Morgunblaðið - 28.12.2000, Page 24

Morgunblaðið - 28.12.2000, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ VILLIBRÁÐ með ríkulegu með- læti hefur löngum þótt viðhafn- arréttur og hefur skapast hefð á mörgum íslenskum heimilum að matbúa villigæs um jól og áramót. Nýverið var gefin út matreiðslu- bókin Maturinn hennar mömmu þar sem finna má um tvöhundruð hefðbundnar íslenskar uppskriftir sem algengar voru á borðum landsmanna hér á árum áður, eins og titillinn gefur til kynna, en hafa ef til vill þurft að víkja fyrir nýrri matreiðsluháttum ungu kynslóðar- innar. Bókin er því ágætis vegvísir fyrir unga fólkið ef það óskar að reiða fram rétti eins og mamma, eða jafnvel amma, elduðu í eina tíð. Heiðagæs og grágæs er best að steikja í ofni en þá þarf að ganga úr skugga um að fuglinn sé ungur, ella er hætt við því að kjötið reyn- ist seigt. Ung heiðagæs vegur yf- irleitt tæp 2 kg en grágæsin er heldur stærri. Best er að fuglinn hangi í nokkra daga áður en hann er matreiddur. Reytið gæsina og svíðið síðan haminn. Látið gæsina liggja í köldu saltvatni í 1-2 klukkustundir fyrir matreiðslu. Fyllt villigæs _____________1 gæs____________ 10 sveskjur________ _____________3 epli___________ ____________ salt ____________ _____________pipgr____________ Þerrið fuglinn utan og innan. Saumið fyrir hálsopið eða lokið því með prjóni. Núið fuglinn vel að ut- an og innan með blöndu úr salti og pipar. Fyllið hann með eplum og steinlausum sveskjum. Lokið hon- um að aftanverðu, leggið hann á hrygginn, setjið langt band undir efsta hluta vængjanna og leggið í kross yfir bringuna, yfir lærin og aftur í kross undir fuglinn. Togið fast í bandið þannig að vængir og læri leggist þétt að búknum. Vefjið bandinu loks margsinnis um legg- ina og hnýtið. Gott er að setja fugl- inn í steikarpoka. Þannig fæst gott soð í sósuna en einnig má setja fuglinn beint á ofngrind. Látið grindina á neðstu rim í kaldan ofn og hafið skúffu undir. Stillið hitann á 160 gráður. Látið hrygginn snúa niður þar til fuglinum er snúið eft- ir eina klukkustund og steikið hann þannig í hálfa aðra klukku- stund. Loks er hann brúnaður í miðjum ofni við 200 gráðu hita í hálfa klukkustund með bringuna upp. Annars fer steikingartíminn mjög eftir aldri fuglsins. Stingið í hann og aðgætið hvort bringukjöt- ið losnar frá beini. Berið villigæs- ina fram með rauðkáli, brúnuðum kartöflum, grænmeti, sósu og berjahlaupi. Sósa ______________1 Itr. soð____________ _____________50 g hveiti____________ ______________sósulilur_____________ ________________sall________________ ________________pipgr_______________ Fleytið fitu ofan af soðinu áður en sósan er búin til. Nægi soðið ekki í sósuna má bæta við það með kjötkrafti og vatni þannig að úr verði 1 lítri. Hrærið hveitið út í köldu vatni. Bætið hveitijafningn- um í soðið og látið sósuna sjóða í 3-4 mínútur áður en sósulitnum er bætt í. Bragðbætið með salti og pipar. Nýtt Piparsósa NÝ Tabasco- sósa hefur litið dagsins tiós. Sú nýja er gerð úr sterkasta pipar verald- ar, hab- anero-pipar. Saman við piparinn er blandað ■mango, papaya, tam- arind, ban- ana, kanil og möluðum svörtum pip- ar. í fréttatilkynningu frá Sláturfélagi Suðurlands segir að Tabasco Habanero-piparsósan sé til- valin til marineringar eða til að dreypa yfir rétti meðan á eldun stendur. Fiskibollur ÞAÐ nýjasta í 1944-línunni eru steiktar fiskibollur með gulrótum og kartöflum. Framleiðandi er Sláturfélag Suð- urlands. