Morgunblaðið - 28.12.2000, Síða 69

Morgunblaðið - 28.12.2000, Síða 69
CtlttA.iaWKMIOM MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þitt framlag skiptir sköpum! Á HVERJU ári fá björgunarsveitir okkar 1.200-1.500 beiðnir um leit, aðstoð og/eða björgun. Því eru að jafnaði um þrjár björg- unarsveitir að störfum á hverjum degi ársins. Þetta er ekki lítið; kannski mun meira en þú, lesandi góður, gerð- ir þér grein fyrir. Björgunarmál á Islandi Það eru 105 björgun- arsveitir starfandi í landinu. Þeim hefur fækkað nokkuð á síð- asta ári en það helgast fyrst og fremst af sameiningu sveita í kjölfar sameiningar Landsbjargar og Slysa- varnafélags Islands í Slysavarna- félagið Landsbjörg í október 1999. Sú sameining hefur víða skilað sér í öflugra starfí og aukinni hagræðingu eins og stefnt var að. Það fyrirkomulag björgunarmála sem við Islendingar búum við er bæði mjög öflugt og hagkvæmt, og til sanns vegar má færa að það sé um margt betra en gengur og gerist hjá mörgum grannþjóðum okkar. Enda er það svo að margir erlendir aðilar hafa horft til okkar og sýnt þessu fyrirkomulagi mikinn áhuga. Ein af forsendum þess, að hægt er að reka öflugt sjálfboðastarf björg- unarsveita, er að skilningur og áhugi á því sé til staðar, bæði hjá ráða- mönnum og almenningi. Það er nokkuð sem við íslendingar höfum átt láni að fagna og með réttu má segja að þessi áhugi og skilningur sé samofínn íslensku þjóðarsálinni. Því það er eklá sjálfsagt að fjöldi ein- staklinga sé tilbúinn að nóttu sem degi til að bregðast við þegar einhver er í nauðum eða þarfnast aðstoðar? Að taka hagsmuni náungans fram yfir eigin hags- muni? Sá áhugi og vilji þarf að koma innan í frá, því líkt og lands- menn þekkja þiggja björgunarsveitir lands- ins ekki laun fyrir störf sín. Engin rukkun eða reikningur er sendur þó svo að fjöldi einstak- linga með mikið af tækjum og búnaði vinni um langa hríð að leit, björgun eða aðstoð. Það yrði jafnfámennu samfélagi og ísland er, ógerlegt ef greiða ætti fyr- ir þjónustu sem þessa. Fólkið í björgunarsveitunum Fólk sem kemur til starfa í björg- unarsveitum gerir það af einhverri innri þörf. Þörfmni fyrir félagsskap, ævintýraþrá, tækifærum til að þroska sig og mennta o.s.frv. Sumir hverfa fljótt úr starfi. Finna sér ekki farveg sem eðlilegt er. Aðrir ílengj- ast í starfinu og brátt verður það lífs- stfll. Eftir stærri áfoll verðum við oft fyrir mikilli blóðtöku, þegar hæft fólk treystir sér ekki til frekara starfs. Við höfum af biturri reynslu lært að bregðast við þeim aðstæðum með áfallahjálp, sem hefur gert mörgum kleift að komast yfir erfiðan hjalla og halda áfram björgunar- sveitastai’finu. Það að afla fjár til starfsins er okk- ur ákaflega mikilvægt. Það er okkur nauðsynlegt að geta endumýjað tæki og búnað sveitanna, samfara því að efla menntun og þjálfun björg- Björgunarstörf Að jafnaði, segir Jón Gunnarsson, eru um þrjár björgunarsveitir að störfum á hverjum degi ársins. unarsveitamannsins. Þetta hefur gengið ágætlega, fyrst og fremst fyr- ir skilning almennings á okkar starfi. Góður skilningur stjórnvalda á þessu starfi skiptir okkur einnig miklu máli. Flugeldasalan Nú fer í hönd stærsta fjáröflun björgunarsveita landsins, flugelda- salan. Það hefur skapast sú hefð á mörgum heimilum að kaupa flugelda hjá björgunarsveitunum til að styrkja starf þeirra. Undanfamar vikur hafa verið annasamar hjá björgunarsveitafólki og fjölskyldum þeirra, við pökkun á flugeldum og annan undirbúning flugeldasölunn- ar. Flugeldasalan stendur stutt yfir og því þarf allt að vera til reiðu. Lesandi góður! Ég vil hvetja þig til að hugsa til þess fómfúsa starfs sem sjálfboðliðar í björgunarsveitum landsins leggja til samfélagsins. Með því að beina flugeldakaupum þínum til björgunarsveitanna leggur þú þitt af mörkum við björgun mannslífa. Að lokum vil ég hvetja alla lands- menn til að sýna aðgát í meðferð flugelda. Megum við eiga slysalaus áramót. Höfundur er formaður Slysavamafélagsins Landsbjargar. Jón Gunnarsson 12 >I3UMri8HCI .82 HUOAtt! ITMMIU 8a FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 fiá Fæst í Apótekinu, Lyfju, Lyf og heilsu, Heilsuhúsinu og apótekum landsins. Morning Fit’ timburmannataflan dregur úr og getur komið í veg fyrir hin þekktu heilsufarslegu eftirköst áfengisneyslu og slegið „timburmennina"af. (töflunni er auk vítamína, sérstök gertegund sem nefnist KR9 og er einungis þekkt af framleiðanda Morning Fit*. irhíz Gleðilegtár með Morning Fit Vantar þi§ vinnu? www.radning.is / leirkrukku Kertastjaki úr glerí með gelkerti f Gull kúlukerti eða 2 stk. „Athena“ kerti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.