Morgunblaðið - 28.12.2000, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 28.12.2000, Qupperneq 67
MCHlUlJNBLAtHD UMRÆÐAN F1MM TLDAG 11H 28. DESE M,i? UH 2000 , Heilbrigðisþj ónusta í skugga Kára LÍFTÆKNI hefur sem annað margar hliðar, sumar jákvæðar en aðrar varhugaverðar eða neikvæð- ar. íslensk erfðagreining og de- CODE eru einn angi þróunar á þessum meiði og hafa komið inn í íslenskt samfélag eins og storm- sveipur. Margt jákvætt má sjá við nýsköpun sem fylgir fyrirtækjum þessum en skuggahliðarnar eru líka margar og verður hér horft til þeirra og líklegrar framvindu. á sveif með ráðherrunum að hækka pundið í Kára. Þeir sem keyptu hlutinn á gráa markaðnum fyrir ígildi 50-60 dala hafa síðustu vikur mátt horfa á hann rýrna fer- falt eða meira. Nokkrir hafa þann- ig tapað aleigunni. Af þessum brunni eys nú íslensk erfðagrein- ing til beggja handa og ráðherrar sem aðrir mæna á kraftaverka- manninn sem lætur peningana vaxa á trjánum. Enginn veit hvort þessi fengur ásamt aurunum frá Hoffmann la Roche dugar til að fleyta deCODE yfir taprekstur á komandi árum. Hins vegar þurfa bakmennirnir engu að kvíða því að þeir hafa þegar lagt til hliðar sinn lífeyri. Langt í gagna- grunninn í þessu samhengi skiptir gagna- grunnurinn litlu máli, bara að fjár- festar telji að hann verði einhvern tíma til. Einnig hann er hluti af trúnni á deCODE og Kára. Aðal- atriðið er að menn haldi að með slíku veiðarfæri fiskist betur í genamengi íslendinga en hjá keppinautunum. I þessu grugguga vatni sér hvergi til botns. Læknar eru tví- stígandi og eiga í stríði við sam- visku sína og eiðstafi. Lagaum- hverfið er rekstrarleyfishafa gagnagrunnsins mótdrægt, m.a. að því er varðar samtengingu sjúkra- skráa og réttindi sjúklinga. Tölvu- nefnd hefur ekki lagt blessun yfir skráningu í grunninn og við nefnd- inni blasa margar grundvallar- spurningar. Eflaust reyna óprúttin stjórnvöld að brjóta niður slíkar hindranir jafnhliða því sem Kári lætur glitta í gullið sem víðast. Á meðan þessu vindur fram og hlutabréfin í deCODE lækka stöð- ugt flytja grafalvarlegir fjölmiðlar okkur kraftaverkasögur á færi- bandi frá seyði Kára. Einn daginn j er tiltekið gen staðsett, þann næsta er sýnt fram á samband milli sjúkdóms og erfða. Höfundur Reykjavíkurbréfs sér fyrir sér líf- tæknina skáka sjávarútveginum á nýrri öld [Mbl. 17. des. 2000]. Allt geta þetta verið frómar óskir, en það fer minna fyrir umræðu um hvert stefni, hvaða siðræn gildi beri að virða og hvort trúarjátning markaðarins eigi að leysa af hólmi það sem sumir tengja almáttugum guði en aðrir við þróun lífs frá örófi alda. Höfundur er fyrrverandi aIþingismaður. Hjörleifur Guttormsson Líftækni Tölvunefnd hefur ekki lagt blessun yfír skrán- ingu í grunninn, segir Hjörleifur Guttorms- son, og við nefndinni blasa margar grund- vallarspurningar. Með tilkomu íslenskrar erfða- greiningar er allt í einu komið fjár- magn í áður óþekktum mæli í hendur einkaaðila á íslandi. Fyr- irtækið lýtur einum vilja, fer mik- inn og sáldrar fé á báðar hendur. Allt er það hugsað út frá hags- munum eigandans sem kaupir op- inbera aðila, rannsókna- og sjúkra- stofnanir, einstaklinga og fjölmiðla til að þjóna fyrirtæki sínu. Ráðherrar upp á punt Hugmynd Kára Stefánssonar um einkaleyfí á heilbrigðis- og erfðaupplýsingum íslendinga var djörf og um leið ófyrirleitin á við- tekinn mælikvarða um persónu- vernd og mannréttindi. Til að þoka henni áfram þurfti hann stuðning ríkisstjórnar og meirihluta Aiþing- is og fékk hann, þrátt fyrir mikla andstöðu í vísindasamfélaginu og sterkar aðvaranir, m.a. erlendis frá. í þessu efni lagði Davíð Odds- son sig að veði og framsóknarráð- herrarnir sem stjórnarfarslega ábyrgð bera á heilbrigðismálum gerðu ekki annað en hneigja sig. Niðurstaðan er grímulaus sam- þætting yfirstjórnar heilbrigðis- mála í landinu og einkafyrirtæk- isins Islenskrar erfðagreiningar. Eftir þetta er nánast formsatriði hver situr í stóli heilbrigðisráð- herra. Háskólasamfélagið er á sama hátt beygt undir hagsmuni fyrirtækisins og þess iðnaðar .sem það ætlar að reka. Hvergi í riálæg- um löndum myndi stjórnvöldum líðast að standa þannig að verki. Margur rúinn að skinni Auglýsing stjórnvalda á gull- greftri íslenskrar erfðagreiningar og bandaríska móðurfélagsins de- CODE hefur þegar haft víðtækar afleiðingar. Fyrirtækinu tókst, áð- ur en það fór í skráningu á hluta- bréfamarkaði, að sækja í formi hlutafjár ómældar upphæðir í vasa einstaklinga og sjóða. Verðbréfa- salar trúðu á kraftaverk og lögðust Ný8-vikna námskeið hefjast 8. janúar Mifro 2001 LIFSSTILLJ Notaðu tækifærið og breyttu þfnum lífsstíl til hins betra. Láttu Hreyfingu hjálpa þér við að ná þínu takmarki. Hretffing HREYFINC FAXAFENI 14 548 »915 533 3355 WWW.HREYFXNC.XS HREYFING ER HLUTI AF MINU LIFI Erna Torfadóttir, 34 ára grunnskólakennari. Gift tveggja barna móðir. Hefur æft í Stúdíóinu og síðan Hreyfingu síðan 1994. Fór á þrjú námskeið síðasta vetur. Á námskeiðunum losnaði hún við 18 kg. Ég hef verið í Bónusklúbbnum í 3 ár en hann bæði er hagstæður kostur og heldur manni við efnið. Það sem mér finnst gott við Hreyfingu er fjöldi kennara sem mér líkar vel við, það er notalegt og gott að koma í stöðina og félagsskapurinn skiptir miklu máli. Ég hef mjög góða reynslu af námskeiðunum hjá Hreyfingu. Fræðslan er gagnleg og matardagbækurnar hjálpa mjög mikið, sérstaklega til að átta sig á ómeðvituðu mynstri í matarvenjum. Tímarnir sjálfir eru mjög góðir á námskeiðunum, góður andi myndast innan hópsins og gott að koma í tíma. Fitumælingarnar veita gott aðhald og ég nota þær til að fylgjast með því hvernig mér gengur. Núna er það vellíðanin sem hvetur mig áfram, ég hef meira úthald, er sprækari og þreytist síður. Ég mæli með Hreyfingu! A. ft- s% 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.