Skírnir - 01.01.1883, Side 29
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
31
farið. J>ann 6. júlí sendi hann kedífinum og Arabi svo lát-
andi boð, en þeir voru þá báðir í Alexandríu. Nú var tekið
til ráðagerða bæði þar og í Miklagarði. Arabi svaraði vífi-
lengjum, og gerði sem minnst úr öllum atgjörðum. Derwisch
pasja fjekk þau boð frá Miklagarði, að láta slá botni i virkja-
búnaðinn, og Arabi ljezt þá svo gera mundu. En Englend-
ingar komu svo njósnum við, að þeir sáu að áfram var haldið
í mesta ákafa, einkum á nóttunni. I Mildagarði var nú allt á
tjá og tundri, og erindrekarnir beiddust skjótustu samþykkta
hver frá sínu ríki til þeirrar áskorunar, sem soldáni skyldi stíluð,
og fyr er nefnd. það er sagt, að Bismarck hafi látið ráða
soldáni til í hamingjunnar nafni að víkjast hjer fljótt og greið-
lega við, því annars mundu meiri vandræði rísa af þessu máli
fyrir Tyrkjaveldi. Soldán og stjórn hans fór þó að engu óð-
ara enri áður, sló af og i, og þann dag (10. júli), þegar Sey-
mour aðmírall heimtaði virkin upp gefin og sjer seld í hendur
innan 12 stunda, höfðu engar sltuldbindingar af honum féngizt.
það eina sem stjórn hans gerði, var það að biðja frests á at-
lögunni, og síðar, að Englendingar skyldu stöðva jskothríðina,
er hún hafði tekizt. En nú var hvorugu gaumur gefinn. Kon-
súlar Evrópurílcja báðu kristna fólkið að forða sjer út á skip
og byrðinga, sem lágu á höfninni og stóð sá flóttaflutningur
alla nóttina, enn færri náðu þeim griðastað enn vildu. Um
kveldið sáu menn, að floti Frakka skreið út úr höfninni, og
þurfti þá ekki fleira til marks um, að þeir og Englendingar
voru skildir í málunum á Egiptalandi. Svo var látið, að floti
Frakka ætlaði að halda til Port Said, borgarinnar við norður-
mynnið á Suez-sundinu, og mundi halda vörð á sundinu, og
má vera að svo hafi verið til ætlazt, þó oss minni ekki betur,
enn að flotans væri ekki framar við neitt getið. Stundu eptir
miðjan morgun daginn eptir (11. júlí) byrjaði skothríðin. Eng-
lendingar höfðu 8 bryndreka og 5 „fallbissubáta“ til sóknar-
innar, og var hjer svo harðfengilega að unnið, að um dagmál
voru tveir kastalar sprungnir, og hinn þriðji'hruninn og brotinn.
Egiptar höfðu annars virkin vel vopnum búin, og skotlið þeirra
reyndist betur enn til hafði verið getið. það var sagt af sókn