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FARSÍMINN virðist ætla að verða vinsælasta jólagjöfin í ár í Danmörku og þá einkum og sér í lagi til barna. Farsíminn er ekki Iengur vinnutæki hinna fullorðnu, hann er orðinn að leiktæki fyrir börn sem senda skilaboð, skipuleggja leikina og eru í tölvuleikjum í símanum. Samkvæmt nýlegri könnun á fimmta hver stúlka á aldrinum 9 til 10 ára farsíma en fimmta hvert barn á aldrinum 12 til 14 ára á ekki síma. Farsímaæðið fer ekki fram hjá nokkrum manni. Börn og ung- Iingar, einkum stúlkur, eru sýknt og heilagt með sfmann á lofti og skilaboðin detta inn í sí- fellu. Þrátt fyrir þetta kemur hin mikla farsímaeign sérfræð- ingum í uppeldisfræðum nokkuð á óvart og Neytendasamtökin dönsku hafa séð ástæðu til að minna foreldra á þann kostnað sem farsímaeignin hefur í för með sér. Kostirnir eru einkum þeir að foreldrar eiga nú auðveldara með að hafa uppi á börnum sín- um og þau geta einnig hringt ef eitthvað bjátar á, hvar svo sem þau eru stödd. Önnur ástæða er svo auðvitað gríðarlegur félags- legur þrýstingur skólafélaganna. Nýtt Kennslu- myndband fyrir kylfínga KOMIÐ er út nýtt kennslu- myndband fyrir kylf- inga, byrj- endur sem lengra komna. Kennslumyndbandið heitir Meistaragolf en á myndbandinu fara Arnar Már Ólafsson, golfkennari í Þýskalandi, og Ulfar Jónsson, marg- faldur íslandsmeistari, í gegnum öll helstu atriðin sem skipta máli þegar bæta á golfleikinn, svo sem grip, stöðu og tækniatriði sveiflunnar. Útgefandi er Golfmyndir ehf. en dreifing er í hönd Sammyndbanda. Kennslumyndbandið Meistaragolf er fáanlegt í helstu bóka-, golf,- og matvöruverslunum. Dæmi um það er tólf ára stúlka sem fékk farsíma í afmælisgjöf nú í september sér til ósegj- anlegs léttis, því þau voru aðeins tvö eftir í bekknum sem ekki áttu farsíma. Höfðar til æ yngri aldurshópa Sfðustu ár hafa æ fleiri ung- lingar fengið farsima frá for- eldrum sínum þegar þeir byrja að fara í parti' og annað út á kvöldin. Nú hefur aldurinn hins vegar færst umtalsvert niður á við. Auglýsingar um farsíma höfða til æ yngri aldurshópa, unglingahljómsveitir og dúkkur eru ein algengustu meðölin sem beitt er til að selja síma og ým- iss konar þjónustu. Ókostirnir eru að mati uppeld- isfræðinga og neytendasamtak- anna sá kostnaður sem farsíma- eignin getur haft í för með sér. Telja uppeldisfræðingar að síma- félögin hagnist ekki síst á SMS- skilaboðum sem margir senda í tugavís á hverjum degi. Þá get- ur reynst erfltt að hafa hemil á si'manotkuninni og leggja neyt- endasamtökin til að keypt séu fyrirframgreidd kort fyrir börn- in, þar sem auðveldara sé að stjórna notkuninni á þann hátt. Fyllt villigæs Ljósmynd/Brynjólfur Jónsson Fyllt villigæs er glæsilegur og þjóðlegur hátfðarréttur á jólaborðinu. Hjálparstarf kirkjunnar beínír söfnunarfé • til bágstaddra ístendinga >< -W. Sjl_ * til fófks sem býr við Örbirgð i þríðja heiminum kej HJfllPARSTAHf * á átaka- og hamfarasvæði um altan helm Gíróieólar lÍKfíja Ir.tmrni J ttllurn bönkum. Þú getur þakkaö 1 SparísjódWfil OH á pófeílUÍSUfil. www.m bl.is Associated Press Farsíminn er ekki lengur vinnutæki hinna fullorðnu, hann er orðinn að leiktæki fyrir böm sem senda skila- boð, skipuleggja leikina og em í tölvuleikjum í si'manum. Börnin yfirtaka farsímana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.