Morgunblaðið - 29.12.2000, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
A..... ......
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR
SIG URÐSSON
+ Sigurður Sig-
urðsson var
fæddur 16. ágúst
1935 í Reykjavík.
Hann lést 16. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigurður Einar Stef-
ánsson, bifreiða-
stjóri, f. 19. septem-
ber 1914 í Péturs-
koti, Garðahreppi, d.
13. september 1974,
og Vilborg Sigurðar-
dóttir, f. 5. ágúst
1909, d. 15. júní 1942.
Sigurður kvæntist
19. september 1959 Ernu Lár-
entsíusdóttur, f. 20. janúar 1935.
Foreldrar hennar eru Lárentsius
Dagóbertsson, húsvörður í
Reylqavík, f. 22. sept. 1907 á Hell-
issandi, d. 18. apríl 1987 og kona
hans Jóhanna Guðmundsdóttir, f.
3. júlí 1913 á Arnarstapa. Börn
Sigurðar og Jóhönnu eru: Vil-
borg, maki Trausti Nóason. Lárus
Jóhann, maki fris
Ingvarsdóttir. Sig-
rún, maki Haukur
Árnason. Sigurður
Stefán, sambýlis-
kona Anna Svavars-
dóttir. Laufey, maki
Axel Kristján Ein-
arsson.
Sigurður lauk
námi frá Héraðs-
skólanum á Laugar-
vatni 1951, sveins-
prófi frá Iðnskól-
anum í Reykjavík í
trésmíði árið 1960.
Lögregluskóla ríkis-
ins, fyrri önn, 1966 og síðari önn
1971. Námskeið frá sama skóla í
meðferð táragass og skotvopna
og fl. 1975 og 1980. Áður en Sig-
urður hóf störf í lögreglunni 1.
nóv. 1965 vann hann við sjó-
mennsku og trésmíðar.
Útför Sigurðar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Ég á erfitt með að sætta mig við
þá tilhugsun að þú sért farinn frá
okkur, elsku pabbi. Farinn að eilífu
■XQg komir aldrei aftur. Mér finnst
eins og þú sért bara ennþá úti á
Kanaríeyjum og hljótir að fara að
koma heim.
Á þessari stundu á ég erfitt með
að koma hugsunum mínum í orð.
Margar góðar minningar koma
fram og alltaf ertu þar umhyggju-
samur og glaður, traustur og rétt-
látur. Ég mun alltaf muna hvað þú
sagðir við mig þegar ég var 10 ára
og langaði í íþróttagalla. Þá kom ég
til þín og spurði þig hvort þú gætir
.^jrefið mér svona galla og þú ságðir:
lElsku Laufey mín, ef ég ætti pen-
inga til þess, þá myndi ég kaupa
handa þér allan heiminn. Eg man
hvað ég var ótrúlega sátt við þetta
svar og hef hugsað mikið um þetta
síðan. Þetta er alveg dæmigerð lýs-
ing á þér, pabbi, því þú vildir allt
fyrir okkur gera ef þú mögulega
gast. Ég man aldrei eftir því að þú
hafir neitað mér um greiða.
Elsku pabbi, þú munt alltaf lifa í
minningum mínum og okkar systk-
inanna, því hluti af þér lifir í okkur
öllum.
Guð geymi þig.
Þín dóttir,
Laufey.
Hinn 16. desember sl. lést Sig-
urður Sigurðsson, mágur og svili.
Góður vinur er genginn, og til baka
leitar hugurinn til liðinna stunda
sem við áttum saman gegnum tíð-
ina.
Siggi var tryggur og góður
drengur og mátti ekkert ekkert
aumt sjá og kom það best í ljós
gagnvart börnum sem minna máttu
sín og hefur það sjálfsagt komið til,
vegna þess að sjálfur missti hann
móður sína á unga aldri.
Aldrei urðum við vör við að hann
hallmælti nokkrum manni eða að
okkur hafi orðið sundurorða öll þau
ár sem við þekktumst.
