Skírnir - 01.01.1883, Side 30
32
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
Englendinga, sem nýnæmi þótti vera, að Seymour aðmíráll ljet
skipin allan tímann vera á ferð fram og aptur, og þessvegna
tókst Egiptum miður að hitta þau með skeytum sínum. Hitt
sást og skjótt, hverja yfirburði sjóliðar Breta höfðu til þeirrar
viðureignar, og að stórskeyti þeirra voru svo tröllaukin, að
hinir höfðu ekkert til jafns við þau í eldingahríðinni. Bardag-
inn stóð næstum til miðaptans, en þá voru flest vígin eydd
og brotin, og hin þögnuðu þá sem eptir stóðu. Seymour ljet
halda sókninni áfram daginn á eptir um dagmálabil, en þegar
nokkur skot höfðu riðið að einu virkinu, var skotið upp hvítum
fána, eða griðbónamerki. Aðmírállinn sendi þá einn fyrirliða
að landi, og voru þar menn fyrir, sem sögðu að foringi virkja-
liðsins, Túlba pasja, vildi hafa tal af flotaforingjanum. Sendi-
maðurinn sagði, að sliks yrði enginn kostur, nema virkin væru
seld áður Englendingum í hendur. Nú fóru boð til virkjaliðs-
foringjans, en hann vildi ekki ganga að kostunum. Við þessa
umleitan varð sú dvöl á, að komið var af nóni, þegar aðmír-
állinn ljet taka til nýrrar sóknar. þegar skipin færðust nær
virkjunum, sáu Englendingar, að þau stóðu tóm, en þá voru
mörg hvít merki upp komin í borginni. Flotaforinginn ljet
nú sveit sjóliðs fara á land upp, og inn í borgina. En hjer
var ófagurt aðkomu. Nokkur partur borgarinnar — sá sem
Evrópufólkið byggði — stóð í björtu báli, flokkur skríls og
illþýðis, eða bandingja, sem út hafði verið hleypt, fóru geis-
andi að ránum og morðum, fólkið æpandi á flóttaflugi, hver-
vetna ógn og æði. Mönnum varð nú ljóst, til hvers Arabi og
hans liðar höfðu haft það hlje sem varð á sókninni. Hann
hafði komið her og vopnum á burt úr borginni, og óhætt mun
að fullyrða, að illvirkin og brennurnar hafi verið framdar með
hans vitund, eða jafnvel að hans fyrirlagi *), að lið Englend-
inga ætti við öðru að snúast, enn tálma burtkomu hersins.
Kedífinn var hjer við ekkert riðinn. Hann ljet fyrirberast í
höll einni, og voru þar 300 hermanna til varðgæzlu. Um það
*) Sumar sögur ljetu sjerilagi böndin borin að Túlba pasja, sem fyr er
nefndur.