Morgunblaðið - 29.12.2000, Blaðsíða 39
38 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 39 .
pOT0MnIlTílílÍíl
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MENNINGARBORGIN
ER AFLGJAFI
Þegar menningarárið var form-
lega sett í lok janúar síðastliðins
sögðust menn leggja upp með
það að þótt árið væri vissulega enda-
punktur á löngu undirbúningsferli
þyrfti það einnig að verða upphafið að
einhverju nýju. Ef það myndi nást væri
mikið unnið.
Auðvitað á sagan ein eftir að geta
dæmt um það hvort þetta markmið
menningarársins hafí náðst en ljóst má
þó vera að sá kraftur sem einkennt hef-
ur starf menningarborgarinnar þetta
ár hefur orðið mikill aflgjafí í íslensku
menningarlífí.
Stofnað var til fjölmargra stórvið-
burða sem lengi verða í minnum hafðir.
Að margra mati ber þar hæst upp-
færslu á Baldri Jóns Leifs sem þótti
takast með afbrigðum vel. Aðrir myndu
sjálfsagt segja að mesti viðburður árs-
ins hafí verið það víðtæka samstarf sem
tókst á milli aðskiljanlegra aðila vítt og
breitt um landið og utan þess.
Heyrst hefur sú gagnrýni á menn-
ingarborgarverkefnið að það væri
meiri skriffinnska en menning, að það
væri miklar og dýrar umbúðir utan um
afskaplega lítið innihald. I þessu við-
horfi endurspeglast ákveðin missýning
á gildi verkefna á borð við þetta og til-
gang.
I verkefni á borð við þetta verður til
mikið og kraftmikið samstarf á milli
fjölmargra stofnana og einstaklinga
sem annars myndu aldrei koma saman.
Eins og sannaðist hér þetta ár er hægt
að kalla fram mikið fé og ráðast í stór
verkefni með samstilltu átaki. Senni-
✓
Urslit kosninganna í Serbíu um síð-
ustu helgi innsigla þau umskipti
er urðu í haust er Slobodan Milosevic
var steypt af stóli í kjölfar þess að
hann neitaði að viðurkenna sigur Voj-
islavs Kostunica í kosningum um for-
setaembætti Júgóslavíu.
Flokkabandalagið DOS hlaut alls
rétt rúm 64% atkvæða en Sósíal-
istaflokkur Milosevics einungis tæp
fjórtán prósent atkvæða og SRS,
flokkur þjóðernisöfgamannsins Vojisl-
av Seselj, um 8,6%. Þá vekur athygli
að flokkur Vuk Draskovics, sem verið
hefur áberandi í serbneskum stjórn-
málum, náði ekki því 5% prósenta
marki, sem nauðsynlegt er til að fá
kjörinn mann á þing. JUL, flokkur
Míru, eiginkonu Slobodans Milosev-
ics, þurrkaðist sömuleiðis út af þingi
en fylgi flokksins reyndist einungis
brot úr prósenti, er kjósendur fengu
að tjá vilja sinn í frjálsum kosningum.
Flest bendir til að Zoran Djindjic
verði næsti forsætisráðherra Serbíu.
Djindjic er umdeildur stjórnmálamað-
ur og nýtur ekki nærri því jafnmikilla
vinsælda og Kostunica meðal almenn-
ings í Serbíu. Hann þykir hins vegar
kraftmikill stjórnmálamaður og er
þekktur fyrir að koma hlutum í verk.
Strax eftir kosningarnar lýsti hann
því yfir að hann myndi fyrirskipa
rannsókn á ásökunum á hendur Mil-
osevic og hét því að hann yrði sóttur til
saka. Ólíklegt er að ný stjórn muni
framselja Milosevic til stríðsglæpa-
lega hefur íslensk menning aldrei notið
jafnmikilla styrkja frá bæði atvinnulífi
og hinu opinbera. Og fullyrða má að
aldrei hafí jafnmargir komið að menn-
ingarstarfí hérlendis og nú en minna
má á að á fjórða hundrað tillagna frá
einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og
stofnunum á velflestum sviðum menn-
ingar- og atvinnulífs barst skipuleggj-
endum verkefnisins. Jafnframt má full-
yrða að aldrei hafí verið meira framboð
af menningarefni fyrir almenning en
þetta ár.
