Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 45 KIRKJUSTARF Hafnarfjarðarkirkja. SKOÐUN ann um ölmusu.“ Athugum þessa samlíkingu betur. Alþingi hefur sett lög um leigubifreiðar. Pau eru nr. 61/ 1965. Skv. 4. gr. þeirra er samgöngu- ráðuneytinu heimilt með reglugerð að takmarka fjölda bifreiða í leigu- akstri. Þessi takmörkun hlýtui’ að vera gerð í þágu leigubifreiðastjóra svo að tekjur þeirra aukist. Hér er því um takmarkaða auðlind að ræða. Dettur einhverjum í hug að þessi takmörkuðu leyfi séu sameign þjóð- arinnar vegna þess að hér sé um að ræða verðmæti, sem skapist fyrir til- stuðlan löggjafans? Hvernig er þess- um leyfum úthlutað? Ætti að bjóða þau upp og selja þau hæstbjóðanda, svo að tekjurnar renni til rQdssjóðs og þjóðin fái þannig réttmætan arð af þessari eign sinni? Varla. Það er ekki hlutverk í-íkisvaldsins fyrir hönd þjóðarinnar að leggja und- ir sig eignir hennar, heldur að setja almennar reglui’ um innbyrðis við- skipti og samskipti landsmanna, sem skapa þessi verðmæti. Það er hlut- verk ríkisvaldsins að úthluta alls kyns verðmætum, réttindum, fjái’- munum, eignum og auðlindum. Margar aðferðir geta átt við sam- kvæmt eðli málsins hverju sinni. Stundum úthlutun, stundum veiting, stundum uppboð, stundum sala. En grundvallarsjónarmiðið ætti að vera það að ríkisvaldið afsetji þessi verð- mæti aðeins einu sinni í upphafi en láti landsmenn um að höndla með þessi gæði sín á milli eftir að þeim hefur verið skipt upp í upphafi. Höfundur er stórkaupmaður og lýðveldissinni. Biskupsmessa á nýársdegi í Hafnarfjarð- arkirkju Safnaðarstarf AF ÞVÍ einstæða tilefni að ný öld og árþúsund er að hefjast mun biskups- messa með altarisgöngu fai’a fram í Hafnarfjarðarkirkju á nýársdegi 1. janúai’ 2001 kl. 14.00. Vígslubiskup Skálholtsbiskupsdæmis, sr. Sigurður Sigurðarson, mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Gunnþóri Inga- syni sóknarpresti. Páll Rósinkranz syngur einsöng við undirleik Óskars Einarssonar á flygil en Páll hefur getið sér gott orð fyrir söng, bæði trúarsöngva og dægurlög. Fullskip- aður Kór Hafnarfjarðai’kirkju mun leiða safnaðarsöng og syngja sem stólvers „Sjá dagar koma“ undir stjóm Natalíu Chow organista. Boðið er til kirkjukaffis eftir messuna í Strandbergi. Dýrmætt er að sem flest sóknar- böm Hafnarfjai’ðarkirkju og aðrir sem hug hafa á sæki þessa hátíðar- og biskupsmessu á nýársdegi nýrrar aldar og líti yfir liðna tíð og öld í líkn- arljósi Drottins og horfi fram í von og trú og biðji fyrir öldinni nýju og fram- tíðinni. Prestar og sóknamefnd HafnarQarðarkirkju. Laugameskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrandar Þórarins- dóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrii’ börn. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu. Grafarvogskirlga. Al-Ahon-fundur kl. 20. Ilafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkoma kl. 11. í dag sér dr. Stein- þór Þórðarson um prédikun og Þór- dís Malmquist sér um biblíufræðslu. Barna- og unglingadeildir á laugar- dögum. Súpa og brauð eftir samkom- una. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21 Styrkur unga fólks- ins. Dans, drama, rapp, prédikun og mikið fjör. Sjöundadagsaðventistar á íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11, sameiginleg fyrir Reykjavík og Hafn- arfjörð í umsjón ungmennafélagsins. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðu- maður Einar V. Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla W. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. RAQAUGLVSIIMGAR KÓPAVOGSBÆR FRÁ LINDASKÓLA Starfsmann vantar í 75% starf í Dægradvöl Laun samkv. kjarasamningum Starfsmannafélags Kópavogs og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar gefur Gunnsteinn Sigurðsson skóla- stjóri f síma 861 7100. Starfsmannastjóri ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Ljósamaður Þjóðleikhúsið óskar að ráða rafiðnaðarmann til starfa í Ijósadeild. Tölvukunnátta æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningi RSÍ við rík- issjóð. Nánari upplýsingar veitir Páll Ragnarsson, Ijósameistari Þjóðleikhússins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, þurfa að berast framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, fyrir 3. janúar næstkomandi. 2Hor0ttnlilaÞiÞ Blaðbera mmmhmhmmmmí vantar • I Garðabæ, Espilund og Fossvog í Reykjavík, Afleysingar á Arnarnesi. Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu A KOPAVOGSBÆR FRÁ HJALLASKÓLA Hver vill kenna okkur? Við erum 8 ára nemendur í Hjallaskóla, sem verðum kennaralausir um áramót, þar sem kennari okkar fer í barnsburðarleyfi. Við þurfum nauðsynlega á nýjum (umsjónar)- kennara að halda til að geta stundað nám okkar áfram. Möguleiki er á meiri kennslu ef óskað er t.d. aðstoð við heimanám og kennslu í samfélagsfræði hjá eldri nemendum. Við teljum skólann spennandi kost fyrir hæfileikaríka kennara, sem vilja taka þátt í fjölbreyttu og krefjandi skólastarfi. Til að kynnast skólanum nánar bendum við á vefinn okkar: (http://hjallaskoli.kopavogur.is) Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um störfin gefur Stella Guðmunds- dóttir, skólastjóri í síma 554 2033 og 553 4101. Starfsmannastjóri Hagfræðingur Alþýðusamband íslands óskar að ráða hagfræðing til starfa hjá Hagdeild ASÍ. Starfssvið: Aðstoð við gerð kjarasamninga, útreikningar af ýmsu tagi, þátttaka í starfi við stefnumótun á sviði efnahags-, velferðar-, félags- og atvinnumála. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2001. Umsóknir sendist til Rannveigar Sigurðardóttur á skrifstofu ASI sem einnig gefur upplýsingar um starfið. Póstfangið er Alþýðusamband íslands, Grensásvegi 16A,108 Reykjavík. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR VSjálfstæðisfélagar > í Kópavogi Nú er komið að því. Hið árlega þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verdur haldid laugardaginn 27. janúar 2001 í Lionsheimilinu, Auðbrekku 25-27. Húsið verður opnað kl. 18.30 og borðhald hefst kl. 19.00. Miðaverð kr. 4.000. Veislustjóri verður Halla Halldórsdóttir. Miðasala ferfram hjá Sjálfstæðisfélagi Kópavogs, Hamraborg 1, laugardagana 13. og 20. janúarfrá kl. 10-12. Einnig er hægt að panta miða og fá nánari upplýsingar í síma 564 2317 alla virka daga frá kl. 10-12. Sjálfstæðisfélagar — setjum upp sparisvipinn, klæðum okkur í dansskóna og gerum þetta að fjörugasta þorra-{- þlóti hingað til. Allir velkomnir. Nefndin. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan Félagsfundur verður haldinn föstudaginn 29. desember kl. 14:00, um borð í Sæbjörgu, skipi Slysavarnaskóla sjómanna, við Grandagarð. Stjórnin. augl@mbl.is Sparaðu þér umstang og tíma með því að senda atvinnu- og raðauglýsingar til birtingar í Morgunblaðinu með tölvupósti. Notfærðu þér tæknina næst. plðrgunMaMb

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.