Morgunblaðið - 29.12.2000, Page 12

Morgunblaðið - 29.12.2000, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aldalöngum siglingum milli Kaupmannahafnar og Islands lokið Gullfoss er sennilega þekktasta skip íslendinga sem sigldi milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. Hér er hann á siglingu við Vestmannaeyjar. / s Alaborg og Arósar verða aðalhafnirnar framvegis Varði dokt- orsritgerð í sálfræði • EGILL Héðinn Bragason sál- fræðingur varði doktorsritgerð sína við sálfræðistofnun Arósaháskóla þann 22. desem- ber sl. Ritgerðin heitir „Meaning of work, work motivation, job satisfaction and leadership“. Hún fjallar um vinnusálfræði- legar rannsóknir höfundarins á úr- taki hátt á fimmta hundrað verka- manna og verkstjóra í iðnaði og landbúnaði. Rannsóknin beindist einkum að greiningu á starfsáhuga og starfsánægju verkamanna, stjórnunarmynstri verkstjóra og sambandi þessara þátta innbyrðis, með tilliti til annarra starfs- og um- hverfístengdra þátta. Mikilvægi, tilgangur og hlutverk vinnunnar í lífi fólksins var einnig rannsakaður út frá vinnusálfræðilegum kenn- ingum. Aðalleiðbeinandi var Gert Grav- ersen, lektor við sálfræðistofnun Árósaháskóla, annar leiðbeinandi var prófessor Suntaree Komin, National Institute of Development Administration, Bangkok. Andmæl- endur voru Arne Prahl, lektor við Kaupmannahafnarháskóla, prófess- or Steen Hildebrandt, verslunarhá- skólanum í Árósum, og prófessor Mogens Agervold, sálfræðistofnun Árósaháskóla. Egill Héðinn er fæddur í Reykja- vík 1957. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1977, lauk B.A.-prófí í sálarfræði frá Há- skóla íslands 1992 og embættisprófi í sálfræði, cand. gsych, árið 1995 frá sálfræðistofnun Árósaháskóla, með sérhæfingu í iðnaðarsálfræði og starfsmannastjórnun, og hlaut lög- gildingu sama ár. Egill hefur kennt sálarfræði við Árósaháskóla, starfað hjá starfsmannahaldi Bang & Oluf- sen A/S og er nú sjálfstætt starf- andi sálfræðingur og ráðgjafi. Foreldrar Egils eru Esther B. Vagnsdóttir kennari og Bragi Skarphéðinsson jámsmiður. Eig- inkona Egils er Ánna Lára Þor- steinsdóttir, húsmóðir á Akureyri, og eiga þau tvö börn. „ÞEGAR landfestar Brúarfoss voru leystar í Kaupmannahöfn fimmtu- daginn 12. október í haust lauk merkum kafla í siglingasögu fs- lendinga. Áætlunarsiglingum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar var þar með hætt og valda mestu stærri skip og breyttar hafnar- aðstæður í Danmörku," segir í nýju fréttablaði Reykjavíkurhafnar, Hafnarblaðinu. Fram kemur í blaðinu að stærri skip og samgöngubætur verði nú til þess að reglulegar siglingar til Kaupmannahafnar, sem staðið hafi í fjórar aldir, leggist af. Aðalhafnir íslensku skipafélaganna verða Ár- ósar og Álaborg. Þar kemur einnig fram að Eimskip hefur fækkað áfangastöðum sínum með tilkomu stærri skipa og að Árósar hafi orð- ið fyrir valinu hjá fyrirtækinu sem aðalhöfn í Danmörku. Þorkell Sig- urlaugsson, framkvæmdastjóri þró- unarsviðs Eimskips, segir að mikill hluti flutninganna frá Danmörku til íslands komi frá Jótlandi og bygging Stórabeltisbrúarinnar hafi auðveldað landflutninga um svæð- ið. Hann segir mikla uppbyggingu hafa orðið í Árósahöfn, þar sé al- þjóðleg flutningahöfn en Kaup- mannahöfn hafi setið nokkuð eftir. Hafnarblaðið er að þessu sinni helgað siglingasögu og fjallað er um skip, sjómenn og farþega á leið- inni milli Kaupmannaliafnar og Reykjavíkur. I tveimur greinum eftir þá Þorleif Óskarsson og Ólaf H. Torfason er rakin saga siglinga milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar og kemur þar m.a. fram að þær hafi byrjað með einok- unarversluninni á 17. öld. Árið 1619 var einkarétturinn bundinn við kaupmenn búsetta í Kaup- mannahöfn og verslunin farið fram á tilteknum 20-25 