Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 8
10
ALMENN TÍDINDI.
á um völdin. En bjer sje svo fast eptir gengið um einhuga
fylgi í báðum flokkum (klerkaflokki og frelsismönnum), að hver
þingmaður verði að binda sig á klafa forustumannanna; menn
heyri á hverju ári sömu rök endurtekin — já sömu ræðurnar
haldnar — af hvorumtveggju. Atgangan sje hin harðasta, en
afrekin líkist nokkuð bardagalyktunum á Italíu á miðöldunum.
Bardagarnir stóðu frá morgni til kvelds, en þá var einn maður
fallinn — hniginn undir þunga brynju sinnar og annara vopna.
— Annmarkarnir væru annars alstaðar hinir sömu. Ráðherr-
arnir sætu i völtum sessi, og af því leiddi ymsan hverfulleik
stjórnarfarsins, og sumstaðar gengi umboðsstjórnin rykkjum og
skrykkjum, því embættismönnum hætti við tómlæti, þegar þeir
vissu ekki á hverri stundinni ráðherrarnir færu frá völdum og
þeir fengju nýja yfirboðara. Menn hefðu, til dæmis að taka,
tekið eptir því á Frakklandi, að þar færi þá allt með meiri
ró og reglu, þegar þingmennirnir sætu heima og ríkisforsetinn
væri á veiðurn austur á Júrafjöllum. f>að væru áþekkir kyrrð-
artímar, sem Bismarck hygði til á þýzkalandi, þegar hann
færi fram á fjárhagslög til tveggja ára. Laveleye segir enn
fremur, að stjórn utanríkismálanna fari þar opt aflaga, sem
ráðherrann er þingum og þingflokkum háður, eða opt er um
þá ráðherra skipt eptir veðraköstum þinganna. Hann minnist
og á dærni frá fríveldunum í Suðurameríku, þar sem foringjar
herliðsins setja svo opt forsetann i valdasessinn, en þetta sýni,
hvernig lýðvaldsþing og her standa öfugt af sjer hvort til
annars. Herinn vilji hlýða foringjum sínum, en eigi bágara
með að þýðast yfirboð þingskjalenda, eða þess ráðherra, sem
situr að eins stundarkorn i virðingarsætinu. — Vjer skulum hjer
næst minnast á ritling eptir Minghetti, sem opt hefir átt sæti
1 stjórnarráði Italiukonungs, eða veitt þvi forstöðu. Hann var
Cavour samtíða og honum í öllu samvinnandi, einnig því, að
koma ltalíu undir þingstjórnarlög. I þau 25 ár, sem hann
hefir verið við þingmál og stjórnarmál riðinn, hefir honum
smám saman snúizt hugur, er lengra sótti fram, og i ritlingnum
tekur hann sjerilagi þá galla fram á þingstjórn og lýðvaldi,
.sem standa í sambandi við eigingirni manna og sjerplægni, og