Morgunblaðið - 29.12.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 31
ERLENT
Palestínumenn vilja samn-
ing en ekki almenna áætlun
PALESTINUMENN vilja gera ná-
kvæmt samkomulag við Israela,
sem tryggir að palestínsk land-
svæði verði samtengd, og þeir vilja
ekki almenna áætlun á borð við þá
sem Bandaríkjaforseti hefur lagt
fram. Þetta segir aðalsáttafulltrúi
Palestínumanna, Saed Erekat, í
viðtali við fréttastofuna AFP í gær.
„Við viljum ekki yfirlýsingu um
grundvallaratriði, heldur samning
... um smáatriðin," sagði Erekat í
gær eftir að Yasser Ai'afat, forseti
heimastjórnar Palestínumanna, og
Hosni Mubarak, forseti Egypta-
lands, áttu fund.
Erekat sagði að í veði væri
„sögulegt samkomulag sem myndi
ákvarða stöðu mála í þessum
heimshluta að minnsta kosti næstu
tvo áratugi. „Bandaríkjamenn fara
fram á að við samþykkjum fyrst al-
menn atriði og höldum viðræðum
áfram eftir það.“ Sagði Erekat að
þessu skrefið hefðu Palestínumenn
hafnað.
Þeir vilji vita hvaða áhrif tillögur
Bandaríkjamanna muni hafa á
„landfræðilegt samhengi" land-
svæða undir stjórn Palestínu-
manna, og hver áhrifin verði „á
vatnsból Palestínumanna og palest-
ínsku þjóðina."
Samkvæmt ísraelskum fjölmiðl-
um fela tillögurnar, sem Bill Clint-
on Bandaríkjaforseti lagði fram í
síðustu viku, m.a. í sér að Palest-
ínumenn fái einhvers konar yfirráð
yfir Austur-Jerúsalem, 95% af
Vesturbakkanum og allt Gaza-
svæðið, í skiptum fyi'ir að hverfa
frá kröfunni um rétt palestínskra
flóttamanna til að snúa heim. „Þeg-
ar Clinton segir 95% landsvæða,
hvað með hin fimm prósentin?"
sagði Erekat.
Fréttaskýrandi ísraelska blaðs-
ins Jerusalem Post segir í gær, að
Palestínumenn hafni algerlega
þeirri hugmynd að tíu til fimmtán
km breiður gangur verði frá Jerú-
salem að Dauðahafinu. Geti þeir
ekki samþykkt þetta, því að með
þessu móti myndi Vesturbakkinn
skiptast í tvennt með landi undir
stjórn ísraela, og myndi auk þess
þýða að meira land yrði leigt til
Israela.
Palestínumenn hafi farið fram á
að Bandaríkjamenn leggi fram kort
Boðuðum leiðtogafundi þeirra Ehud Baraks
og Yasser Arafat í Sharm el-Sheik í
Egyptalandi var aflýst aðfaranótt fímmtu-
dagsins, nokkrum klukkustundum áður en
---------------------—------------------
hann átti að hefjast. Astæðan var fyrst og
fremst andstaða Palestínumanna við að til-
lögur þær sem lágu fyrir voru of almennar.
Reuters
Arafat kemur til Gaza frá fundi með Mubarak í Egyptalandi í gær.
sem sýni landamæri og þau svæði
sem Israelar ætli að innlima, og
einnig kort af þeim svæðum sem
ísraelar myndu láta Palestínu-
mönnum í té í skiptum fyrir land á
Vesturbakkanum. „Arafat vill kort,
kort, kort,“ er haft eftir palest-
ínskum heimildamanni.
Þá er í tillögum Bandaríkja-
manna ennfremur gert ráð fyrir að
Israel innlimi öll landnámssvæði
gyðinga umhverfis Jerúsalem og að
um 60 landnámssvæði á Vestur-
bakkanum og Gaza verði lögð af,
segir ennfremur í Jerusalem Post.
Palestínumenn vilji fá að vita
Fjölskyldan sögð
hafa dæmt 16 ára
stúlku til dauða
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
TVEIR karlmenn af tyrkneskum
uppruna hafa verið dæmdir í
tveggja og þriggja mánaða fang-
elsi í Assens í Danmörku fyrir að
reyna að myrða 16 ára frænku
sína. Stúlkan hafði kallað yfir sig
reiði fjölskyldunnar er upp komst
að hún átti danskan kærasta.
Þetta er fyrsta málið af þessu tagi
sem kemur fyrir rétt í Danmörku
en fullyrt er að fjöldi slíkra mála
komi upp árlega og nokkur dæmi
eru um múslimskar konur sem
hafa verið myrtar vegna þess að
þær vildu ekki giftast þeim sem
fjölskyldan hafði valið eða áttu í
sambandi við Dani.
