Morgunblaðið - 29.12.2000, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sævar Már Stein-
grímsson fæddist
í Neskaupstað 28.
júní 1943. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 19. des-
ember. Foreldar
hans voru Steingrím-
ur Guðnason verslun-
arstjóri, f. 18.4.1915,
d. 6.7.1973. Systkini
hans eru Einar Stein-
grímsson verkstjóri,
f. 31.12.1947, og Sig-
fríður Steingríms-
dóttir starfsm. leik-
skóla,f. 25.6.1951.
Hinn 7.5.1966 kvæntist Sævar
Báru Hákonardóttur ritara, f. í
Reykjavík 21.4.1946. Foreldrar
hennar eru Ólafía Árnadóttir, f.
23.11.1916, og Hákon ísfeld Jóns-
son málarameistari, f. 1.11.1912.
Börn Sævars og Báru eru: 1)
Hrönn snyrti- og fótaaðg.fræðing-
Ó elsku pabbi, fyrir þremur vikum
hefði okkur ekki órað fyrir því að vera
í þessum sporum í dag. Allt í einu
snerist heimurinn við og þú varst far-
inn án nokkurs fyrirvara. Það er svo
ea-fítt að hugsa til þess að fá ekki að
njóta fleiri yndislegra samverustunda
með þér, sérstaklega nú um jólin, þar
sem þú varst mesta jólabarnið í fjöl-
skyldunni. Það verður skrýtið um
áramótin að fá ekki „a la pabba“ fyllta
lambalærið sem aldrei klikkaði.
Það er svo óendanlega sárt, pabbi,
að þurfa að horfast í augu við raun-
veruleikann. Oft þegar við vöknum á
morgnana, vonum við að þetta sé allt
saman bara draumur. Hugurinn er
reikull og erfitt að hugsa skýrt. En
þéjð sem hjálpar okkur að takast á við
soí’gina eru hinar óteljandi góðu, ynd-
islegu og skemmtilegu minningar
sem við eigum um þig, elsku pabbi.
Það er svo margt sem við viljum
þakka þér, það sem þú hefur kennt
okkur hefur verið gott veganesti í líf-
inu. Þú varst einstaklega hjartahlýr
maður sem vildir öllum vel, við nutum
góðs af umburðarlyndi þínu og skiln-
ingi í okkar garð. Traustur varst þú
og heill og við vissum hvar við höfðum
þig, það var alltaf hægt að leita til þín
þegar eitthvað bjátaði á. Hvatningin
frá þér hefur verið okkur mikilvæg.
Þú sagðir oft: „Enginn er meiri en
þið, það eru allir jafnir, þið getið sett
ykkur markmið og unnið að þeim og
eigið sömu möguleika og aðrir. Það
íí>m maður gefur af sér, fær maður til
baka í sömu mynt.“
Þú varst alltaf svo léttur í lundu og
hafðir mikla kímnigáfu, við vitum al-
veg hvaðan við höfum prakkaraskap-
inn, elsku pabbi. Þær eru ófáar stund-
imar sem við áttum saman með þér
þar sem þú sagðir frá skemmtilegum
atburðum frá liðnum tímum og til
dagsins í dag. Það er ekki öllum gefið
að sjá fyndnu hliðar hversdagsleikans
eins og var þér svo eðlilegur eigin-
leiki. Það er gaman að minnast þess
þegar þú varst að lesa fyrh’ okkur
systkinin þegar við vorum lítíl. Þú
hlóst oft svo mikið sjálfur, að þú hætt-
ir að geta lesið fyrir tárum og mamma
tók við og þú hélst áfram að hlæja
/aeð okkur. Þú varst einstaklega
barngóður maður og hafðir yndi af
návist bama og unglinga. Þú vildir
allt fyrir okkur og bamabömin gera
og vildir að við nytum æskunnar sem
best. Allir vinir okkar vom velkomnir
inn á heimilið og hafðir þú ánægju af
því að fylgjast með og taka þátt í lífi
unga fólksins.
