Morgunblaðið - 28.12.2000, Side 41

Morgunblaðið - 28.12.2000, Side 41
Hafnarfjörður -fjölskyidan í fyrirrúmi Leikskóli við Háholt: Hönnuður: Albtna Thordarson. Byggingarform: Einkaframkvæmd. Byggingaraðili og eigandi: Ístak/Nýsir Nýr leikskóli í Hafnarfir&i Leikskólakennarar óskast I Hafnarfirði búa um 20 þúsund manns. Bærinn stendtír í einstaklega fallegu umhverfi hrauns og kletta þar sem stutt er milli fjalls og fjöru, Bærinn státar af einstakri sögu sem höfudstaður verslunar á Islandi fyrr á ti'mum og einhverjum bestu hafnarskilyrðum sem völ er á frá nátturunnar hendi. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um Ieið af hagkvæmni stærðarinnar. Bæjarbúar njóta nálægðar við höfuðborgina eins og best verður á kosið. Það er gott að búa og starfa t Hafnarfirði. í byrjun næsta árs verður nýr og glæsilegur fjögurra deilda leikskóli við Háholt tekinn í notkun. Leikskólinn er byggður eftir verðlaunateikningu Albínu Thordarson og er staðsettur nálægt grunnskóla hverfisins. í daglegu starfi leikskólans verða Framfarastefna johns Deweys og kenningar Caroline Pratt lagðar til grundvallar. Haft verður að leiðarljósi að börnin fái tækifæri til að endurskapa reynslu sína og fái útrás fyrir hugmyndaflug og sköpunargáfu, í gegnum leikinn. Sem leið að þessu markmiði má m.a. nefna: notkun á einingakubbum og opnum efniviði til leikja og sköpunar. heimspekilegar vangaveltur í samskiptum barna og fullorðinna. áhersla á umhverfi og endurvinnslu í daglegu starfi. samstarf leik- og grunnskóla. Leitað er eftir áhugasömum leikskólakennurum sem vilja taka þátt í að byggja upp lærdómsríkt, skapandi og aðlaðandi umhverfi fyrir bæði börn og fullorðna. Óskað er eftir að ráða: aðstoðarleikskólastjóra leikskólakennara m/deildarstjórn leikskólakennara Nánari upplýsingar veitir Inga Líndal, leikskólastjóri í síma 585-5800 milli kl. 12 og 14. Einnig veita leikskólafulltrúi og leikskólaráðgjafi upplýsingar í síma 585-5800. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31. Jafnframt er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á www. hafnarfjordur.is. Umsóknarfrestur er til 15. janúar nk. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og FÍL/STH. Vakin er athygli á því að ef ekki tekst að ráða leikskólakennara í stöðurnar kemur til greina að ráða fólk með aðra uppeldismenntun eða reynslu. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar er þjónustumiðstöð í þágu menntunar í bæjarfélaginu. Þar starfa sérhæfðir starfsmenn sem veita faglega ráðgjöf og þjónustu til leik- og grunnskóla. Skólafulltrúinn \ Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.