Einnig má ljóst vera að öll sú vinna
sem lögð hefur verið í verkefni ársins
og öll sú umfjöllun sem þau hafa fengið
hefur skilað sér í auknum skilningi
okkar og þekkingu á íslenskri menn-
ingu. Eitt af markmiðum ársins og ekki
það óverðugasta var að vekja Islend-
inga til gagnrýninnar hugsunar um
stöðu eigin menningar í alþjóðlegu
samhengi. Umræða um þau efni á eftir
að verða mikilvægur hluti af uppgjör-
inu á menningarárinu.
Meginniðurstaðan er sú að það hafí
ýmislegt orðið til á þessu ári sem ann-
ars væri erfítt að kalla fram. Um gengi
einstakra verkefna verður alltaf deilt.
Yfír höfuð virðist almenningur hins
vegar vera afar ánægður með hvernig
til tókst en samkvæmt niðurstöðum
könnunar Gallups sem birtar voru fyrir
skömmu eru 80% landsmanna jákvæð
gagnvart menningarborginni. I fram-
haldinu ríður þó á að það takist að
vinna farsællega úr þeim krafti sem
verkefnið framkallaði í íslensku menn-
ingarlífi.
í SERBÍU
dómstólsins í Haag, líkt og krafist hef-
ur verið, en ummæli Djindjics auka þó
líkur á því, að hann muni verða að
svara fyrir glæpi sína.
A næstunni mun svo koma í ljós
hvort takist að halda flokkabandalag-
inu DOS saman. Að því standa átján
flokkar og greinir þá verulega á um
mikilvæg málefni þótt þeir hafi sam-
einast í andstöðu sinni gegn Milosevic.
Djindjics bíður því ekki einungis hið
risavaxna verkefni að reisa Serbíu úr
þeim rústum, pólitískum jafnt sem
efnahagslegum, sem Milosevic skilur
eftir heldur einnig að halda stjórn
sinni saman. Lífskjör almennings í
Serbíu eru með því versta sem þekkist
í Evrópu og nær annar hver maður er
án atvinnu. Það neyðarástand sem rík-
ir í orkumálum Serbíu þessa dagana
er táknrænt fyrir stöðu landsins og
þótt Serbar fagni nú lýðræðislegri
stjórn er framtíðin dökk. Einnig má
búast við því að Svartfellingar muni á
næstu mánuðum gera tilraun til að
slíta sig úr júgóslavneska ríkjasam-
bandinu og framtíðarstaða Kosovo,
sem formlega er enn hérað innan
Serbíu, er óráðin með öllu. Allt mun
þetta reyna á innviði hins nýfengna
lýðræðis.
Pólitískur stöðugleiki og lýðræði í
Serbíu er forsenda þess að friður og
stöðugleiki haldist á Balkanskaga. Því
hlýtur það að vera eitt helsta for-
gangsverkefnið í evrópskum öryggis-
málum að veita Serbum aðstoð.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stærstu flugeldarnir valda
alvarlegustu slysunum
Áramótin eru framundan og þeim fylgir
slysahætta. Stærstu flugeldarnir valda
mestum skaða og alvarlegustu slysin verða
þegar fólk fær högg á auga.
FRÁ 28. desember í fyira til
2. janúar á þessu ári leit-
uðu alls 35 manns til
slysadeildarinnar í Foss-
vogi vegna slysa af völdum skot-
elda. Þrettán þeirra voru piltar á
aldrinum 10-14 ára. Af þeim 35 sem
slösuðust voru 31 karlmenn. Að
auki leituðu þrír beint til augndeild-
ar Landspítalans. Þetta eru um
helmingi fleiri en um fyrri áramót
en mun meira magni af flugeldum
var skotið upp en venja er til.
Stærstu sprengjumar ollu alvarleg-
ustu áverkunum.
Um meðferð skotelda er fjallað í
vopnalögum. Nú liggur fyrir Al-
þingi frumvarp til laga um breyt-
ingar á lögunum. Samkvæmt frum-
varpinu verður bannað að selja eða
afhenda barni yngra en 18 ára skot-
elda en aldurstakmarkið hefur
hingað til miðast við 16 ár. Þó verði
heimilt að selja börnum eldri en 15
ára skotelda til notkunar innan-
húss.
I greinargerð með frumvarpinu
segir m.a. að slys af völdum flug-
elda séu að öllum líkindum algeng-
ari hér á landi en í nágrannalönd-
unum. Það eigi sérstaklega við um
slys á börnum. Þá er vísað í sam-
antekt sem Haraldur Sigurðsson
augnlæknir gerði um skoteldaslys
um síðustu áramót. Þar kemur fram
að sex sjúklingar leituðu til augn-
deildar Landspítalans vegna
áverka af völdum flugelda. Allt voru
þetta karlmenn og helmingur
þeirra undir tvítugu. Tveir þeirra
munu sennilega bera varanlegan
skaða eftir þessi slys. Enginn
þeirra notaði öryggisgleraugu.
