Skírnir - 01.01.1883, Side 20
22
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
krefjast að mega ráða fjármálum landsins engu síður enn um-
sjónarmenn Frakka og Englendinga. þetta þinghald var í
janúarmánuði, og þó jarl hefði verið gerður um allt fornspurður,
þá ljet hann samt knýjast til að setja þingið, og lesa þar upp
nokkurskonar þingsetningartölu, þar sem hann minnti höfðingj-
ana á, að gæta hófs og fara varlega í sakirnar. Frökkum og
, Englendingum fór nú að litast miður á blikuna, en Gambetta
stóð þá enn fyrir ráðaneyti Frakka, og var þess mjög fýsandi,
að hvorutveggju skyldu haldast sem bezt í hendur, og sýna
rögg af sjer í málunum. jbeir sendu jarli svo látandi brjef,
að þeir mundu ekki þola neina þá nýbreytni á Egiptalandi,
sem raskaði hinni gömlu skipun, eða legði hömlur á tilsjá
þeirra um fjárhag landsins eða stjórnarforræði kedífsins; enda
mundi til hlutazt með atförum, ef jarl þyrfti slíks við. Höfð-
ingjaþinginu varð heldur bilt við i fyrstu, en jarlinn galt þakk-
arorð við tillögu Frakka og Englendinga. En Arabi og hans
flokki óx bráðum móður, er Gambetta var farinn frá stjórn-
inni. Nú tólc lika orð að leika á hvorutveggja, að soldán
sendi stælingarorð til Arabis og hans liða, og að Bismarck
bljesi að kolunum i Miklagarði, því honum þætti málið vel
fallið tjl aðskilnaðar með hinum vestlægu stórveldum, sem
síðar gaf raun á. Stjórnarforseti kedífsins, Cherif pasja, skor-
,aði á þingið að takmarka kröfur sínar um íjárforræðið, en
Arabi eggjaði sem fastast að halda þeim fram í öllum atriðum.
Kedifinn vjek sjer nú að umboðsmönnum vesturþjóðanna, Colvin
og Bligniéres, og beiddist heilræða, en málið vandaðist þá enn
meir, er stjórnarforsetinn beiddist lausnar frá embætti sínu.
jbeir vitnuðu til brjefsins frá hinum vestlægu stórveldum, og til
úrskurðarins 18. nóvember 1879, sem hefði veitt umboðs-
tnönnum Frakka og Englendinga tilsjárrjettinn með fjármálum
landsins, ög heimilað þeim sömu ráð sem ráðherrum kedífs-
ins. f>að var þá orðið hljóðbært, að vesturþjóðirnar væru
orðnar afhuga atförum á Egiptalandi, þó meira gerðist í, og
nú var sumt kvisað um ágreining með þeim, en hin stórveldin
höfðu lýst yfir því i Miklagarði, að þau áskildu sjer hlut í
málunum ef nokkru yrði breytt til muna, því sem nú stæði í