Skírnir - 01.01.1883, Síða 36
38
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
Virkjagarðarnir voru sumstaðar allháir og svo brattir, sem hægt
var að gera þá úr sandinum. Um hlaupaskurðina eða göngin
milli virkjanna var sagt, að þeim hafi verið mjög ábótavant;
en mest er fundið að því, hve óforsjállega Egiptar höfðu skipað
til varðgæzlu. Um kveldið 12. september ljet Wolseley herinn
búast til sóknar, og um miðnætti var liðið ferðbúið, og allt
var svo fyrirskipað sem þurfti. Englendingar fóru hljóðlega
og komu rúmri stundu eptir miðnætti að sandhólum nokkrum
skammt fyrir austan Tel-el-Kebír og tóku þar hvíld á sig
nokkurn tima. Allt var kyrrt i herbúðum Egipta, enda urðu
þeir við ekkert fyr varir, enn fjandmannaherinn var kominn
undir virkin og deildir hans i svig á allar hliðar. þetta var
i apturelding. Egiptar sáu þá fyrst, sem komu að austan-
megin, og tóku þá til stórskeyta sinna, en af þeim höfðu þeir
70 á virkjagörðunum. Skotin urðu því Englendingum að litlu
tjóni, að þeir stóðu lágt og þau riðu flest fyrir ofan þá, enda
ruddust þeir hart fram og einarðlega að virkjunum. þrem
megin stukku þeir yfir skurðina og runnu upp garðana móti
skothríðinni. Uppi á virkjagörðunum var viðureignin bæði
snörp og grimm, en svo skömm, að segja mátti um Egipta, að
þeir stæðu hinum ekki snúning. Inni í virkjahverfinu varð
vörnin heldur í fáti, því 1 Englendingar komu hjer inn stór-
skeytum sínum, og þeystu svo eldrokunum yfir herbúðirnar, en
þeir sem innar vóru, vöknuðu við vopnagnýinn, og urðu felmts-
fyllri enn góðu gegndi. Á öðrum stöðum komu Englendingar
hinum í opna skjöldu, er þeir höfðu snúizt á móti þeim sem
runnu upp garðana. Um það ber öllum sögnum saman, að
áhlaupahriðin stæði ekki lengur enn 20 minútur, og fór þá her
Egipta að riðlast og leggja á flótta. I þeirri svipan fjell mest
af liði þeirra, sem optast verður í orrustum, er undan er hörfað ;
en Englendingar hleyptu þá riddaraliði sínu á eptir flóttanum,
og urðu þá fjöldi manna handteknir. Flótttinn rann í ymsar
áttir, en i þeim straumi, sem vestur sótti að borg er Zagazig
heitir, var Arabi sjálfur og hans fylgiliðar, og óku þeir þaðan
á járnbrautinni til Kaíró. Hingað kom líka deild af her Eng-
lendinga um kveldið 14. septembers, og með henni aðalfor-