kauphöfnum á Is- landi. Eitt skip hafi siglt á hverja höfn, þau komið um miðjan júní og haldið utan rúmum mánuði síðar. Eftir að einokunarskeiðinu lauk 1787 segir að verslun hafi aukist, Reykjavík blómstrað sem versl- unarsvæði og kaupskip frá útlönd- um hafi orðið 17 árið 1801. Ekki voru þau alltaf snemma á ferð og vitnað er í blaðinu til ummæla Þórðar Sveinssonar háyfirdómara árið 1855 að menn hafi verið orðnir langeygir eftir skipunum í maí. Ekki hafi þá fengist svo mikið sem hnefi af korni eða staup af brenni- víni „og ekki neitt af neinu þarf- legu.“ tír þessu hafi þó ræst og á þessum árum hafi um 35 skip kom- ið til Reykjavíkur, flest frá Kaup- mannahöfn. Fyrsta gufuskipið kom til Reykjavíkur í apríl 1858 og var þar gert ráð fyrir farþegum en það hafði ekki verið á seglskipunum. Is- lendingar eignuðust fyrst raun- verulegt millilandaskip með stofn- un Eimskipafélags Islands 1915 en erlend skipafélög stunduðu mikið siglingar milli borganna. Meðal annarra Thorefélagið sem var með Ingolf, Mjölni, Kong Helge og fleiri og Sameinaða gufuskipafélagið, DFDS, átti Lauru sem var sér- smiðuð fyrir Islandssiglingar, Thyru, Vestu, Botníu og fleiri. Framan af þessari öld tíðkaðist að geta þess í blöðum hvaða mekt- armenn væru meðal farþega er komu með Kaupmannahafn- arskipum. Þannig segir í Mbl. 26. mars 1930: „Dronning Alexandrine kom frá útlöndum í gærmorgun. Meðal farþega voru: Ben. S. Þór- arinsson kaupm., John Fenger að- alræðism., Eiríkur S. Beck verk- smiðjustjóri og frú, Svavar Guðmundsson fulltrúi, Guðm. Bergsson póstm., Axel Ketilsson verslunarstj., Soffía Jóhannes- dóttir, ungfrú Unnur Briem, Maja Ólafsson, v. Ólafsson, Fr. Nathan stórkaupm., ungfrú Ástríður Faaberg, Haraldur Ólafsson, Theó- dór Johnson fyrv. bryti o.fl. Skipið fer í kvöld kl. 6 til Norðurlandsins." Gullfoss, gamli og nýi, eru sjálf- sagt þekktustu skipin sem fluttu varning og farþega milli Kaup- mannahafnar og Reykjavíkur. Sá eldri hóf siglingarnar 1919 en nýi Gullfoss kom til skjalanna 1950 og þótt vera fljótandi hótel. Hann var í þessum siglingum til ársins 1973 og hafði viðkomu í Leith í Skotlandi, Þórshöfn í Færeyjum og síðar fleiri höfnum. Hann tók 210 farþega og áhöfn taldi 60-70 manns. Skipið fór 456 ferðir milli fslands og útlanda með 156 þúsund farþega. Fyrsta árið voru þeir rúmlega 4.500 en flestir sigldu árið 1969, rúmlega 8.500. Islandsplads og Islandsbrygge I Hafnarblaðinu er einnig rætt við Jörgen Elmer hjá Kaup- mannahafnarhöfn en hann hefur lengi annast viðskipti Eimskips við höfnina. Hann segir samskiptin hafa verið mikilvæga í sögu hafn- arinnar. Hann minnir á að tvö heiti við höfnina tengist þessari sigl- ingasögu. Islandsplads sem er í Kristjánshöfn og Islandsbi'ygge en þar lágu gjarnan skip sem stund- uðu siglingar milli Islands, Færeyja og Grænlands. Lögmaður Öryrkjabandalagsins varð fyrir vonbrigðum með svar Tryggingastofnunar Ábending um að stofnunin hafí ekki frjálsar hendur LÖGMANNI Öryrkjabandalagsins, Ragnari Aðalsteinssyni, barst í gær svar frá forstjóra Tryggingastofnun- ar, Karli Steinari Guðnasyni, við bréfi sem Ragnar sendi í fyrradag. I svarbréfinu kemur m.a. fram að stofnunin geti ekki orðið við þeirri kröfu bandalagsins að uppgjör til ör- yrkja fyrir komandi janúarmánuð, samkvæmt nýlegum dómi Hæsta- réttar, fari fram fyrsta virka dag mánaðarins. Tölvukeyrsla bóta hafi farið fram 21. desember sl. og ljóst sé að ýmis úrlausnarefni þurfi at- hugunar með. Því takist ekki að greiða bætur samkvæmt dómnum hinn 1. janúar næstkomandi. í svarinu segir að Tryggingastofn- un muni leggja allt kapp á að Ijúka sem fyrst vinnu við útreikninga á bótum samkvæmt dómi Hæstaréttar í samráði við lögmann sinn og rík- isstjóm. I bréfinu til Ragnars segir Karl Steinar ennfremur