Skírnir - 01.01.1883, Side 25
ÓERIÐURINN Á EGIPTALANDI
27
fangið fullt af varningi, en sumar æddu um strætin með bar-
efli (stólabrot og fl. þessk.), og lemstruðu þá enn rneir, sem
lágu særðir á strætunum. Konsúlar Evrópuþjóða skunduðu til
löggæzlustjórans, en á leiðinni rjezt skrillinn á þá, og veitti
sumum sár og aðra áverka, og urðu þeir að hverfa aptur við
r
svo búið. Meðal þeirra, sem áverka fengu, voru konsúlar Itala,
Grikkja og Englendinga. Um tölu þeirra sem fengu hjer lif-
tjón hvikaði sögnum, en hún mun hafa verið nær hálfu hundr-
aði, Af særðum mönnum voru 80 af Evrópumanna kyni, en 28
af hinna. Rósturnar og atvígin stóðu í þrjár stundir, án þess
að löggæzlumenn borgarinnar hefðust neitt að til að stöðva
þær. Eptir miðaptan komu loks sveitir af hernum, og slökktu
róstueldinn, því fyrirliðarnir munu hafa óttazt, að Englendingar
mundu ella senda lið á land af skipunum og setja það á varð-
stöðvar borgarinnar. Kristna fólkinu varð nú mjög órótt á
Egiptalandi, sem nærri má geta, og fjöldi manna fóru að taka
sig upp tii burtferðar úr landi, en hjer náðu færri fari enn
vildu af öllum þeim sæg, sem sótti til Alexandriu og annara
hafnaborga. það gat ekki hjá því farið, að slíkir atburðir yrðu
til að brjála þvi öllu, sem sendiboði soldáns hafði með höndum,
ef hann — sem sjálfsagt má þykja — hefir átt að ávinna sol-
dáni og valdi hans sæmd af málunum. Erindrekar stórveld-
anna i Miklagarði kváðu nú sýnt, að sendimönnum soldáns
hefði ekkert á unnizt, og sögðu brýna nauðsyn á, að stórveldin
tækju sem bráðast til ráðaleita. þeir skoruðu sem fastast á
stjórnarforseta soldáns, að taka þátt i þeim ráðagerðum, en
því var þverneitað, sem fyr. þegar róstufrjettirnar komu til
Kairó, flýttu þeir þaðan ferðum, kedífinn og Derwisch pasja, en
fálu Arabi á hendur, að gæta griða og friðar í höfuðborginni.
Kedífinn skipti um þetta leyti (í miðjum júni) um ráðherra
sína, nema Arabi, sem sat kyr i sinum sessi. það mun vera
satt, sem sagt var, að konsúlar þýzkalands og Austurríkis hafi
haft hjer hönd í bagga, en stjórnarforseti soldáns (Said pasja)
sagði svo, að nú gætu allir sjeð, hversu vel Derwisch hefðu
tekizt erindin, er hann hefði gert þá sátta og samhuga, jarl-
inn og Arabi, og enn fremur skýrskotaði hann til þess, að