Skírnir - 01.01.1883, Side 18
20
ALMENN TÍÐINDI.
hinna frekustu er: að steypa og umturna öllu valdi, allri yfir-
boðan, bæði kirkjunnar og ríkisins, og á málfundunum spara
þeir menn sizt gífurleg orð og svívirðandi um trú og guðs-
dýrkun. A f>ýzkalandi má helzt kalla, að jafnaðarmenn hafi
einkum snúið kappsmunum sínum í þegnrjettindastefnuna, og á
norðurlöndum breyta þeir menn nú helzt eptir þ>jóðverjum.
Á sama er farið að brydda i öðrum löndum, t. d, í Austur-
ríki, Serbíu og víðar. A Frakklandi mátti eptir þvi taka árið
sem leið á fundum verknaðarmanna og sósíalista, að mikill
flokkur hafði dregizt út úr liði frekjugarpanna. Tilhugsan
þeirra manna kom ljósast fram í orðum eins fundarmanns frá
Massilíu (oss minnir á fundi í Bordeaux), er hann mælti svo til
sósíalista: „Ykkur væri hollara að neyta ins almenna kjör-
rjettar til að fylla kjörseðlakassana með atkvæðum, enn að
hlaða byssurnar“. Verkmenn áttu og fund með sjer í St.
Etienne, og þar rjeð álitanefndin til þess, að menn skyldu
öllu framar kosta kapps um, að komast á löggjafarþingið, því
þó leiðin lægi í krók, væri það þar sem sækja mætti til afls og
meginvalda í bæjarráðum og sveita. — I Bandaríkjunum í
Norðurameríku halda verkmenn á samtökum sin á meðal til
að ná betri kostum og kjörum, en helzt á enska vísu. Frekju-
menn koma þar litlu sem engu áleiðis, og sumir þeirra sem
eru aðkomnir frá Evrópu, og hafa verið þar forsprakkar fyrir
sósíalistum, dragast svo sjálfir inn í gróðastrauminn og kapp-
rennslið eptir auðsældinni, að þeir gleyma gjörsamlega enum
fyrri kenningum sínum. I stuttu máli má svo að orði kveða,
að þau álit hafi ruðt sjer til meira rúms árið sem leið, sem mæla
fram með hóflegu og löglegu atferli, enda hefir verið tekið
svo í taumana á sumum stöðum, að ofsamenn hafa setzt nokkuð
aptur. Vjer munum koma betur við þetta efni i sumum rikja-
þáttum, t. d. í Frakklandsþætti, þar sem frekju- og óstjórnar-
menn hafa vaðið svo uppi, að stjórnin hlaut að láta tii sín
taka og reisa rammar skorður við tiltektum þeirra.