í svari dómsmálaráðherra við
fyrirspurn Ástu Möller kemur fram
að engar skýrar reglur eru til efnis-
innihald, púðurmagn, samsetningu,
stærð, þyngd og hávaðamörk flug-
elda sem selja má almenningi eða
nota við sýningar aðrar en þær sem
hafa skapast við reynslu undanfar-
inna ára. Væntanlega verði settar
skýrari reglur í nýrri reglugerð.
Blindir eftir flugeldaslys
Ingimundur Gíslason, sérfræð-
ingur í augnsjúkdómum við Land-
spítala - háskólasjúkrahús segir að
alvarlegustu áverkamir á augum
verði við högg. Brunaáverkar séu
mun sjaldgæfari. Menn geti hlotið
varanlegan skaða á sjón af völdum
skotelda og verði jafnvel blindir.
Þungt högg á auga geti rifið augað
eða skaðað það með öðrum hætti
þannig að sjónin hverfur.
Hann segir tívolíbomburnar svo-
kölluðu hafa valdið alvarlegustu
áverkunum á sínum tíma. Eftir að
þær voru bannaðar virðist honum
sem tímabundið hafi dregið úr slys-
um. Ingimundir leggur mikla
áherslu á að fólk noti öryggisgler-
augu á gamlársdag.
Margbrotnaði í andliti og brenndist í flugeldaslysi um síðustu áramót
Þeyttist nokkra
metra þegar
skotterta sprakk
Morgunblaðið/Þorkell
Baldur E. Hannesson hefur að mestu náð sér en á þd enn eftir að gang-
ast undir læknisaðgerð.
BALDUR Elfas Hannesson
slasaðist alvarlega á gaml-
árskvöld í fyrra þegar
hann fékk flugeld úr svokallaðri
skottertu í andlit og öxl. Baldur
kjálkabrotnaði, bæði kinnbein
hans brotnuðu og báðir augnbotn-
ar, öll bein í kringum nef brotn-
uðu, efri gómur hans losnaði frá
kinnbeini og það kvarnaðist úr
augnbrúnum. Hann hlaut tvo
djúpa skurði á efri vör, allt hár í
andliti hans og nefi brann og hár á
höfði hans sviðnaði. Þá brenndist
hann í munni aftur í kok. Hann
fékk mörg sár í andlitið og hann
marðist illa á öxl og brenndist á
bringu. Við höggið hlaut hann
einnig mar á heila og hefur nú, ári
eftir slysið, ekki enn fengið lykt-
arskyn og bragðskyn hans er
dauft. Þá er skammtímaminni
hans nokkuð gloppótt þótt það fari
batnandi. Fyrst í stað háði honum
einnig einbeitingarskortur. Enn
eru púðuragnir fastar f andliti
hans en með leysigeislameðferð
mun hann losna við þær á næsta
ári. Baldur var að mestu frá vinnu
fram eftir ári en hefur nú snúið
aftur til starfa. Hann er rafvirki og
rekur fyrirtækið Rafsól ehf. ásamt
bróður sfnum.
Kastaðist nokkra metra við
sprenginguna
Slysið varð nokkru fyrir mið-
nætti á gamlárskvöld fyrir utan
heimili hans við Gnoðarvog í
Reykjavík. Baldur sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að fjöl-
skylda hans og nokkrir vinir hefðu
sameinast um að kaupa veglegan
skammt af flugeldum í tilefni alda-
mótanna. Einkum hefðu verið
keyptar skottertur og aðrir slíkir
flugeldar en Baldur taldi sig
öruggari með að kaupa skottertur.
Þá þurfí aðeins að kveikja einu
sinni í stað þess að vera í sífellu að
skjóta upp minni flugeldum. „Ég
opnaði kassann en það gekk illa að
kveikja í þræðinum. Ég kraup á
öðru hnénu og reyndi að vera eins
langt frá skottertunni og ég gat,“
sagði Baldur. Þegar eldur kom í
kveikiþráðinn fuðraði hann upp.
Baldur áttaði sig þá á að eitthvað
var að. Hann ýtti syni sínum sem
stóð að baki honum frá og náði að
bera vinstri höndina fyrir sig áður
en sprengingin varð. Skottertan
sem Baldur kveikti í var um 16 kg.
