Morgunblaðið - 28.12.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 28.12.2000, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Litskrúðugt skógarlíf Morgunblaðið/ Sverrir „Bergur Þór Ingólfsson hefur skapað íjörlega sýningu sem börn á öllum aldri ættu að geta skemmt sér konunglega á“ . LEIKLIST L e i k f c1 a g Itey kjavfkur MÓGLf Höfundur leikgerðar: Illugi Jökuls- son eftir sögum Rudyards Kipling. Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson. Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Ellcrt A. Ingimundarson, Friðrik Friðriksson, Gunnar Hansson, Hall- dór Gylfason, Jóhann G. Jóhanns- son, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Theodór Júlíusson. Hljóðfæraleik- arar: Jón Elvar Hafsteinsson, Kjartan'Valdimarsson og Óskar Einarsson. Leikmynd: Stígur Stein- Jþórsson. Búningar: Linda Björg Arnadóttir. Leikgervi: Sójey Björt Guðmundsdóttir. Lýsing: Ögmund- ur Þór Jóhannesson. Tónlist og tónlistarstjórn: Óskar Einarsson. Danshöfundur: Guðmundur Helgason. Stóra svið Borgarleik- hússins, 26. desember. SAGAN AF mannsbaminu Móglí, sem elst upp hjá úlfum, á skóg- arbjöminn Balú og hlébarðann Bag- híra að vinum en er ofsóttur af tígr- isdýrinu Shere Khan, hefur löngum heillað börn á öllum aldri - ekki síst fræg og ágætlega lukkuð útgáfa Disney-samsteypunnar sem gefin hefur verið út á myndbandi, m.a. á íslandi. Leikgerð Illuga Jökulssonar er unnin upp úr sögum nóbelshafans Rudyards Kiplings, Skógarlíf, og er að ýmsu leyti frábragðin áður- nefndri Disney-útgáfu, enda fylgir Illugi söguþræði Kiplings en að venju breyta þeir Disneymenn sög- unni eftir eigin geðþótta. Leikgerð Illuga er heilsteypt og í alla staði vel gerð. Helst mætti finna að því hversu hlutverk Móglí sjálfs er í raun og vera lítið. Illugi hefur einn- ig samið nokkra söngtexta fyrir sýninguna en Óskar Einarsson á heiðurinn af tónlistinni sem er í flesta staði grípandi og áheyrileg. Leikurinn gerist inni í framskóg- inum og Stígur Steinþórsson á heið- urinn af einfaldri og fallegri leik- mynd sem gefur ágætis tilfinningu fyrir sögusviðinu. Hér era það dýrin, frekar en Móglí sjálfur, sem era í aðalhlut- verki, eins og áður er getið. Átök verksins era á milli dýranna og snú- ast um völd og yfirráð í skóginum. Velferð Móglí er þó vissulega undir því komin að þeir sem völdin hafa séu honum hiiðhollir. Kannski er það í takt við þá skoðun sem sett er fram í verkinu, að maðurinn sé aum- astur dýranna, nema þegar hann hefur byssu í hendi eða getur beitt hinu „rauða blómi (eldinum) fyrir sig, hversu lítið fer fyrir Móglí í verkinu. Átökin standa á milli úlfa- foringjans Akela (Halldór Gylfason) og tígrisdýrsins Shere Khan (Jó- hann G. Jóhannsson). Og átökin snúast um yfirráðin yfir manns- barninu (Friðrik Friðriksson) sem hefur villst vamarlaust inn í skóg- inn. Úlfaforinginn og þó sérstaklega hin röggsama úlfamamma Raksja (Katla Mai-grét Þorgeirsdóttir) vilja ala mannsbarnið upp og vernda það fyrir ógnum skógarins, en Shere Khan vill éta það. Shere Khan er í túlkun Jóhanns G. Jóhannssonar minna ógnvekjandi en tilefni er til - ef til vill er það meðvituð leið leik- stjórans (Bergs Þórs Ingólfssonar) að stilla ógninni í hóf til að skelfa ekki hina ungu áhorfendur um of - hann virðist ekki skelfa neinn nema fylgisvein sinn og þjón, sjakalann Tabaskví (Gunnar Hansson) sem þó gerir