Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 3
ALMENN XÍÐINDI.
5
leiðinni, er hann rakst á trje í flóðinu og komst í hringiðu.
Hjer drukknuðu 28 af þeim sem voru innanborðs. A það
þarf ekki að minnast, að stjórnendur og þing lögðu í öllum
löndum hið bráðasta íje fram enum nauðstöddu til hjálpar. —
I Miðameríku bar um tíma talsvert á jarðskjálftum í sumar
leið, og hlutust af þeim mikil húsaspell, en manntjón ekki
teljanda á borð við það sem títt er i þeim jarðbyltingum.
Sumstaðar komu upp vellandi brunnar, og sumir gjósandi í
líkingu þeirra, sem eru á Islandi.
Alit sumra manna, sem komið hafa fram árið sem
leið, um þingstjórn og þingflokkavald, og fleiri at-
hugasemdir um þetta efni og fleira.
A vorum timum er opt líkt saman ferða- og flutnings-
hraða, fyrir gufu- og rafsegulmagn, og hinu, að öllu þykir nú
skila svo fljótt áfram, og allt skapast fljótara enn fyr á enum and-
legu verkstöðvum. Að nokkru leyti kemur þetta heim, en þeir
hafa rjett að mæla, sem segja, að slíkt varði mest ytri hætti,
t. d. framfarir í atbúnaði til hæginda og hollustu, uppgötvanir
i verknaði og iðnum, i hermennt og herbúnaði og fleira þess-
háttar, en að þar muni minna með fyrri tímum og seinni, er
máli skiptir um glöggvari sjón almennings á kvöðum manns-
eðlisins, á því sem veitir manninum frið og fullnægju, í stuttu
máli: um siðferðislegar framfarir mannanna. það er enn sem
fyr, hægra að glöggva sig á frjófgun og vexti þess, sem á rætur
sinar í jarðvegi hnattar vors, enn á vaxtarfræi og þróun and-
legrar fullkomnunar. Mönnum tekst betur að átta sig á
jafnvægi kraptanna í náttúrunni enn á þeim jöfnuði, sem kominn
er undir kærleik og rjettsýni, taumhaldi á eigingirni mannsins,
eða undir framförum mannanna i því, að ráða sjer þá fjelags-
skipun, að sem fæstir eða enginn sitji með skerðan hlut eða
fái rjett sinn fyrir borð borinn. Vjer verðum að játa, að vís-
indalegum uppgötvunum hafi fleygt fram í svo mörgum greinum
á vorri öld, að hún stendur mörgum stigum framar enn hinar
fyrri aldir, þar sem ræðir um menntaþjóðir heimsins. En að
vjer tökum eitt efni af mörgum til íhugunar — þær eiga allar