Skírnir - 01.01.1883, Side 11
ALMENN TXÐINDI.
13
leiddur, þó hann hafi verið til á Fralddandi í 34 ár. þýzka
blaðið Kölnartiðindi, sem er frelsinu vel sinnandi, játar það
að vísu, að stjórnarlög Prússa sje ekki eptir ensku sniði og
þau rýri í engu vald og einkaheimildir konungdómsins, eða líti
til jafnvægis með krúnu og þingi, en bætir svo við, að þó við
slikt megi vel sæma, þá sje hitt ofheimtur, að banna mönnum
allar vonir um annað stjórnarhorf framvegis.
Oss hefir þótt vel tilfallið, að kynna lesendum rits vors frá
þeim hugleiðingum ttm þing og þingflokkastjórn, sem hafa
komið fram árið sem leið, og eru fram bornar af sumum þeim
mönnum, sem hafa verið þar forgöngumenn, er rnenn þing-
bundu konungsvaldið. Vjer skulum lílca bæta því þegar við,
að slikar kenningar eru einskonar bergmál íddarómsins, kalla
og kvaða margra manna og ymsra stjetta, sem sakna einveldis-
tímanna, einkarjettindanna, ljómabirtu konungsdýrðarinnar —
já þeirra tíma, þegar kórór.an var hin sýnilegasta jartegn
himneskrar tignar, Guðs náðar og miskunar á jörðunni. Margir
þykjast nú að eins sjá kvöldroða konungstignarinnar, en þreyja
morgunroða hennar og sólskinsbirtu. Vjer verðum að taka
undir með þeim, sem spyrja, á hverju sje betra völ, og þó
þingbundin stjórn eða þingflokkastjórn sje ymsum annmörkum
háð, sem raun hefir á orðið, þá standi hún til batnaðar og
annnað úrræði muni vant að finna enn það, að stuðla til þess
með öllu móti, að hún veyði betri, En rnest verður þá undir
því komið, að þeir sem lögunum ráða og þeim eiga að hlýða,
taki sjer fram sjálfir í þegnlegum dygðum og mannkostum,
hafi gott taumhald á munaðarfýsi og eigingirni, varist ásælni
við samþegna sína og innræti sjer hvorttveggja, kærleikaboð
kristindómsins og sannleika hinnar görnlu kenningar: „vel-
fárnan allra skal öllum lögum æðri vera“ (salus publica suprema
lex esto). þeir sem hafa kynnt sjer sögu ríkjanna, hljóta að
sjá, hversu ástæðulaust það er, að ætla og kenna, að konungs-
vald og konungsumboð sje traustari hömlur á eigingirni og
'sjerplægni, sje betri vörður á siðferðislegum framförum, á virð-
ingu fyrir rjettlæti og göfugleik manneðlisins, enn þau lög og
það stjórnarfar, sem getur þrifist undir þingbundnu og þing-