Skírnir - 01.01.1883, Page 19
21
„Austræna málið“ og ófriðurinn á Egiptalandi.
Til þess eru margar orsakir, er Evrópumenn hafa átt til
mikils að gæta á Egiptalandi. þeir hafa grafið leiðarsundið
um Suez, sótt þangað þúsundum saman til atvinnu og ból-
festu og náð þar mörgum embættum og umboðum, sem ,.ke-
difarnir11 (varakonungarnir eða jarlarnir) hafa trúað þeim betur
til að gæta enn hinum innbornu þegnum sínum. þess er getið
i enum fyrri árgöngnm þessa rits (t. d. 1878), hve marga menn
Ismail jarl kvaddi til Egiptalands frá Evrópu, og fjekk þeim
yms umboð í hendur. Áður ófriðurinn hófst í sumar leið og
Evrópufólkið tók að flýja burt úr landi, taldist svo, að 70,000
kristinna manna hefðu bólfestu á Egiptalandi, og að mörgum
þeirra hafi verið i embætti og umboð skipað, má ráða af því,
að 7 millíónir króna gengu af landstekjunum til embættis-
manna af Evrópu kyni. Að Múhameðstrúarmenn — og J>á
sjerilagi Arabar, sem hafa heimilað sjer mest ráð og völd á Joví
landi — mundu kunna þessu illa, má nærri geta, enda hafa
þeir menn haft það til æsingaefnis, sem hafa i nokkur ár
undirbúið þau tiðindi, sem urðu í sumar á Egiptalandi.
„Skírnir11 sagði i fyrra, að „austræna málið“ þætti þá hafa
flutt sig til Egiptalands. þetta þótti sannast á þeiin viðburðum,
sem urðu í sumar leið. Vjer hættum þá þar við, er vjer
höfðum bent á sumt öfugstreymi i ráðum og tiltektum stór-
Veldanna, og á alla þá undirhyggju og brögð af hálfu soldáns
og hans ráðunauta, sem þá þegar þóttu upp lcomin, Vjer
sýndum og í hverjar klömbrur jarlinn var hnepptur, þar sem
að kallið reið að honum úr öllurn áttum, frá Miklagarði, frá
erindrekum hinna vestlægu stórvelda, og frá byltingaflokkinum
i landinu sjálfu. Achmed Arabi „bey“ var forsprakki bylting-
arinnar og forgöngumaður fyrirliða hersins, sem rjeðu öllum
þeim kröfum, er „í nafni þjóðarinnar“ var haldið að jarlinum.
Um nýársleytið færðist hanti ekki minna i fang, enn kveðja
höfðingja landsins til þingfundar i Kairó *), og bauð þeim að
*) Hefir dtt að vera sama þing (með 75 fulltrúum) sem Ismail jarl lög-
bauð, og minnzt er í «Skirni» 1879.