Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 9
ALMENN XÍÍilNDI.
11
verða allri umboðsstjórn til spilliagar og niðurdreps. Hann
segir — sem opt kann verða raun á —, að það sje optast
komið undir heppni, hvort sá eða sá flokkurinn, sem sigrast,
eigi þá menn í liði sínu, sem sje þess færir eða undir það
búnir, að taka við þeim störfum sem menn verða að trúa þeim
fyrir. Hinu bregði og fyrir, að stjórnarembættin beri ekki
alltjend þeim í hendur, sem færastir eru í flokkinum, og
atundum geti þeir menn, sem bæði hafa mest atgerfi og skör-
ungskap, ekki notið sin í þarfir lands síns, því embættisbræður
þeirra í ráðaneytinu eða flokksmenn þeirra á þinginu hamli
þeim einhverra orsaka vegna. Minghetti tekur harðast á sjer-
plægninni, og kallar það hneyxlislegt í fremsta máta, að sjá
allan þann grúa af bænarbrjefum, sem komi frá þingmönnum eða
þeir hafi meðferðis frá vinum sinum og vandamönnum til flutn-
ings og meðmælinga við ráðherrana. A þessu beri andstyggi-
lega á Italíu og Frakklandi. Verst sje þó þar komið, sem
þingflokkarnir nái að homa sjer við, hvað dóma og dómsvald
snertir, t. d. i bandarikjunum í Norðurameríku, þar sem menn
kjósa dómendurna. En dómsvaldið sje þó hinnsta hæli frelsis-
ins og allra rjettinda, og ef það brjálist fyrir flokkakergju, þá
sje öllum góðum vonum lokið. Hann vitnar til orða eins
manns frá Norðurameríku svo látandi: „Menn trúa á fram-
farir mannanna og imynda sjer, að nú finnist ekki framar vík-
ingar, stigamenn, falsarar í spilum og fleiri þeirra nótar, en
þessu víkur öðruvísi við. Vikingarnir fremja nú hernað sinn
á landi, en svo, að dómsvaldið getur ekki náð í þá, þeim
fjenast langt um betur nú enn í fyrri daga, þegar þeir rjeðu á
kaupför manna eða gerðu strandhögg. Stigamennirnir búa
ekki lengur í hellafylgsnum, þeir slangra og spíkspora á stræt-
um og torgum, þá má nú líta i dóma- og þinga-sölum, og
þeir nefnast nú „yfirliðar11 eða „hershöfðingjar11. Að svíkja og
beita fjeprettum er nú kallað að afla sjer íjár, og það er lika
bezti gróðavegurinn fyrir slungna menn og samvizkulausa11, og
svo frv. Annars telur Minglietti það nokkra bót í máli, er
ráðherrarnir í bandaríkjunum eru ekki teknir úr tölu þing-
manna, og inega heldur ekki taka þátt i umræðunum á þing-