Kynni okkar Sigga hófust þegar
þau Erna systir fóru að skjóta sér
saman, en hjá henni gisti ég þegar
ég kom til Reykjavíkur.
Oftar en ekki var mér komið fyr-
ir í öðru herbergi þegar hann var í
heimsókn og var ég ekki alltaf
ánægður með það. Mér er minn-
isstætt þegar við tókum á leigu
trillu og rerum eitt sumar saman,
það var ekkert slorfæði þar um
borð enda var Siggi mikill matmað-
ur og hafði gaman af að fást við
matargerð. Við fengum okkur
nokkuð oft saman í glas á þessum
árum og var það ekki alltaf til gleði,
enda vorum við kannski ekki þeir
■
Vesfurhlíð 2
Fossvogi
Sfmi 551 1266
www.utfor.is
'■y
1
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
'4*
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
^jgavS^
¥
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri,
sími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
alskemmtilegustu undir slíkum
kringumstæðum. Siggi var rammur
maður að afli og hamhleypa til allr-
ar vinnu og er mér minnisstætt
þegar hann stóð í að byggja húsin
þeirra. Fyrst vestur á Sandi og síð-
an í Kópavogi. Þarna vann hann öll-
um stundum þegar færi gafst frá
mjög krefjandi starfi sem lögreglu-
starfið er, en fyrir vestan vann
hann jafnframt við sjómennsku og
beitningar.
Siggi og Erna voru mjög sam-
hent og hvergi leið þeim betur en í
sumarbústaðnum sem þau og börn-
in höfðu komið sér upp við Eyr-
arvatn, þar voru þau eins oft og þau
mögulega gátu og nutu þess að
vera úti í náttúrunni. Okkur fannst
Sigga ekkert vanta þar nema ef til
vill nokkrar rollur, en hann hafði
mjög gaman af öllum störfum sem
lutu að búskap.
Elsku Erna, börn, tengdabörn og
bamabörn, ykkar missir er mikill,
megi Guð styrkja ykkur og blessa,
og góðu minningarnar um eigin-
mann, föður, tengdaföður og afa
ylja ykkur á þessum erfiðu tímum.
Við kveðjum Sigga með söknuði
og þökkum honum innilega fyrir
samfylgdina.
Brynjólfur og Jóhanna.
Þegar nákomnir ættingjar falla
frá leitar hugurinn ósjálfrátt í sjóð
minninganna og upp rifjast margt
sem tengist lífi og starfi. Þannig er
nú þegar föðurbróðir minn Sigurð-
ur Sigurðsson féll skyndilega frá
hinn 16. desember sl. Sigurður
fæddist hinn 16. ágúst 1935 og var
eldri sonur hjónanna Vilborgar Sig-
urðardóttur frá Vík í Eyrarsveit og
Sigurðar Einars Stefánssonar frá
Nýjabæ í Garðahverfi. Yngri bróðir
Sigurðar er Stefán Jóhann í Ólafs-
vík. Þeir bræður misstu ungir móð-
ur sína og var Sigurður þá aðeins
sjö ára gamall. Það hefur verið erf-
ið lífsreynsla fyrir svo ungan dreng
að standa skyndilega móðurlaus og
án efa hefur það á sinn hátt mótað
lífshlaup hans. Sigurður átti góða
að og við fráfall móður sinnar var
hann fyrst tekinn í fóstur til móð-
ursystur sinnar Sigrúnar Lilju og
Magnúsar Arngrímssonar á Hellis-
sandi. Mestan hluta barns- og ung-
lingsaldurs ólst Sigurður upp hjá
móðurfólki sínu í Vík og í Grund-
arfirði. Alla tíð voru mjög sterk
tengsl milli Sigurðar og móður-
fólksins frá Vík og ber það vott um
þann kærleika og vináttubönd sem
sköpuðust milli hans og skyld-
menna hans á þeim tíma þegar
hann sem barn og unglingur naut
samvista við þau. Sigurður faðir
Sigurðar hélt einnig góðum
tengslum við syni sína alla tíð, allt
til þess er hann lést árið 1974.