Elsku pabbi, við munum reyna að
lifa áfram í þínum anda, vera hreinar
og beinar og sjálfum okkur sam-
kvæmar. Ekki hafa áhyggjur af
mömmu, við munum gæta hennar vel
íyrir þig.
‘Takk fyrir allt, elsku pabbi, Guð
blessi þig.
Þínar dætur,
Hrönn og Drffa.
Elsku pabbi, það er erfitt að skilja
tilgang þeirra atburða sem átt hafa
stað undanfamar vikur, tilgang
þ6ss að kalla þig í nýtt hlutverk þegar
ur, f. 21.9.1966, gift
Arnari Þóri Ingasyni
flugvirkja og eru
þeirra börn: Harpa
Sif 13 ára og Ómar
Þór 8 ára. 2) Drífa
leikskólakennari og
nemi, f. 10.3.1971. 3)
Sævar Már markaðs-
fræðingur, f. 3.1.
1973, og dóttir hans
og Erlu Bjargar
Gunnarsdóttur er
Kara Björk, f. 4.4.
2000. Sævar ólst upp
í Neskaupstað og bjó
þar til ársins 1982.
Hann var prentari að mennt og
starfaði í Nesprenti í 16 ár. Síð-
ustu 18 árin starfaði Sævar lengst
af sem sölustjóri matvælasviðs hjá
Plastprenti hf. í Reykjavík.
Utför Sævars fer fram frá
Digraneskirkju í Kópavogi í dag
og hefst athöfnin klukkan 10.30.
hlutverk þitt virtist nógu stórt meðal
okkar sem eftir stöndum. Við þessari
spurningu er ekki til neitt eitt rétt
svar og verður hver og einn að finna
svarið og sáttina í sjálfum sér. Það er
hinsvegar mun auðveldara að hugsa
um tilgang þeirra 57 ára sem þú lifðir,
það mikla sem þú gafst af þér til allra
þeima sem þú hittir á lífsleiðinni og
vom reiðubúnir að þiggja.
í hugum fólks er einstaklingur það
sem hann gefur af sér, það framlag
sem hann leggur inn í líf annarra.
Þess vegna ert þú og verður í mínum
huga mikill og góður maður. Eg naut
barngæsku þinnar í æsku, umvafinn
hjartahlýju og lífsgleði. Ég naut
trausts þíns og visku í öllu sem ég tók
mér fyrir hendur. Ég naut hins óend-
anlega umburðarlyndis og skilnings
sem þú hafðir á þörfum og tilfinning-
um annarra og ég naut aftur barn-
gæsku þinnar eftir að Kara litla kom í
heiminn.
Þú talaðir ekki oft um afa sem dó
þegar þú varst þrítugur og ég sex
mánaða en sagðir þó eitt sinn að sár-
ast hefði verið að missa hann þegar
þú varst virkilega farinn að meta
hann að verðleikum sínum. Það er því
gríðarlega sárt að þurfa nú að segja
nákvæmlega sama hlutinn um okkur
feðgana. Auðvitað elskar maður alltaf
pabba sinn en þegar sonur nálgast
þrítugt og faðir sextugt fara persónu-
leiki og skapgerð, kímnigáfa og
ahugamál að skarast í auknum mæli.
Ég var farinn að hlakka til að eiga
góðar stundir með þér og fjölskyld-
unni, hlakka til að fara í veiðiferðir,
þræta um gengi míns liðs í handbolt-
anum, ræða um lífið og tilveruna og
gera allt sem við vorum búnir að ák-
veða að gera.
Mest hlakkaði ég þó til að eiga
stundir með þér og Köru litlu. Hún
hændist strax að þér og bamgæsku
þinni og þú hafðir einstakt lag á því að
hugga hana, jafnvel þegar ég, sjálfur
pabbinn, var í vandræðum. Leiðir
ykkar lágu saman í stuttan tíma en ég
veit að bæði nutuð þið góðs af falleg-
um samverustundum og munuð gera
um ókomna tíð, hvort á sínum stað.