grín að honum og leið og hann snýr við honum baki. Það er frekar með undirróðri, mútum og smjaðri sem Shere Khan vinnur meðlimi úlfahjarðarinnar á sitt band. Hér er kannski komin raunsönn mynd af valdinu. Gunnar Hansson er frábær í hlutverki Tabaskvi og er túlkun hans sú eftirminnilegasta í sýning- unni. Friðrik Friðriksson fer ágætlega með hlutverk Móglís en hlutverkið gefur þó lítið færi á blæbrigðaríkum leik. Halldór Gylfason er ágætur í hlutverki Akela en þó betri í hlut- verki apa, þar vora taktar hans skemmtilegir og skar hann sig mjög úr apahópnum hvað túlkun varðar. Leikgervi Sóleyjar Bjartar Guð- mundsdóttur og búningar Lindu Bjargar Árnadóttur setja mikinn og skemmtilegan svip á sýninguna. Sérstaklega skemmtilegir era apa- búningarnir og í heild einkennast gervi dýranna af framleika og hvergi er fallið í klisjukenndar út- færslur. Gervi kyrkislöngunnar Kaa (Jóhanna Vigdís Arnardóttir) er gott dæmi um snjalla útfærslu á gervi sem ef til vill er erfitt að raun- gera á sviðinu. Jóhanna Vigdís var ágæt í hlutverki Kaa og söng af ör- yggi eins og við var að búast. I hlutverki Balús, hins brjóstgóða bangsa, er Theodór Júlíusson og smellpassar hann í gervið. Ellert A. Ingimundarson leikur svarta hlé- barðann Baghíra og gaf hann hon- um tragískan tón sem kom skemmtilega á óvart. Edda Björg Eyjólfsdóttir var skemmtileg í apa- hlutverki, en hún var einnig í hlut- verki úlfahvolps, úlfadómara og stúlkunnar sem leiðir Móglí aftur til mannanna. Það er kannski ágætt dæmi um sterka nærvera Eddu Bjargar að 5 ára dóttir mín vissi alltaf hvar hún var á ferðinni, þrátt fyrir ólík gervin. Það er í hópsenunum (t.d. þar sem aparnir koma við sögu) sem sýningin er skemmtilegust og tón- listin skiptir hér einnig miklu máli. Bergur Þór Ingólfsson, sem leik- stýrir hér atvinnuieikhópi í fyrsta sinn, hefur skapað fjörlega sýningu sem börn á öllum aldri ættu að geta skemmt sér konunglega á. Sýningin er mikið fyrir augað; það gerir fal- leg leikmynd og sniðug og vel út- færð leikgervin. Soffía Auður Birgisdóttir Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Innheimtustofnun sveitarfélaga • Lágmúla 9 • sími 568 6099 • fax 568 6299 • pósthólf 5172 • 125 Reykjavík • kt. 530372 0229 • Landsbanki íslands 139-26-4700 Handskornu „2001" kristalsglösin komin aftur! Útsölustaðir: Akranes Akureyri Bíldudalur Blönduós Bolungarvík Borgames Búðardalur Egilsstaðir Eskifjörður Fáskrúðsfj. Grindavík Grandarfj Hella Húsavík Hólmavík Hveragerði Höfn Isafjörður Keflavík Kópavogur Ólafsfjörður Ólafsvík Óspakseyri Patreksfj Raufarhöfn Verslunin Módel Blómabúðin Akur, Kristalsbúðin Vegamót Bæjarblómið Laufið Blómabúð Dóra Verslun Einars Stefánss. Raftækjav. Sveins Guðm. Verslunin Sjómann Hin búðin Blómabúðin Sóldögg Verslunin María Vörafell Verslunin Tamara Kf. Steingrímsfjarðar Blómaborg K.Á., bókabúð Skrínið Stapafell Kristall & postulín Verslunin Valbúð Verslunin Vík Kf. Bitrafjarðar Geirseyjarbúð Verslunin Urð Reykjavík Sauðárkrókur Selfoss Siglufjörður Stykkishólmur Tálknafjörður Vestmannaeyjar Vík Þorlákshöfn Þórshöfn Antikb. Laugavegi 101, Gull & silfursm. Mj., Villeroy&Boch,Kringl. Blóma & gjafavörab. Úrav. Karl R. Guðm. Bólsturgerðin Heimahomið Pokahomið Gullsm. Steingr. Ben. Klakkur Hjá Jóhönnu Verslunin Lónið. afsláttur af öllu jólaskrauti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.