I henni voru flugeldar sem eiga að
springa í um 40-60 m hæð. Engin
þeirra fór svo hátt heldur sprungu
flest skotin í um 'k-2 m hæð. Bald-
ur fékk fyrst skot í hægri öxl, síð-
an strax á eftir í kjálkann vinstra
megin og hið þriðja fór beint fram-
an á nefið. Við höggið kastaðist
Baldur nokkra metra afturbak.
Hann var klæddur í kuldagalla
með hettu og derhúfu. Eldur
komst 1 hettuna og hálsmálið og
Baldur velti sér um til að slökkva
logann og tók síðan siy'ó til að kæla
andlitið. Sonur Baldurs fékk neista
í sig og brenndist á andliti en hefur
að mestu náð sér af meiðslum sín-
um.
Sjúkrabifreið flutti Baldur þeg-
ar á slysadeildina í Fossvogi. „Ég
hélt ég væri bara með blóðnasir.
Ég hugsaði með mér að ef þeir
yrðu snöggir gæti ég verið komin
heim fyrir miðnætti," segir Bald-
ur. Við tók um þriggja vikna Iega á
sjúkrahúsi á meðan gert var að
meiðslum hans. Baldur var á fljót-
andi fæði vikum saman og á einni
viku léttist hann um sjö kíló. Þrátt
fyrir að hafa hlotið alvarlega
áverka segir Baldur Ijóst að mun
verr hefði getað farið. Sjón hans er
t.a.m. algerlega ósködduð. „Þessir
læknar eru snillingar," segir hann.
Gölluð skotterta
Baldur segir fullljóst að skot-
tertan hafi verið gölluð. Hann hafi
ekki getað farið að hlutunum með
meiri gát. „Ég held það hafi verið
erfitt að gera betur. Ég bað fólkið
að fara frá og hallaði tertunni ör-
lítið frá fólkinu," segir Baldur.
„Ég teygði mig eins langt og ég
gat. Ég gat ekki verið lengra frá
tertunni." Þegar tertan sprakk
þeyttust skoteldar í allar áttir og
flestir þeirra sprungu í lítilli hæð.
Um það getur fjöldi vitna borið
um. Sprengingin var það öfiug að
þjófavarnarkerfi í bifreiðum fóru í
gang langt frá húsinu.
Baldur segist þaulvanur að
skjóta upp flugeldum enda hafði
hann mjög gaman af því þar til
slysið varð. Hann útilokar að tert-
an hafi oltið og það geti fólk sem
var á staðnum staðfest. Þá tekur
Baldur fram að hann hafi ekki ver-
ið undir áhrifum áfengis þegar
slysið varð. Hann hafi aðeins
drukkið 1-2 glös af rauðvíni með
kvöldmatnum um kl. 18. Reyndar
hafi hann ekki verið með öryggis-
gleraugu en læknar hafi tjáð hon-
um að það hefði lítið stoðað. Skotin
sem Baldur fékk í sig komu í nef
hans, kjálka og öxl.
Hann telur fulla þörf á að herða
eftirlit með sölu skotelda og selja
reglur um gæðastaðla. Þó sé lík-
lega aldrei hægt að koma í veg fyr-
ir slys líkt og hann varð fyrir. „Ef
það er ekki nema 1% gallað þá er
Íiað mikið miðað við það magn sem
slendingar skjóta upp,“ segir
Baldur.
Um þessi áramót ætlar Baldur
ekki að skjóta upp flugeldum held-
ur láta sér nægja að horfa á her-
leghcitin út um stofugluggann.
Baráttan fyrir
hluthafaréttind-
um í Rússlandi
Reuters
Tsjúbaís, til vinstri, Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, og Pútín skála
við opnun nýs raforkuvers skammt frá Pétursborg fyrir skömmu.
eftir Borís Fodorov
© Project Syndicate
MISNOTKUN stjórnenda og
meirihlutaeigenda á hluthöfum
hindrar erlenda fjárfestingu í
Rússlandi. Því er ekki að undra
að umbætur á stjórnun fyrir-
tækja og verndun þeirra sem
eiga minnihluta hlutabréfa eru
komin á dagskrá ríkisstjórnar
Pútíns. Nú á dögum er orðið fá-
tíðara að hluthöfum sé meinaður
aðgangur að hluthafafundum eða
nöfn þeirra séu strikuð út af hlut-
hafaskrá, en hér áður fýrr voru
þetta vinsælar brellur. Sumir „fá-
mennisstjórnarliðar" hafa tekið
stakkaskiptum og reyna nú að
bæta ímynd sína meðal fjárfesta.
