Morgunblaðið - 29.12.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.12.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ljóðræn kaldhæðni BÆKIJR Skáldsaga SAGAN AF HEILAGA DRYKKJUMANNINUM Höf. Joseph Roth. Þýð. Jóhannes Helgi. 72 bls. Arnargrip. Reykjavík, 2000. JÓHANNES Helgi kveður svo að orði í inngangi að þessi stutta skáld- saga Josephs Roth lýsi ljóðrænni kaldhæðni. Það eru orð að sönnu. Jó- hannes Helgi minnir einnig á að Roth, sem lá gleymdur í gröf sinni frá því er hann lést 1939, hafi skyndi- lega verið dreginn fram í dagsljósið þegar ítalinn Ermanno Olmi gerði kvikmynd sem hann byggði á sög- unni. En Sagan af heilaga drykkju- manninum segir frá daglegu lífi - eða réttara sagt fjölbreytilegri lífs- reynslu - útigangsmanns í París. Jó- hannes Helgi telur að Roth sé þar að segja frá eigin reynslu. Andreas heitir aðalsögupersónan og er frá Slésíu. Hann hefur verið dæmdur fyrir glæp í Frakklandi, setið inni - í stuttan tíma þó þar sem hann taldist eiga sér málsbætur, en vísað úr landi þegar hann slapp úr fangelsinu. Hann hefur því ekkert leyfi til að dveljast í landinu. Eigi að síður láta yfirvöldin hjá líða að rag- ast í málum hans þar sem hann hefur ekkert heimilisfang. Þannig er hann ekki til fyrir laganna bókstaf en sef- ur undir Signubrúnum eins og aðrir hans líkar. Sú var tíð að dægurtext- inn Sous les ponts de Paris - Undir Parísarbrúnum - var sunginn um alla Evrópu. Undir brúnum njóta heimilislausir skjóls fyrir sól og regni. Clochard heitir slíkur úti- gangsmaður á máli þarlendra. Orðið dregur slóða til þess er utangarðs- menn létu fyrir berast í kirkjuturn- um, uppi undir klukkunum. Langt er nú liðið frá því er þeir stigu niðiu- úr turnunum og komu sér fyrir á Signu- bökkum. En Andreas er einmitt dæmigerður clochard. Allt um það er róninn undir Par- ísarbrúnum hvorki sálarlaus né sinnulaus þótt svo kunni að virðast ef horft er úr fjarlægð. Hitt er sönnu nær að hann gengur fyrir áfengi sem leiðir til firringar og flótta frá um- hverfinu. Líf hans líður í vímu eins og á mörkum svefns og vöku. Þrátt íyrir allt er heiðarleiki og skilvísi runnin honum í merg og bein. Þess vegna vill hann ekki með nokkru móti taka við tvö hundruð frönkum úr hendi góðborgara - sem var nú talsverð fjárhæð í þá daga - nema endurgreiða þá síðar. Góðborgarinn, sem tekið hefur sinnaskiptum í líf- inu, fellst þá á að frankarnir megi heita lán sem hann endurgreiði til heilagrar Theresu frá Lisieux, eða með öðrum orðum til kirkjunnar. Annar góðborgari, sem er að flytja úr fína húsinu sínu í annað fínna, ræður hann til búslóðarflutninga. Það hlutverk rækir Andreas af stakri kostgæfni. Gömul ástmær rekst á hann skömmu síðar og vill fyrir hvern mun taka hann á arma sína. Hún nær taki á honum um stund þar til honum tekst að flýja frá henni sofandi. Fleiri gerast ævintýr- in þótt ekki verði rakin hér. Saga þessi lýsir með ágætum því frjálslega andrúmslofti sem París- arbúar af öllum stigum nutu á ár- unum milli styrjaldanna. Frönsk tunga var enn í hávegum höfð um all- ar jarðir sem alþjóðamál mennta- manna. Listamenn hvaðanæva úr heimi settust að í París og