Morgunblaðið - 28.12.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.12.2000, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ VILLIBRÁÐ með ríkulegu með- læti hefur löngum þótt viðhafn- arréttur og hefur skapast hefð á mörgum íslenskum heimilum að matbúa villigæs um jól og áramót. Nýverið var gefin út matreiðslu- bókin Maturinn hennar mömmu þar sem finna má um tvöhundruð hefðbundnar íslenskar uppskriftir sem algengar voru á borðum landsmanna hér á árum áður, eins og titillinn gefur til kynna, en hafa ef til vill þurft að víkja fyrir nýrri matreiðsluháttum ungu kynslóðar- innar. Bókin er því ágætis vegvísir fyrir unga fólkið ef það óskar að reiða fram rétti eins og mamma, eða jafnvel amma, elduðu í eina tíð. Heiðagæs og grágæs er best að steikja í ofni en þá þarf að ganga úr skugga um að fuglinn sé ungur, ella er hætt við því að kjötið reyn- ist seigt. Ung heiðagæs vegur yf- irleitt tæp 2 kg en grágæsin er heldur stærri. Best er að fuglinn hangi í nokkra daga áður en hann er matreiddur. Reytið gæsina og svíðið síðan haminn. Látið gæsina liggja í köldu saltvatni í 1-2 klukkustundir fyrir matreiðslu. Fyllt villigæs _____________1 gæs____________ 10 sveskjur________ _____________3 epli___________ ____________ salt ____________ _____________pipgr____________ Þerrið fuglinn utan og innan. Saumið fyrir hálsopið eða lokið því með prjóni. Núið fuglinn vel að ut- an og innan með blöndu úr salti og pipar. Fyllið hann með eplum og steinlausum sveskjum. Lokið hon- um að aftanverðu, leggið hann á hrygginn, setjið langt band undir efsta hluta vængjanna og leggið í kross yfir bringuna, yfir lærin og aftur í kross undir fuglinn. Togið fast í bandið þannig að vængir og læri leggist þétt að búknum. Vefjið bandinu loks margsinnis um legg- ina og hnýtið. Gott er að setja fugl- inn í steikarpoka. Þannig fæst gott soð í sósuna en einnig má setja fuglinn beint á ofngrind. Látið grindina á neðstu rim í kaldan ofn og hafið skúffu undir. Stillið hitann á 160 gráður. Látið hrygginn snúa niður þar til fuglinum er snúið eft- ir eina klukkustund og steikið hann þannig í hálfa aðra klukku- stund. Loks er hann brúnaður í miðjum ofni við 200 gráðu hita í hálfa klukkustund með bringuna upp. Annars fer steikingartíminn mjög eftir aldri fuglsins. Stingið í hann og aðgætið hvort bringukjöt- ið losnar frá beini. Berið villigæs- ina fram með rauðkáli, brúnuðum kartöflum, grænmeti, sósu og berjahlaupi. Sósa ______________1 Itr. soð____________ _____________50 g hveiti____________ ______________sósulilur_____________ ________________sall________________ ________________pipgr_______________ Fleytið fitu ofan af soðinu áður en sósan er búin til. Nægi soðið ekki í sósuna má bæta við það með kjötkrafti og vatni þannig að úr verði 1 lítri. Hrærið hveitið út í köldu vatni. Bætið hveitijafningn- um í soðið og látið sósuna sjóða í 3-4 mínútur áður en sósulitnum er bætt í. Bragðbætið með salti og pipar. Nýtt Piparsósa NÝ Tabasco- sósa hefur litið dagsins tiós. Sú nýja er gerð úr sterkasta pipar verald- ar, hab- anero-pipar. Saman við piparinn er blandað ■mango, papaya, tam- arind, ban- ana, kanil og möluðum svörtum pip- ar. í fréttatilkynningu frá Sláturfélagi Suðurlands segir að Tabasco Habanero-piparsósan sé til- valin til marineringar eða til að dreypa yfir rétti meðan á eldun stendur. Fiskibollur ÞAÐ nýjasta í 1944-línunni eru steiktar fiskibollur með gulrótum og kartöflum. Framleiðandi er Sláturfélag Suð- urlands. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FARSÍMINN virðist ætla að verða vinsælasta jólagjöfin í ár í Danmörku og þá einkum og sér í lagi til barna. Farsíminn er ekki Iengur vinnutæki hinna fullorðnu, hann er orðinn að leiktæki fyrir börn sem senda skilaboð, skipuleggja leikina og eru í tölvuleikjum í símanum. Samkvæmt nýlegri könnun á fimmta hver stúlka á aldrinum 9 til 10 ára farsíma en fimmta hvert barn á aldrinum 12 til 14 ára á ekki síma. Farsímaæðið fer ekki fram hjá nokkrum manni. Börn og ung- Iingar, einkum stúlkur, eru sýknt og heilagt með sfmann á lofti og skilaboðin detta inn í sí- fellu. Þrátt fyrir þetta kemur hin mikla farsímaeign sérfræð- ingum í uppeldisfræðum nokkuð á óvart og Neytendasamtökin dönsku hafa séð ástæðu til að minna foreldra á þann kostnað sem farsímaeignin hefur í för með sér. Kostirnir eru einkum þeir að foreldrar eiga nú auðveldara með að hafa uppi á börnum sín- um og þau geta einnig hringt ef eitthvað bjátar á, hvar svo sem þau eru stödd. Önnur ástæða er svo auðvitað gríðarlegur félags- legur þrýstingur skólafélaganna. Nýtt Kennslu- myndband fyrir kylfínga KOMIÐ er út nýtt kennslu- myndband fyrir kylf- inga, byrj- endur sem lengra komna. Kennslumyndbandið heitir Meistaragolf en á myndbandinu fara Arnar Már Ólafsson, golfkennari í Þýskalandi, og Ulfar Jónsson, marg- faldur íslandsmeistari, í gegnum öll helstu atriðin sem skipta máli þegar bæta á golfleikinn, svo sem grip, stöðu og tækniatriði sveiflunnar. Útgefandi er Golfmyndir ehf. en dreifing er í hönd Sammyndbanda. Kennslumyndbandið Meistaragolf er fáanlegt í helstu bóka-, golf,- og matvöruverslunum. Dæmi um það er tólf ára stúlka sem fékk farsíma í afmælisgjöf nú í september sér til ósegj- anlegs léttis, því þau voru aðeins tvö eftir í bekknum sem ekki áttu farsíma. Höfðar til æ yngri aldurshópa Sfðustu ár hafa æ fleiri ung- lingar fengið farsima frá for- eldrum sínum þegar þeir byrja að fara í parti' og annað út á kvöldin. Nú hefur aldurinn hins vegar færst umtalsvert niður á við. Auglýsingar um farsíma höfða til æ yngri aldurshópa, unglingahljómsveitir og dúkkur eru ein algengustu meðölin sem beitt er til að selja síma og ým- iss konar þjónustu. Ókostirnir eru að mati uppeld- isfræðinga og neytendasamtak- anna sá kostnaður sem farsíma- eignin getur haft í för með sér. Telja uppeldisfræðingar að síma- félögin hagnist ekki síst á SMS- skilaboðum sem margir senda í tugavís á hverjum degi. Þá get- ur reynst erfltt að hafa hemil á si'manotkuninni og leggja neyt- endasamtökin til að keypt séu fyrirframgreidd kort fyrir börn- in, þar sem auðveldara sé að stjórna notkuninni á þann hátt. Fyllt villigæs Ljósmynd/Brynjólfur Jónsson Fyllt villigæs er glæsilegur og þjóðlegur hátfðarréttur á jólaborðinu. Hjálparstarf kirkjunnar beínír söfnunarfé • til bágstaddra ístendinga >< -W. Sjl_ * til fófks sem býr við Örbirgð i þríðja heiminum kej HJfllPARSTAHf * á átaka- og hamfarasvæði um altan helm Gíróieólar lÍKfíja Ir.tmrni J ttllurn bönkum. Þú getur þakkaö 1 SparísjódWfil OH á pófeílUÍSUfil. www.m bl.is Associated Press Farsíminn er ekki lengur vinnutæki hinna fullorðnu, hann er orðinn að leiktæki fyrir böm sem senda skila- boð, skipuleggja leikina og em í tölvuleikjum í si'manum. Börnin yfirtaka farsímana
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.