Elsku pútti, þú gafst mér flest það
mikilvæga sem ég á í dag og ruddir
brautina fyrir mig út í lífið. Ég stend í
mikilli skuld við þig sem alltaf stóð til
að borga til baka en verð að láta þakk-
lætið í hjartanu jafna út þá skuld. Ég
þakka þér, elsku pabbi, fyrir allar
samverustundirnar. Ég þakka ástina
og hlýjuna, viskuna, traustið og
stuðninginn sem mótað hafa mig og
búið mig undir lífið. Ég mun heiðra
minningu þína á þann hátt sem ég tel
réttan, þ.e. að virkja í mér um
ókomna tíð allt það góða sem þú hafð-
ir í fari þínu og kenndir mér. Þannig
munu þín lífsár áfram þjóna tilgangi í
mínu lífi og allra þeirra sem ég á eftir
að snerta á minni lífsleið.
Guð blessi þig og varðveiti,
Þinn sonur,
Sævar Már.
Við vinir Sævars yngri viljum með
nokkrum orðum minnast Sævars
Más Steingrímssonar sem nú er fall-
inn frá eftir stutta sjúkralegu langt
fyrir aldur fram. Við höfum alla tíð
verið aufúsugestir á heimili þeirra
Sævars og Báni og gilti jafnan einu
hvort Sævar yngri var heima eða ekki
þegar einhvern okkar bar að garði.
AUtaf var manni boðið inn í kaffi og
létt spjall, og hafði Sævar alltaf mik-
inn áhuga á að vita um hagi manns og
voru ófáar stundimar sem hann
ræddi við okkur um heima og geima.
Svo er því farið:
Sásemeftirlifir
deyrþeimsemdeyr
en hinn dáni lifir
íhjartaogminni
mannaerhanssakna.
Peireruhimnamir
honum yfir.
(Hannes Pét.)
Elsku Bára, Hrönn, Drífa og Sæv-
ar. Við vitum að missir ykkar er mikill
og getm' jafnvel virst óyfirstíganleg-
ur. Megi algóður Guð styrkja ykkur á
þessum erfiðum tímum. Við vonum að
lífsgleði og bjartsýni Sævars heitins
verði ykkur að leiðarljósi.
Eiríkur, Hlffar, Jón Agnar,
Jóhann, Sigurbjöm og
Þórður.
Ég var 14 ára og í fyrsta sinni einn
úti í hinum stóra heimi. Næstelsta
systir mín, Halldóra, og hennar góði
maður, Guðröður Jónsson í Neskaup-
stað, höfðu boðið mér að vera hjá sér,
mér að kostnaðarlausu, til þess að ég
gæti stundað nám í Gagnfræðaskól-
anum. Þetta var svo höfðinglegt boð
að því var alls ekki hægt að neita.
Samt kveið ég óskaplega fyrir, því að
ég var bæði feiminn og uppburðar-
laus og einnig þekkti ég Dóru nánast
ekkert. Hún fór að heiman fyrir mitt
minni og hafði aðeins verið heima í
einn eða tvo mánuði að sumarlagi sem
ég mundi eftir. Guðröður og Dóra
bjuggu á neðri hæð í gamla Kaup-
félagshúsinu.
Eina ljósið í þessu kvíðamyrkri
mínu var það að uppi á loftinu í þessu
sama húsi voru byrjuð að búa Fanney
systir og Steingrímur Guðnason
frændi minn og mágur. Þau höfðu
eignast dreng um vorið sem hét Sæv-
ar Már. Fanney hafði verið heima þar
til fyrir 2-3 árum og hafði ævinlega
verið hin raunverulega stóra systir,
sem við litlu krakkamir elskuðum og
dáðum.
Ekki vantaði að þau væru mér góð
Dóra og Guðröður, en þau höfðu bara
í ýmsu að snúast. Þau áttu þá þegar
tvo stráka sex og sjö ára, báða í meira
lagi fyrirferðarmikla og að auki litla
stúlku. Hjá þeim var einnig endalaus
gestagangur og húsnæði í knappasta
lagi. Uppi á loftinu var rýmið enn
minna. Tvö lítil herbergi og eldhús-
kytra, en þessi litla íbúð var troðfull
af hamingju, glaðværð og ást. Ég
hafði aldrei kynnst því fyrr að hjón
gætu verið svo samrýnd og ástfangin.