nutu þar næðis og friðhelgi. Og sá háttur Paríasarbúa að hittast á kaffihúsum, oft undir beru lofti, brá svip léttleika og frjálsræðis yfir borgarlífið. Allt um það urðu sumir undir í barátt- unni um athygli og viðurkenningu og hurfu heiminum undir Signubrýr eins og Joseph Roth og söguhetja hans, Andreas. Það var hin skugga- lega bakhlið borgarlífsins. Þrátt fyrir allt kom fyi’ir að molar af borðum allsnægtanna hrytu í lófa utangarðsmannanna. Það er einmitt heppni af því taginu sem léttir líf Andreasar á síðustu ævidögum hans. Hann hefur þá talsvert fé handa á milli og er sífellt á leið að greiða heil- agri Theresu þá tvö hundruð franka sem henni ber. En það ferst einnatt fyrir. Þar til loks er hann stendur frammi fyrir henni sjálfri, að hann álítur. En jafnskjótt sem hann ætlar að reiða fram féð fellur hann í ómeg- in, er borinn til kirkju og hlýtur »hægan og fagran dauðdaga«. Sagan af heilaga drykkjumannin- um er stutt en samt nógu löng. Eng- ar málalengingar! Þetta er klassískt verk; minnir um sumt á miðaldasög- ur sem menn settu saman af ástríðu án minnstu vonar um þakklæti eða upphefð; drógu hvern staf með list og alúð og urðu jafnvel að blanda blek sitt sjálfii-! Þökk sé þýðanda að snúa henni til íslensks máls. Erlendur Jónsson Margs að minnast BÆKUR Endurminningar BERNSKUBROT eftir Bjarna Eirík Sigurðsson. Teikningar: Árni Elfar. 119 bls. Mál og mynd. Prentun: Steinholt ehf. 2000. BERNSKUBROT Bjarna Eiríks Sigurðssonar munu reist á endur- minningum. En að forminu til líkjast þau allt eins ljóðrænum smásögum. Það eru einkum smámyndir úr skauti náttúrunnar og minningabrot ungs drengs í sveitinni sem höfundur gerir sér far um að lýsa. Stundum lýsir hann í þaula einhverju sem kalla má smávægilegt eða jafnvel óverulegt. Hann leitast við að sjá það allt með augum drengsins sem er innan við tíu ára aldur í fyrstu þáttunum. Dreng- urinn er í vist hjá afa og ömmu vegna þess að móðirin er fráskilin og vinn- andi annars staðar. Lífið í sveitinni er fábrotið og einfalt. Drengurinn nýtur skjóls og ástúðar en hann nýtur ekki samvistar við jafnaldra og ríslar sér mest einn. Þannig kemur veröldin honum fyrir sjónir, friðsæl, hrein og óspillt, eins og í árdaga fyrir synda- fallið. Höfundur leggur mikið í þessar kyrrlífsmyndir. En það er vandasamt að útmála einfaldar náttúrulýsingar í löngu máli með þeim áhrifum að les- BÆKUR fslensk fræði SKAFTFELLINGUR Þættir úr Austur-Skaftafellssýslu. 13. árg. 144 bls. Ritstj. og ábyrgðarm. Zophonías Torfason. Útg. Sýslusafn Austur-Skaft. Prent- un: Prentsmiðja Hornafjarðar. Höfn, 2000. SKAFTFELLINGUR er árs- rit. Höfundar eru allmargir að vanda. Efnið er allt helgað hér- aðinu, mannlífi þess, sögu og nátt- úrufari. Hið síðast talda vegur þyngst. Jarðfræðin liggur þarna í loftinu ef svo má segja. Ekki vegna þess að landslag sé þarna stór- brotnara en annars staðar - sem það auðvitað er - heldur sakir hins að landið er einatt í örri mótun. Nanna Dóra Ragnarsdóttir skrifar um uppgræðslu í sýslunni. Því verkefni verður aldrei lokið þar sem eyðingaröflin eru sífellt að verki. Jökullinn hefur víðast hvar hopað eftir að framskrið