Skírnir - 01.01.1883, Síða 26
28
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
Egiptar hefðu bælt sjálfir niður óeirðirnar og sýnt með því, hve
vel þeir væru um færir, að sjá fyrir efnum sinum, og sjálfir um
allt að annast — atfaralaust af soldáns hálfu og annara. Hitt
lægi þá í augum uppi, að ráðstefna sendiboðanna 1 Miklagarði
væri óþörf með öllu, en við hinu hættara, að hún yrði að eins
til þess að tálma góðum framkvæmdum á Egiptalandi. Sol-
dáni þótti svo mikils um vert — eða svo ljet hann — um
frammistöðu þeirra jarls og Arabis, að hann sæmdi ráðherr-
ann æzta orðumerki Tyrlcja, en sendi kedifinum minjagrip al-
settan með dýrustu gimsteinum *). Svo þótti soldáni sinn fugl
fagur, en öðrum leizt þó annan veg horfa á Egiptalandi.
Hjeðan bárust illar frjettir og tortryggilegar á hverjum degi.
Kristnir menn kváðust alstaðar i sýnni hættu staddir, og hvergi
um frjálst höfuð mega strjúka, og þeim þótti sem neistar hat-
urs og grimmdar flygju móti sjer úr hverju auga. Flóttastraum-
urinn óx meir og meir, en þeir sem kyrrir sátu, höfðu viðbún-
að i hibýlum sínum eða sumu stórhýsinu (bankahúsum) til
varna, ef borgaskrillinn tæki til nýrra illræða. Kousúlar Eng-
lendinga rjeðu löndum sínum og öðrum til að hafa sig á burt,
og vinda sem bráðast að. f>að bættist enn á, að Arabi tók
aptur til að reisa varnarvirki á ymsum stöðum, og halda áfram
„viðgjörð“ þeirra i Alexandriu og öðrum hafnaborgum. Hjer
var þá þörf á fljótum og snjöllum ráðum, en þau skyldu fund-
in á erindrekastefnunni i Miklagarði.
Fundurinn byrjaði 23. júní, og á því bar fljótt, að hjer
var verið að ræða um gamalt vandamál stórveldanna, „austræna
málið“. Að hver tryði öðrum miðlungi vel, mátti sjá þegar, er
Corti greifi, erindreki Italíukonungs, sem fyrir aldurs sakir
*) Hvað í hinu liefir satt verið, sem sagt var, vitum vjer ekki, að sol-
dán hafi viljað ginna Arabi með þessari orðusæmd til að koma á sinn
fund, sem hann sendi lionum orð til með Derwisch, en liann hafi
ætlað að taka hann fastan, þegar er hann kæmi til Miklagarðs; því
þá mundi allt auðveldara veita á Egiptalandi, er hann væri á burtu.
þegar Derwisch taldi hann á ferðina, svaraði Arabi jafnan : "Jeg vil
hlýðnast drottni mínum í öllum greinum, en liitt geri jeg ekki, að
fara burt af Egiptalandi, meðan svo stendur á sem nú».