Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 28
30
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
bandalagið slitnaði með öllu, og sögðu margir, að þetta hafi
ekki komið Bismarck á óvart, þvi hann hefði sjeð fyrir löngu,
að þeir mundu skiljast að á Egiptalandi. Ráðasmiðar erind-
rekanna í Miklagarði voru svo ómerkar, að þeirra þarf ekki að
geta, og dylgjuþokunni tók þá fyrst að ljetta upp, þegar Bretar
tóku að verða berari í orðum og ráðum. f>eir sögðu það
hreint og beint, að þeir ættu svo mikið í húfi á Egiptalandi,
þar sem leið þeirra lægi um til enna miklu landeigna á austur-
vegum, að þeir vildu eiga sjer fullt atgjörðafrelsi áskilið, ef
fundarmenn fyndu ekki þau úrræði, sem sjer þætti við hlítanda.
Að þeir vildu vera við atförum búnir, sást af þvi, að þeir
hjeldu (í lok júnímánaðar) á liðsafnaði bæði á Indlandi og í
beimaríkinu. En þeir fóru stillt að öllu ráði sínu, og ráð-
snildin var ekki minni enn einurðin. 30. júní bar Dufferin
lávarður þá uppástungu fram á erindrekafundinum, að fela sol-
dáni atfarirnar á hendur. f>að var sem þetta kæmi nokkuð
ílatt upp á flesta, en þeim þótti þó, sem komið var, vant að
finna betra úrræði. Bretar vissu vel, hver tregða mundi fyrir
standa, en Said pasja, ráðherra utanríkismálanna, hafði hvað
eptir annað borið á móti, að atfara væri þörf, og í ráðaneyti
soldáns urðu þau álit jafnt og stöðugt i fyrirrúmi, að ekkert
gæti orðið kalífinum til meiri hneysu í augum hinna rjetttrúuðu,
eða aukið meir gremju þjóðrælcnisflokksins á Egiptalandi enn
það, ef hann gerðist erindasveinn hinna kristnu þjóða, og Ijeti
hafa sig að forhleypismanni í móti sjálfs síns þegnurn. Fund-
armönnum (erindrekunum) kom saman um að gera tilraunina,
eða nýja atreið að soldáni. En einmitt samstundis—,semkalla
mátti — ófst nýr vandi inn i flækjuna. Vjer gátum þess áður, að
Arabi ljet á ný taka til virkjabóta í Alexandríu, og hafði þar og
á fleirum stöðum allmikinn viðbúnað. Englendingar sáu hvað
«ök horfði, og að Arabi bjóst vart við atfaraliði frá Mikla-
garði, en að hann mundi ætla sjer að taka svo á móti atvígi
annars hers, sem auðnast mætti. Flotaforingi Englendinga
fjekk þau skeyti að heiman, að hann skyldi kreíjast þess harðri
hendi af stjórn kedífsins, að láta undir eins hætta öllum við-
búnaði, og hóta skothríð að virkjunum, ef eigi yrði að þvi