A þessu fann ég aldrei neina breyt-
ingu allt þar til Steingrímur lést langt
um aldur fram.
Það var á þessu heimili sem Sævar
og systkini hans ólust upp. Strax
þama um haustið mátti ég halda á
honum, gæla við hann og leika. Lík-
lega var hann mín uppbót á flest sem
ég saknaði að heiman. Hundsins
míns, hestanna, kúnna og fjárins.
Sævar var strax óvenjulega fallegt og
elskulegt bam. Það þótti fleirum en
mér. Eg var þama með honum á
hveijum degi og flest kvöld í þrjá vet-
ur. Þá fluttu þau í nýbyggt hús og for-
eldrar mínir fluttu frá Borgarfirði í
næsta hús við hliðina.
A næstu ámm vom fimm systur
mínar búsettar í Neskaupstað og
eignuðust stóran hóp bama. I hópn-
um vom níu strákar, flestir á svip-
uðum aldri. Eftir að faðir minn, afi
þeirra, kom á Norðfjörð, fór þessi
hópur að líkjast æ meir bræðrahópi.
Þeir áttu það sameiginlegt að sjá ekki
sólina fyrir afa sínum. Þeir vom af öll-
um stærðum og gerðum allt frá þeim
yngsta sem þurfti að vera í kerm
vegna þróttleysis við að ganga og upp
í tíu ellefu ára hörkuduglega og kraft-
mikla stráka, sem sumir vom vitlaus-
ir í óþægð við alla aðra en afann. Á
sumrin sást hann með hópinn á
gönguferðum á ólíklegustu stöðum
flesta daga þegar veður var hagstætt.
Fyrir strákana vom þessar ferðir
ótæmandi ævintýri ásamt sögunum
sem afinn sagði þeim endalaust.
Auðvitað þótti mér afskaplega
vænt um alla þessa fjallhressu frænd-
ur mína, þó með misjöfnum hætti
væri. Friðjón sonur Dóm var elstur,
sjö ára þegar ég kynntist honum.
Hann var að auki þijú sumur hjá okk-
ur heima á Borgarfirði. Líklega
komst hann næst því að vera litli
bróðir minn. Um Sævar gegndi tals-
vert öðm máli. Mér fannst á einhvern
hátt að ég bæri ábyrgð á honum. Ég
passaði að hafa ekki ljótt fyrir honum
og gætti hans fyrir öllu mögulegu.
Fljótlega eftir að ég var 17 ára og orð-
inn sjómaður allt árið fékk ég her-
bergi í nýja húsinu hjá Fanneyju og
Steingrími. Þá jókst ábyrgð mín
snögglega, því Sævar var náttúrlega
alltaf hjá mér þegar ég var í landi.
Líklega hef ég verið fyrirmynd hans á
þessum áram um það hvernig hann
vildi verða, þegar hann yrði stór.
Lengi vel tókst mér með varúð að
valda honum ekki vonbrigðum.
Svo var það einn góðan sumardag
að við komum í land, líklega var ein-
hver hátíð og við höfðum gengið full-
hratt um gleðinnar dyr. Sævar kom
heim gráti nær og sagði að frændi
hefði ábyggilega verið fullur niðri í
bæ. Þetta varð honum slíkt áfall að ég
varð að lofa honum upp á æra og trú
að gera slíkt aldrei aftur. Ég held að
mér hafi tekist að valda honum ekki
slíkri sorg aftur, enda reyndi ég að
fara gætilega í framtíðinni eða allt þar
til við skildum þegar hann var um 10
ára. Þá fór ég suður, sem kallað var.
Ég verð að skjóta því að að æsku-
heimili Sævars og hjónaband foreldra
hans var með þeim hætti að ég heit-
strengdi með sjálfum mér að aldrei
skyldi ég lifa í hjónabandi þar sem
ósamkomulag, þras og rifrildi væri
daglegt brauð.
