Morgunblaðið - 28.12.2000, Page 35

Morgunblaðið - 28.12.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 35 Sigurveigar Jónsdóttur og Björns Jörundar sem dregur upp skemmti- lega skopmynd af yfu’valdinu. Hins vegar verður séra Jón að hálfdauð- yflislegum pokapresti í meðförum Magnúsar Ragnarssonar. En hand- ritið býður vissulega ekki upp á ann- að og gerir lítið sem ekkert fyrir aðr- ar persónur sem fram koma. Utlit Ikíngut er sjálfu sér sam- kvæmt í heild sinni og brellumeist- ui-um tekst dável að framkalla trú- verðugt snjóflóð. Ikíngut ber þess merki að leikstjórinn, Gísli Snær Erlingsson (Benjamín Dúfa), hefur gott lag á ungum leikurum og virðist eiga auðvelt með að setja sig inn í hugarheim barna. í því felst styrkur myndarinnar, sem er prýðisgóð af- þreying fyrir börn, með hollustu- samlegu ívafi. Sæbjörn Valdimarsson „Aðaláherslan er lögð á drengina tvo sem Hjalti Rúnar og Hans Tittus leika ljómandi vel. Hjalti Rúnar fær það vandasama verkefni að bera myndina nánast uppi og tekst það vonum framar." Grunsamlegur gestur KVIKMYJVDIR Háskólabíó IKINGUT ★★'/2 Leikstjóri Gísli Snær Erlingsson. Handritshöfundur Jón Steinar Ragnarsson. Tónskáld Vilhjálmur Guðjónsson. Kvikmyndatökustjóri Sigurður Sverrir Pálsson. Leik- mynd Jón Steinar Ragnarsson. Búningar Þórunn Sveinsdóttir. Hljóðhönnun Kjartan Kjartansson. Klipping Sigvaldi J. Kárason og Skule Eriksen. Brellur Martin Gant og Eggert Ketilsson. Aðalleikendur Hjalti Rúnar Jónsson, Hans Tittus Nakinge, Pálmi Gestsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Magnús Ragnarsson, Freydís Kristófersdóttir, Finnur Guðmundsson, Pétur Einarsson, Sigurveig Jónsdóttir, Gunnar Hansson, o.fl.Framleiðendur Frið- rik Þór Friðriksson og Hrönn Kristinsdóttir. Islenska kvikmynda- samsteypan ehf. Argerð 2000. hefðu gefið Ikíngut ægifagran, ógn- vekjandi og raunverulegri blæ. Þá er lítið reynt að skilgreina Ikíngut, hvaðan hann kemur, hver hann er, utan forneskjumas Þorkels. Utskýr- ingar í blálokin látnar duga. Leikararnh- eru misjafnir, aðal- áherslan er lögð á drengina tvo sem Hjalti Rúnar og Hans Tittus leika ljómandi vel. Hjalti Rúnar fær það vandasama verkefni að bera mynd- ina nánast uppi og tekst það vonum framar. Þriðji burðarásinn er snagg- aralegur Pálmi Gestsson sem „vondi kallinn í samfélaginu", Þorkell. Þá er ástæða að nefna ágæta frammistöðu FRAMLEIÐANDI Ikíngut, nýj- asta afraksturs íslenskrar kvik- myndagerðar, lét svo ummælt í að- gangsorðum að í fyrsta sinn stæði hann á bak við mynd með sannköll- uðum jólaboðskap á jólahátíðinni. Ikíngut flytur þau fallegu skilaboð, að öll erum við eins þrátt fyrir ólíkt litarhaft, stöndum jöfn frammi fyrir Drottni voi-um. Gott að vekja máls á því í veröld sem virðist alls ekki á því að hjörtun slái eins í „Súdan og Grímsnesinu. Það fer ekki á milli nála að Ikingut er ætluð börnum. Út- koman duggunarlítil mynd sem ætti að hugnast vel yngstu börnunum á bænum. Fyrr á öldum, á miklum fimbul- vetri þegar hafís fyllti voga og flóa, kúrir lítið sjávarþorp inni í fjarðar- botni fyrir vestan. Ibúarnir farnir að líða skort þar sem þeir komast ekki á sjó vegna ísalaganna. Þá ber ókunn- an gest utan af hvítri auðninni. Prestssonurinn Bóas (Hjalti Rúnar Jónsson) verður fyrstur til að sjá hann og gera sér grein fyrir að þetta er lítill stráksnáði eins og hann. Kall- ar hann Ikíngut (Hans Tittus Nak- inge). A því staglast sá aðkomni sem mælir á framandi tungu. Þega gýs upp sá kvittur í þorpinu að veran sé ekki af þessum heimi, öllu frekar sending, uppvakningur eða ófreskja, drísildjöfull í manns- mynd sem sé valdur að harðindunum og annarri óáran þeim samfara. For- svarsmaður úrtölumannanna er Þor- kell (Pálmi Gestsson) og vill hann Ik- íngut feigan. Bóas er á annarri skoðun og sömuleiðis faðir hans, séra Jón (Magnús Ragnarsson) sem heldur yfir honum hlífiskildi. Svo fer þó að Ikíngut er fluttur í fangelsi sýslumanns (Björn Jörundur) og út- litið ekki sérlega bjart. Nú verður Bóas að láta sér detta snjallræði í hug til að bjarga vini sínum. Bak við myndina býr góð hug- mynd um fáfræði og fordóma gagn- vart því óþekkta, reynt að skyggnast inn í miðaldamyrkrið og hjátrúna og staðsetja hana í hjarta forneskjunn- ar á íslandi - á Vestfjarðakjálkan- um. Ikíngut virðist ætlað að gerast í tímaleysi en er þó með sterkar tilvís- anir í galdrabrennur 17. aldar, í ágætu atriði sem gerist í þorpskirkj- unni. Það virðist sem myndin hafi lagt upp með þá tímasetningu en far- ið út af sporinu því aðrir þættir eru mun nær í sögunni. Sem fyrr segir er lkíngut ætluð fyrst og fremst börn- um og fyrirgefst margt fyrir það. T.d. búningar og leikmynd sem eru frekar einhæf. Hins vegar er öllu verra að áhorfendum er aldrei gefin kostur á að sjá næsta nágrenni þorpsins og það sem mestu skiptir í myndinni, örlagavaldinum, „landsins forna fjanda sem ógnar öllu lífi og flytur með sér hinn undarlega gest. A hann þó að vera við bæjardyrnar. Hefði mátt ráða bót á því með nokkr- um myndskeiðum af raunverulegum hafísþekjum við Grænland, sem 8 íi 8.8 8888 0 Síðustu forvöð að gera góð kaup fyrir áramót InnX BÍLDSHÖFÐI16 SÍMI 577 1170

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.