Morgunblaðið - 29.12.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/BFH Fjöldi endurvarpa er 1 þessari hrímugu stöö sem Landsvirkjun hefur komiö fyrir í 818 metra hæö á Kröflufjalli. Endurvarpsstöð í vetrarbúningi Mývatnssveit. Morgunblaðið. í UPPLÝSINGASAMFÉLAGI nú- tímans eru þráðlaus fjarskipti snar þáttur. Því spretta upp endurvarps- stöðvar á fjöllum, þær taka við merkj- um úr fjarlægð og senda áfram á aðra endurvarpa eða til notenda síma, fjöl- miðla eða annars búnaðar. Mikilvægi þessara stöðva verður ekki oímetið, ekki frekar en símans sem lagður var frá Seyðisfírði 1906 norður og vest- urum til Reykjavíkur og tupplýsinga- miðlun þess tíma. Fróðlegt getur ver- ið að velta íyrir sér þeirri spumingu: Hvert verður komin fjarskiptatæknin á eitthundrað ára afmæli Landssím- ans eftir svo sem 6 ár? í þessari hrímugu stöð sem Lands- virkjun hefur komið upp á Kröflufjalli í 818 metra hæð er fjöldi endurvarpa, má þar til nefna NMT, GSM, VHF og Tetra, auk örbylgjunets Landsvirkj- unar. Allur þessi búnaður gegnir mik- ilvægu hlutverki við dreifingu upplýs- inga um landið. Jólatónleikar Helga og hljóðfæraleikaranna í Freyvangi Sumartíska framfirð- inga 2001 kynnt ÁRLEGIR jólatónleikar Helga og hljóðfæraleikaranna verða haldnir í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit laug- ardagskvöldið 30. desember og hefjast þeir kl. 21. Hljómsveitin mun að þessu sinni ekki láta sér nægja að leika tónlist því ætlunin er að kynna sumarf ískuna í leiðinni en þar munu sjást helstu stefnur og straumar í klæðaburði framfirð- inga sumarið 2001. Sýningin skiptist f fjóra hluta og skal fyrst nefna endurunna sumarið þar sem sýndir verða kjólar útbúnir úr baggaplasti og baggaböndum svo þeir sem fatnaði þessu klæðast minna á sællega rúllubagga á ný- slegnum túnum. Þá verður kynning á heita sumrinu sem einkennist af svörtum blómakjólum, ind(jána- sumrinu þar sem náttúruleg efni eru alls ráðandi, s.s. leður, hrásk- inn, gærur og kanínuull, en loks verður um að ræða sveitarfólaga- sumarið en þar hefur verið unnið út Kjólar útbúnir úr rúllubagga- plasti og böndum eru á meðal þess sem sýnt verður í Frey- vangi á laugardagskvöld. frá merkjum sveitarfélaga. Þykir ekki óliklegt að einhver sveit- arfélög muni nýta sér hugmyndir þær sem þar verða kynntar til að hanna búninga á starfsfólk sitt þó svo að fegurðarsjónarmið hafí að sumu Ieyti ráðið för við hönnun og þannig spillt fyrir notagildinu. Húsið verður opnað kl. 20.30, en dagskrá hefst hálfri klukkustund siðar og tekur um tvo tíma. Miða- verð er 1000 krónur. Íslandsbanki-FBA og Norðurmjólk Morgunblaðið/Björn Gíslason Eirikur S. Jóhannsson, kaupfólagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, Ingi Björnsson, útibússtjóri Íslandsbanka-FBA, Akureyri, Helgi Ófeigsson, fslandsbanka-FBA, og Árni Magnússon, fjármálastjóri KEA. Samið um bankavið- skipti fyrirtækisins Dæmdur í fangelsi fyrir þjófnað og fíkniefnabrot ÍSLANDSBANKI-FBA og hið ný- stofnaða fyrirtæki Norðurmjólk, sem til varð úr sameiningu mjólk- ursamlaganna á Akureyri og Húsa- vík með þátttöku bænda í héraðinu, hafa gert með sér samkomulag um bankaviðskipti. Norðurmjólk ehf. mun verða með öll sín viðskipti við útibú íslands- banka-FBA á Akureyri og jafnframt var við undirritun samninga þar um einnig skrifað undir samning um 300 milljóna króna rekstrarlán til félags- ins. Íslandsbanki-FBA og Kaup- félag Eyfírðinga, sem er meirihluta- eigandi Norðurmjólkur, eiga auk þess í viðræðum um frekari lánveit- ingu til KE A og dótturfélaga. KARLMAÐUR á þrítugsaldri hef- ur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir hegningar- og fíkni- efnabrot. Félaga hans, tæplega þrí- tugum karlmanni, var ekki gerð sérstök refsing í málunum, en hann hefur á þessu ári hlotið þrjá dómi við Héraðsdóm Reykjaness og af- plánar nú refsivist. Þýfí sem þeir höfðu á brott með sér í nokkrum innbrotum var gert upptækt, sem og um 95 grömm af maríhúana og þá var þeim gert að greiða einu fyr- irtækjanna sem þeir brutust inn í skaðabætur. Þrjú innbrot Mennimir voru ákærðir fyrir nytjastuld, þjófnað og fíkniefna- brot. í fyrsta lagi voru þeir ákærðir fyrir að hafa í heimildarleysi tekið bifreið í Kópavogi og ekið henni til Akureyrar í júlímánuði