Skírnir - 01.01.1883, Page 23
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
25
hann mundi senda Arabi leyndarskeyti og stælti hann upp að
gera Frökkum og Englendingum allan þann óleik, sem hann
gæti. Hann vissi líka, að hinum stórveldunum líkaði ekki allsendis
gjörræði vesturþjóðanna, og það sýndi sig, þegar egipzka málið
var tekið til umræðu á erindrekafundi stórveldanna í Mikla-
garði, að þau vildu öll nokkurn þátt í eiga. A Egiptalandi
komst allt á meiri og meiri ringulreið. Jarlinn gerði tvær at-
reiðir að skipta um ráðaneyti og koma Arabi frá völdum, en
allir voru tregir að taka við vandanum, og vissu, að þeir mundu
eiga skammri virðingu að fagna, en allt mundi verða i upp-
námi — svo mundi Arabi og her hans til stilla og fyri sjá.
Jarlinn varð því að sætta sig við ena fyrri kosti, og biðja Arabi
að taka aptur við embætti sinu, þó hann mundi ráða, sem fyr,
einn öllu i ráðaneytinu. Oheppilegast var þó hitt, að Frakkar
og Englendingar höfðu verið frá öndverðu nokkuð sundur-
leitir i málunum, og tók það nú að verða berara. þeir höfðu
reyndar svarað mótmælabrjefi soldáns, að flotadeildirnar hefðu
eigi verið sendar til atfara að svo stöddu, en stjórnarforseti
Frakka (Freycinet) talaði heldur ráðgátulega um samband og
samheldi vesturþjóðanna, þegar hann lýsti yfir því á þinginu,
að stjórn Frakka hefði aldri hugsað til þess að hleypa her-
mönnum á land á Egiptalandi, enda þætti henni það allt flas-
ræði, sem ráðið eða gert yrði urn þetta mál án samkomulags
við hin stórveldin. Einnig minnist hann á, að Bretum og
fleirum þætti soldán eiga öllum fremur rjett á atförum á Epipta-
landi. *) þegar allt var orðið svo vöflulegt og flókið, hugsaði
soldán sjer til heifings, og ætlaði sjer einum að gera enda á
öllum misklíðum, endurreisa drottinvald sitt á Egiptalandi,
}>oka vesturþjóðunum af ráðastöð, og gera kalifstign sina sem
glæsilegasta í augum Egipta og allra Múhameðstrúarmanna.
Stjórn hans var boðið að taka þátt í ráðstefnu sendiboðanna
*) «Gula bókin • (sendibrjefa og sendiskeytasafn um útlend ’mál) sýndi,
að Gambetta liafði einmitt viljað láta vesturþjóðirnar ráðast til atfara,
án þess að þinga um neitt við liin stórveldin, og liitt með, að hvor-
ugur þeirra (Freyc. og Gamb.) hefðu viljað hlíta atförum soldáns.