Sama er um ættfólkið í föðurætt-
ina, það hefur ræktað góð tengsl
við þá bræður og síðast í haust hitti
Sigurður föðurfólk sitt í afmæli
einnar föðursystra sinna.
Sigurður var sterkbyggður og
hraustur maður, myndarlegur á
velli. Á sínum yngri árum var hann
íþróttamaður góður og tók þátt í
fjölmörgum frjálsíþróttakeppnum,
þar sem hann sýndi styrk sinn í
ýmsum keppnisgreinum. Á ung-
lingsárum varð hann íslandsmeist-
ari í frjálsum íþróttum, sem er til
marks um hans gjörvileika.
Á yngri árum vann Sigurður ým-
is störf, eins og vanalegt var á þeim
tíma. Síðar lærði hann húsasmíði
og starfaði hann lengi við þá iðn.
Síðari hluta ævinnar starfaði hann
sem lögreglumaður, fyrst á Hellis-
sandi og síðar í Reykjavík.
Eiginkona Sigurðar var Erna
Lárentsíusdóttir frá Görðum í
Beruvík undir Jökli. Þau byggðu
upp heimili á Hellissandi, fluttust
síðar til Kópavogs og síðustu árin
hafa þau búið í Reykjavík. Þau
eignuðust fimm börn. Sigurður og
hans fjölskylda endurguldu Sig-
rúnu Lilju móðursystur hans þá ást
og umhyggju sem hún veitti honum
á barnsaldri við fráfall móður hans
og á hans uppvaxtarárum. Þegar
Magnús eiginmaður Sigrúnar Lilju
féll frá árið 1965 tóku Sigurður og
hans fjölskylda hana til sín og bjó
hún í húsi þeirra þar til þau fluttust
í Kópavoginn, en þá fluttist Sigrún
Lilja til Stefáns Jóhanns bróður
hans í Ólafsvík. Alla tíð voru miklir
kærleikar milli Sigurðar og Sigrún-
ar Lilju, hún lést árið 1981.
Sigurður var eftirtektarverður
persónuleiki og hann átti marga
góða vini. Margs er að minnast
þegar hugsað er til baka, sérstak-
lega til þess tíma er þau fjölskyldan
bjuggu á Hellissandi og samgangur
bræðranna og fjölskyldna þeirra
var mikill. Þrátt fyrir að bræðurnir
tveir hafi ekki alist upp saman sem
börn og unglingar nema að tak-
mörkuðu leyti, voru bræðraböndin
sterk og kærleikar miklir þeirra í
milli.
Að leiðarlokum þökkum við fjöl-
skyldan Sigurði Sigurðssyni sam-
ferðina á lífsins vegi, Guð blessi
minninguna um góðan bróður og
frænda. Við vottum Emu, börnum
þeirra Sigurðar og þeirra fjölskyld-
um innilega samúð og biðjum al-
góðan Guð að veita þeim styrk í
þeirra sorg við fráfall Sigurðar Sig-
urðssonar.
Magnús Stefánsson.
Hann var sofandi í rúmi sínu við
hlið konu sinnar í góðu hótelher-
bergi á fagurri sólarströndu þegar
andlát hans bar að. Það er nú þann-
ig að allt sem lifir deyr og við vitum
ekki hvenær stundin er komin.
Hann Sigurður hefur verið til taks
þegar stundin kom. Hann var þaul-
vanur og vel þjálfaður og því vanur
að sinna kalli þegar það barst.
Hann gekk til liðs við lögregluna
í Reykjavík í nóvember 1970. Hafði
áður verið lögregluþjónn úti á landi
í fimm ár. Var reyndar lærður tré-
smiður. En löggæslustörf heilluðu
hann og þar naut hann sín.
