Skírnir - 01.01.1883, Síða 27
ÓFRIBURINN Á EGIPTALANDI.
29
hlaut forsetadæmið, bar það upp fyrst af öllu, að öll stórveldin
skyldu skuldbinda sig til að seilast ekki til hóti meira rjettar eða
hagsmuna á Egiptalandi, enn hvert þeirra væri þá aðnjótandi að
lögum og samþykktum. þó allir íjellust á þetta, og á hitt með,
að atfara væri þörf, þá lá einhver dylgjuþoka yfir fundinum,
sem við mátti búast. En hvernig á henni stóð, gátu menn að
nokkru leyti áttað sig á rjett á eptir, þvi þann 24. s. m. lögðu
ráðherrar utanríkismálanna á Frakklandi og Englandi fram á
þingborðin bækurnar „gulu“ og „bláu“. þó Bismarck hefði
látizt draga sig í hlje í málunum, eða látið litið til sín taka,
sást það af tilkynningum sendiboðanna, að hann hafði verið
mjög mótfallinn. flotasendingum vesturþjóðanna til Egiptalands,
en hann hafði mælt fram með hinu, að soldán skyldi gera at-
farirnar, ef þeirra þyrfti við. f>að sást líka á skjalabókunum,
að þýzkaland, Italía og Austurriki voru á einu máli, að Rúss-
land Ijet minna til sin taka, en að vestlægu stórveldin höfðu
rekizt í ymsa vafninga sín á milli, og sumt þótti meðallagi
heillegt, eða að minnsta kosti tviveðrungslegt af hálfu Eng-
lendinga. Svo var lika að orði kveðið i sumum blöðum Frakka
(t. d. Journal des Débats), þegar menn sáu, að Frakldand
hafði haft jafnlitla sæmd eða árangur af varhygð Freycinets og
af einurðarhyggju Gambettu. Gambetta hafði viljað, að vest-
urþjóðirnar skyldu senda í svip hersveitir til Egiptalands, skakka
þar leikinn og taka Arabi höndum, en segja síðan hinum stór-
veldunum söguna svo búna. Við þetta þótti Granville ekki
komanda, en á hitt fjellst hann að senda kedifinum áminningar-
brjefin (7. jan.) og hóta Egiptum hörðu, en hafði átt að segja
rjett á eptir, að sjer hefði ekki dottið i hug, að það kæmi að
neinu haldi. Eins höfðu honum átt að farast orðin, þegar
hann hafði látið að orðum Freycinets, hvað flotasendinguna
snerti. þeir sendu flotann án þess að koma sjer saman um
tiltektir i viðlögum, eða um annað enn það, að hvorir um sig
áskildu sjer fullt sjálfræði. Blöð hvorratveggju drógu nú enga
dul á, að þetta væri ekki annað enn náttúrlegar afleiðingar af
þeim matningi og tortryggni, sem ávalt hefði borið á með
þeim á Egiptalandi. Nú var þess ekki lengi að biða, að