Móðir stúlkunnar komst að því
fyrir ári að hún var í sambandi við
danskan mann og brást ókvæða
við. Stúlkan flúði að heiman en
var í sambandi við systur sína,
sem taldi hana á að hitta sig.
Stúlkan gerði það en hitti þá fyrir
frændurna sem höfðu í hótunum
við hana, sögðust m.a. myndu
drepa hana og búta niður. Stúlkan
óttaðist um líf sitt og féllst því á
að fara með fjölskyldunni heim.
Leiðin lá yfir StórabeLtisbrúna og
þar var bifreiðin skyndilega
stöðvuð. Taldi stúlkan að frænd-
urnir hefðu í hyggju að kasta
henni fram af. Fjölskyldan segir
hins vegar að bíllinn hafi bilað.
Stúlkan komst undan og hefur
farið huldu höfði síðan þá. Segist
hún þess fullviss að hún verði
drepin hafi fjölskyldan hendur í
hári hennar.
Mál af þessu tagi hafa ekki fyrr
komið til kasta dómstóla en full-
yrt er að á hverju vori flýi hópur
unglingsstúlkna af innflytjenda-
ættum að heiman til að komast
hjá því að verða giftar mönnum
sem fjölskyldan hefur vaiið. Þetta
kemur m.a. fram í nýrri bók
stjórnmálamannsins Naser Khad-
er, sem er af sýrlenskum ættum
og hefur tjáð sig opinskátt um
þau vandamál sem upp hafa kom-
ið við árekstra dansks og músl-
imsks samfélags.
hvernig Vesturbakkinn verði
tengdur við Austur-Jerúsalem, ef
öll hverfi gyðinga umhverfis Jerú-
salem verði innlimuð í Israel.
Hvað Jerúsalem varðar hafni
Palestínumenn þeirri kröfu ísraela
að armenski hluti borgarinnar
verði áfram undir stjórn ísraela
ásamt ísraelska hlutanum. Arm-
enski hlutinn yrði eina leiðin fyrir
gyðinga til að komast frá Vestur-
Jerúsalem til gömlu borgarinnar.
Þá segir fréttaskýrandi Jerusal-
em Post að helsta ágreiningsefnið
sé enn réttur palestínskra flótta-
manna til að snúa aftur heim. Sam-
kvæmt tillögum Bandaríkjamanna
skulu Paiestínumenn að mestu falla
frá þeirri kröfu að um fjórar millj-
ónir flóttamanna, sem eru nú í ná-
grannalöndunum og í búðum á
Vesturbakkanum og Gaza, fái að
snúa aftur til heimila sinna sem eru
nú innan iandamæra Israels.
Palestínumenn krefjist þess enn,
að Israelar viðurkenni í meginat-
riðum rétt flóttafólksins til að snúa
aftur heim og axli alla ábyrgð á
flóttamannavandanum. Aftur á
móti segja palestínskir embættis-
menn að þeir séu reiðubúnir til að
vera sveigjanlegir hvað varðar
þann fjölda flóttamanna sem fengi
að fara aftur til síns heima. Hundr-
að til hundrað og fimmtíu þúsund
fengju að fara til heimila sinna í
Israel, en hinum yrði komið fyrir á
palestínskum yfirráðasvæðum.
Þá hefur Jerusalem Post eftir
ónefndum palestínskum embættis-
manni, að ein ástæða þess að Pal-
estínumenn hafi ekki viljað fallast á
tillögur Clintons sé sú, að þeir hafi
óttast að ísraelska þingið og al-
menningur í ísrael myndi hafna
þeim. Höfðu Palestínumenn
áhyggjur vegna fregna af skoðana-
könnunum í ísrael sem sýndu að
meirihluti væri andvígur samningi
sem myndi afsala yfirráðum ísraela
yfir Musterishæðinni, og vegna
fregna um að ísraelska þingið yrði
að leggja blessun sína yfir samn-
inginn.