síðastliðn- um. Þá voru þeir ákærðir fyrir þrjú innbrot, á Selfossi þar sem þeir stálu m.a. fjórum haglabyssum, GPS-staðsetningartæki, talstöðv- um, farsíma, 20 hnífum, veiðigalla, felutjaldi og gæsaveiðifatnaði, á Hvolsvelli þar sem þeir höfðu á brott með sér verkfæri og á Ak- ureyri þar sem þeir höfðu peninga upp úr krafsinu. Loks var sá eldri ákærður fyrir að hafa í vörslum sín- um um 95 grömm af maríhúana þegar lögregla í Reykjanesbæ hafði afskipti af þeim félögum. Mennimir neituðu fyrir dómi að hafa tekið bifreiðina í heimildar- leysi og sögðu afnot af henni vera ígildi ógreiddra vinnulauna. Þeim framburði var ekki hnekkt fyrir dómi og þótti sök þeirra að því er þennan þátt ákærunnar varðar því ekki nægilega sönnuð. Mennimir játuðu hins vegar ský- laust á sig innbrotin þrjú. Hvað fíkniefnabrotið varðar viðurkenndi maðurinn að eiga efnin sem fundust í bílnum, en dró játninguna til baka fyrir dómi og sagði farþega sem með var með tvímenningunum í för eiga þau. Sá kvaðst enga vitneskju hafa haft um þau, en visaði til þess að maðurinn bæri til sín hefndar- hug út af öðra sakamáli. Afturköll- un játningarinnar þótti dómnum ekki trúverðug, né heldur hafði hún stuðning farþeganna. Langur brotaferill Yngri maðurinn hefur níu sinnum hlotið sektarrefsingar frá árinu 1993 fyrir margvísleg brot, m.a. var hann í júní síðastliðnum dæmdur í ein árs fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundna fyrir alvarlegt auðgunar- og ofbeldisbrot. Sá eldri á að baki um 10 ára brotaferil og hefur margsinnis hlotið refsidóma á því tímabili. Á þessu ári hefur hann hlotið þrjá refsidóma sem kveðnir vora upp við Héraðsdóm Reykja- ness. Brotin sem nú var dæmt fyrir vora að hluta framin fyrir upp- kvaðningu dóms í júní síðastliðnum og að virtum hegningaraukaáhrif- um þótti dómnum hann ekki eiga að hljóta frekari fangelsisrefsingu en fyrri dómar ársins kveða á um, en á síðustu 6 mánuðum hefur hann hlotið 24 mánaða fangelsisrefsingu, þar sem 12 mánuðir voru dæmdir sem hegningarauki í nóvember síð- astliðnum. Aðalfundur Sj omannafélags Eyjafjarðar Sjómenn segja að þolin- mæði þeirra se þrotin Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Sævar Gunnarsson ávarpar aðalfund Sjómannafélags Eyjafjarðar. AÐALFUNDUR Sjómannafélags Eyjafjarðar var haldinn í gær en aðalumræðuefni fundarins vora kjaramál og yfirvofandi verkfall. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannafélags íslands, ræddi kjara- mál sjómanna á fundinum og rakti þróun samningaviðræðnanna. Sævar sagði að greinilegt væri að útvegsmenn ætluðu ekki að semja þar sem þeir græddu daglega á því að semja ekki við sjómenn. „Ut- vegsmenn hafa hafnað öllum tilboð- um okkar og það er mín staðfasta skoðun að þeir ætli sér ekki að semja. Þeir halda því fram að það séu aðeins forsvarsmenn sjómann sem séu óánægðir með kjör og því verðum við að senda þeim sterk skilaboð um að sjómenn láti ekki bjóða sér þetta lengur.“ Þurfum að setja skýrar kröfur Sævar sagði að stærsta málið í þessum samningum væri verð- myndun sjávarfangs en auk þess væru mörg mál uppi á borðinu, eins og tryggingamál og lífeyrissjóðs- mál. „Það er nauðsynlegt fyrir okk- ur að vera með skýrar kröfur í þessum kjaraviðræðum því ef lög verða sett á okkur er nauðsynlegt að vera búnir að koma okkar kröf- um á borðið. Ríkið hefur oft komið aftan að sjómönnum frekar en að styðja við bakið á þeim og því verð- um við að vera undir það búnir að lög verði sett á okkur,“ sagði Sæv- ar. Útvegsmenn hafa greitt atkvæði með verkfalli Auk hefðbundinna aðalfundar- starfa samþykkti fundurinn álykt- un, en í henni segir að útgerðar- menn hafí með neikvæðu viðhorfi við samningaborðið sjálfir greitt at- kvæði með verkfalli og hljóti því að vera kallaðir til algjörrar ábyrgðar ef til slíks þrautaúrræðis kemur. Þá segir að þolinmæði sjómanna sé þrotin enda eigi viðstöðulausar að- dróttanir forvígismanna útgerðar- manna sér enga hliðstæðu. Jafn- framt segir að sjómennska sé þekkingarstarf sem skipti þjóðfé- lagið miklu máli og á meðan þekk- ing er sífellt meira metin á öðram stigum þjóðfélagsins er hún lítils- virt af útgerðarmönnum, en sú staðreynd er þeim hættulegri en flest annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.