að mikil- vægt sé að leiðrétting bóta verði rétt framkvæmd og allt verði gert til að leiðréttingar fari fram innan mjög skamms tíma. Að þeirri vinnu lok- inni verði sömuleiðis allt kapp lagt á að ljúka leiðréttingum aftur í tím- ann. „Tryggingastofnun mun leitast við að hafa samráð um framgang mála eftir því sem unnt er,“ segir í lok bréfsins en Ragnar sagði við Morgunblaðið að til þessa hefðu hvorki Tryggingastofnun né lög- menn hennar eða tryggingamála- ráðuneytið haft samband við um- bjóðanda sinn, Öryrkjabandalagið, eftir að dómur Hæstaréttar féll 19. desember sl. Ragnar sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með svar Trygginga- stofnunar. Augljóslega væru fyrir- mæli í gangi frá ríkisstjórn sem ekki væru orðin opinber ennþá. Hann sagði það koma sér á óvart að Tryggingastofnun ætlaði ekki að fara eftir dómi Hæstaréttar, nema að ríkisstjórn leyfði henni það. Hann sagðist ekki enn hafa fundið heimild í lögum um að slíkt væri heimilt. „Málið var á milli Öryrkjabanda- lagsins og Tryggingastofnunar og í því er alveg skýrt dómsorð sem hver einasti maður í þessu landi getur les- ið og vitað þegar í stað hvað merkir. Umbjóðandi minn skilur að það þurfi að inna af hendi vinnu við að afgreiða málið fyrir liðna tíð,“ sagði Ragnar. Hann sagði að í desember 1998, eftir lagabreytingu á Alþingi, hefðu flókn- ari breytingar verið gerðar á bóta- greiðslum til öryrkja á síðustu dög- um ársins heldur en hér væri um að ræða. Endurtaka mætti tölvukeyrsl- umar frá 21. desember. Ragnar sagði að í svari Trygg- ingastofnunar fælist ábending um að stofnunin hefði ekki frjálsar hendur heldur tæki við fyrirmælum frá ráð- herrum og ríkisstjórn. Engu væri í raun svarað í bréfinu og framhaldið óljóst. Enginn viti t.d. hvað ríkis- stjórnin geri í málinu. I bréfi Ragnars til Trygginga- stofnunar í fyrradag segir hann m.a. að stofnunin hafi nú þegar öll gögn tiltæk til að greiða bætur um mán- aðamótin samkvæmt dómnum. Að öðrum kosti megi búast við að ein- stakir öryrkjar, sem rétt eiga, feli lögmönnum sínum kröfur sínar til innheimtu með öllum þeim kostnaði sem því fylgi en kröfumar skipti þúsundum. Aðspurður hvort af þessu verður, í Ijósi svars Trygg- ingastofnunar, sagðist Ragnar ekki geta sagt til um á þessari stundu. Því þyrfti hver öryrki að svara fyrir sig. Skilaboð til almennings Ragnar hefur fengið aðgang að skipunarbréfi starfshóps, sem sent er frá forsætisráðuneytinu til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem skip- aður var til að meta áhrif hæstarétt- ardómsins. Hann sagði að í bréfinu fælust skilaboð til almennings um að framkvæmdavaldið gæti ekki sætt sig við dóma sem væru andstæðir valdahagsmunum sínum. Þar vísar Ragnar til eftirtalinna orða í skip- unarbréfinu: „Ríkisstjórnin hefur ... ákveðið að skipa sérstakan starfshóp til að greina með sem nákvæmustum hætti hvaða leiðir eru færar til að bregðast við dómi Hæstaréttar og stýra vinnu við undirbúning á frum- varpi til breytinga á lögum um al- mannatryggingar, sem stefnt verði að því að lögfesta svo fljótt sem verða má. Jafníramt er starfshópn- um falið að stýra greiningu á hvort þær meginreglur sem dómurinn byggist á kunni að hafa víðtækari áhrif en kveðið er á um í dómnum." Spurður um næstu skref í málinu, af hálfu Öryrkjabandalagsins, sagði Ragnar þau óljós. Hann sagði al- mennt hafa verið litið svo á í hinum vestræna heimi að dómstólar væru síðasta vígi borgarans. „Þannig hef- ur það lengst af verið hér á landi. Nú er því tímabili lokið að borgarinn skuli ekki eiga lengur vemd hjá dómstólum. Þá er aðeins einn aðili eftir sem á að halda utan um lýðveld- ið, og reyna að passa upp á að það endist, og það er hinn þjóðkjörni for- seti,“ sagði Ragnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.