Sum fyrirtæki, eins og til dæmis
olíurisinn Yukos, hafa jafnvel til-
nefnt óháða forstjóra erlendis
frá. Svona einkageiraumbætur er
aftur á móti hvergi að sjá í
stórum fyrirtækjum sem stjórn-
völd ráða, jafnvel þótt talsverður
fjöldi hluthafa í mörgum þessara
fyrirtækja sé í minnihluta og
þurfi á að halda vernd fyrir mis-
notkun af hálfu stjómenda.
Hroki stjómenda þessara fyrir-
tækja hefur reyndar aukist, og
þeir hafa fundið upp nýjar leiðir
til að brjóta rétt hluthafa. Sem
óháður meðlimur í stjómum raf-
magnsfyrirtækisins RAO UES
og gasrisans Gazprom, veit ég
nákvæmlega hvað þeir eru duttl-
ungafullir.
Sameinuðu rafveiturnar (UES)
eru undir stjórn Anatolís Tsjúba-
ís, fyrrverandi aðstoðarforsætis-
ráðherra, sem er þekktur fyrir
umbætur. Á stjómarfundum
greiða hlýðnir innanhússstjóm-
endur yfirleitt atkvæði gegn mér
og hafa betur. Ef yfirmenn UES
vilja kaupa háhýsi þrátt fyrir að
tap fyrirtækisins nemi 350 millj-
ónum dollara eru þeir sáttir við
það. I nóvember vomm við beðn-
ir að samþykkja - án endurskoð-
unar - gífurlegar yfirgreiðslur
vegna stjórnunar. Stundum frétt-
um við að UES hafi eignast sjón-
varpsstöð eða fjármagni flokks-
brot í Dúmunni í gegnum
dótturfyrirtæki. Að fá upplýsing-
ar um þessi mál er næstum því
ógerningur.
Eftir þrjú ár sem aðalfram-
kvæmdastjóri ákvað Tsjúbaís að
„endurskipuleggja" UES, og hélt
að fagurgali um samkeppni og
aukið frelsi myndi tryggja honum
áframhaldandi stuðning frá New
York og London. Hann reyndi að
kúga frjáfesta á stjómarfundi í
Kreml þar sem - samkvæmt
góðri og gildri sovéskri hefð -
þess var vænst að allir myndu
greiða atkvæði samhljóða um að
skipta fyrirtækinu í litlar eining-
ar sem síðan mætti selja ódýrt til
góðvina, pólitískra samheija og
vinalegra fámennisstjórnarliða.
Þegar hluthafar færðust undan
reyndi Tsjúbaís að slá vopnin úr
höndum andstæðinga sinna og
breytti einhliða samkomulaginu
við Bank of New York til að geta
ráðið því hvemig flestir banda-
rískir hlutabréfarétthafar
greiddu atkvæði.
Mörgum hluthöfum í UES var
misboðið og þeir seldu hlutabréf
sín. Aðrir berjast áfram, og hafa
kallað saman sérstæðan hluthafa-
fund, kvartað við ríkisstjórnina
og ætla ef til vill að höfða mál.
Hvað vilja fjárfestar gera? Skera
úr um hvort yfirvöld eigi að ráða
raforkuverði, koma í veg fyrir
þjófnað og óstjóm, koma málefn-
um fyrirtækisins í lag áður en
Til þess að árangur
náist í stjórn
ríkisfyrirtækja þarf
Pútín ekki á að
halda nýjum
lagasetningum
eða lánum frá IMF.
„endurskipulagning" fer fram.
Enginn fjárfestir telur að núver-
andi stjóm fyrirtækisins muni
selja eignir þess á sanngjörnu
verði.
Svipaðar misgjörðir, af ýmsu
tagi, hafa verið framdar í orku-
risanum Gazprom, þar sem sov-
éskfr stjórnendur af gamla skól-
anum óstjóma. Aftur er þetta
spuming um gildi hluthafanna,
en þeir óttast að milljarðar doll-
ara séu að hverfa úr fyrirtækinu.
