Skírnir - 01.01.1883, Síða 17
ALMENN TÍÐINDI.
19
arins sagði svo, að fjelagsmenn gætu haldið 25 fulltrúum á
þingi, ef hver þeirra legði í sjóð einn penny (7—8 aura) á viku.
— I lok nóvembermánaðar sendu þessi íjelög 12 menn á fund
frakkneskra verknaðar- og iðnaðarmanna í París. Sósíalistar tóku
á móti þeim með veizluhöldum og miklum gleðiglaumi, en
Bretum likaði miðlungi vel ræðuskrum þeirra, og ljetu þá vita,
að á F.nglandi væri öllum Jiað hugfast, að bæta svo lög og
hagi manna, að engum byltingum yrði til þess hlítt. það er sá setn-
ingur á ráði þeirra manna, sem á brestur til mikilla muna, þegar til
meginlandsins kemur. Að fólk eigi við bága kosti að búa — sjerí-
lagi á þýzkalandi og norðurlöndum — má ráða af búferla-
strauminum til annara heimsálfna (Ameríku og Astraliu). Talið
er, að hjerumbil 400,000 þjóðverja hafi gefið upp vist og ból-
festu á fósturjörð sinni árið sem leið, en frá norðurlöndum hafi
60,000 manna leitað bólfestu í öðrum álfum. Af því má sjá,
hvert höfuðúrræði burtfarirnar frá þeim löndum eru orðnar
fyrir þá menn, sem eiga að lifa á handafla sínum. það er satt,
að verkmenn og iðnaðarmenn á meginlandinu kosta líka kapps
um íjelagsskap og samtök, en hjer kennir svo margra grasa.
Sumt gefst vel, t. d. samskot til viðlagasjóða, samverknaðar
manna í einhverri iðnaðargrein, og fleira þessh., en á megin-
landinu er það svo mart sem veldur að eins óeiru og brjáli
— vjer eigum hjer við flokkadeildir og flokkakenningar, t. d.
jafnaðarmanna, sameignarmanna, umturnunar- og óstjórnar-
flokkanna. En samt sem áður er nokkur aðalgreining, eða
aðskilnaður kominn á þetta lið, og hefir það þótt vottast
framar enn fyr árið sem leið. Menn geta sett þá í flokk sjer,
sem vilja fyrst og fremst ná jafnstæði við hinar stjettirnar í
löggjöf og tilsjá um landshagi og landsstjórn, eða með öðrum
orðum: ná svo miklum afla á þingum (löggjafar og lijeraðs-
stjórnar), að þeir geti barizt þar svo fyrir þörfum sínum og
rjetti, að árangurs megi vænta, þó dragast kunni, en í annan
stað hina, sem um slíkt ekki hirða, hafa óbeit á bið og alls-
konar þingþófi, en vilja flýta sem bezt fyrir þeim byltingum, að
yfir megi lúka sem skjótast með enum fátæku og auðmönnunum,
með hinum kúguðu og þeirra ofureflismönnum. Viðkvæði
2*