Á þeim 47 ámm sem liðin em frá
því að ég fór endanlega að heiman
höfðum við sjaldan hist utan við útfar-
ir ættingja og önnur slík tilefni. I fjöl-
skylduboði á þessu ári náðum við að
tala lengi saman og ég held að við höf-
um báðir fundið að sú taug sem
tengdi okkur saman var ennþá sú
sama. Við fylgdumst hvor með öðmm
þessi ár, þó úr vissri fjarlægð væri.
Ég vissi t.d. að hjónaband hans og
heimili vora að mörgu ekki svo ólík
því sem verið hafði á æskuheimili
hans. Hjónabandið frábært og hjónin
samstillt í öllu. Heimilislífið var svo
gott að þau virtust ekki hafa mikla
þörf fyrir það að vera út á við. Ég veit
líka að allir sem kynntust honum
töldu hann gulltraustan mann og frá-
bært Ijúfmenni.
Ég á engin orð til að lina sorg Bára
og bama þeirra, né sjúkrar móður
hans. Ekki heldur systkina hans né
annarra ættingja og vina. Ég á þá ósk
eina til þessa fólks að þegar erfiðasti
söknuðurinn er að baki þá takist þeim
að muna einungis góðu stundimar
sem þau áttu með Sævari.
Mér finnst ranglátt að þegar mað-
ur er orðinn aldraður og einskis nýt-
ur, haldi maður áfram að lifa á meðan
aðrir nákomnir era burtkallaðir á
besta aldri. Líklega er þetta að
nokkra leyti eins og Steinn Steinarr
sagði í lok kvæðis.
„því það er nefnilega vitlaust gef-
ið.“
Snorri Sigfinnsson.
Andlátsfrétt frænda míns Sævars
Más Steingrímssonar barst nú fyrir
hátíðamar.
Slíkum fréttum er enginn viðbúinn
þótt hann haldi það og þær vekja okk-
ur til umhugsunar.
Þær fluttu mig austur á land og
meira en hálfa öld aftur í tímann, í
jámklætt timburhús skammt frá
fjöraborðinu. Kaupfélagið Fram á
Norðfirði átti þetta hús. Þar fór fram
stærstur hluti starfsemi þess, þar
bjuggu fjölskyldur okkar beggja og
þar voram við báðir fæddir með árs
millibili. Mæður okkar, systur og feð-
ur okkar unnu báðir hjá kaupfélag-
inu.
Miklir vinir og leikbræður í ein-
lægni bemskunnar. Framkvæmda-
samir, fyrst í pollum, svo í fjöranni,
sem nú er horftn.
Stórir kastalar risu í sandinum og
hurfu svo á flóðinu eins og flóðalda
tímans hefur tekið húsið sem við
fæddumst í. Homin í sláturtíðinni
urðu að hjörðum sem nú eru týndar,
SÆVAR MAR
STEINGRÍMSSON
flekar og jullur sigla aðeins í endur-
minningunni, mikill snjór sem nú er
bráðnaður og sól um sumur sem
löngu eru liðin. Fanney frænka og
Steingrímur og sú mikla hlýja og
gleði sem ríkti á því heimili.
Allt þetta er liðið en þó sér alls
þessa stað í dagfari þeirra sem kynnt-
ust því.
Minningin kallar fram mikla prúð-
mennsku og mikla gamansemi ásamt
samviskusemi, verklagni og vinnu-
semi. Þannig er Sævar í minni minn-
ingu. Mikils hafa þeir misst sem áttu
hann. Þeim votta ég einlæga samúð
mína.
Ágúst Guðröðarson.
Það að setjast niður og ætla að
festa á blað kveðjuorð um Sævar Má
er svo óraunveralegt og erfitt og að
staðreyndin sé sú að hann hafi kvatt
þessa jarðvist er líkast draumi sem ég
vildi svo gjarnan vera vakin upp af.