hans stöðvaðist um 1890. Land það, sem hann skilur eftir sig, er auðvitað gróðurlaust og lífvana þegar það kemur undan freranum. Hvernig svo sem veðráttu verður háttað í framtíðinni er öruggt að jökullinn mun ekki standa í stað. Hreyfingar hans kalla á stöðug viðbrögð. Unn- andanum sé haldið vakandi. Það fer allt eftir því hversu höfundi tekst að blása lífsanda í stfl sinn. Bjama Ei- ríki tekst það misjafnlega, stöku sinnum allvel, stundum alls ekki. Dæmi um hið síðar talda er fyrsti þátturinn, Óyndi, þar sem sögupersónan er raunar orðin fulltíða maður og rifjar upp vetrarstemminguna frá Salzburg í Austun'íki. Þar hefur höfundurinn sannarlega lagt sig fram um að skrifa langt mál um lítið. En frá Austurrfld flýgur hann á vængjum hugans yfir hafið og árin heim á bernskuslóð í sveitinni þar sem þættimir ger- ast síðan að mestu leyti sem fyrr greinir. Einn þátturinn segir frá því er hann fellur í vatn og er lengi að koma sér upp á bakkann. Að lesa frásögnina af því getur reynt á þolinmæði lesandans. í öðram kafla segir frá brúðkaups- veislu í sveitinni. Giftingin kemur óþægilega við tilfinningalíf drengs- ins. Hann hefur þvi takmarkaða lyst á veisluréttunum og nýtur þess lítið að horfa á dunandi dansinn. Minning- arnar um brúðkaupið og veisluna verða því nokkrum trega blandnar. Ur sveitinni flyst drengurinn til Hveragerðis, en Hveragerði var þá ur Kristjánsdóttir útskýrir í þætti sínum, Vatnsdalur og Vatnsdals- hlaup, hvernig jökulhlaup breyta um farvegi og styrk eftir því hvort jökullinn skríður fram eða hopar. Kristján Benediktsson lýsti jökul- hlaupunum eins og þau komu hon- um fyrir sjónir á unglingsárum skömmu fyrir aldamótinl900. Lýs- ing hans er að finna í afar skemmtilegu erindi sem hann flutti 1954. »Jökulsporðarnir lágu þá sem næst á fremstu jökulöldum al- veg fram á grasigróna sléttuna og skriðjökulstangarnir bunguðu svo hátt milli fjallanna að fjöllin sýnd- ust smá til samanburðar,« segir þar. Jökulárnar voru löngum helsti farartálmi í héraði. Þrúðmar Sig- urðsson segir frá aðdraganda þess að Hornafjarðarfljót var brúað. Þáttur hans varpar auk þess ljósi á merkilegan kafla í samgöngusögu héraðsins. Sigurður Björnsson rit- ar stutta þætti, meðal annars hug- leiðingu um þá miklu gróðureyð- landsfrægur staður vegna skálda sinna og listamanna. Þar var Gunnar Benediktsson, frændi höfundar, Jó- hannes úr Kötlum, Kristmann Guð- mundsson, séra Helgi Sveinsson sem sendi frá sér kvæðabók og Höskuldur Björnsson listmálari, auk þess sem Kristján frá Djúpalæk átti þar heima um skeið. Árný Filippusdóttir setti ekki minni svip á stað- inn þótt hún væri á öðra sviði. En hún var svo ómissandi í sínu hlutverki að hún gat sem best leyft sér að ganga fram fyrir bið- raðir og láta afgreiða sig á undan öðram. Höfundur tók eftir þessu fólki sem gerði garðinn frægan og kynntist því ef til vill meira en fram kemur í frásögn hans. En þama fer hann því miður allt of fljótt yfir sögu og lætur þar með ónotað merkilegt frásagnarefni. Höfundur nefnir bók sína Bemskubrot. Það er réttnefni. Hann hefur margs að minnast, býr yfir auði endurminninga sem era með ýmsum hætti