Morgunblaðið - 29.12.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus Frá slysavettvangi á Vesturlandsvegi sunnanvert við HvalQörð í gær. Banaslys á íslandi 1986-2000 n 48 Banaslys í umferðinni 1990-2000 35 30 í 90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99 '00 43 41 Q-rýmiss|ys<5> — 41 b—Flugslys (4) -d”1- Sjóslys og drukknanir (6) Umferðarslys (34) 1973 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99 2000 49 hafa látist í slysum á árinu FJÖRUTÍU og níu einstaklingar létust í 37 slysum á árinu sem er að líða, samkvæmt upplýsingum slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar, 35 karlar og 14 konur. Það eru sextán fleiri en á dóu í slysum á árinu 1999, en þá létust 33. Flestir létust í umferðarslysum á árinu sem er að líða eða þrjátíu og fjórir, 23 karlar og 11 konur. Það eru tólf fleiri en á árinu 1999 þegar 22 dóu í umferðarslysum og sjö fleiri en á árinu 1998 þegar 27 létust í umferðarslysum. Ennþá færri létust í umferðarslysum árin tvö þar á undan eða sautján árið 1997 og ellefu árið 1996. Sex létust í sjóslysum og drukknunum á yfirstandandi ári og voru það allt saman karlmenn. Jafnmargir létust af þessum sök- um á árinu 1999, þrír árið 1998, tíu árið 1997 og tólf árið 1996, sam- kvæmt upplýsingum Landsbjarg- ar. Fjórir létust í flugslysum á yf- irstandandi ári, þrír karlmenn og ein kona. Enginn dó af þeim sök- um í fyrra, en þrír létust hvort ár tvö árin þar á undan. Fimm létust í öðrum slysum á yfirstandandi ári en falla undir ofangreinda flokkun, þrír karlai- og tvær konur. Jafnmargir dóu af þessum sökum á árinu 1999, en þeir voru átta árið 1998. Árekstur í Hvalfirði LOKA varð Hvalfjarðargöngunum skamma stund vegna áreksturs tveggja bifreiða sunnanvert við göngin rétt fyrir klukkan sjö í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu voru fjórir fluttir með sjúkra- bifreiðum til Reykjavíkur eftir slys- ið. Meiðsl fólksins voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Tildrög slyssins eru óljós en lög- reglan rannsakar málið. Mikil mengun á höfuðborgarsvæðinu Loftmengun langt yfir meðallagi VETRARSTILLUR að undanfömu hafa ýtt undir loftmengun á höfuð- borgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur framkvæmdi, að beiðni Morgunblaðsins, bráðabirgðamæl- ingu í gær á mælum sem staðsettir eru við Grensásveg og kom þá í ljós töluverð mengun sem var langt yfii- meðaltali og viðmiðunargildum. Var þá mæld mengun svifryks og köfnunarefna í andrúmsloftinu. Með- altal á sólarhring af þessum efnum má helst ekki fara upp fyrir 110 míkrógrömm á hvern rúmmetra en mælingin í gær, sem gilti frá kl. 14.30 í fyrradag til sama tíma í gær, sýndi rúm 400 míkrógrömm á rúmmetra þegar mest lét. I tvígang, þegar bíla- umferð var hvað þyngst, fór mæling- in upp fyrir þá mælikvarða sem eru á línuritum Heilbrigðiseftirlitsins. Von er á frekari niðurstöðum í dag fyrir síðustu sólarhringa og á grundvelli þeirra verða teknar ákvarðanir um hvort grípa þurfi til aðgerða. Lúðvík Gústafsson, forstöðumaður umhverfissviðs Heilbrigðiseftirlits- ins, sagði við Morgunblaðið að skil- yrði til loftmengunar hefðu verið einkar góð í vetrarstillunum. Snjó- þekja væri engin, vindur lítill sem enginn og hitatölur væru vel undir frostmarki. Óttast mengnn frá flugeldum „Ljóst er að eitthvað verður að gera til að spoma gegn menguninni. Þetta finasta ryk sem við mælum á greiða leið niður í lungun á okkur og getur þá valdið tmflunum á eðlilegri líkamsstarfsemi. Þegar svona ryk- agnir komast í blóðrásina ráðast hvítu blóðkomin á þessa óboðnu gesti. Við innrás þessara rykagna veikist ónæmiskeifið sem er þá upp- tekið að fást við agnimar og getur þá reynst fólki hættulegt," sagði Lúðvík. Hann sagði að héldist þessi veðr- átta á höfuðborgarsvæðinu áfram yf- ir áramótin gæti önnur og ekki síður hvimleið mengun bæst við, þ.e. af flugeldum og brennum. Sködduðust þegar sprengja sprakk FJÓRIR ungir menn í Stykk- ishólmi sködduðust á heyrn og brenndust lítilsháttar þegar sprengja sem þeir vom að út- búa sprakk í höndum þeirra seinnipartinn í gær. Mennh’nir era á aldrinum 17-22 ára og vora að blanda saman súr og gasi þegar sprenging varð með þeim af- leiðingum að hljóðhimnan í þremur þeirra sprakk og tveir af þeim brenndust lítilsháttar. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Stykkishólmi þykir mikil mildi að ekki fór verr. ■ Stærstu/38-39 Hjartavernd í viðræðum við bandaríska stofnun 10-12 þúsund Islend- ingar rannsakaðir LOKAVIÐRÆÐUR standa nú yfir milli Hjartaverndar og bandarísku heilbrigðisstofnunarinnar National Institute of Health, um nýja hóp- rannsókn sem Hjartavernd mun annast og hefjast á árið 2002. Kanna á hvað stuðlar helst að heilbrigði meðal aldraðra. Gunnar Sigurðsson, formaður Hjartaverndar, greinir frá þessu verkefni í nýjasta tölublaði tímarits- ins Hjartavernd en samstarf verður milli Hjartaverndar og National Institute of Aging, rannsóknastofn- unar öldrunarmála. Gert er ráð fyrir að kalla til 10 til 12 þúsund manna hóp, þá sem áður hafa tekið þátt í hóprannsókn Hjartaverndar frá árinu 1967 og eru 70 ára og eldri. Gunnar segir að búast megi við að rannsóknin taki fimm ár. I Hjarta- verndarrannsókninni var kannað samband áhættuþátta svo sem blóð- þrýstings, blóðfitu og reykinga við hjarta- og æðasjúkdóma. Hjartavernd flytur í Kópavog „Ymsar viðbótarrannsóknir verða gerðar sem ekki var unnt að fram- kvæma í fyrri hóprannsóknum Hjartaverndar,“ segir hann í grein- inni. „Vegna þessa er fyrirsjáanlegt að núverandi húsnæði Hjartavernd- ar er ófullnægjandi og hefur ekki það burðarþol sem stór rannsóknar- tæki krefjast. Því er stefnt að því að Hjartavernd flytjist í nýtt húsnæði síðla á næsta ári,“ segir einnig og að búið sé að finna hentugt húsnæði í Holtasmára í Kópavogi, í næsta ná- grenni við fyrirhugaða verslunar- miðstöð. „Þetta nýja húsnæði mun gefa Hjartavernd aukna möguleika á að sinna rannsóknum á sviði hjai’ta- og æðasjúkdóma á íslandi með þeim hætti sem krafist verður á nýrri öld,“ era lokaorð greinarinnar. Sérblöð í dag BIOBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM Svíar hafa valið mótherja íslend- inga á HM í Frakklandi/Bl Hlynur Bæringsson frá Bandaríkj- unum í Borgarnes/B4 Fylgstu meö nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.