Leiðir okkar Sævars lágu fyrst
saman fyrir rúmum 11 áram er ég réð
mig til starfa á söludeild Plastprents
hf. Við voram ásamt fleiram fengin til
þess að taka þátt í stefnumótunar-
vinnu fyrirtækisins, uppbyggingu á
nýrri söludeild og var falið að skipta
atvinnugeiranum á milli okkar ásamt
tveimum öðram og voram gerð ábyrg
fyrir sínu sviðinu hvert. Við lögðum
öll hart að okkur, leiddum góða hópa
og uppskárum ágætlega.
Árin hafa flogið áfram, margir úr
okkar hópi kvatt, ráðist til annarra
starfa og vissulega höfum við með eft-
irsjá séð á bak margra félaga okkar.
Þetta er lífsins gangur, en núna er
þessu hins vegar öðravísi háttað.
Sævar, okkar góði félagi, hefur kvatt
fyrirvaralaust og horfið til annai-ra
verkefna sem okkur hinum er hulið.
Miklar breytingar hafa orðið í sölu-
deildinni okkar á síðastliðnum miss-
eram og voram við Sævar orðin tvö
eftir sem höfðum umsjón með og bár-
um ábyrgð hvort á sínu genginu og
segja má að það hafi þjappað okkur
nær hvort öðra hvað varðaði ákvörð-
unartöku, samráð og trúnað.
Enn í dag eru breytingar hjá fyr-
irtækinu, verið er að sameina tvö fyr-
irtæki og finnst mér ég ansi umkomu-
laus án Sævars og veit ég að svo er
einnig um þá er skipa hans lið. Mikið
höfum við saknað hans nú og trúðum
við því öll að þú næðir heilsu á ný,
kæmir ferskur til leiks með þarfar
ábendingar og jafnvel trompið á
hendinni sem okkur vantaði.
Sævar var öllum þeim kostum bú-
inn sem einn sölumann geta prýtt og
kannski ögn meira. Hann var einstakt
prúðmenni, snyrtimennska var hon-
um í blóð borin og svo var hann ein-
staklega skipulagður. Starfið hafði
oftar en ekki forgang, hann var til
þjónustu búinn seint og snemma, al-
veg sama hvort var að nóttu eða degi.
Hann hafði marga kröfuharða við-
skiptavini, viðskiptavini sem margir
hófii störf á ókristilegum tímum og
oft held ég að þeirra klukka hafi ekki
verið stfluð inn á hefðbundinn vinnu-
tíma sölumanns. Sævar var hörku-
duglegur og ósérhlífinn og lagði sig
allan við að uppfylla þarfir og kröfur
viðskiptavina sinna og tók það mjög
nærri sér ef ekki var hægt að verða
við væntingum þeirra.
Sævar var mikill mannþekkjari og
mjög næmur á fólk, hann naut mikils
trausts viðskiptavina sinna og sam-
starfsfélaga og eignaðist fjölda góðra
og traustra félaga sem mátu hann
mikils.
Sævar hafði sérstaka kímnigáfu og
skemmtilegan húmor, var glettinn en
gat líka verið auðsærður. Hann var
sérlega hlýr maður sem ekki vildi
skilja ósáttur við nokkurn mann.
Kom fyrir að hann hringdi til mín eft-
ir vinnu til að athuga hvort ekki væri
allt í lagi, hvort ég væri eitthvað fúl út
í sig, ég hafði þá kannski svarað eitt-
hvað kæraleysislega eða ekki verið
sammála honum í einhverju máli fyiT
um daginn og vildi hann þá ganga úr
skugga um að allt væri öragglega í
lagi. Áhyggjurnar vora óþarfar, því
ekki minnist ég að ég hafi nokkra
sinni verið ósátt út í þennan félaga
minn. Þau vora líka ófá skiptin þegar
maður kom til baka úr sumarfríi að
Sævar fagnaði manni innilega, þannig
að manni fannst hreinlega gott að
vera mættur aftur. Þannig var Sæv-
ar, allir í kringum hann skiptu máli og