Það rennir stoðum undir grun-
semdir þeirra að hlutabréf í
Gazprom hafa ekki fylgt hluta-
bréfavísitölu og fyrirtækið greið-
ir ekki viðeigandi arð. Hluthafar
vita um hundruðlandbúnaðarfyr-
irtækja, hótela, glæsihúsa,
banka, fjárfestingarfyrirtækja og
einkaþotna sem eru í eigu
Gazprom. Þessir hlutir varða lítið
meginviðskipti Gazproms, það er
tap á rekstrinum á þeim og þeir
eru líklega notaðir til að beina
fjármunum fyrirtækisins til
stjómenda. Reyndar eru stór
dótturfyrirtæki, sem stjómendur
eiga hlutabréf í gegnum börn sín
og aðra ættingja - til dæmis
stóra byggingafyrirtækið Stroitr-
ansgaz sem hefur margra millj-
arða dollara samninga við Gazpr-
om - stofnuð reglulega og hlut-
hafar virðast ekki geta gert neitt
til að koma í veg fyrir þetta.
Hluthafar frétta líka af því að
Gazprom hafi veitt fjárhagslegar
tryggingar til aðila sem - að
minnsta kosti opinberlega - hafa
ekkert með viðskipti fyrirtækis-
ins að gera. Dæmi um þetta er
Media/Most-hópurinn, sem af
ókunnum ástæðum var fjármagn-
aður af Gazprom íyrir yfir hálfan
milijarð dollara! Því hefur meira
að segja heyrst fleygt í Moskvu
að ástæðan fyrir handtöku eig-
anda Media/Most, Vladimfr Gús-
inskí, á Spáni nýverið vegna
ákæm Interpols hafi verið ósk
saksóknara í Moskvu um að fá að
vita allt sem Gúsinskí veit um
innviði Gazprom.
En leynilegir samningar við
Media/Most eru ekki nema topp-
urinn á ísjakanum. Miklar grun-
semdir hafa kviknað vegna
tengsla Gazprom við fyrirtækið
ITERA sem hefur bækistöðvar í
Flórída og vaxið að veltu um
marga milljarða og er orðið álíka
stórt og Gazprom á aðeins nokkr-
um árum. Fjárfesta grunar að
slíkur vöxtur hafi einungis verið -
mögulegur á kostnað Gazprom. I
Ukraínu, til dæmis, eru milljarða
dollara birgðir af rússnesku gasi
ógreiddar á hverju ári. Rússnesk
stjórnvöld ræða við Úkraínu-
stjóm. Án árangurs. Skyndilega
kemur í ljós að einn þriðji af gas-
birgðum Úkraínu eru undir
stjórn ITERA og maður veltir
því fyrir sér hvers vegna svo sé,
og hvert peningamir fari.
Falsanir era auðveldar vegna
þess að stjórnvöld hafa ekki gefið
innlent gasverð nógu frjálst.
Verslun Gazprom í Rússlandi er
oft dulbúin sem óljós vöraskipti.
Þrátt fyrir þetta virðist sem eign-
arhaldsfyriríæki Gazprom vaði í
seðlum um leið og framleiðslu-
dótturfyrirtæki þess virðast flest
vera á hausnum og borga aldrei
alla skatta. Sem ráðherra beitti
ég Gazprom eitt sinn þrýstingi
vegna skattamála og var kallaður
í þinghúsið af sárreiðum fulltrú-
um. Margir Dúmu-liðar og sveit-
arstjórar eiga Gazprom embætti
sín að þakka.
Stjórnendur ríkisfyrirtækja á
borð við Gazprom og UES lifa í
lystisemdum sem hæfa fámenn-
isstjórnarliðum, safna í sarpinn
og leika sér í pólitík. Hvers vegna
era augljósar vísbendingar um
spillingu, eignarán og beina
þjófnaði ekki rannsakaðar og
refsingar veittar, jafnvel þótt
bæði fyrirtækin séu að meirihluta
í ríkiseigu og flestir stjórnar-
menn tilnefndir af ríkinu? Að-
gerðarleysi Pútíns lítur út eins og
veikleiki og þessi hneykslismál
hrekja erlenda fjárfesta í burtu.
Þögn Plútíns forseta um þetta
vekur furðu.
Til þess að árangur náist í
stjórn ríkisfyrirtækja þarf Pútín
ekki á að halda nýjum lagasetn-
ingum eða lánum frá IMF. Hann
ætti að taka upp símann og reka
forstjóra sem stofna Rússlandi í
hættu. Þetta yrði skýrasta merk- *
ið um fyrirætlanir hans um að
koma umbótum af stað. Einka-
fíárfestar - og reyndar allir rúss-
neskir borgarar - bíða og sjá.
Borís Fedorov er fyrrverandi að-
stoðarforsætisráðherra ogfjár-
málaráðherra Rússlands.