Eftir að hann hóf störf hér í
borginni kynntumst við fljótlega
enda urðum við vaktfélagar. Hann
var góður félagi, léttur í lund og
spaugsamur ef því var að skipta.
Það er nú þannig að starf lögreglu-
þjónsins býður uppá kynni af því
besta og því versta í fari manna og
því brýnt að sjá það góða, það
hjálpar í dagsins önn. Sigurður var
vandvirkur lögregluþjónn og gætti
þess að allt það er málið varðaði
kæmi fram í hverju máli. Hann var
mikið snyrtimenni og háttvís og því
oft valinn í heiðursvörð og við mót-
tökur erlendra þjóðhöfðingja.
Lagni, athygli og samviskusemi
skiluðu árangri í starfi eins og þeg-
ar hann og félagi hans komu með
tvo menn á stöðina. Höfðu staðið þá
að verki við innbrotstilraun. Þetta
var rétt fyrir miðnætti og í morg-
unsárið höfðu þessir menn játað á
sig á þriðja hundrað innbrota og
þjófnaða.
Það er stutt síðan við hittumst á
Miðborgarstöðinni og hafði Sigurð-
ur þá við orð að hann væri að hugsa
um að rifa seglin og að minnka við
sig störf fyrir hugsanleg starfslok.
Það var gott að hafa Sigurð við
hlið sér þegar nokkuð lá við, traust-
an og yifirvegaðan. Ég veit að ég
mæli fyrir hönd okkar vaktfélaga
hans þegar ég þakka allt sem hann
var okkur félögum sínum í meira en
þrjá áratugi.
Þessum kveðjum okkar og þökk-
um fylgja innilegar samúðarkveðj-
ur til eiginkonu og fjölskyldu.
Magnús Einarsson,
yflrlögregluþjdnn.
Núna er sá tími í voru ástkæra
landi, íslandi, sem svartasta
skammdegið ríkir með viðeigandi
norðan kuldagjóstri, sem oft nístir
inn í merg og bein á okkur mann-
fólkinu, sem megum okkar lítils
gegn náttúruöflunum, gegn al-
mættinu, gegn þeim sem ræður og
öllu stjórnar. Mitt í öllu þessu
myrkri reynum við mennirnir að
lýsa upp í kringum okkur með jóla-
ljósum af öllum litum og gerðum,
jafnt innandyra sem og að utan.
Það eru að koma jól, fæðingarhátíð
frelsarans, Jesú Krists.
Margir ganga enn lengra og
bregða sér til sólarlanda á þessum
árstíma og dvelja þar í sól og hita
um tíma, sjálfum sér til upplyft-
ingar og heilsubótar. Það gerði
einn vinnufélagi minn, Sigurður
Sigurðsson, lögregluflokksstjóri.
Hann, ásamt konu sinni, tók sig á
loft og flaug til Kanaríeyja, nú í
byrjun desember og ætlaði að
dvelja þar í tvær vikur í sólinni og
hitanum og koma endurnærður
heim, beint inn í jólahátíðina og
jólaljósin og njóta friðarhátíðarinn-
ar í faðmi fjölskyldu sinnar. Margt
fer öðruvísi en ætlað er og mörg
ferðin hefur endað á annan hátt en
upphaflega var gert ráð fyrir og við
stöndum og horfum á og enginn
fær við neitt ráðið. Atburðirnir ger-
ast oft hratt og óvænt, dynja yfir
eins og þrumur úr heiðskíru lofti.
Margar spurningar vakna upp í
hugum okkar en engin viðeigandi
svör fást. Hann Siggi Sig., eins og
hann venjulegast var kallaður af
vinum og félögum, átti ekki aft-
urkvæmt úr þessari ferð til sólar-
stranda Kanaríeyja. Hans ferðalag
varð lengra en það sem ferðaskrif-
stofan stóð fyrir og leiðarendi hans
enn lengra í burtu. Siggi var á leið í
þá för, sem við öll á endanum þurf-
um að taka okkur á hendur, fyrr
eða síðar, hvort sem okkur líkar
betur eða verr, það er ekkert val.
