Skírnir - 01.01.1883, Síða 33
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
35
taka til vígisgerðar við þorp, sem Tel-el-Kebir heitir, eigi all-
langt i vestur frá Ismailju, bðe við miðjuna á leiðarsundinu.
Aður enn hann fór frá Kafrdóvar, sendi hann mann á fund
jarls með sáttaboð, en þeim var harðlega tekið, enda vissi
jarl , að erindið var það helzt, að fá njósnir frá borginni um
liðskost Englendinga. Tevfík jarl hafði þá þegar lýst Arabi
uppreisnarmann og þá alla, sem honum fylgdu, en nú sendi
Arabi þá auglýsing út um landið, að Tevflk væri landráða-
maður, og að soldán „drottinn hinna trúuðu“ hefði rekið hann
frá völdum, en frá Tyrklandi mundi innan skamms tima her
kominn til liðveizlu að reka „hina vantrúuðu" út úr landinu.
þegar komið var undir lok júlímánaðar, og leiðángursher Breta
var á leiðinni bæði að austan og vestan, ljezt soldán eklci vera
ótilleiðanlegur að senda lið til atfara, en skildi til um leið, að
Englendingar skyldu fara á burt með her sinn og flota, þegar
hans menn væru komnir til Egiptalands. 'Bretar tóku svo
undir, sem þeim þótti við eiga, og þar kom, að Dufferin lá-
varður (sendiherra þeirra í Miklagarði) hafði kúgað soldán til
hvorstveggja, að lýsa Arabi uppreisnarforingja, og ganga að þeim
kostum um atfarirnar sem stjórninni í Lundúnum þótti við sæm-
anda, og skyldi lið hans hlýða yfirforustu hins enska höfuðfor-
ingja. En með þessu móti varð drátturinn svo langur, að leið-
angurslið soldáns var ekki komið af stað, þegar Englendingar
höfðu unnið fullan sigur á her Arabis. Aður sá landher
kom frá Englandi, sem beðið var eptir — fyrstu sveitirnar
komu til Alexandríu 10. ágúst — urðu Htil tíðindi. Sá hers-
höfðingi sem Alison heitir hjelt stöðvum fyrir utan borgina
með nokkrar sveitir. Hann ljet menn sína kanna stöðvar
egipzka liðsins, sem var eptir við Kafrdóvar, þann 5. ágúst,
og sló þá í bardaga með forvarða sveitunum. þar fjellu eigi
fáir af Egiptum, en 40 manns handteknir. I miðjum mánuð-
inum kom yfirforingi enska hersins. það var Garnet Wolseley,
sem hefir haft forustu í her Englendinga í íjórum heimsálfum,
og hlotið alstaðar mestu frægð fyrir afrek sin og sigursæli.
Honum fylgdu margir (12 eða 13) ágætir hershöfðingjar, og
fyrir einni deild hersins var hertoginn af Connaught, þriðji
3*