sérstæðar. En það er ekki nóg. Því persónulegri sem minningamar era því erfiðara getur reynst að gefa öðram hlutdeild í þeim. Erlendur Jónsson ing, einkum skóga og kjarreyðing, sem herjað hefur á landið jafnt og þétt allar götur frá landnámi. Sig- urður fellst á að sauðkindin eigi nokkra sök. En hún eigi alls ekki alla sökina. Hitt muni rétt vera að þar sem skógur er þegar eyddur komi fjárbeit í veg fyrir að hann vaxi á ný. Sigurður fer ekki með getgátur. Þáttur hans byggist á nákæmum athugunum sem hann gerði á áram áður. Tveir þættir fjalla um andlát og greftranir. Annar birtist í þýsku blaði fyrir stríð, hinn ritar Kristín Gísladóttir. Ritgerð sína, sem hún nefnir Þegar dauðann ber að garði, byggir hún á könnunum meðal héraðsbúa. Margt athyglisvert kemur fram í þætti hennar. Hún upplýsir hvernig útfararsiðir hafa breyst með breyttum þjóðfélags- háttum. Ennfremur getur hún þess að prestur nokkur hafi trúað sér fyrir því að hann hafi eitt sinn jarðsungið sama manninn tvisvar. Ástæðan hafi verið sú að aðstand- endurnir skiptust í tvo andstæða hópa sem ekki gátu ræðst við. Út- förin hafi svo verið auglýst eftir á þar sem sagt var að hún hefði farið fram í kyrrþey. Kristín tekur fram að þetta hafi ekki gerst í héraði hennar heldur á Reykjavíkursvæð- inu. Fróðlegur er líka þáttur Sigurð- ar Bjarnasonar um selveiðar á Skaftafellsfjöru. Það var vorkóp- urinn sem þeir, Skaftafellsmenn, veiddu þar í net, stundum svo hundruðum skipti. Verð á selskinn- um var þá alltaf viðunandi. Veiðin taldist því til verulegra hlunninda. Frá og með árinu 1978 lauk þess- um veiðum. Skinnaverðið hafði þá hrapað svo mjög að þetta var ekki lengur arðbært. »Þegar ég og fleiri líta um öxl,« segir Sigurður, »þá slær gullroðnum blæ á þessi 19 ár sem við stóðum í þessu ævintýri. 5.000 kópar lágu í valnum og var af því góð búbót. En meira um vert var að lifa og hrærast með öllum þessum góðu félögum. Þessir tímar koma aldrei aftur.« Öld tímaritanna er að sönnu lið- in eins og selveiðarnar á Skafta- fellsfjöra. Því ánægjulegra er að enn skuli þó unnt að halda úti svona vönduðu ársriti með blönd- uðu efni. Skaftfellingur er ekki vís- indarit. Margt hvað, sem þar hefur birst, mun þó koma vísindunum að góðu gagni í nútíð og framtíð. Erlendur Jónsson AP Píanó- snillingur LI Yundi, sem hér leikur á píanó, vann á dögunum fyrstu verðlaun í hinni virtu Frederic Chopin- keppni í píanóleik. Li, sem er átján ára gömul og nemur tónlist við Shenzhen- listaskólann í Kfna, er fyrsti keppandinn frá því árið 1985 til að hljóta gullmedalíu fyrir leik sinn í keppninni. Námskeið í Alexand- ertækni NÁMSKEIÐ í Alexandertækni fyrir söngvara verður haldið í Sal Tónlist- arskóla FÍH 3., 4. og 5. janúar nk. Kennari verður Angela Spohr en hún er söngkona og Alexander- tæknikennari og kennir við Tónlist- arháskólann í Freiburg im Breisgau í Þýskalandi. Angela Spohr hélt tónleika á ís- landi árin 1992 og 1999 og hélt hér námskeið sl. sumar. Kennslan fer fram í hóptímum. Upplýsingar og skráning fer fram hjá Þóra Fríðu Sæmundsdóttur. Vísindi við jökuljaðar Bjarni Eiríkur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.