Morgunblaðið - 28.12.2000, Side 32

Morgunblaðið - 28.12.2000, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mymiirmir mímir Deildu minningunum með vinum þínum á hanspetersen.is etaum CD Fáðu filmuna geisladisk. FáSu hágæðaútprentun á Ijósmyndapappír í gegnum hanspetersen.is ansperersen.is www s m Oeirðir í Nepal ÞÚSUNDIR Nepal-búa hafa geng- ið berserksgang um götur Kat- mandu, höfuðborgar Nepals, síð- ustu þrjá daga til að mótmæla meintum ummælum indverska kvikmyndaleikarans Hrithiks Ros- hans. Leikarinn er sagður hafa lýst því yfir í sjónvarpsviðtali, sem hefur ekki enn verið sýnt, að hann hati Nepal og íbúa iandsins. Roshan neitaði þvf í gær að hafa látið þessi orð falla. Innanríkisráðuneytið í Nepal sagði að fjórir menn hefðu beðið bana í óeirðunum í Katmandu og 30 særst. Kveikt var í verslunum í eigu Indverja og ráðist var á kvikmyndahús sem sýnir eina af kvikmyndum Roshans. Vinstri- sinnaðir námsmenn, sem tóku þátt í óeirðunum, segja að rúm- Iega 120 hafi særst. --------------- Skipsstrand í Norður-Noregi Talið erfítt að bjarga John R TALIÐ er að erfitt verði að bjarga vöruflutningaskipinu John R sem strandaði vestan við Grptpy í Troms-héraði í Norður-Noregi, að því er sagði á fréttavef Aítenpost- en. Skipið strandaði á jóladag en þyrlur björguðu allri áhöfninni, 26 manns, og mun enginn hafa slas- ast. Norskir embættismenn sögðu að olíuflekkur, þrír sinnum þrír km að stærð, væri á sjónum í grennd við skipið og ræki norður á bóginn. Ekki var ljóst hvers konar olíu um var að ræða en líklegt að það væri dísilolía. Byrjað var á því í gær að dæla um 620 tonnum af olíu úr skipinu en óljóst var hve langan tíma það myndi taka. Síðan átti að þétta göt í vélarrúmi og lestum áð- ur en reynt yrði að koma skipinu á flot. Ekki var talin nein hætta á að skipið sykki, að sögn Reuters. John R er um 52.000 tonn að stærð og er í eigu grísks skipa- félags en skráð á Kýpur. Skipverj- ar eru frá Filippseyjum, Togo, Rússlandi og Úkraínu. John R var á leið frá Liverpool í Bretlandi til Múrmansk í Rússlandi þar sem það átti að taka kolafarm og sigla með hann til Italíu. Enginn farmur var í skipinu á norðurleiðinni. íþróttir á Netinu 0 mjbjjs SKLL.TAf= e!TTH\SA£J rJÝTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.