Palestínski samningamaðurinn
Yasser Abed Rabbo sagði í gær áð-
ur en hann hélt á fund í stjórn
Frelsissamtaka Palestínu: „Það til-
boð sem við höfum fengið er ekki
tækifæri heldur gildra.“
Þrýstingur frá palestínskum
almenningi
En það virðist ekki bara vera
meðal Israela sem samkomulagið
nýtur lítilla vinsælda. Fréttaskýr-
andi ísraelska blaðsins Ha’aretz
sagði í gær að þrýstingur palest-
ínsks almennings á Arafat um að
hafna samkomulagstillögum Clint-
ons hafi verið slíkur, að Arafat hafi
ekki átt margs úrkosti. Bæði pal-
estínskir stjórnarandstæðingar og
samstarfsmenn Ai’afats hafi hall-
mælt samkomulagstillögunum. Abu
Ala, sem sé einn hæst setti emb-
ættismaðurinn í palestínsku stjórn-
inni, hafi sagt að tillögurnar kæmu
ekki til móts við grundvallarkröfur
Palestínumanna. Ritstjóri blaðsins
A1 Ayyam hafi líkt þeim við óætan
skyndimat. Þá segir fréttaskýrandi
Ha’aretz: „Það er augljóst að hinn
djúpi fjandskapur sem Israelar
mæta nú á Vesturbakkanum og
Gaza er meginástæðan fyrir út-
breiddri andstöðu Palestínumanna
við frumkvæði Bandaríkjamanna.
Og þessi fjandskapur er reyndar
skiljanlegur í ljósi þess hve margir
hafa fallið og særst.“
Haft er eftir blaðamanni í Aust-
ur-Jerúsalem að palestínskur al-
menningur hafi ekki áhuga á þvi
um þessar mundir að ná samkomu-
lagi við ísraela, heldur fremur að
valda Israelum eins miklum þján-
ingum og mögulegt er.
Vilja ensku-
kennslu í
fyrsta bekk
Kaupmannahöfn. Morgunbladid.
MIKILL pólitískur þrýstingur er nú
á danska menntamálaráðherrann að
fallast á að enska verði kennd allt frá
1. bekk grunnskóla. Tillagan, sem
viðruð var í haust, nýtur stuðnings
mefrihluta þingmanna að því er virð-
ist og hafa tveir flokkar lagt til á
þingi að enskukennslan verði færð
niður úr 4. bekk í þann 1. sem sjö ára
gömul börn ganga í.
Jafnaðarmenn hafa þegar lagt
breytinguna til og Venstre mun feta í
fótspor þeirra á næstu dögum. Þá
nýtur tillagan stuðnings miðdemó-
krata og Ihaldsflokksins.
„Við lifum í heimi alþjóðavæðingar
og mér finnst að við eigum að stefna
að því að gera börnin tvítyngd. Við
getum hafið enskukennsluna í fyrsta
bekk eins og gert er í einkaskólum.
Þar er reynslan sú að börn geta alist
upp við bæði málin," segir Hans Pet-
er Baadsgaard, talsmaður jafnaðar-
manna í menntamálum, í samtali við
Berlingske Tidende.
Margarethe Vestager mennta-
málaráðherra hafnar þessu hins veg-
ar, segir danska skólanema tala
ágæta ensku og því fari fjarri að
kennslusérfræðingar séu sammála
um hvenær sé réttast að hefja
kennslu á erlendum tungumálum.
Reuters
Kaldur
sveinn
JOHN Fulton, frá St. Catherines í
Kanada, brá sér í hlutverk jóla-
sveinsins og sigldi á brimbretti á
Niagara-fljóti á landamærum Kan-
ada og Bandaríkjanna á dögunum.
Hann var í blautbúningi undir jóla-
sveinaklæðunum, og veitti áreið-
anlega ekki af, því það var verulega
kalt þarna, yfir 14 stiga frost og að
viðbættri vindkælingu var það nær
30 gráðum. Með þessu kalsasama
uppátæki var Fulton að safna áheit-
um til styrktar heimilislausum.
Rækjuverksmiðja til sölu
Til sölu er eign þrotabús Nasco Bolungarvík hf., fasteignin Hafnarstræti 80,
Bolungarvík, ásamt viðbyggingum og öllum vélum og tækjum til rækjuvinnslu.
Um er að ræða eina fullkomnustu rækjuverksmiðju landsins með 6 pillunarvél-
um og 2 laservélum. Æskilegt er að kauptilboð nái einnig til allra lausamuna í
húsinu sem tilheyra rækjuvinnslu.
Einnig eru til sölu fasteignir þrotabúsins í Hafnargötu 41, Hafnargötu 17-19
og Grundarstíg 10 í Bolungarvík.
Óskað er eftir tilboðum í ofangreindar eignir, hverja fyrir sig eða allar
saman, eigi síðar en föstudaginn 5. janúar 2001, kl. 16.00.
Nánari upplýsingar gefur Tryggvi Guómundsson hdl., Hafnarstræti 1,
ísafirði, sími. 456 3244, fax: 456 454, netfang: tryggvi@snerpa.is