Já, Siggi mun njóta jólanna að
þessu sinni, afmælishátíðar frels-
arans, í hans eigin húsum og vist-
arverum á himninum. Þar er ef-
laust enn meiri sól og meiri hiti og
ennþá fleiri jólaljós en við eigum að
venjast, meiri friður og meiri gleði.
Það var hringt í mig af einum
vinnufélaga okkar Sigga, laugar-
daginn 16. desember sl. og tilkynnti
hann mér að Siggi hefði látist þá
um morguninn á hótelherbergi sínu
á Kanaríeyjum. Siggi ætlaði að
gera breytingar á sínum högum um
næstkomandi áramót. Þá ætlaði
hann að hætta í fullu starfi í lög-
reglunni, eftir rúmlega þrjátíu ára
puð og hefja svokallaða tímavinnu.
Hann ætlaði að vinna hálfan dag-
inn, eða fjórar klukkustundir á dag.
Hann var nýbúinn að ganga frá öll-
um endum til að þetta mætti gerast
og hann talaði oft um það við okkur
félagana hversu hann hlakkaði til
að fá meiri tíma fyrir sjálfan sig og
fjölskyldu sína. Hann kvaðst ætla
að njóta þess að verða gamall mað-
ur í meiri ró og næði, en verið hafði
hingað til. Ég ætla ekki að rekja
lífshlaup Sigga í þessum fáu línum,
það munu aðrir gera, mér kunnugri
þeim málum.
Okkar leiðir lágu saman árið
1970 á gömlu lögreglustöðinni við
Pósthússtræti, þegar ég hóf störf
hjá lögreglunni í Reykjavík, ungur
og óreyndur maður, en Siggi var
nýfluttur til höfuðstaðarins frá
Hellissandi, þar sem hann hafði
verið starfandi sem lögreglumaður
til nokkurra ára. Það var ekki
hverjum sem er gerandi að starfa
einn sem lögreglumaður í litlum
plássum úti á landi á þessum árum.
Það þurfti dug, kjark og hreysti til
að leysa það starf vel af hendi.
Þessir menn máttu ekki láta sér
allt fyrir brjósti brenna. Siggi var
góður og traustur lögreglumaður,
vel fær og gerður, jafnt andlega
sem og líkamlega og var það æv-
inlega gott og traustvekjandi að
vinna honum við hlið við þau marg-
breytilegu og oft erfiðu og átak-
anlegu störf, sem lögreglumenn
þurfa að takast á við í sinni vinnu.
Sem ungur og reynslulaus lög-
reglumaður á þessum tíma var hollt
og gott að taka Sigga sér til fyr-
irmyndar við starfið, hann var góð-
ur leiðbeinandi. Siggi var einnig
góður félagi og vinur utan starfs-
ins, oftast léttlyndur og glaður og
hafði skemmtilega kímnigáfu og
gaman að öllu góðlátlegu gríni og
glensi.
Góður félagi er horfinn af sjón-
arsviðinu, við hittumst ekki í bráð,
en vonandi aftur síðar hressir og
kátir að vanda. Ég vil þakka Sig-
urði Sigurðssyni innilega samstarf-
ið síðastliðin þrjátíu ár, kynninguna
og vinskapinn og óska honum góðr-
ar heimkomu og bjartrar framtíðar
í nýju heimkynnunum. Hjartanleg-
ar samúðarkveðjur sendi ég eftirlif-
andi eiginkonu hans, börnum og
öðrum aðstandendum. Megi góður
Guð líkna þeim öllum og hjálpa í
gegnum sorgina og missinn og gefa
þeim gleðileg jól og bjarta framtíð.
Lífið heldur áfram, ferðinni er ekki
lokið. Minningin um góðan dreng