhamfarir", óvenjulega mikl- ir þurrkar sl. níu mánuði. Hefur ekki mælst áður jafn lítið vatn í Dóná en við hana er mesta raforkuverið í Serbíu. Þar er nú sáralítil rafmagns- framleiðsla og svo er einnig um flest- öll önnur vatnsorkuver í landinu. Sums staðar hefur komið til mót- mæla vegna rafmagnsskortsins og í einum bæ var lýst yfir neyðarástandi þegar þar hafði verið rafmagnslaust í sólarhring. Svo vel vill til, að hlýtt hefur verið í veðri að undanfomu en nú er spáð frosti og köldu veðri. ■ Sækja til saka/33 Reuters Haft eftir Egyptum að fundi Arafats og Baraks hafí verið aflýst Palestínumenn hafna í raun tillögum Clintons Jerúsalem, Washington. AFP, Reuters. Un<lcr Palestínsk börn við húsvegg í Dheishe-flóttamannabúðunum rétt við Betlehem á Vesturbakkanum. Á vegginn hefur verið skrifað „50 ár í tjaldi“. Framtið palestínsku flóttamannanna, næstum fjögurra milljóna manna, er eitt erfiðasta málið 1 viðræðunum um frið í Miðausturlöndum. HAFT var eftir ónefndum, egypsk- um embættismönnum í gær, að fyr- irhuguðum fundi þeirra Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, og Ehuds Baraks, forsætisráðherra ísraels, hefði verið aflýst en hann átti að vera í Egyptalandi í dag. Þótti ljóst, að hann myndi engan ár- angur bera. Palestínumenn svöruðu í gær tillögum Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, um friðarsamning við ísraela og haft var eftir hátt- settum, palestínskum embættis- manni, að í raun hefði tillögunum verið hafnað. Hafði hann eftir Yass- er Arafat, leiðtoga Palestínumanna, að þær væru verri en þær, sem rætt hefði verið um á Camp David-fund- inum í sumar. Jafnt ísraelskir sem palestínskir embættismenn sögðu, að óvíst væri hvort nokkuð yrði af fundi Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Pal- estínumanna, og Ehuds Baraks, for- sætisráðherra ísraels, með milli- göngu Hosnis Mubaraks Egypta- landsforseta í Egyptalandi í dag, þar sem ræða átti tillögur Clintons. „Við getum ekki fallist á þessar tillögur vegna þess, að þær stefna framtíð barna okkur í tvísýnu, fram- tíð margra kynslóða og vonum okk- ar um sjálfstæði," sagði Yasser Abed Rabbo, upplýsingaráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, í gær. Sagði hann, að í tillögum Clint- ons væru alþjóðlegar ályktanir ekki nefndar, til dæmis ályktanir örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna. Saeb Erekat, aðalsáttafulltrúi Palestínumanna, sagði í gær að Pal- estínumenn hefðu sent Bandaríkja- mönnum lista yfir mál sem þyrftu nánari útskýringa við áður en Pal- estínumenn gætu tekið endanlega ákvörðun um viðbrögð við tillögum Clintons. Vonuðust þeir eftir svari sem fyrst. „Það er betra fyrir okkur að hafa smáatriðin á hreinu, ef allt er skýrt og báðir aðilar skilja hvað við ná- kvæmlega erum að gera til að ná nauðsynlegum samningum - og það samkomulag krefst umfram allt smáatriða, smáatriða, smáatriða," sagði Erekat í viðtali við CNN. Þegar fréttamenn spurðu Erekat í gær hvort yrði af fundi Arafats og Baraks í dag sagðist hann ekki vera viss. „Ég útiloka ekki þann mögu- leika, en ég held að ég myndi ekki búast við miklu.“ Bandaríkjastjórn bíður enn Barak sagði í gær, að það færi eft- ir svörum Palestínumanna við til- lögum Bandaríkjastjórnar hvort af fundi hans og Arafats yrði. Philip Reeker, talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, sagði það eitt um svarbréf Palestínumanna, að í því væru í raun engin svör við tillög- unum og því væri enn beðið eftir þeim. Sagði hann þetta skömmu eft- ir að Clinton hafði lýst yfir, að ágreiningur ísraela og Palestínu- manna væri nú minni en nokkru sinni fyrr og því riði á að ná sam- komulagi. ■ Tillögur Clintons/28 Rússnesku jólin að koma BÖRN að leik fyrir framan stóra mynd af Frosta afa á Dvortsovaja- torgi í Sankti Pétursborg í Rúss- landi. Þar er nú jólaundirbúning- urinn í hámarki en jólahátíðin er 13 dögum siðar þar en hér. Kúariðan Hvatt til prófana á sauðfé Mainz. AFP. KARL-Heinz Funke, landbúnaðar- ráðherra Þýskalands, sagði í gær, að hann teldi rétt að kanna ítarlega hvort sauðfé hefði smitast af kúa- riðu. „Ef vísindamenn mæla með því, þá mun ég styðja það,“ sagði Funke í viðtali við þýsku ríkissjónvarpsstöð- ina ZDF og bætti við, að best væri að Evrópusambandið beitti sér fyrir slíkum prófunum á sauðfénu. Hann kvaðst þó telja það heldur ólíklegt, að því væri hætta búin, þar sem því hefði ekki verið gefið kjötmjöl eins og nautgripunum. Talið er, að smit- efnið, sem kúariðunni veldur, hafi að langmestu leyti borist með mjölinu. Funke lýsti þessu yfir eftir að Reinhard Kurth, yfirmaður Robert Koch-smitsjúkdómastofnunarinnar í Berlín, hvatti til prófana á öllu sauðfé, sem væri slátrað. Sagði hann, að það gengi oft innan um kýmar og því væri ekki útilokað, að það gæti smitast. Japansk- ar konur áreittar Tíkýó.AP. NÆSTUM 70% kvenna í opin- berri þjónustu í Japan hafa orð- ið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem ríkisstjórnin létgera á árinu. Areitnin er með ýmsu móti en alvarlegri áreitni og líkams- snertingum hefur þó fækkað mjög og er lögum sem banna kynferðislegan yfirgang á vinnustöðum þakkaður sá ár- angur. Þau tóku gildi á síðasta ári. Þrátt fyrir það líður enn mörgum konum sem vinna í ráðuneytunum illa vegna spurninga um aldur og útlit þeirra og grófra brandara. Kærum vegna kynferðislegr- ar áreitni hefur fjölgað mjög. Könnun sem ríkisstjórnin lét gera í vor sýndi að þeim hefur fjölgað um 35%. MORQUNBLABW 28. DESEMBER 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.