Skírnir - 01.01.1883, Side 21
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
23
gildi. Kergjan í hermanna flokkinum — eða „þjóðernisflokk-
inum“, sem sumir kölluðu — óx dag af degi, og kedífinn hafði
ekki annað úrræði, enn að skipa af þeim mönnum ráðaneyti
sitt, og setja Arabi sjálfan fyrir hermálin. þaðan af hafði Arabi,
sem vita mátti, bæði tögl og hagldir í stjórninni. Hann ljet
nú engum hlýða að fara öðru fram enn þvi er hann vildi, og
bæði stjórn og þing varð nú að lúta boðum hans og bendingum,
en jarlinn var ekki annað enn vofa i völdum. Arabi og hans
flokkur vildi eigi að eins draga ráðin úr höndum Frakka og
línglendinga, en þeir menn brýndu það sem ákafast fyrir fólk-
inu, að Egiptar ættu að ná fullu forræði mála sinna, og bola
sem flesta þeirra frá embættum, sem væru af Evrópu kyni, já,
flæma alla Evrópumenn úr landi. Arabi ljet í veðri vaka við
umboðsmenn og konsúla stórveldanna, að hann ætlaði sjer að
koma Egiptalandi undir þingstjórnarlög, og kvazt vona, að slíkt
yrði vel virt af Evrópumönnum. Einn dag útbytti hann nýjum
merkjum meðal hersveitanna, og var konsúll Belga þar við
staddur. Arabi gat þess síðar við Malet, konsúl Englendinga
i Kairó, ogkvað það hafa glatt sig, er erindreki þess þingstjórnar-
ríkis, sem hefði svo barizt til sjálfsforræðis sem Belgar hefðu
gert, sýndi sig Egiptum og málstað þeirra svo sinnandi og vin-
veittan. Malet svaraði: „Belgar náðu frelsi sinu og forræði
fyrir aðstoð Englendinga, og geta svo að eins haldið þvi, að
þeir hafi þá sjer vinveitta.11 Menn hafa siðan sagt, að kon-
súllinn hefði ekki getað mælt betur af hug og hyggju ensku
stjórnarinnar, þó hún um það leyti virtist mjög óráðin í mál-
unum. Annars mátti þykja þar kynlega byrjað sem þingið var,
því höfðingjarnir hugðu helzt á að kippa öllu í garnalt horf,
leggja alla skatta á bændur og gera þá að þrælum sínum,
o. s. frv, Sjálfir voru þeir ekki annað enn leikfang i höndum
Arabis. Hann gat með þessu móti komið nafni á þinglegar
fjárframlögur, og svo ónýtt alla tilsjá umboðsmannanna frá
vesturþjóðunum. Fjenu var varið nálega eingöngu til hers og
hervarna, og til að tryggja sjer fyrirliðana, veitti Arabi þeim
bæði nafnbætur og samsvarandi launaviðbót. Hann ljet hina
egipzku fyrirliða sitja í fyrirrúmi, en fyrirliðar af sjerkessa