Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 42
44
ENGLAND.
neinnar hlítar, sem nærri má geta, hvernig leyndar- eða sam-
særisflokkum Ira er fyrirkomið, þó menn viti nú miklu meira
enn nokkru sinni fyr*); en þó mun óhætt að fullyiða, að
þeir muni vera allir á eitt band dregnir, þó ymsum sje ýmist
ætlað. Skipulagið mun vera áþekkt því sem Feniar hafa haft
— og gjöreyðendur á Rússlandi —, að þeir sem til morða
eða annara illræða eru settir, þekkja enga þá sem yfir þeim
bjóða, en eru einskonar blindingar í höndum þeirra. Flokk-
arnir nefnast ymsum nöfnum, t. d. „tunglskinsmenn“, „hvít-
skirtungar“, „hinir irsku ósigrandi11, og fieirum, en sumir
segja, að nöfnin greini ekki neitt sjerílagi, en sje tekin upp
eptir atvikum. þó má ætla eptir því sem vottað var við
dómpróf í vetur, að síðasta nafnið beri þeir sjerílagi, sem
ætlað er að myrða þá af stóreignamönnum eða embættis-
mönnum, sem illræðanefndin hefir sett á banaskrá sína. Inn
í flokkana dragast ungir menn, kotbændasynir eða annara
fátækra manna, sem varla hafa numið eða heyrt annað í æsku
sinni enn hjátrúarkreddur og heiptarummæli til Englendinga og
ensku stjórnarinnar, auk svo margra, sem hart hafa komið niður,
er þeir voru reknir frá búslóð sinni. Öllum hefir verið inn-
rætt, að fátækt þeirra og allt annað, sem á landinu lægi, væri
Englendingum að kenna. þó kalla megi, að þeir seljist illum
anda, sem i morðfjelögin ganga, eða leigja sig til annara
ódáða, þá finnst þeim — sumum að minnsta kosti — sem
þeir takist skylduverk á hendur fyrir ættland sitt, en verða
því harðsvíraðri og láta sjer því síður neitt fyrirbrjósti brenna,
sem þeir eiga sjálfir ávallt líf sitt i veði, og verða hvorttveggja
jafnt að varast: óhlýðni við ena ókenndu leiðtoga og yfir-
boðara, og uppgötvanir löggæzluvaldsins.
Á íjórum fyrstu mánuðum ársins var mikið um sveim
samsærisflokkanna. Stóreignamenn fengu hvert heitunar-
brjefið á fætur öðru, og margir þeirra hjeldu varðmenn með
*) Fyrir sambands og heildar sakir höfum vjer leyft oss að relcja þessa
sögu yfir takmark ársins umliðna, eða miða sum atriði hennar við það
sem síðar hefir uppgötvazt.